Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 29
29 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009
Fólkið sem erfir landið
www.bbl.is/www.bondi.is
Katla Dögg Traustadóttir er 10 ára Svarfdælingur
og forfallin hestamanneskja. Í vetur stundar hún
reiðnámskeið af kappi og æfir sig fyrir keppnina
Æskan og hesturinn, þar sem hún setur sér háleit
markmið.
Nafn: Katla Dögg Traustadóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Hofsá, Svarfaðardal.
Skóli: Dalvíkurskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum?
Handmennt og smíðar.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hesturinn.
Uppáhaldsmatur: Lambakjöt, steikt í ofni með pip-
arostasósu og hrísgrjónum.
Uppáhaldshljómsveit: ABBA.
Uppáhaldskvikmynd: Highschool Musical.
Fyrsta minningin þín? Heima í fjósinu.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á
píanó og er í kór Tónlistarskóla Dalvíkur. Ég er einnig
í hestamennsku.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu?
Fara inn á www.hringur.de
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Hestakona og bóndi.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það
klikkaðasta sem ég hef gert er að fara yfir Hofsána
á ís.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Gefa
kanínunum mínum.
ehg
Tírol og Alparnir í allri sinni dýrð. Gist verður 5 nætur í Seefeld í Tírol á
glæsilegu hóteli. Ferðin hefst á flugi til Frankfurt, þaðan verður ekið til
Ulm og gist fyrstu nóttina. Á leið okkar til Seefeld skoðum við
ævintýrahöllina, Neuschwanstein í Füssen. Frá Seefeld verður farið í
skemmtilegar skoðunarferðir, t.d. að Achenseee sem er með fallegustu
vötnum Tíróls og að Gramai-Alm, en þar er upplagt að fá sér léttan
hádegisverð í osta- og pylsuseli frá 16. Öld. Ekin falleg leið yfir
Brennerskarðið til Brixen í Suður-Tíról á Ítalíu. Ferðinni lýkur í
Würzburg þar sem gist er eina nótt áður en flogið er heim.
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Verð: 152.500 kr. á mann í tvíbýli
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
VOR 1
5. - 12. apríl
Sp
ör
-
R
ag
nh
ei
ðu
r
In
gu
nn
Á
gú
st
sd
ót
tir
Seefeld í Tíról
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Með hálfu fæði og öllum skoðunarferðum!
Vinkonurnar Katla Dögg og Kristrún Birna fyrir utan Dalvíkurskóla í veðurblíðunni á dögunum
Fór yfir Hofsána á ís
Fyrir fáeinum dögum voru hér
á landi bandarískir bændur frá
Maine, hjón sem hafa sérstakan
áhuga á íslenska geitfjárkyninu.
Voru þau hér á landi m.a. til að
skoða þessar sérstöku skepnur,
með þann möguleika í huga að
flytja þær heim með sér. Þar reka
þau lítið bú með margvíslegum
gamalgrónum búfjártegundum
sem eru í útrýmingarhættu.
Geitfjárstofn í útrýmingarhættu
Þar sem íslenski geitastofninn telur
einungis um 500 dýr er hann talinn
vera í útrýmingarhættu. Þau höfðu
spurnir af íslensku geitinni í gegn-
um nágranna þeirra sem ræktar geit-
ur vegna dýrmætrar ullarinnar og
með milligöngu og liðsinni Ólafs R.
Dýrmundssonar komu þau Wayne og
JoAnn Myers til Íslands. Þau heim-
sóttu m.a. Jóhönnu Þorvaldsdóttur,
á Háafelli í Hvítársíðu, sem rekur
stærsta geitfjárbúið á Íslandi og gátu
þar kynnst af eigin raun þessum
fallegu dýrum – svo notuð séu orð
JoAnn.
Fræðsla og sala beint frá býli
Bændablaðinu gafst kostur á að
hitta þau þegar þau heimsóttu Ólaf
R. Dýrmundsson í Bændahöllina.
Segjast þau vilja leggja sitt af mörk-
um til að viðhalda stofninum og telja
að það sé ekki verra að hann sé rækt-
aður í fleiri löndum. Þau hafa skýra
hugsjón um ræktun og viðhald á
búfjárstofnum (og jarðargróða) sem
eitt sinn voru mikilvægir en eru nú
í útrýmingarhættu. Margar tegund-
irnar una hag sínum vel utan dyra og
gefa af sér góðar afurðir, þótt ræktun
þeirra þyki ekki hagkvæm í nútíma
framleiðsluumhverfi. Þá selja þau
áfram afrakstur ræktunarstarfsins
til annarra bænda, sem síðan selja
afurðir sínar áfram til veitingastaða
t.d. Þau segja að þeirra aðalstarf sé
hins vegar uppfræðsla barna og full-
orðinna um dýrin og bjóða þau fólki
heim til sín til að skoða bæinn en
taka ekki gjald fyrir. Þau hafa hins
vegar ýmisskonar lífrænar afurðir til
sölu beint frá býlinu, eins og ávexti,
grænmeti og ullarvörur.
Vinna farin af stað
en ýmis vandkvæði
Þau segja að vinnan við það að
flytja inn íslenska geitfjárkynið til
Bandaríkjanna sé farin af stað en að
löggjöfin í Bandaríkjunum sé ekki
vinsamleg slíkum áformum sem
stendur. Kúariðufárið hafi á sínum
tíma orðið til þess að stjórnvöld í
Bandaríkjunum eru mjög varfærin
í þessum efnum og sem stendur er
einungis heimilt að flytja inn sæði en
ekki lifandi búfé. Vonast þau til þess
að með vaxandi þekkingu á smitleið-
um riðuveiki opnist möguleiki á inn-
flutningi á dýrunum. -smh
Vilja flytja inn íslenskar geitur
Jóhanna Þorvaldsdóttir á Háafelli
með fallegan hafur.
JoAnn með Sufflok Punch-meri (nokkur hundruð dýr til), þá asna sem
heldur villihundum frá kindunum og uxa af New England tegund. Loks er
kýr af Lineback heifer-kyni frá 9. öld; innan við hundrað dýr eru enn til.
Ólafur R. Dýrmundsson, sérlegur hagsmunagæslumaður íslenska geitfjár-
kynsins, JoAnn og Wayne Myers, frá Maine í Bandaríkjunum.