Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Á markaði Í liðinni viku kynntu flestir áburðarinnflytjendur verðlista sína. Verð á helstu tegundum túnáburðar hækkar á bilinu 10-35% milli ára, miðað við bestu kjör. Sé miðað við 30% hækkun frá fyrra ári hækka útgjöld verð- lagsgrundvallarbús í mjólk um hálfa milljón kr. eða 2,65 kr./lítra. Fyrir verðlagsgrundvallarbú sauðfjárafurða nemur hækkunin um 250.000 kr. eða um 35 kr. á kg kjöts. Miðað við að meðalhækk- un til bænda nemi 30% á þessu ári hefur áburðarkostnaður auk- ist um 130% á tveimur árum á sauðfjár- og kúabúum. Sé litið á kartöflubú þá var meðal áburð- ar- og efniskostnaður samkvæmt ársreikningum þeirra árið 2006, 1,2 millj. kr. Gróflega áætlað þýða hækkanir sl. þriggja ára að áburðarkostnaður meðal kart- öflubús í ár verði um 3 milljónir króna. Í ljósi verðbreytinga á áburði til bænda hér á landi er fróðlegt að skoða þróun áburðarverðs í Noregi. Hæst varð verðið í október sl. haust, um það leyti sem hráefnaverð á heimsmarkaði náði hámarki. Verð hefur nú lækkað á ný en lætur engu að síður nærri að vera 100% en í febrúar 2007. Hér á landi er hækk- unin 120-130% sem er athyglisvert í ljósi þess að á sama tíma hefur íslenska krónan veikst um 50% gagnvart þeirri norsku. Önnur aðföng Á undanförnum mánuðum hefur kjarnfóðurverð á heimsmarkaði farið lækkandi. Hæst fór kjarnfóð- urverð hér á landi í október sl. en hefur nú lækkað aftur í kjölfar styrkingar krónunnar og lækkandi heimsmarkaðsverðs. Í meðfylgj- andi töflu er áætlað sama verð á kjarnfóðri og í verðlagsgrundvelli kúabús í september sl. Kornverð á heimsmarkaði virðist hafa náð lágmarki sínu og fer nú hækkandi á ný. Gengisþróun krónunnar mun því ráða miklu um þróun kjarnfóð- urverðs á komandi vikum. Verð á díselolíu hefur farið lækkandi og reiknað er með sömu lækkun og vísitala neysluverðs sýnir frá september 2008 til janúar 2009. Ekki er að sinni lagt mat á verðbreytingar á rúlluplasti en aðrir kostnaðarliðir eru hækkaðir sam- kvæmt vísitölu neysluverðs til að endurspegla áhrif almennra verð- lagsbreytinga. Áburðarblanda. Efnainnihald (hrein efni) Febrúar 2007 Janúar 2008 Október 2008 Febrúar 2009 N-P-K NOK/tonn NOK/tonn NOK/tonn NOK/tonn 18-3-15 2.430 2.730 5.100 4.910 22-2-12 2.375 2.625 4.975 4.790 Kalksaltpétur 1.700 1.870 3.050 3.010 OPTI-KAS 27-0-0 (4S) 2.500 3.900 3.750 Kalísúlfat 41% kornað 3.900 4.000 5.100 7.700 17. feb.07 17. jan.08 1. okt.08 20. feb.09 Gengi norsku krónunnar, skv. Seðlabanka 10,98 12,04 18,56 16,51 N-P-K ISK/tonn ISK/tonn ISK/tonn ISK/tonn 18-3-15 26.691 32.861 94.651 81.064 22-2-12 26.087 31.597 92.331 79.083 Kalksaltpétur 18.673 22.509 56.605 49.695 OPTI-KAS 27-0-0 (4S) 72.380 61.913 Kalísúlfat 41% kornað 42.838 48.148 94.651 127.127 Verð á aðföngum landbúnaðarins Þróun og horfur Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir janúar 2009 Framleiðsla jan.09 2009 nóv.08 jan.09 feb.08 jan.09 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % m.v. 12 mán.janúar '08 3 mán. 12 mán. Alifuglakjöt 547.056 1.546.084 7.242.792 -22,5 -19,4 -5,5 26,4% Hrossakjöt 138.347 548.669 1.000.365 -3,4 5,3 -0,1 3,6% Nautakjöt 326.241 887.661 3.588.969 -5,2 -9,5 -0,4 13,1% Sauðfé * 0 215.289 8.930.113 0,0 1,5 3,4 32,5% Svínakjöt 523.228 1.675.067 686.226 4,8 13,5 10,5 24,4% Samtals kjöt 1.534.872 4.872.770 21.448.465 -9,3 -4,6 1,8 Innvegin mjólk 10.766.374 30.531.041 126.255.576 1,9 1,6 1,1 Sala innanlands Alifuglakjöt 545.385 1.538.229 7.235.541 -24,9 -19,9 -4,4 28,6% Hrossakjöt 79.318 280.984 691.558 22,3 32,7 6,3 2,7% Nautakjöt 315.900 878.890 3.590.265 6,8 -11,1 -0,2 14,2% Sauðfé ** 321.384 1.224.584 7.083.113 -55,3 -27,6 -1,3 28,0% Svínakjöt 522.766 1.675.764 6.689.752 4,6 13,5 10,5 26,5% Samtals kjöt 1.784.753 5.598.451 25.290.229 -24,0 -11,0 1,0 Sala á fitugrunni 8.593.526 28.338.228 112.064.594 -2,63 -2,8 2,56 Sala á próteingrunni 9.493.901 27.212.053 116.688.231 -4,34 -5,21 1,32 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Framleiðsla á kjöti var 9,3% minni en í sama mán- uði 2008. Mest munar um 22,5% samdrátt í ali- fuglakjöti og tilsvarandi 25% samdrátt í sölu þess. Framleiðsla og sala svínakjöts hefur aukist um 10,5% sl. ár, þar af 13,5% síðustu 3 mánuði. Sala á kjöti var 24% minni en á sama tíma í fyrra og um 11% síðustu þrjá mánuði. Mestur samdráttur er í sölu kindakjöts milli mánaða, 55,3% og 27,6% sé horft til síðustu þriggja mánaða. Þetta má að einhverju leyti skýra með því að sala vegna sprengidags féll á janúar í fyrra. Eins var mikil sala í október og raunar mánuðina ágúst til október en þá nam söluaukning 30% miðað við sama tíma 2007. Landsmenn búa því að góðum kjötbirgðum í frystikistum sínum. Sala á alifuglakjöti dróst, eins og áður segir, saman um 25% en sala á öðru kjöti jókst. Framleiðsla mjólkur sl. 12 mánuði miðað við janúar- lok var 126,3 milljónir lítra. Heldur hefur dregið úr sölu mjólkurafurða síðustu 3 mánuði miðað við tímabilið nóvember 2007-janúar 2008. Þyngst vegur þar 10,6% samdráttur í sölu osta, í janúar var samdráttur í ostasölu t.d. 11,9% frá janúar 2008. Sala á jógúrtvörum hefur dregist saman um 16,6% sl. 12 mánuði og skyri um 2,5%. Drykkjarmjólk er hins vegar að styrkja stöðu sína, sala í janúar var 7,2% meiri en í sama mánuði í fyrra og á ársgrundvelli nemur aukningin 3,8%. EB Framleiðsla og sala á búvörum í janúar Raforkukostnaður vegur víða þungt í búrekstri, til dæmis í ylrækt. Meðfylgjandi graf sýnir þróun dreifigjaldskrár RARIK frá desember 2005. Í febrúar 2007 var dreifingarkostnaður notenda í dreifbýli hækkaður umfram hækkanir til notenda í þéttbýli. Dreifingarkostnaður var hækkaður um 15% þann 1. janúar sl. og er hækkunin nokkuð umfram hækk- un vísitölu neysluverðs, eins og grafið sýnir. Þessi skipta gjaldskrá er t.d. talin kosta garðyrkjubænd- ur 66 milljónum króna meira en ef notendur í dreifbýli greiddu sama dreifingarkostnað og notendur í þéttbýli. EBÞróun dreifigjaldskrár RARIK frá desember 2005 til janúar 2009 Innflutt kjöt árið 2008 Tímabil janúar-desember, magn í kg Alifuglakjöt 530.398 Nautakjöt 339.788 Svínakjöt 279.760 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 22.667 Samtals 1.172.613 Útflutningur ýmissa búvara árið 2008 Útflutningur á kindakjöti árið 2008 nam 1.803 tonnum og skiptist milli landa eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Mikilvægustu viðskipta- löndin með tilliti til magns og verðmæta eru Noregur, Bretland og Færeyjar. Frá áramótum – kg Frá áramótum – fob Bandaríkin 64.975 67.113.334 Bretland 721.775 177.786.390 Danmörk 110.608 32.857.248 Færeyjar 242.121 144.488.161 Japan 140.433 95.705.533 Noregur 400.544 295.367.321 Víetnam 76.688 10.756.438 Önnur lönd 45.517 24.281.582 Samtals 1.802.661 848.356.007 Útflutningur á hrossakjöti nam ríflega 328 tonnum og þar vegur Rúss landsmarkaður þyngst, 240,6 tonn eða 73% af útflutningi fara á Rússlandsmarkað. Af þurrmjólk voru flutt út 844,6 tonn fyrir 178,9 milljónir króna fob og af smjöri 796,7 tonn fyrir 224,3 millj. króna fob. Mest var flutt til Egyptalands, 188 tonn, Hollands 171 tonn og Bretlands, 160 tonn. Alls voru flutt út 165,8 tonn af skyri að andvirði um 80 millj. króna fob, þar af fóru 153 tonn til Bandaríkjanna fyrir tæpar 75 milljónir króna. Þá nam útflutningur á ostum 8,8 tonnum að fob verðmæti 5,7 millj. kr. Útflutningur á hreinsuðum æðardún nam 2.020 kg og var meðalverð 107.731 kr./kg fob. Loks voru flutt út minkaskinn fyrir 1.037.568.063 krónur eða rösklega einn milljarð króna. EB Þróun dreifigjaldskrár RARIK Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Verðlagsmál

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.