Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 „Íslenskur markaður með land hefur tekið miklum breyting- um á undanförnum árum. Land er ekki lengur fyrst og fremst framleiðsluþáttur sem þarf til að stunda landbúnað. Eiginleikar sem tengjast framleiðni lands hafa vikið fyrir áhrifum nýrra eiginleika sem tengjast eftirspurn eftir landi sem dvalarstað eða vænlegum fjárfestingarkosti. Bændur og aðrir landeigendur hafa valið að skipta landspildum út úr jörðum sínum fremur en að selja alla jörðina.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaverk- efni Kolfinnu Jóhannesdóttur til M.A.-gráðu í hagnýtum hagvís- indum frá Háskólanum á Bifröst. Lokaverkefnið hefur yfirskrift- ina Íslenski landmarkaðurinn tímabilið 1998-2007; áhrif á þróun jarðaverðs og verðmynd- un. Leiðbeinandi Kolfinnu var dr. Daði Már Kristófersson. Bændasamtök Íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins styrktu rannsóknina. „Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar eru að frá og með árinu 2005 verða umskipti á íslenskum landmarkaði. Gríðarlegar verð- hækkanir koma fram á Suðursvæði landsins og mikið verðbil mynd- ast milli Suðursvæðisins og Norðursvæðisins. Miklar breytingar í ytra umhverfi skýra að hluta mikl- ar verðhækkanir og óstöðugleika eiginleika yfir tíma. Verðmyndun á Suðursvæðinu er undir miklum áhrifum af fjarlægð frá höfuðborg- arsvæðinu, hlunnindamati og fast- eignamati húsa. Fjarlægð frá höf- uðborg og hlunnindi virðast ekki skipta máli á Norðursvæðinu. Þar hafa áhrif eiginleikar sem tengjast verðmyndun jarða undir landbún- aðarland.“ Kolfinna segir að markmið- ið með rannsókninni hafi verið að auka þekkingu og skilning á hegðun íslenska landmarkaðarins, verðmyndun og þróun. Í rannsókn- inni leitar hún svara við því hvernig jarðaverð hafi þróast frá árinu 1998 til loka ársins 2007, hvaða eig- inleikar hafi helst haft áhrif á verð- myndun jarða og hvort áhrif þeirra séu stöðug yfir tímabilið. „Rannsóknin takmarkast við viðskipti á íslenskum landmarkaði frá árinu 1998 til loka ársins 2007. Vinna við rannsóknina, undirbún- ingur, uppbygging gagnagrunns og úrvinnsla ásamt vinnu við fræði- legan hluta rannsóknarinnar hefur tekið rúmt ár. Mikill tími fór í að byggja upp gagnagrunn um jarða- sölur og tölfræðilegar skýribreytur. Íslenskur landmarkaður er flókinn og margbreytilegur. Mikil mis- leitni einkennir markaðinn og gerir hann frábrugðinn öðrum mörk- uðum.“ Aflað var frumgagna um verð seldra jarða úr kaupsamn- ingum á tímabilinu 1998 til loka árs 2007. Fasteignamat ríkisins og Fasteignamiðstöðin veittu sérstaka aðstoð við þann þátt rannsókn- arinnar sem sneri að gagnaöflun og aðstöðu til skráningar. Skilyrt var fyrirfram að í úrtakinu yrðu ein- ungis viðskipti á markaðslegum forsendum. Endanlegt úrtak sam- anstóð af 574 viðskiptum með jarð- ir yfir 10 ára tímabil sem dreifðust nokkuð jafnt á milli ára. Landinu öllu var skipt upp í tvö svæði sem hér eftir eru nefnd Suðursvæðið og Norðursvæðið. Suðursvæðinu tilheyra Suðurland, höfuðborgarsvæðið og Vesturland eða svæðið frá og með sveitar- félaginu Höfn í Hornafirði í suðri til og með Dalabyggð í vestri. Norðursvæðinu tilheyra Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra og Austurland. Ekki reyndust nægilega mikil viðskipti öll árin til að hægt væri að skipta landinu upp í minni svæði. Ákveðið var enn- fremur að skipta tímabili rannsókn- arinnar í tvennt, annarsvegar frá árinu 1998 til 2004 og hins vegar frá og með árinu 2005 til 2007. Ýmis rök mæltu með því að miða við árið 2005. Rökin voru einkum þau að árið 2004 voru heimild- ir til sölu jarða og spildna rýmk- aðar verulega, árið 2005 kom fram gríðarleg aukning í viðskiptum á landmarkaði og það ár var mikill hagvöxtur. Með því að skipta tíma- bilinu í tvennt voru sköpuð skilyrði til að skoða nánar stöðugleika eig- inleika yfir tíma. Markmiðið var að geta borið saman áhrif eiginleika á jarðaverð fyrir miklar verðhækkanir á jörðum við áhrif sömu eiginleika eftir að verðhækkanir voru komnar fram. Rannsókn á þróun jarðaverðs og verðmyndun tekur því bæði mið af tíma og rúmi. Kolfinna bendir á að íslenskur landmarkaður uppfylli ekki forsend- ur um skilvirkni á landmörkuðum. Viðskipti með jarðir eru viðskipti með margskonar eiginleika og gríðar- legur fjölbreytileiki einkennir mark- aðinn. Mikil misleitni er stærsta ein- staka ástæðan fyrir óskilvirkni. Aðrar ástæður eru fátíð viðskipti og skortur á upplýsingum um verðmyndun. Verðmyndun á íslenskum landmark- aði byggir því aðeins að hluta til á markaðslögmálum framboðs og eft- irspurnar, hluti verðmyndunar ræðst að lokum af samningsstöðu kaup- enda og seljenda. Ekki stórar sveiflur á markaði með jarðir en gríðarleg aukning í sölu á landspildum Í niðurstöðum rannsóknarinn- ar kemur m.a. fram að markaður með jarðir hefur farið vaxandi á tímabilinu 1998-2007. Samfelld aukning er í viðskiptum frá 2002 til 2005 en árin 2006 og 2007 dreg- ur aftur úr fjölda viðskipta. Engar stórar sveiflur koma fram á markaði með jarðir á tímabilinu. Hins vegar verður gríðarleg aukning í við- skiptum með landspildur árið 2005 og aftur árið 2006. Viðskipti eru áfram mikil árið 2007. Suðurland sker sig úr sem sá einstaki lands- hluti þar sem flest viðskipti eru í öllum flokkum lands. Mikill vöxtur í landspildusölu kemur einnig fram með áberandi hætti á Vesturlandi. Frá árinu 1998 til og með árs- ins 2004 verða litlar breytingar á jarðaverði. Verð á jörðum er hærra á Suðursvæðinu en Norðursvæðinu þessi ár en munurinn milli svæða er nokkuð stöðugur fram til ársins 2005. Það ár skiljast leiðir og mikil breyt- ing kemur fram á Suðursvæðinu. Jarðaverð hækkar mjög mikið á árinu 2005, er áfram hátt árið 2006 og hækkar síðan gríðarlega aftur árið 2007. Milli áranna 2004 og 2005 hækkar vegið meðalverð á ha af jörð um tæp 160% og milli áranna 2006 og 2007 hækkar verð um rúm 175%. Á Norðursvæðinu koma fram mikl- ar hlutfallslegar hækkanir árin 2003 og 2004 og jarðaverð hækkar um 160% bæði árin en eftir það verða ekki miklar breytingar út tímabilið. Á mynd 1 má sjá þróun meðalverðs á ha af jörð fyrir Suðursvæðið og Norðursvæðið tímabilið 1998-2007. Vegið meðalverð á ha af jörð á Suðursvæðinu fer úr tæplega 15 þúsundum árið 1998 í um 260 þús- und á ha árið 2007. Meðalverð á ha af jörð árið 1998 á Norðursvæðinu er neikvætt en er komið í um 27 þúsund árið 2007. Hér er áréttað að þetta er meðalverð jarða að frá- dregnu fasteignamati húsa og hlunn- inda, söluvirði framleiðsluréttar, bústofns og búvéla. Skýring á nei- kvæðu virði lands á Norðursvæðinu kann að vera sú að jarðaverð var almennt lágt á þessum tíma og aðrir fjármunir, húsakostur, framleiðslu- réttur í mjólk, búfé og vélar mynd- uðu söluvirði jarðarinnar. Önnur líkleg skýring er að stærstu jarðir Íslands eru á Norðursvæðinu. Jarðir á Norðursvæðinu liggja að jafn- aði hærra yfir sjávarmáli en jarðir á Suðursvæðinu. Stórar jarðir þar sem hátt hlutfall liggur yfir 200 m hæðarlínu geta haft neikvæð áhrif á meðalverð þar sem ætla má t.d. að heiðalönd séu metin til lægra verð- gildis en land á láglendi Íslands. Það er áréttað að hér er um vegið meðalverð að ræða og mikilvægt að hafa í huga að undirliggjandi gögn einkennast af miklum fjölbreyti- leika jarða og misleitum markaði. Miklar hækkanir á landspildum Áhugavert er að skoða þróun með- alverðs á landspildum til sam- anburðar við þróun jarðaverðs. Á mynd 2 gefur að líta þróun með- alverðs ha af landspildu tímabilið 1998-2007 fyrir Suðursvæðið. Ekki reyndist unnt að setja fram nið- urstöður fyrir Norðursvæðið vegna fátíðra viðskipta. Þróun meðalverðs ha af land- spildu á Suðursvæðinu er í samræmi við þróun jarðaverðs á sama svæði. Ákveðinn stöðugleiki einkennir verðmyndun fram að árinu 2005 en það ár kemur fram gríðarleg hækk- un sem hægir heldur á sér árið 2006 en hækkar síðan áfram mikið árið 2007. Mikil verðhækkun á ha af landspildum frá og með árinu 2005 er í samræmi við gríðarlega aukn- ingu í sölu á landspildum á þessum árum. Hlutfallsleg verðhækkun þar sem hún er mest milli ára er milli áranna 2004 og 2005 en þar er hækkunin tæp 170%. Hækkunin milli áranna 2006 og 2007 er rúm 40%. Vegið meðalverð á ha af land- spildu á Suðursvæðinu var 90 þús- und árið 1998 en var komið í um 540 þúsund árið 2007. Niðurstöður um þróun og hækkun verðs á jörðum og landspildum benda til að ákveðin umskipti hafi orðið á íslenskum landmarkaði árið 2005. Hátt verð á landspildum dregur úr þörf á að selja alla jörðina Kolfinna bendir á að ólíkt þróun verðs og framboðs á jörðum þá auk- ist viðskipti með landspildur mjög mikið á sama tíma og verð hækki mikið. Skýring sem hér er sett fram á ólíkri hegðun viðskipta jarða og landspilda er lítil verðteygni jarða. Eigendur jarða hafa ýmis önnur markmið en hámörkun hagnaðar, t.d. vilja þeir halda í sjálfstæði sitt, atvinnurekstur og heimili auk þess sem þeir eru haldnir átthagatryggð. Sala á landspildu úr landmikilli jörð þarf ekki að skerða möguleikann á að þar sé stundaður áfram landbún- aður. Hátt verð á landspildu dregur úr þörf bænda og annarra landeig- enda á að selja alla jörðina. Miklar breytingar í ytra umhverfi íslenska landmarkaðar- ins skýra miklar verðhækkanir á landi. Á mynd 3 gefur að líta þróun meðalverðs á ha af jörðum og land- spildum eftir svæðum og hagvöxt tímabilsins. Þarna kemur greinilega fram mikil fylgni milli verðþróunar og hagvaxtar. Mikill hagvöxt- ur, einkum árin 2004 og 2005, ásamt auknu aðgengi að lánsfé, hefur stutt við myndun eignabólu á landmarkaði samhliða mikilli eignamyndun á öðrum fasteigna- og verðbréfamörkuðum. Þá hefur mikil þéttbýlismyndun á suðvest- urhorni landsins kallað fram and- borgarmyndun og samhliða aukinni hagsæld hefur eftirspurn eftir landi undir tvöfalda búsetu og frístunda- iðkun aukist. Framangreindir þættir ásamt rýmkun heimilda til jarðasölu og skiptingar lands úr jörðum með nýjum jarðalögum nr. 81/2004 hafa lagt grunn að umskiptum á íslensk- um landmarkaði. Verðmyndun hefur breyst Niðurstöður leiða í ljós að áhrif eiginleika á verðmyndun jarða eru óstöðug yfir tíma. Marktækur munur kemur fram á áhrifum eig- inleika á verðmyndun jarða milli tímabilanna 1998-2004 og 2005- 2006. Mat á áhrifum eiginleika á verðmyndun eftir svæðum gefur einnig marktækt til kynna að eiginleikar líkansins hafi ekki sömu áhrif á verðmyndun jarða á Markaður með jarðir hefur breyst verulega á síðasta áratug – segir Kolfinna Jóhannesdóttir sem hefur hefur skrifað meistaraprófsritgarð um þróun markaðarins á árunum 1998-2007 Mynd 1. Meðalverð ha af jörð án húsakosts, hlunninda, framleiðsluréttar, bústofns og búvéla á Suður- og Norðursvæðunum tímabilið 1998-2007. Byggt á gögnum FMR og FM. Mynd 2. Meðalverð ha af landspildu á Suðursvæðinu tímabilið 1998-2007. Byggt á gögnum FMR og FM. Mynd 3. Samanburður á verðþróun jarða og landspilda eftir svæðum við hag- vöxt 1998-2007. Byggt á gögnum FMR, FM og Hagstofu Íslands. Kolfinna Jóhannesdóttir segir að verð á jörðum, og þó einkum landspild- um, hafi hækkað mikið, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.