Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 34
35Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Nú þegar fer að kólna með haustinu er nauðsynlegt að eiga góða og hlýja ullar- sokka sem er fljótlegt að prjóna og eru þægilegir að ganga í. Nr. 35/37, 38/39, 40/42 - fótlengd 22-24- 26 cm. Hæð sokks 13-15-17 cm. Efni: Eskimogarn 100 % ull frá Drops. 200 g litur að eigin vali, sjá á www.garn.is Prjónar nr 12. Prjónfesta 10x10 cm. = 8 X 20 umferðir. Garðaprjón með tvöföldu Eskimogarni. Leiðbeiningar: Hvert sinn sem snúið er við í miðjum prjóni er tekin 1 L framan af og strekkt á garninu, snúið við og prjónið svo áfram til þess að ekki myndist gat. Aðferð: Sokkurinn er prjónaður fram og til baka með garðaprjóni ofan frá og niður og endar á tánni. Passið prjónfestuna. Fitjið upp 20-20-21 L með tvöföldu Eskimogarni og prjónum nr 12. Í næsta prjóni frá röngu eru 2 fyrstu og 2 síðustu L prjónaðar saman, þá eiga að vera 18-18-19 L á prjóninum. Prjónið fram og til baka þar til stykkið mælist 5 cm, en þá er prjónaður hæll þannig; Prjónið 6 L, snúið við, prjónið 5 L tilbaka, aukið út með því að prjóna 2 L í síðustu L á prjóninum. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjurnar. Prjónið 6 L, snúið við, prjónið 5 L tilbaka, aukið út með því að prjóna 2 L í síðustu L í umferðinni. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjurnar*. Endurtakið *til* alls 4-5-6 sinnum þá eiga að vera 26-28-31 L á prjóninum. Setjið prjóna- merki í ystu L eftir síðustu úrtöku, mælið síðan þaðan það sem eftir er. Haldið áfram með styttar umferðir og úrtökur þannig * Prjónið fyrst 2 L á prjóninum saman, 5 L, snúið og prjónið 6 L til baka. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjurnar, prjónið fyrstu 2 L saman, 5 L, snúa, prjóna 6 L til baka, prjónið 1 umferð yfir allar lykkjurnar*.* Endurtakið * til * alls 5-6-7- sinnum þá eiga að vera 16-16-17 L á prjóninum. Prjónið nú fram og tilbaka án úrtöku þar til sokkurinn mælist 18-19-20 cm. frá prjónamerkinu, þá eru 4-5-6 cm. eftir til enda. Takið nú úr fyrir tánum. Prjónið fram og tilbaka yfir allar lykkjurnar á prjóninum, takið jafn- framt úr 2-1-1 jafnt yfir prjóninn frá réttu alls 3-4-5 sinnum, þá eiga að vera 10-12-12 L á prjóninum. Prjónið því næst saman 2 og 2 L = 5-6-6 L eftir. Dragið þráðinn gegnum afganginn af lykkjunum og saumið endann fastan. Saumið saman undir fætinum og upp að efri kantinum, passið að saumurinn verði ekki of þykkur. Amelía Björk Davíðsdóttir er alveg að verða átta ára gömul og hlakkar mikið til þess að bæta einu ári við í safnið. Hún æfir fim- leika og fótbolta en stefnir á að verða dýralæknir í framtíðinni. Nafn: Amelía Björk Davíðsdóttir. Aldur: 7, að verða 8 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Garður. Skóli: Gerðaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að læra og í sundi. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit: Pascal Pinon. Uppáhaldskvikmynd: Harry Potter. Fyrsta minningin þín? Þegar ég flutti í Norðurkot vegna þess að það var svo gaman að búa þar. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fimleika og fótbolta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Fara á leikjanet en ég fer samt ekki mikið í tölvu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég festist uppi í tré í sumarbústaðnum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að taka til í herberginu mínu. Ætlar þú að gera eitthvað sér- stakt í vetur? Vera í skólanum, æfa fimleika og fótbolta og lesa góðar bækur. /ehg Festist eitt sinn uppi í tré Amelía Björk er í Gerðaskóla í Garði en í sumar hjálpaði hún ömmu sinni Sigríði H. Sigurðardóttur í æðarvarp- inu í sumar í Norðurkoti við Sand- gerði. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fljótprjónaðir sokkar PRJÓNAHORNIÐ Petmax.is vefverslun frí heimsending um allt land með Íslandspósti Dýrin elska OK fóðrið... T il b o ð ið g il d ir ti l l o k a se p te m b e r Kynningartilboð 15 kg. fóðurpoki 6.950 kr. Hágæða hráefni - Ljúffengt bragð - Fallegur feldur - Betri heilsa Frí heimsending um allt land ER EKKI KOMINN TÍMI Á ÞÍNA HUGMYND? HÝSI-MERKÚR ehf. - Völuteigur 7, Mosfellsbæ Sími 5346050 - hysi@hysi.is / www.hysi.is Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar hugmynd verður að vel heppnuðum veruleika eins og sést á þessari mynd frá Fjarkastokk, Þykkvabæ. Ef þú skoðar heimasíðuna okkar, undir “Frá hugmynd að veruleika” sérðu myndir og teikningar af nokkrum húsum frá okkur sem þjóna sem fjárhús, fjós, reiðhallir, hesthús, bílskúrar, iðnaðarhúsnæði o.s.frv. Láttu okkur vita hvaða hugmynd þú hefur og saman gerum við hana að veruleika. Leifs æðardúnn Óska eftir dúni til útflutnings. Greiði hátt verð. Upplýsingar í síma 893-8554 eða 0047-9303 7099. leifm@simnet.is. Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla, diesel lyftara og jarðtætara af öllum stærðum. Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com Bleikjuseiði til sölu Fjallableikja ehf. að Hallkelshólumí Grímsnesi hefur til sölu bleikjuseiði. Upplýsingar: Jónas 862-4685 og Guðmundur 8939-777 eða fjallableikja2010@gmail.com

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.