Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 26. febrúar 2009 Rekstrarumhverfi sauðfjárræktar- innar eins og annarra atvinnugreina hefur breyst mikið frá haustdög- um 2008. Reksturinn á búunum er þyngri en aftur á móti hefur verið mjög góð sala í kindakjöti allt síð- astliðið ár, þó að botninn hafi nú aðeins dottið úr sölunni í janúar. Aðfangahækkanir á síðastliðnu ári, auk hárra vaxta, gerðu rekstur sauðfjárbúa mjög erfiðan og ekki bætti úr skák þegar verðbólgan rauk upp úr öllu valdi og allar þær afurðaverðshækkanir sem sauðfjár- bændur fengu síðastliðið haust að verða brunnar upp í henni. Erlend lán sveiflast í samræmi við gengi íslensku krónunnar og þau íslensku hækka einnig jafnharðan með verðbólgunni og gerir það rekstr- argrundvöll skuldsettari búa enn verri en orðið er. Það var því eins og að bæta gráu ofan á svart að í kjölfar bankahrunsins og þeirra skulda sem íslenska ríkið tekur á sig af þeim sökum var verðtrygging búvöru- samninganna afnumin. Eftir að áburðarsalar birtu verð- skrár sínar fyrir árið 2009 með til- heyrandi verðhækkunum, lítur allt út fyrir að róðurinn eigi enn eftir að þyngjast á þessu ári. Verð á inn- fluttum aðföngum er mjög óhag- stætt eins og sakir standa vegna gengis krónunnar og lítur allt út fyrir að önnur innflutt aðföng en áburður hækki í samræmi við það. Einnig er eftirtektarvert að allar aðfangahækkanir eru langt umfram hækkun á búgreinatekjum sauðfjár- bænda á síðastliðnu ári, sést með því glögglega að misræmi milli tekna og útgjalda verður enn meira á þessu ári ef ekki koma til hækk- anir á afurðaverði eða einhvers konar aðstoð frá yfirvöldum. Allar langtímaáætlanir um bú- rekstur halda illa þar sem forsendur rekstraráætlana eru sífellt að breyt- ast og sú fyrirgreiðsla sem sauð- fjárbændur hafa fengið hjá lána- stofnunum á forsendum þeirra eru brostnar. Bitnar þessi óstöðugleiki í efnahagslífinu fyrst og fremst á þeim sem skuldsettastir eru, yngri bændum sem eru nýlega byrjaðir að búa og þeim sem hafa verið að byggja upp og efla framleiðslu á búum sínum til að mæta þeirri hagræðingarkröfu sem gerð hefur verið til greinarinnar á undanförn- um árum. Staða greinarinnar er óneitanlega slæm og ef litið er á háan meðalald- ur sauðfjárbænda með tilliti til end- urnýjunar verður að segjast alveg eins er að ef greinin á að verða fýsilegur kostur fyrir ungt fólk til að starfa við í framtíðinni verða að koma til verulegar kjarabætur á næstu árum. Ekki er hægt að stunda sauðfjárrækt sem atvinnugrein til langs tíma án þess að geta greitt sér mannsæmandi laun og staðið undir allri þeirri skuldsetningu sem fylgir því að hefja búskap á Íslandi í dag m.t.t. jarðaverðs og hás verðs á lánsfjármagni. Það á einfaldlega ekki að vera lögmál að stór hluti sauðfjárbænda þurfi að stunda aðra atvinnu með búskap til að geta framfleytt sér og sínum. Næstkomandi haust verða að koma til hækkanir á afurðaverði af hálfu sláturleyfishafa. Annað er ein- faldlega ekki sauðfjárbændum boð- legt, það er forsenda þess að sauð- fjárbændur gefist ekki upp í stórum stíl og bregði búi, með tilheyrandi fækkun í hinum dreifðu byggðum landsins. Þetta er nefnilega ekki einungis spursmál um sauðfjár- bændurna sjálfa heldur líka það fólk sem býr í dreifbýlinu og hefur atvinnu af því að þjónusta greinina. Vonandi bera sláturleyfishafar gæfu til þess að sjá það og hækka afurða- verð, styrkja þannig ekki einungis stöðu sauðfjárbænda heldur einnig afurðastöðvanna sjálfra og fólks- ins sem hefur atvinnu af starfsemi þeirra. Ef einhvern tíma er ástæða fyrir sauðfjárbændur að standa saman þá er það núna. Er ekki kominn tími til eftir öll þessi ár til að sauðfjár- bændur, sem hafa verið til þess að gera sundurleitur hópur, leggi þann ágreining á hilluna sem verið hefur innan greinarinnar og fari að vinna saman með markvissum hætti að því að bæta kjör sín? Marka þarf skýra stefnu um verð lagsmál af hálfu sauðfjárbænda, hvert á að fara og hvað á að gera. Mæta þarf með fullbúinn verðlags- grunn sem hægt er að vinna eftir í hverju tilviki fyrir sig, hvort held- ur verið er að fara af stað í samn- ingagerð eða setja fram kröfur í hagsmunamálum sem snerta grein- ina. Gera greiningu á þjóðhagslegu vægi greinarinnar, til að geta sýnt fram á vægi hennar í íslensku sam- félagi m.t.t. þess hve mikinn gjald- eyri greinin skapar og hve mikinn gjaldeyri hún sparar. Einnig þarf að koma vel á framfæri beinum og óbeinum áhrifum sauðfjárræktarinn- ar á landsbyggðina og hver áhrifin myndu verða ef samdráttur yrði í greininni eða ef hún myndi hrein- lega að stórum hluta leggjast af. Eins og ég kom inn á áður í þessari grein er það ekki einung- is spursmál fyrir sauðfjárbændur sjálfa heldur einnig fólkið í hinum dreifðu byggðum landsins að stutt verði vel og dyggilega við landbún- aðinn til framtíðar og honum gefið tækifæri á því að laga sig að breytt- um aðstæðum í nútímasamfélagi. Ef landbúnaðurinn fær stuðning í gegnum þessa erfiðu tíma bæði frá stjórnvöldum og fólkinu í land- inu er ég sannfærður um að hann á glæsta framtíð fyrir höndum. Skortur á siðferði fjármálamanna, skortur á yfirsýn eftirlitsstofnana og skortur á áhuga stjórnmálamanna á leikreglum fjármálageirans eru meðal höfuð ástæðna þess að þjóð- arbúið liggur nú afvelta. Núverandi stjórnarflokkar hafa horft til þess að ganga í bandalag Evrópuríkja og reynt að telja fólki trú um að það sé lausn allra vandamála. Á flokks- þingi Framsóknarflokksins 16.–18. janúar sl. var til umræðu tillaga um að hefja aðildarviðræður við ESB. Lagði ég fram breytingartillögu þess efnis að það yrði ekki gert án skilyrða og var það samþykkt með miklum meirihluta. Ástæða þess að skilyrði þarf að setja fyrir slík- um viðræðum er að íslensk þjóð getur ekki gefið afslátt af grunn- forsendum lífvænlegs samfélags. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa ekki tilgreint með sannfær- andi hætti kosti þess að gangast ESB á hönd. Það má finna jákvæða þætti fyrir Íslendinga innan ESB, s.s. byggðaáætlun sambandsins og enn betri markaðsaðgang, en fórnin sem færa þarf á móti snertir helst samfélögin sem njóta munu byggðastyrkjanna, þ.e. landsbyggð- ina. Því verður að krefjast þess af stjórnmálamönnum framtíðarinnar að ef ekki verði hlustað á skilyrði Íslendinga þá verði ekki rætt frekar við ESB. Á Fræðaþingi landbúnaðarins hlýddi ég á fyrirlestra um land- búnaðinn og ESB. Meðal þess sem vakti athygli var erindi Daða Más Kristóferssonar hjá Hag fræði- stofnun Háskóla Íslands en hjá hon um kom fram að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmara að beita innflutningshöftum og tollum í stað framleiðslustyrkja. Ef ég hef skilið markmið Doha/WTO-viðræðnanna rétt, þá er markmið þeirra m.a. að afnema smám saman slík höft, þ.e. að opna markaðinn, ásamt því að taka upp annarskonar greiðslur. Ég tel líklegt að á næstu árum verði beinir styrkir/framleiðslustyrk- ir sú aðferð sem notuð verður til að styrkja landbúnaðinn á Íslandi. Komi til breytinga vegna Doha/ WTO-viðræðnanna verður að nýta þær undanþágur og þá aðlögun sem í boði verður. Þegar að kreppir sýnir það sig að öflugur landbúnaður er lyk- ilþáttur í fæðuöflun og sjálfstæði þjóðarinnar. Til að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar og þá um leið sjálfstæði þjóðarinnar þarf sterka forystu sem ekki lætur glepjast af stundarhagsmunum eða gylliboð- um erlendra ríkja. Að mínu mati þurfa íslensk stjórnvöld að grípa til ráðstafana til að styrkja stöðu land- búnaðarins, því veikur landbún- aður mun síður standa af sér þessa umrótatíma. Í fyrsta lagi verða stjórnvöld að standa við gerða samninga og greiða bændum þær verðbætur sem þeim ber. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna heldur því fram að ekki sé hægt að standa við samningana þar sem ekki sé „hefð“ fyrir því að taka upp fjárlög á miðju ári. Þessi rök formanns VG standast ekki, því á hverju ári eru samþykkt fjáraukalög upp á tugi milljarða króna þar sem tekið er á framúrkeyrslu ríkissjóðs. Það er því vel hægt að standa við samningana og taka tillit til þess við gerð fjár- aukalaga. Í öðru lagi þarf að tryggja land- búnaðinum aðgang að rekstrarfé. Í ljósi þess að allar helstu lánastofn- anir landsins eru í ríkiseigu þá er ábyrgðin hjá ríkisvaldinu. Í þriðja lagi tel ég mikilvægt að kanna áhuga bænda og ríkisins á því að tryggja enn frekar undir- stöður atvinnugreinarinnar með því að framlengja núgildandi samninga um 2-3 ár. Í þeim viðræðum væri eðlilegt að ræða hvort verðtrygg- ing samninganna falli úr gildi eftir ákveðinn tíma og í staðinn komi krónutöluhækkanir, ef það væri til að liðka fyrir lengingu samnings- tímans. Í fjórða lagi vil ég gera tilraun með að fella niður eða endur- greiða bændum flutningskostnað af aðföngum og framleiðslu frá búunum. Gefi það góða raun verði slíkt hið sama gert varðandi sjávar- útveginn. Rök mín eru þau að þetta eru undirstöðuatvinnugreinar þjóð- arinnar sem verður að tryggja til framtíðar. Í fimmta lagi þá veiti ríkissjóður fjármunum til ítarlegrar skoðunar á byggingu áburðarverksmiðju og/ eða veiti styrki til rannsókna og þróunar á áburði og fóðri úr inn- lendu hráefni, s.s kalkþörungum, fiskúrgangi og hval. Sé hægt að nýta innlent hráefni má spara veru- lega gjaldeyri sem annars færi í að kaupa inn erlendar vörur. Til að bregðast við núverandi ástandi ætti ríkissjóður að taka á sig verulegan hluta verðhækkunar á áburði. Áfram þarf góða samvinnu bænda, ríkisvalds og landsmanna allra í því að tryggja undirstöður samfélagsins. Þær undirstöður þarf að leggja í traustan jarðveg þar sem sameinast er um stöðugleika og framtíðarsýn þjóðarinnar. Hafa verður í huga að með stuðningi við bændur er einnig verið að styrkja verulega við aðrar atvinnugreinar, s.s. úrvinnslugreinar og þá aðila sem bændur kaupa þjónustu af. Afleidd störf af landbúnaði skipta því þúsundum. Fjárfesting í land- búnaði hefur verið töluverð undan- farin ár og því má fullyrða að fjár- munir sem renna til landbúnaðarins í dag verði meira og minna eftir í hagkerfinu innanlands. Þar muni þeir nýtast til kaupa á innlendri þjónustu, vörum og hráefni. Það er því hagur allra að sjá til þess að landbúnaðurinn eflist. Íslenskur landbúnaður Hugsum um sauðfjárrækt til framtíðar Bændur hafa ekki farið varhluta af efnahagsástandinu. Búin eru samtvinnuð heimilunum. Á síð- astliðnum 10 árum hafa verið miklar tækniframfarir í landbún- aði. Framleiðslumagn á hvern bónda hefur aukist mikið og ný tækifæri skapast en að sama skapi eru skuldir margra bænda mikl- ar. Næstu mánuðir snúast um að tryggja bændum greiðan aðgang að rekstrarfé svo búin stöðvist ekki og ekki dragi úr framleiðslunni. Ég er þeirrar skoðunar að bændur ættu að njóta sérstakra vaxtakjara þegar kemur að rekstrarfjármögn- un. Bændur eru ein mikilvæg- asta atvinnustétt þjóðarinnar. Þeir tryggja okkur matvælaöryggi sem hefur aldrei verið mikilvægara en nú á síðustu mánuðum. Á þessum forsendum er vel hægt að réttlæta sérkjör á yfirdráttarlánum. Það væri pólitísk ákvörðun að ákveða sérkjör fyrir bændur. Nú er rétti tíminn til þess að hrinda málinu í framkvæmd, þar sem ríkissjóður á þrjá banka. Bændur hafa góða ímynd í fjármálastofnunum Gríðarlegar hækkanir á verði áburðar eru áhyggjuefni. Bændur eru víðast hvar að fullnýta búfjár- áburð þannig að hann kemur ekki í staðinn fyrir tilbúinn áburð. Skuldugur ríkissjóður getur tæpast komið til hjálpar og ekki er réttlætanlegt að bændur þurfi að taka á sig þessar gríðarlegu hækk- anir. Ekki er að sjá annað í stöð- unni en að hærra afurðaverð þurfi að koma til. Auka landbúnaðarframleiðslu til útflutnings Það eru mörg tækifæri í landbún- aði, við eigum nóg af ræktarlandi. Nú á tímum atvinnuleysis þarf að auka landbúnaðarframleiðslu til útflutnings. Fjölmörg sveitarfélög byggja afkomu sína á landbún- aði. Það er því mjög mikilvægt að ekki dragi úr framleiðslunni. Við þurfum að auka heimavinnslu og kornrækt og skapa betri rekstrar- skilyrði í greininni eins og í garð- yrkju. Þjóðin hefur skilning á mik- ilvægi greinarinnar. Bankahrunið færði mörgum nýja sýn á mik- ilvægi íslensks landbúnaðar. Stöðugleiki í efnahagsmálum lífsnauðsynlegur Vaxtastigið í landinu leikur land- búnaðinn grátt eins og annan fyr- irtækjarekstur. Stöðugleiki í efna- hagsmálum er okkur lífsnauðsyn- legur. Traust alþjóðasamfélagsins á efnahagsmálum Íslands er for- senda þess að gengi krónunnar nái jafnvægi á ný, það dragi úr verð- bólgu, vextir lækki og hægt verði að skapa atvinnulífinu viðunandi starfsumhverfi. Varanlegum stöðugleika í efna- hagsmálum, sem er lífsnauðsyn- legur heimilum og fyrirtækjum, verður ekki komið á nema til komi myntsamstarf með öflugan Seðlabanka sem bakhjarl. Hefja ber undirbúning að slíku samstarfi strax. Losa ber sem fyrst um hindr- anir á flutningi fjármagns og leit- ast við að fá erlendan banka til að hefja hér starfsemi svo auka megi samkeppni. Stjórnmálamenn verða að bera virðingu fyrir efnahagslögmálum, misvitrar ákvarðanir stjórnmála- manna eiga þátt í því hvernig er komið fyrir þjóðinni. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Landbúnaður og staðan framundan Birgir Þórarinsson gefur kost á sér í 1.-2. sæti fyrir Fram- sókn í Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2009 Gunnar Bragi Sveinsson sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2009 Helgi Haukur Hauksson sauðfjárbóndi, Straumi á Fljóts- dalshéraði helgi@isbu.is Staða landbúnaðar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.