Bændablaðið - 01.09.2011, Qupperneq 19

Bændablaðið - 01.09.2011, Qupperneq 19
19Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 201 Lýður B. Skarphéðinsson sérfræðingur í göngugreiningum verður á ferð um landið Seyðisfjörður, Heilbrigðisstofnun Mánudaginn 12. september Vopnafjörður, Íþróttahús Miðvikudaginn 14. september Húsavík, íþróttahöllin Fimmtudaginn 15. september. Akureyri, íþróttahöllin Föstud, og laugardag 16 og 17 sept. Dalvík, íþróttamiðstöð Mánudaginn 19. september GÖNGUGREININGAR     Þriðjudaginn 6. september Fáskrúðsfjörður, Heilsugæslan Miðvikudaginn 7. september Reyðarfjörður, Heilsugæslan Fimmtudaginn 8. september      Föstudaginn 9. september Egilsstaðir, Sjúkraþjálfun Laugard, og sunnudag 10 og 11. sept VIÐ VELJUM SKÓ EFTIR FÓTLAGI OG NIÐURSTIGI Tímapantanir í síma 5526600 Bændur á norðanverðu landinu enn í heyskap Miðað við kuldatíð fram eftir sumri rættist vel úr Bændur á norðanverðu landinu eru enn í heyskap, seinni sláttur er víða í gangi í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, en flestir reyna hvað þeir geta að ná svipuðu magni og náðst hefur undanfarin ár. Ætla má að heyskapur sé allt að mánuði síðar á ferðinni en í venjulegu árferði. Vorið var ein- staklega kalt og stóð kuldatíð yfir allan júnímánuð, sem í seinni tíð er harla óvenjulegt. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, segir að miðað við hversu dökkar horfurnar voru síðastliðið vor og langt fram á sumar hafi ræst ótrúlega vel úr: „Þetta er eiginlega betra en nokkrum manni gat látið sér detta í hug þá.“ Ólafur segir að víðast hvar í Eyjafirði sé uppskera vel í meðal- lagi og á einstöku svæðum, einkum frammi í Eyjafirði, sé hún mjög góð. „Á ákveðnum svæðum voru miklir þurrkar og þar er uppskera eðlilega minni af þeim sökum, eins er uppskeran nokkuð misjöfn á þeim svæðum þar sem kal var mest á liðnu vori, en almennt má segja að það rættist mun betur úr en menn þorðu að vona eftir kuldatíð í vor og byrjun sumars,“ segir hann. Duglegir að endurvinna tún og sá grænfóðri Ólafur segir að bændur á kalsvæðum hafi verið duglegir að endurvinna tún sín og sá grænfóðri. Nú síðustu daga hafi spretta tekið vel við sér, og víða sé uppskeran bara nokkuð góð. Þá nefnir hann að bændur hafi tekið tún á leigu í auknum mæli enda sé talsvert framboð af slíku, víða hafi búskap verið hætt og tún ekki nýtt. Allt hafi þetta hjálpað til og útlit fyrir að nægt framboð verði af heyi, þó að á einstaka bæjum sé uppskera með minna móti. „Fram til þessa hefur vantað þurrk. Nú lítur út fyrir að verði þurrt næstu daga og þá má gera ráð fyrir að bændur ljúki heyskap á þessu sumri, en víða á þó eftir að heyja grænfóðurakra,“ segir Ólafur. Reyna hvað þeir geta að ná svipuðu magni María Svanþrúður Jónsdóttir, hér- aðsráðunautur á Húsavík, segir að bændur í Suður-Þingeyjarsýslu séu margir hverjir enn að heyja: „Það er þó nokkuð um að menn séu enn að slá, en heyskapur er þremur, fjórum vikum seinna á ferðinni í sumar en í venjulegu árferði,“ segir hún. Þannig vissi hún um bændur í Öxarfirði sem voru við slátt um liðna helgi og í Bárðardal voru einstaka bændur að slá í byrjun vikunnar. Að sögn Maríu reyna bændur nú sem þeir best geta að ná upp svipuðu magni og vant er, sumir hafi fengið lánuð eða leigð tún, sem ekki væru annars nýtt, til viðbótar við heimatún sín og á þann hátt reynt að ná upp magninu. María segir erfitt að segja fyrir um heygæði á þessari stundu, en í fljótu bragði sýnist sér þau almennt lakari en undanfarin ár. Gera má ráð fyrir að verð á heyi hækki María segir ómögulegt að segja nú hver þróun mála verði, sumir hafi næg hey, aðra vanti töluvert upp á og muni þurfa að kaupa hey. Þannig sé til að mynda ljóst að þar sem kal var í túnum sé uppskera eðlilega minni, en víða í sýslunni var 20 til 40% kal í túnum í vor. Gera megi ráð fyrir að nokkur eftirspurn verði eftir heyi í haust og vetur og geti það leitt til þess að verð hækki. „Það er ljóst að margir hafa ekki bolmagn til að kaupa mikið af dýru heyi,“ segir María og telur fyrirsjáanlegt að einhverjir muni grípa til þess ráðs að fækka bústofni sínum. „Allt er þetta óljóst á þessari stundu, þar sem heyskapur er víða enn í gangi er ekki ljóst hver endan- leg niðurstaða verður,“ segir hún. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.