Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 1
15. tölublað 2011 Fimmtudagur 1. september Blað nr. 354 Upplag 24.000 24 Ríflega fimmtungi fjárrétta á landinu hefur verið seinkað frá því sem venja hefur verið. Á þriðja tug rétta verða viku síðar í ár en þær voru í fyrra og á heildina litið verða göngur og réttir síðar í ár en verið hefur. Skýringa á því er að leita í tíðarfarinu en sökum ótíðar í vor og framan af sumri fór fé í sumum tilfellum óvenju seint á fjall. Þá eru þess mörg dæmi að bændur séu enn að heyja og því vilja menn gjarnan að tún fái eilítið meiri tíma til að spretta á ný áður en fé verður sett á þau aftur. Svo dæmi sé tekið hefur göngum, og þar með réttum, verið frestað að hluta í Hörgársveit. Guðmundur Skúlason á Staðarbakka er fjall- skilastjóri Hörgársveitar. „Bæði vorið og sumarið gerðu það að verkum að það er allt seinna á ferðinni. Menn eru í háarslætti hér margir enn þó að þeir séu nú líklega flestir á síðustu metrunum. Það var viss hætta á að heyskapur lenti ofan í heimfjallasmölun en ekki síður að þar sem menn eru með margt fé sem þarf að taka inn í tún eftir göngur munar alveg helling um viku sprettu. Svo er afar góð beit á afrétti og fjöllum, það er fimmtán stiga hiti núna og er örugglega enn að gróa. Fé er væntanlega enn að elta gróðurinn.“ Gæti valdið sláturleyfishöfum vandræðum Gera má ráð fyrir að þessi seinkun valdi vissum erfiðleikum hjá slát- urleyfishöfum sem þegar hafa fest mannskap fyrir komandi sláturtíð. Sigurður Jóhannesson formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir ljóst að slátrun muni seinka vegna þessa. „Það getur ekki haft nein önnur áhrif. Eftir því sem menn rétta seinna, því seinna kemur féð. Það er hins vegar mjög óþægilegt fyrir sláturleyfishafa þegar verið er að hringla með þessar tímasetningar og færa þær til þegar langt er liðið á sumar. Flestallir sláturleyfishafar eru að ganga frá mannaráðningum í apríl eða maí og festa þá niður hvenær þeir fá fólk til landsins. Þá er tekið mið af líklegum réttardögum og það er mjög slæmt þegar því er frestað um viku því þá er þetta fólk verklaust. Að sjálfsögðu höfum við skilning á þessum aðstæðum núna en þetta getur orðið mjög þröngt á ákveðnum tímum.“ Í sama streng taka forsvarsmenn sláturhúsa sem Bændablaðið hafði samband við. Steinþór Skúlason for- stjóri Sláturfélags Suðurlands (SS) segir meira en líklegt að seinkun á réttum geri erfiðara en ella að fá nægjanlegt innlegg í upphafi slátur- tíðar. Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga (KS) segir að slátrun virðist ætla að fara hægt af stað. „Mér finnst alltaf slæmt þegar verið er að hringla með þetta. Ég svo sem hef alveg skilning á því núna þegar er svona sérstakt árferði að menn freistist til að fresta þessu. Menn eiga eftir að heyja, hafa líka takmarkaða haga heima við og bestu hagarnir eru kannski upp til fjalla núna. Ég er hins vegar alltaf jafn hissa á því að það er aldrei haft neitt samráð við afurðastöðvarnar þegar verið er að taka ákvarðanir um þetta. Það að fresta göngum í engu samráði við markaðinn er varhugavert því við megum ekki gleyma því að það vantar kjöt á markað. Ég tek það samt fram að við horfum öðruvísi á þetta núna, í ljósi aðstæðna.“ Bændur að verja hagsmuni sína Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir fullkomlega eðlilegt að menn taki þessa ákvörðun. „Það væri kurteisi að láta sláturleyfishafa vita af þessum breytingum en bændur eru með þessu að verja hagsmuni sína. Menn eru að reyna að bæta sinn hag með því að koma með þyngri lömb til slátrunar. Mér finnst þetta mjög skiljanlegt en það er líka gott að menn gátu komið með lömb til slátrunar nú í ágúst. Það rættist bara vel úr því.“ /fr Ótíð í vor og fyrrihluta sumars veldur því að allt er seinna á ferðinni: Á þriðja tug rétta frestað – Heyskap víða enn ólokið og vonast er eftir meiri sprettu áður en fé kemur af fjalli Stjórn mjólkur- og kjötframleiðenda innan SI: Vilja að aðildarviðræðum við ESB verði hætt - segja aðildarumsókn vera að sundra þjóðinni Stjórn mjólkur- og kjötframleið- enda, sem starfa innan Samtaka iðnaðarins (SI), vill að Alþingi leggi aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu til hliðar. Bent er á þá miklu óvissu sem nú ríkir, bæði um myntsamstarfið og upp- byggingu og innra skipulag ESB. Samþykkti stjórnin einróma eft- irfarandi ályktun á fundi sínum í gærmorgun. „Samtökin telja að hags- munum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins, horft til framtíðar. Við núverandi aðstæður innan Evrópusambandsins, þar sem grundvallarmál, sem snerta framtíð myntbandalagsins og uppbyggingu og skipulag Evrópusambandsins sjálfs eru til umræðu meðal aðildar- þjóða og niðurstöðu ekki að vænta í fyrirsjáanlegri framtíð er rétt af Alþingi að leggja aðildarumsóknina til hliðar. Það er ljóst að samningavið- ræður snúast um afsal á yfir- stjórn fiskveiða og fiskimiða og samningsrétti við aðrar þjóðir um skiptingu mikilvægra deilistofna svo og um grundvallarbreytingar í rekstri landbúnaðar á Íslandi, sem reynslan sýnir að getur beinlínis stofnað veigamiklum þáttum hans í voða. Aðildarviðræðunum fylgir mikill kostnaður og aðildinni enn meiri kostnaður ef að yrði. Ísland þarf nú fyrst og fremst á að halda sam- stöðu og samtakamætti til að byggja upp og þróa grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Aðildarumsóknin sundrar þjóð- inni og gerir henni ókleift að ná saman um aðkallandi verkefni," segir í ályktun samtakanna. Sigurður Gunnar Markússon framkvæmdastjóri innkaupasviðs Kaupáss sem rekur bæði Nóatún og Krónuna segir að ekki hafi orðið vart við kjötskort hjá fyrirtækinu í sumar. Þetta sagði hann í viðtali á Bylgjunni á miðvikudaginn var í þættinum Í bítið. „Við höfum átt nóg af kjöti, það er alveg ljóst, í allt sumar,“ sagði Sigurður en bætti við að það hefði komið upp skammtímavöruþurrð í einstaka vöruflokkum, á einstaka degi í einstaka verslun. „Heilt yfir höfum við átt nóg af kjöti allan tímann og eigum enn.“ Hann sagði að það væri ekki sama offramboð af kjöti og undanfarin ár og að kaupmenn hefðu ef til vill þurft að hafa meira fyrir hlutunum en fyrri ár. Sigurður sagði að þeir hefðu ekki átt í vanda með að ná í kjöt fyrir sínar verslanir og núna eftir að sauðfjárslátrun hófst sé allt fullt af lambakjöti. Aðspurður um sannleiksgildi þess að um kjötskort hafi verið að ræða í sumar á markaðnum sagði Sigurður að hann teldi viðskiptavini Krónunnar eða Nóatúns ekki geta tekið undir það. „Ég get alveg sagt frá því að við erum búnir að selja meira af lamba- kjöti bæði í Nóatúni og Krónunni heldur en síðasta sumar. Það er ekki hægt að benda á skort hvað það varðar,” sagði Sigurður. Kjötskortur á landinu í sumar stórlega ýktur: „Höfum átt nóg af kjöti“ - Sagði Sigurður Gunnar Markússon innkaupastjóri Nú í lok vikunnar er áætlað að búið verði að slátra um 1700 fjár hjá Norðlenska á Húsavík, en þar hófst slátrun fyrir hálfum mánuði. Eiginleg sláturtíð hefst um miðja næstu viku, 7. september og verður sláturhúsið þá fullmannað. Gert er ráð fyrir að á Húsavík verði slátrað á bilinu 76 til 78 þúsund fjár, en í heildina mun Norðlenska slátra um 108 til 110 þúsund fjár. Auk þess að slátra á Húsavík er félagið einnig með sláturhús á Hornafirði. Sigmundur Hreiðarsson, vinnslu- stjóri Norðlenska á Húsavík, segir að það kjöt sem til hafi fallið við slátrun nú á fyrstu dögum sláturtíðar sé í góðu lagi; meðalvigtin um 14,5 kíló, kjötið fitulítið en holdfylling almennt góð og kjötið sé söluvæn- legt. Almennt megi búast við að fall- þungi í haust verði lakari en í fyrra, þar sem tíðarfar framan af sumri var ekki hagstætt. /MÞÞ - Sjá nánar bls. 4 Áætlað að slátra allt að 110 þúsund fjár hjá Norðlenska Eymundur Magnússon í Vallanesi á Fljótsdalshéraði athugar þroska kornsins. Sumarið á Héraði hefur verið það kald- asta í langan tíma og því enn óvíst hvort kornið nái þroska. Septembermánuður mun skera úr um það. Fjallað er um tíðina í sumar vítt og breitt um landið og rætt við fulltrúa búnaðarsambandanna á blaðsíðum 20 og 21.  22 Yfirlit yfir fjár- og stóðréttir 2011 Framleiðsla á gasi í sveitum gæti auki arðsemi 34 Bærinn okkar Litlu-Reykir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.