Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Novum ehf umboðsaðili Flex Fertilizer á Íslandi þakkar bændum landsins góðar móttökur og hjálpina við innleiðingu nýrrar tækni við jarðvegsbætingar hér á landi. Flex áburðurinn er jarðvegs- og laufáburður í fljótandi formi sem er sér- sniðinn að hverju því verkefni sem hann skal notaður við. Tekin eru jarð- vegssýni af ræktarsvæðum og send í greiningu hjá rannsóknarstofu Flex í Hollandi sem gefur ítarlegri niðurstöður heldur en áður hafa þekkst hér á landi. Út frá niðurstöðum jarðvegssýna, sögu ræktarsvæðis og viðfangs- efni þess er síðan blandaður áburður sem hentar hverju ræktarsvæði. Flex áburðurinn er fyllilega samkeppnishæfur hvað varðar verð á hektara. Enn er möguleiki á að taka jarðvegssýni og senda til greiningar, fyrir þá sem vilja panta áburðinn fyrir sumarið 2009. Nánari upplýsingar veitir Benedikt Magnússon Framkvæmdastjóri Novum ehf. Gsm: 8621007 Netfang: benni.magnusson@gmail.com og 08benedikt.m@keilir.net Hrossaræktarfundir Almennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Frummælendur á fundunum verða Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt og Félags hrossabænda og Guðlaugur V. Antonsson landsráðunautur í hrossarækt. Fundirnir eru öllum opnir sem láta sig málefni hrossa- ræktarinnar varða. Þriðjudagur 3. mars kl.20:30 Reiðhöllin á Sauðárkróki Miðvikudagur 4. mars kl. 20:30 Hlíðarbær í Eyjafirði Fimmtudagur 5. mars kl. 20:30 Gauksmýri í Vestur- Húnavatnssýslu Mánudagur 9. mars kl. 20:30 Hótelið í Borgarnesi Þriðjudagur 10. mars kl. 20:30 Reiðhöllin í Víðidal, Reykjavík Miðvikudagur 11. mars kl. 20:30 Þingborg í Árnessýslu Mánudagur 16. mars kl. 20:30 Gistiheimilið á Egilsstöðum Þriðjudagur 17. mars kl. 20:30 Stekkhóll í Hornafirði Félag hrossabænda og Bændasamtök Íslands Fundur um norskar kýr (NRF) Nautgriparæktarfélag Íslands boðar til kynning- arfundar um norska nautgriparækt í Þingborg í Árnessýslu þriðjudagskvöldið 3.mars 2009 kl. 21:00. Framsögu hafa Sverre Björnstad og Tor Arne Sletmoen, framkvæmdastjórar GENO. Þeir munu m.a. kynna sérstöðu norskrar nautgriparæktar hvað varðar heilsufarsskýrslur og ræktunarmarkmið, en einnig nýjungar í norskri nautgriparækt. Allir áhugamenn um nautgriparækt hvattir til að mæta. Stjórn NRFÍ ehf. Upp úr 1980 voru flutt inn fáein dýr af stofni angórukanína til Íslands og áhugi nokkurra lands- manna vaknaði á því að reyna ræktun slíkra dýra hér á landi. Árið 1986 voru svo fluttir inn nokkrir tugir dýra til ræktunar. Dýrin komu að mestu leyti frá Þýskalandi, enda var þá mikill uppgangur í greininni þar í landi og í Danmörku og var fjöldafram- leitt fyrir verksmiðjur sem unnu úr fiðunni í Þýskalandi. Þegar verksmiðjurnar í Þýskalandi gerðu svo samninga við Kínverja um kaup á hræódýrri fiðu fóru þessi stóru bú þar á hausinn, því þau voru engan veginn sam- keppnishæf við kínversku verð- in. Í Noregi var hins vegar farin önnur leið þar sem engin verk- smiðja er, heldur hefur fiðan aðeins verið notuð til handverks. Þar eru nú þónokkrir staðir í dreifbýli sem halda nokkra tugi dýra og fullvinna vöruna á staðn- um og selja jafnvel líka. Þar sem kanínur eru fljót- ar að fjölga sér voru dýrin orðin að hundruðum á nokkrum árum. Kannski má segja að sama bjart- sýni hafi leitt menn áfram í kan- ínuræktinni og leiddi Íslendinga út í loðdýra- og fiskeldisævintýrið á sínum tíma. Og það má líka segja að loðkanínuævintýrið hafi endað með svipuðum hætti, ef ekki á enn skemmri tíma. Helsta vandamálið, auk hækkandi fóðurverðs, var þó að rekstur verksmiðjunnar Fínullar, sem tók við fiðunni og vann úr henni vöru, gekk ekki sem best. Bændum þótti seint og illa borgað fyrir fiðuna sem lögð var inn. Eftir að Fínull og síðar Angórufatnaður hf. lögðu upp laupana upp úr árinu 1995 var ekki um að ræða að koma fiðunni í framleiðslu í verksmiðju og stærri búin lögðust af. Enn voru þó loðkanínur til í landinu og aðilar sem reyndu að halda búskap áfram í minni mæli. Fiðan hefur síðan aðeins verið notuð til handverks á Íslandi. Líklegt er að reynsla Norðmanna væri Íslendingum dýrmæt í ljósi þess að á Vesturlöndum er fjölda- framleiðsla sjaldan samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Nær væri að fara aðra leið og leggja áherslu á vandaða, handunna vöru. En í ljósi þessarar sögu er ekki hægt að lá þeim sjóðum sem setja spurning- armerki við áframhaldandi stuðn- ing við greinina. Nú er svo komið að fáir aðil- ar á Íslandi vinna úr kanínu fiðu, enda er hana nánast hvergi að fá. Höfundur þessarar greinar veit aðeins um tvo aðila á landinu sem enn eiga loðkanínur, og er undirrit- uð annar þeirra. Líklega eru aðeins um 20 dýr eftir. Skyldleiki þeirra er því að verða full mikill til að hægt sé að halda áfram ræktunar- starfi. Skyldleiki dýranna hefur verið nokkuð mikill síðari ár þar sem ekkert hefur verið flutt inn af nýjum dýrum. Loðkanínurnar hafa hins vegar blandast öðrum tegund- um, ýmist viljandi eða óviljandi og þannig hefur komið nýtt blóð inn í stofninn, en ekki endilega til þess fallið að bæta ullarframleiðsluna. Þessir blendingjar hafa komið með nýja liti inn í flóruna og nú eru til ýmsar útgáfur af gráum kanínum auk upphaflegu hvítu albínóanna. Skyldleikaræktunin hefur orðið til þess að dýrin eru orðin töluvert minni en þau voru upphaflega, og skila þar af leiðandi töluvert minni fiðu en annars gæti verið. Vel rækt- uð dýr erlendis geta skilað 250-300 gr í hverri klippingu en íslensku kanínurnar fara ekki mikið yfir 100-150gr, svo þar er töluverður munur á. Hafi lesendur loðkanínur undir höndum eða vitneskju um að slík dýr leynist í þeirra sveit, eru þeir beðnir um að hafa samband við höfund þessarar greinar. Það er kominn tími á að ný dýr verði flutt inn og verður bráðlega farið í slíka undirbúningsvinnu, en slíkt tekur töluverðan tíma og fjármagn. Sigrún Elíasdóttir Ferjubakka 4, 311 Borgarnes s. 695 2583, islandur@yahoo.com Loðkanínurækt á Íslandi Stundum og stund- um ekki hjá Leikfélagi Hörgdæla Leikfélag Hörgdæla vinnur nú hörðum höndum að upp- setningu farsans Stundum og stundum ekki eftir þá kump- ána Arnold og Bach. Leikritið verður frumsýnt 5. mars næst- komandi á Melum í Hörgárdal. Stundum og stundum ekki var frumsýnt á Íslandi í Iðnó árið 1940. Rúmum þrjátíu árum síðar var stykkið sýnt í eilítið breyttri útgáfu hjá Leikfélagi Akureyrar. Á sínum tíma þótti verkið fara langt út yfir vel- sæmismörk sökum fáklæddra leikara en ekki þótti við hæfi að sjá í bert hold á sviði. Verkið fjallar um Hörgdal, embættismann hjá ríkinu, sem árum saman hefur starfað hjá útbreiðslumálaráðuneytinu af sam- viskusemi og dugnaði. Hörgdal er heiðarlegur maður sem má ekki vamm sitt vita en engu að síður, eða kannski þess vegna, er ítrekað gengið fram hjá honum við ráðn- ingar í æðri stöður. Frændsemi og bitlingar enda lagðir til grundvall- ar stöðuveitingum frekar en vel unnin störf. En í fyllingu tímans er rósemdarmanninum Hörgdal nóg boðið og þegar tækifæri til að láta að sér kveða fellur honum skyndi- lega í skaut taka hjólin að snúast með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Þrátt fyrir aldur verksins á það einkar vel við nú, einkum og sér í lagi í ljósi atburða síðustu vikna og mánaða í landinu okkar. Töluverður fjöldi fólks tekur þátt í uppsetningunni, 15 leikarar auk annarra sem koma að tækni- málum, hönnun og smíði sviðs- myndar, búningahönnun, förðun og fleira. Hallmundur Kristinsson hannar leikmynd, Ingvar Björns- son sér um ljósahönnun og Guð- mundur Óskar Guðmundsson hef- ur yfirumsjón með smíðavinnu. Saga Jónsdóttir leikstýrir og held- ur um þræði af útsjónarsemi og fagmennsku. Sérstök styrktarsýning á verkinu verður 26. mars fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar, í minningu Hólmfríðar Helgadóttur sem lést langt um aldur fram í byrjun árs, en hún var formaður leikfélagsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.