Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 201 7 Í umræðunni Í upphafi þáttar vil ég sérstak-lega benda lesen- dum Bændablaðsins á, að Landsmót hagyrðinga – Bragaþing verður hal- dið í salarkynnum Hótels Stykkishólms þann 3. sept nk.Mótið hefst kl 20:00. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og matseðillinn girnilegur. Veislustjóri verður Gísli Einarsson fréttamaður, en sérstakur heiðursgestur kvöldsins verður dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Þátttöku má tilkynna til Hermanns Jóhannessonar í síma 866 9000 / 434 7765 eða net- fangið: hremmi@gmail.com. Í áður tilvitnuðu ljóðabréfi Ástu Sverrisdóttur er að finna svofelldan texta með einni vísunni. „Þegar Herj- ólfur (seinheppni) sigldi úr Landeyjahöfn í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi 2010 og strandaði, varð þessi vísa til:” Mætti fólk með valið vín, vigtin sagði fljótt til sín. Herjólfur á hafsbotninn, hlunkaðist með mannskap- inn. Fyrr í þessum þáttum hafa birst vísur úr bréfi Valdimars H. Gíslasonar Mýrum í Dýrafirði. Til að rétta af slagsíðuna milli landshluta sem orðin er í þessum þáttum, er frjósem- isauki verulegur, að fylgja Valdimari um stund: Lilja Björnsdóttir skáldkona á Holti Þingeyri, átti til að kasta fram stökum. Eftirfarandi vísa varð til rétt fyrir kosningar“: Kýrin mín er kálflaus enn, kann sér lítt að haga. Hún er eins og íhaldsmenn yxna þessa daga. „Guðjón Davíðsson, bóndi og söngstjóri í Fremstuhúsum í Dýrafirði, orti er frændi hans og nágranni, Bjarni Kristjánsson í Neðri Hjarðardal, kom heim frá Hvanneyri 1955, með konu, hest og hundtík: Átthaganna óðalsgrund ekki gat hann flúið, kominn er með hest og hund og húsfreyju í búið. Þess má geta í framhaldi af ofangreindri vísu, að þegar Oddur heitinn Jónsson bóndi og hagyrðingur á Gili, frétti af þessum aðdráttum Bjarna, varð honum að orði: „ Það er nú bara að tíkin lánist“ Og áfram heldur Valdimar: „Margar góðar vísur fara í gestabækur. Elías Þórarinsson skáld á Sveinseyri í Dýrafirði orti í gestabók á útfarardegi ungrar 5 barna móður”: Enginn maður þekkir sjálfan sig og sorginni er jafnan þungt að hrinda. Ég bið Guð að gjalda fyrir mig og gleðja þá sem eiga um sárt að binda. MÆLT AF MUNNI FRAM Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Þórólfur Matthíasson hagfræ- ðiprófessor við Háskóla Íslands, hefur undanfarið ritað sex grein- ar í Fréttablaðið um sauðfjár- framleiðsluna í landinu. Síðast beindi hann sjónum sínum að framlögum hins opinbera til búgreinarinnar. Þau útgjöld koma fram í fjárlögum ár hvert og eru 4,3 milljarðar króna árið 2011. Um 80% upphæðarinnar eru í formi beingreiðslna og gæða- stýringarálags en afgangurinn til annarra skilgreindra verkefna sem talin eru upp í sauðfjársamningi og búvörulögum. Prófessorinn telur reyndar að hluti greiðsln- anna séu annarsvegar framlög til Lífeyrissjóðs bænda og hins- vegar til markaðsstarfa erlendis. Hvorttveggja er rangt. Setja má þessi útgjöld í marg- víslegt samhengi. Þau eru rúm 40% af kostnaði við rekstur utan- ríkisráðuneytisins, um þriðjungur af útgjöldum ríkisins til Háskóla Íslands eða um fjórðungur af því sem ríkið lagði fram til að bjarga tryggingafélaginu Sjóvá fyrir skemmstu. Þau eru jafnframt um 0,85% af heildarútgjöldum ríkisins skv. fjárlögum 2011, eða um 13.500 krónur á hvern landsmann. Hið opinbera ráðstafar alls 1,6 millj- ónum króna á hvert mannsbarn í landinu miðað við fjárlög 2011. Hversvegna opinber íhlutun? Í skilningi klassískrar hagfræði er tollvernd eða opinber stuðningur við landbúnað eða aðra starfsemi alltaf markaðstruflandi og þar með óskynsamlegur. Það kemur því ekki á óvart að prófessorinn haldi því fram. Segja má að það sé skylda hans sem deildarforseta hagfræðideildar. Samt er það svo að um allan heim tíðkast það að ríki verndi og styðji sína mat- vælaframleiðslu. Rökin að baki eru einkum þau að almenningur og stjórnvöld í hans umboði meta það svo að mikilvægara sé að tryggja að matvælaframleiðsla sé fyrir hendi í viðkomandi löndum, heldur en að láta það ráðast af duttlungum markaðarins. Menn vilja ekki standa frammi fyrir því að hafa fórnað matvæla- framleiðslunni fyrir skammtíma- gróða, ef og þegar eitthvað kemur uppá. Þetta kallast m.a. fæðuöryggi, svo það sé á hreinu. Það eru þó líka til ríki sem reka þá stefnu að veðja eingöngu á markaðsverð matvæla. Áhugavert væri að skoða reynslu þeirra landa nú þegar matarverð á heimsmarkaði hefur stórhækkað, s.s. áhrif þess á kjör almennings, eða hvort velsæld sé þar meiri en hjá ríkjum sem telja það skipta máli að styðja eigin mat- vælaframleiðslu. Það er annað mál að ekki er hægt að setja alla mannlega hegðun undir mæliker frjálshyggjunnar. Líklega yrði ekki erfitt að sýna fram á með hagfræðilegum rökum að Ísland sem ríki sé alls ekki hag- kvæm rekstrareining og færi best á því að sameina það öðru ríki – en þó hafa landsmenn hingað til viljað eiga sjálfir með sín mál. Engin skilyrðislaus afhending Að bændur fái fjármuni afhenta frá ríkisvaldinu án allra skilyrða er rangt. Þau skilyrði koma m.a. fram í sauðfjársamningi, búvörulögum og margvíslegu regluverki sem bændum er gert að starfa eftir með tilsvarandi eftirliti. Bændum ber m.a. að eiga vissan fjölda sauð- fjár til að fá beingreiðslur. Þar er nokkur nýlunda í umræðu um landbúnað á Íslandi þegar því er haldið fram að bændur þurfi ekkert að gera. Að auki gerir prófessorinn grundvallarmistök þegar hann fjallar um gæðastýringarálagið. Í einni grein sinni dreifir hann því einfaldlega á alla á sama hátt og beingreiðslunum og tengir það aukinheldur við búfjárfjölda. Það er rangt. Ekki fá aðrir gæðastýringarálag en þeir sem uppfylla skilyrði um slíka framleiðslu . Í reglugerð um hana eru m.a. skilyrði um sjálfbæra nýtingu lands sem Landgræðslan hefur eftirlit með. Þar að auki hefur verið sýnt fram á að gróður er almennt í framför í landinu. Þar fyrir utan vinna fjölmargir bændur mikið landgræðslustarf m.a. í gegnum verkefnið „Bændur græða landið“ og fleiri sambærileg. Ennfremur eru margvísleg önnur skilyrði m.a. um ítarlegar skráning- ar, rekjanleika, aðbúnað og fleira sem einfalt er að kynna sér. Um 90% framleiðslunnar falla undir þessi skilyrði en álagið er greitt á hvert innlagt kíló lambakjöts sem fellur í betri gæðaflokka (17 af 30) standist búið skilyrðin. Ofureinföldun Í hluta skrifa sinna hefur prófessorinn fjallað um niður- stöður búreikninga (sem hann kallar reyndar búfjárreikninga) sem Hagþjónusta landbúnaðarins gefur út. Þau gögn eru rétt þó þau byggi á takmörkuðum fjölda búa, en það eru þó bú sem stunda nánast eingöngu sauðfjárrækt. Réttilega hefur komið fram að samkvæmt þeim tölum er afkoma sauðfjárbænda ekki nægilega góð. Hinsvegar er ekki hægt að meta stöðuna eða stærðarhagkvæmni búanna eingöngu út frá fjölda þeirra sem fá beingreiðslur. Sannleikurinn er því miður ekki svo einfaldur. Margir reka sauðfjárbúskap með öðrum búgreinum eða annarri starf- semi. Samlegðaráhrif við þær geta verið veruleg og mögulega hag- ræðingu í greininni er því ekki hægt að meta án þess að skoða málið í heild. Tölur um fjölda viðtakenda beingreiðslna eru þó réttar, enda komnar frá Matvælastofnun sem hefur umsjón með þeim. Prófessorinn nefnir réttilega að ekki eru skilyrði um að ráð- stafa beri ákveðnum hluta fram- leiðslunnar á innalandsmarkaði og leyfir sér að kalla það siðleysi. Markmið búvörulaga sem starfað er eftir er hins vegar að tryggja nægilegt framboð innanlands. Sauðfjárbændur selja reyndar allt sitt kjöt til afurðastöðva í slátur- tíðinni og hafa eftir það ekki eignar- eða ráðstöfunarrétt á því. Eftir sem áður gera þeir sér fulla grein fyrir því að það er fyrsta skylda þeirra að sinna heimamarkaðnum vel. Þrátt fyrir að birgðaskýrslur hafi sýnt fram á að nægilegt magn væri til í ágústbyrjun til að standa undir hefðbundinni ágústsölu, verður að viðurkennast að úrvalið var e.t.v. minna en neytendur eiga að venjast. Vegna þeirrar stöðu brugðust sam- tök bænda við og gripu til aðgerða til að flýta slátrun sem nú er hafin. Ekkert er hafið yfir gagnrýni Þar til um mitt ár 2009 var bændum skylt að flytja ákveðinn hluta framleiðslunnar á erlenda markaði og þá voru bændur sífellt gagnrýndir fyrir að framleiða fullt af kjöti sem enginn markaður væri fyrir. Það er ný staða að búa við umframeftirspurn erlendis frá og menn eru einfaldlega enn að laga sig að því. Rétt er að taka fram að hægt hefði verið að selja alla framleiðslu ársins 2010 til útflutnings á betra meðalverði en fæst hér innanlands. Hefði það verið gert mætti taka undir sjónarmið um siðleysi en að nota sama orð um það sem gerðist nú í ágúst er í meira lagi öfgakennd og óréttmæt orðanotkun. Prófessornum og öðrum er að sjálfsögðu frjálst að gagnrýna landbúnaðarstefnuna sem unnið er eftir í landinu. Hann hefur t.d. lagt það til að skylt verði að ráðstafa ákveðnu hlutfalli framleiðslunnar innanlands. Það er líka markaðs- truflandi en slíka hugmynd má vel ræða. Það má líka hugsa sér að móta heildarlöggjöf um landnotkun og nýtingu hérlendis sem m.a. myndi fjalla um réttindi og skyldur land- eigenda, nýtingu sameignarlanda, girðingar, landgræðslu og fleira. Fjallað er um þau mál í fjölmörg- um gildandi lögum sem sum hver stangast á. Bændur hafa ekkert á móti áframhaldandi gagnrýni en gera þá kröfu að þeir sem vilja gagnrýna taki sér tíma í að kynna sér hlutina (ekki síst háskólapró- fessorar) og byggi málflutning sinn á því hvernig hlutirnir eru, ekki hvernig þeir halda að þeir séu, eða hvernig þeir voru fyrir 20 árum. Það er ekki öfgakennd eða yfir- drifin krafa. Sigurður Eyþórsson Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Samhengi hlutanna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.