Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 24
25Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 viðkomandi svæði. Þegar búið er að vinna gas úr úrgangnum er hratinu, eða því sem eftir verður, ekið til baka á býlin þar sem það nýtist sem fyrir- taks áburður. Með þessu náðu Danirnir nokk- urri hagkvæmni og stóðu þeir lengi framar en flestir aðrir varðandi slík samlagsver. Mjög mikil uppsveifla var í bygg- ingu gassamlagsvera í Danmörku á síðustu áratugum liðinnar aldar. Þá voru reist um 20 ver sem síðan hefur þó gengið misvel að reka vegna breytinga á rekstarumhverfinu í Danmörku, m.a. á skattalöggjöfinni. Rekja má upphaf gasvæðingar Dana til þess að ríki og sveitarfélög veittu þeim sem hugðust reisa sam- lagsver styrki og ákjósanleg lán. Því hefur hagkvæmustu verunum gengið vel á meðan önnur eru mörg hver að ströggla við að halda velli. Gasframleiðsla dönsku bændanna er nær eingöngu nýtt á ljósavélar sem framleiða rafmagn og varma, svo- kallaðar CHP-einingar (Combined heat and power)“ Yfir 5.000 gasver í Þýskalandi „Þegar litið er til Þýskalands eru þar yfir 5.000 lífgasver, af öllum stærðar- gráðum og útfærslum. Þjóðverjar fóru einnig þá leið að ríki eða sveitar- félög styrktu lífgasframleiðendur með því að tryggja framleiðendum lágmarksverð fyrir framleiðslu sína o.s.fr. og er það styrkjaumhverfi enn við lýði. Í Þýskalandi er til að mynda mikið um stór verksmiðjubú sem fram- leiða gas samfara búskap. Verin í Þýskalandi eru því af öllum stærðum og gerðum. Lífgasiðnaðurinn þar er orðinn gífurlega öflugur og stækkar með hverju árinu. Fyrir utan að nýta húsdýraúrgang, þá eru þýskir bændur í auknum mæli farnir að rækta orkuplöntur á tún- unum hjá sér sem nýtast líka sem gerjunarhráefni til gasframleiðslu. Orkuplönturnar eru m.a. notaðar til að framleiða etanól sem er síðan nýtt til íblöndunar á bensíni. Hratið eftir etanólframleiðsluna er síðan nýtt til gerjunar í gasvinnslu til framleiðslu á metangasi.“ Hratið fyrirtaks lífrænn áburður „Eftir að hratið hefur verið nýtt til gasframleiðslu er það yfirleitt orðið mjög einsleitt og tilbúið til dreifingar sem áburður og hefur oft mun betri verkun en óunninn húsdýraáburður eins og víða er nýttur beint á tún á Íslandi. Það er því hægt að ná marg- víslegu hagræði með aukinni vinnslu á úrgangnum.“ Bændur auki sjálfbærni búanna „Hugmynd mín gengur fyrst og fremst út á að bændur nýti gasið sjálfir og síðan hratið sem áburð. Þannig auki menn sjálfbærni búanna til mikilla muna auk þess sem búin verða mun vistvænni. Þá er þetta góð leið til að bæta og viðhalda náttúru- legri hringrás næringarefna í sveitum landsins. Nýting á hratinu dregur úr þörf bænda fyrir að kaupa tilbúinn áburð. Þar með verður líka æskilegt að nota hráefni í gasvinnsluna sem annars er ónothæft sem áburður eins og fyrningarhey, orkuplöntur og gróð- urúrgangur. Úr þessu verður fyrirtaks lífrænn áburður sem inniheldur meira af köfnunarefni en búfjárúrgangur sem dreift er beint á tún. Rannsóknir sem fram hafa farið og flest allt efni sem ég kynnti mér um þetta sýna að það er ekki mælt með því að gasið sé notað fjarri búunum. Þá er kominn inn í þetta flutningskostnaður, kostnaður við gasgeyma og orka sem fer í að þjappa gasinu á tanka og annað. Auk þess sem með flutningum getur tapast sá umhverfislegi ávinningur sem gas- vinnslan skapar.“ Gróðurhúsalofttegundum breytt í orku „Í óunnum búfjárúrgangi oxast köfnunarefnið að hluta og úr verður hláturgas sem fer út í andrúms- loftið. Þannig tapast köfnunarefni sem annars gæti nýst gróðrinum auk þess sem hláturgas er mun skaðlegri gróðurhúsalofttegund en metangas. Það hefur 310-föld hlýnunaráhrif á við koldíoxíð. Kosturinn við að draga úr losun hlátursgass og umbreyta úrgangnum í gas og orku er því umtalsverður. Ávinningurinn af framleiðslu á lífgasi verður því margvíslegur og einskorðast ekki eingöngu við að framleiða eldsneyti.“ Samlagsver fyrir 6 býli borgar sig ekki En hvað kostar fyrir bændur að koma sér upp gasvinnslu og hvenær borgar sig að fara út í slíka vinnslu? „Kostnaðaryfirlitið sem ég geri í ritgerðinni varðar samlagsver. Þar var miðað við uppfært lífgas sem stæðist þær gæðakröfur að hægt væri að nota það á bíla. Við tókum sex býli og ákvörð- uðum stærð og umfang framleiðslu- búnaðar miðað við það úrgangs- magn sem til fellur á búunum (á afmörkuðu svæði austan Reykholts í Árnessýslu). Kostnaðurinn við að koma upp slíku samlagsveri var tæplega 400 milljónir króna. Það er vissulega stór biti að kyngja og út frá því fór ég að gera hagkvæmnis- mat og skoða hvort slík framleiðsla borgaði sig. Þá kom í ljós að það borgaði sig ekki, þetta væri of lítil eining til að geta borið sig miðað við þær forsendur sem ég gaf mér. Við frekari skoðun á slíku veri á stærri skala kom í ljós að slíkt gæti hugsan- legar borgað sig útfrá stærðarhag- kvæmni. Þá væri ekki verið að tala um sex býli heldur fjölda búa í heilu sveitarfélagi.“ Einfaldari gasver fýsilegur kostur „Nú langar mig helst að ráðast í áframhaldandi rannsóknir á kostnaði við að koma upp einfaldari gasfram- leiðslu fyrir stök býli. Slík fram- leiðsla þarf alls ekki að vera flókið mál. Ef menn eru t.d. með gott haug- hús, þá þarf ekki annað að gera en að þétta það og koma fyrir leiðslu ofarlega í haughúsinu þar sem gasið er fjarlægt. Gasmyndunin í slíkum haughúsum gerist sjálfkrafa hvort sem er allt árið um kring. Til þess þarf engan flókinn tækjabúnað. Þá gætu bændur líka nýtt gamla súr- heysturna til slíkrar gasvinnslu. Með því að setja á þetta söfnunarbúnað með yfir og undirþrýstingsventlum getur hugvitsamur bóndi hæglega farið að kynda heita pottinn hjá sér með gasi frá húsdýraúrgangi.“ Íslendingar hafa sérstöðu með nýtingu jarðhita „Með auknum búnaði er þó hægt að ná meiri gasframleiðslu út úr hverri einungu af hráefni. Það má t.d. gera með umróts- eða hræribúnaði í þrónum og stýra þurrefnismörkum og sýrustigi, þá er hægt fá enn meira gas úr hverri einingu og mun hraðar. Ef menn setja svo upp hitunarbúnað sem heldur jöfnu hitastigi á hráefn- inu, t.d. með því að nýta affallsvatn frá hitaveitum eða ónýttum hverum, þá geta þeir séð virkilega sprengingu í gasmyndun. Gerlarnir sem standa að niður- brotinu eru þó afar viðkvæmir fyrir hitasveiflum og drepast við hita- sveiflur upp á jafnvel eina til tvær gráður ef hitinn í hráefninu er t.d. 35 gráður. Því hærri sem hitinn er á hráefninu, t.d. 60 gráður, því hraðari verður gasmyndunin en viðkvæmni gerlanna fyrir hitasveiflum eykst að sama skapi. Hálfrar gráðu sveifla til eða frá getur eyðilagt framleiðsluna þegar framleiðslan fer fram við hátt hitastig.“ Segir Kristján að þarna liggi sér- staða Íslendinga til framleiðslu á metangasi í sveitum. Hér hafi menn víða aðgengi að ónýttu jarðhitavatni sem nota má við gasframleiðsluna sem víðast er ekki til staðar erlendis. Einn þyngsti rekstrarliðurinn við framleiðsluna er einmitt að við- halda jöfnum hita og kynda fram- leiðsluferlið. Á móti kemur að verð á rafmagni hér á landi er mun lægra en víða erlendis og eðli markaðar með rafmagn frábrugðið, því verður samkeppnishæfni rafmagns sem framleitt er með lífgasi á Íslandi trúlega ekki eins mikil og hægt er að ná úti í Evrópu. Jarðhiti er ekki skilyrði Eins og áður sagði hefur Kristján skoðað svæðið í kringum Reykholt með tilliti til gasframleiðslu í stórum stíl. Þar eru öll skilyrði hagstæð, þétt byggð bújarða sem skapa hráefni, mikið af heitu vatni og eitthvað um borholur sem ekki eru fullnýttar sem mögulegt væri að nota við slíka framleiðslu. Hann segir þó ekkert því til fyrirstöðu að setja upp gas- framleiðslu á bújörðum sem ekki hafa aðgang að jarðhita. Slík fram- leiðsla yrði þá með einfaldari hætti og gæti nýst til húshitunar. „Þar gætu menn líka farið þá leið eins og víða er gert erlendis að brenna hluta af gasinu til að kynda undir framleiðslubúnaðinum. Menn gætu líka hreinsað gasið og nýtt það á ljósavélar. Milljónir lítilla gasvera til heimabrúks í Asíu „Það er hægt að nýta gasið hvar sem er. Ég rakst t.d. á það í minni rannsóknarvinnu að nyrst í Norður- Kóreu þar sem frost er í jörðu meiri hluta ársins eru menn að framleiða gas í gróðurhúsum. Framleiðsla á lífgasi eða haug- gasi hefur verið iðkuð í þúsundir ára. Í dag eru milljónir lítilla gas- vera í Kína, Indlandi, Víetnam og Nepal. Þar grafa menn einfaldlega holu í jörðina og hitinn í jarðveg- inum sér um að halda stöðugum hita á úrganginum. Úrgangi er veitt í holuna í gegnum leiðslu öðrumegin og elsta efnið þrýstist út úr leiðslu hinumegin. Ofan á holunni er gas- söfnunarbúnaður sem veitir gasinu beint inn á heimilin þar sem það er notað á eldavél og gaslampa. Mikil fjölgun hefur orðið á slíkum gas- verum. Í verkefninu eru teikningar af þessum frumstæðustu verum og sundurliðun á öðrum möguleikum, í fjölskylduskala, bændabýlaskala og miðlægum skala. Það eru þó einkum miðlæg gasver sem ég var að skoða í mínu verkefni.“ Upplýsingarnar aðgengilegar á netinu Kristján segir að í verkefni hans sé að finna 20-30 blaðsíður um hvernig menn eigi að fara að þessu. Upplýsingarnar eru aðgengilegar hverjum sem er á netinu endur- gjaldslaust á vefslóðinni skemman. is þar geta menn leitað að nafninu Kristján Hlynur Ingólfsson eða nafn- inu Búorka sem Kristján setti á verk- efni sitt. Bendir Kristján bændum sérstak- lega á kafla 2 til 3 í ritgerðinni sem sýna hvernig á að standa að málum. Ef menn hafa áhuga á umhverfismál- unum er snerta gasvinnslu, þá er samantekt um þau mál í kafla 6. Í umræðum í 7. kafla tekur Kristján svo saman hvernig lífgasframleiðsla geti farið saman við stefnu íslenska ríkisins varðandi atriði líkt og orku- og úrgangsmál. Segir hann að lykillinn að því að slíkur iðnaður náði fótfestu í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og víðar hafi einmitt verið aðkoma ríkis- ins með styrkjum, hagstæðum lánum eða öðru álíka. Þá fari þetta líka vel saman við umhverfisvernd. Vilji einstaklingar fá frekari upplýsingar um lífgas eða vinnslu þess, þá geta þeir haft samband við Kristján Hlyn hjá Verkfræðistofunni Verkís. /HKr. Gasframleiðsla á indversku nautgripabúi Kínverjar eru að stórauka framleiðslu á bíógasi í sveitum til að styrkja byggðir landsins. Lífgasverksmiðja (biogas) í Tékklandi. Fyrirtækið Biotech í Thiruvananthapuram Indlandi hefur sett upp 20 þúsund svona heimilsgasvinnslustöðvar í Suður-Indlandi. Þær eru fyrir heimilis- úrgang og geta framleitt 0,8 til 1,9 kg af gasi á dag eftir stærð og kosta um 470 dollara. Slíkur búnaður rúmast á um 1,25 fermetrum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.