Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 9
9 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009
Daglegur rekstur Norðlenska
var í góðu jafnvægi á árinu 2008
og mjög í takti við áætlanir.
Gengisfall krónunnar og gríðar-
lega hátt vaxtastig í þjóðfélaginu
kom illa við félagið og gerði það
að verkum að það var gert upp
með 402 milljóna króna halla á
árinu 2008. Þetta kom fram á
aðalfundi Norðlenska nýverið.
Velta Norðlenska var á liðnu ári
um 3,7 milljarðar króna og jókst
um tæp 16% milli ára, þá var sala
á framleiðsluvörum mjög góð og
hefur raunar aldrei verið betri.
Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og
skatta var 254 milljónir, samanbor-
ið við 279 milljónir árið 2007, en
gríðarleg hækkun fjármagnsgjalda
á síðari hluta árs 2008 gerði það
að verkum að niðurstöðutalan var
halli upp á 402 milljónir króna.
Fjármagnsliðir hækkuðu úr 111
milljónum króna árið 2007 í 590
milljónir árið 2008. Þar hefur geng-
isfall krónunnar gagnvart erlendum
myntum afgerandi áhrif sem og
himinháir vextir. Einnig hafa ýmsir
rekstrarþættir hækkað upp úr öllu
valdi á árinu – t.d. flutningskostn-
aður.
Rekstur Norðlenska var í mjög
góðu jafnvægi fyrstu tvo ársfjórð-
unga og þá var fyrirtækið í hagn-
aðarrekstri, en algjör umskipti urðu
í efnahagshruninu á síðustu mán-
uðum ársins.
Erlend lán eru bróðurpartur lang-
tímalána Norðlenska, en skamm-
tímalánin eru innlend. Gengistap á
erlendum lánum var um 433 millj-
ónir á árinu. Þessar utanaðkomandi
erfiðu aðstæður í samfélaginu hafa
gert það að verkum að eiginfjár-
staða félagsins hefur breyst úr því
að vera 18,5% á árinu 2007 í 0,1%
í árslok 2008.
Sigmundur E. Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, sagði
á aðalfundi félagsins að ef gengi
krónunnar myndi styrkjast töluvert
á þessu ári megi vænta þess að eigið
fé félagsins muni styrkjast aftur til
muna. Gangi það eftir megi vænta
þess að verulegur hagnaður verði
af rekstri félagsins og langtímalán
lækki þá umtalsvert. Hann sagði að
vaxtaorkrinu í samfélaginu yrði að
linna, það væri lífsspursmál fyrir
fyrirtækin í landinu. Atvinnulífið
þyldi einfaldlega ekki svo fjand-
samlegar rekstraraðstæður í marga
mánuði í viðbót.
Auður Finnbogadóttir, stjórnar-
formaður, segir ljóst að háir skamm-
tímavextir eigi sinn þátt í að skerða
hagnað félagsins og því skipti miklu
máli að Seðlabankinn, stjórnvöld
og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nái
sem fyrst saman um skjóta lækkun
vaxta.
Óvissa á kjötmarkaði er mikil
á þessu ári, m.a. vegna afnáms
útflutningsskyldu og áhrifa mat-
vælafrumvarpsins, verði það að
lögum nú á yfirstandandi þingi.
Tækið sem enginn verður var við.
be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í
heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega
nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt
og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau
og aðrir taka heldur ekki eftir þeim.
be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði
fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki
Algerlega
ný hönnun
heyrnar-
tækja.
be by ReSound
eru vart greinanleg
í eyrunum
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan
Tímapantanir 534 9600
Dalvegi 4, 201 Kópavogur
Gagnheiði 69, 800 Selfoss
Sími 544 5858 / 482 3595
www.frostmark.is
Landgræðsla
ríkisins
Tilboð óskast
Landgræðslan óskar eftir kauptilboðum í eftirtalinn búnað
Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu, til
niðurrifs og brottflutnings af staðnum:
I. Búnaður innanhúss.
A. 13 stóðhestastíur, hver þeirra 5,4 m2
B. 11 stóðhestastíur, hver þeirra 5,4 m2
C. 5 trippastíur, 3 eru 11,1 m2 og 2 eru 8,8 m2
D. 5 trippastíur, 3 eru 11,1 m2 og 2 eru 8,8 m2
E. Um 200 m2 gúmmímottur í stóðhesta- og trippastíum,
II. Gerði utanhúss. (Galvaniseruð 2“ rör, flest í 3 m lengd,
2,5“ uppistöðustaurar, 1,5 m hlið lítil, 3 m hlið stór).
F. Gerði 1, - 21 staur, 170 m rör, einnig 3 lítil hlið og 1 stórt.
G. Gerði 2, - 29 staurar, 200 m rör, einnig 5 lítil hlið og 1 stórt.
H. Gerði 3, - 45 staurar, 345 m rör, einnig 5 lítil hlið og 2 stór.
I. Gerði 4, - 15 staurar, 105 m rör og einnig 2 lítil hlið.
Bjóðendur geta gert tilboð í hvern ofangreindan lið eða fleiri
saman. Virðisaukaskattur er ekki greiddur af kaupverði.
Á vefsíðu Landgræðslunnar, www.land.is eru nánari upplýs-
ingar og tilboðseyðublað. Þeir sem óska frekari upplýsinga
eða vilja skoða búnaðinn snúi sér til Árna Eiríkssonar í síma
860-9135, frá kl: 10:00 – 15:00 á virkum dögum.
Skrifleg tilboð berist til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti
851 Hellu, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. mars n.k. í lok-
uðum umslögum merkt „Búnaður Stóðhestastöðvar – til-
boð“ Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 14:15 í Gunnars-
holti í viðurvist viðstaddra bjóðenda.
Áskilinn er réttur til að taka hagstæðasta tilboði í hvern ein-
stakan lið eða hafna öllum fáist ekki viðunandi verð. Ofan-
greindur búnaður verður einungis seldur gegn staðgreiðslu,
og frestur til að fjarlægja hann er til 1. júní nk.
Landgræðsla ríkisins
Gengisfall krónunnar og gríðarháir vextir komu illa við Norðlenska
Vaxtaorkinu í samfélaginu verður að linna
www.bbl.is