Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011
Á haustfundi Landssamtaka sauð-
fjárbænda í Þingborg á Suðurlandi
18. ágúst kom fram að heildarút-
flutningur sauðfjárafurða fyrstu
fimm mánuði ársins 2011 var um
2.000 tonn, þar af voru 1.178 tonn
af kjöti. Er það umtalsvert minni
útflutningur en sömu mánuði árið
2010 og 2009. Hafa ber í huga að
þarna er um tölur Hagstofu að
ræða samkvæmt tollskrá og inni
í henni eru bein, fita og afskurður
sem gera töluna hærri en í sundur-
liðun LS um útflutning fyrstu sjö
mánuðina í frétt um þróun útflutn-
ingsins á bls. 4.
Mánuðina janúar til og með maí
2011 voru flutt út 1.178 tonn af kinda-
kjöti, 187 tonn af innmat og sviðum,
185 tonn af gærum og 450 tonn af
ull. Heildar útflutningsverð þessara
afurða nam 1,3 milljörðum króna á
FOB-verði. Þetta er verulega minni
útflutningur en sömu mánuði árið
áður. Í máli Sindra Sigurgeirssonar,
formanns LS, kom fram að samt væri
ljóst að verið er að flytja út ýmislegt
annað en bestu bitana, eins og hávær
gagnrýni á útflutning kindakjöts í
sumar gaf til kynna.
Útflutningur skilar
afurðastöðvum drjúgum tekjum
Fyrstu fimm mánuði ársins 2010 nam
heildarútflutningur sauðfjárafurða
6.900 tonnum. Þar af voru flutt út
3.500 tonn af kjöti, 740 tonn af inn-
mat og sviðum, 2.000 tonn af gærum
og ullarútflutningurinn nam 650
tonnum. Heildarútflutningstekjur
ársins 2010 dugðu fyrir 75% af
greiðslum afurðastöðva til bænda
samkvæmt tölum LS. Virðist því
sem hagsmunir afurðastöðva af
útflutningi séu verulegir.
Fyrstu fimm mánuðina árið 2009
nam heildarútflutningurinn 6.300
tonnum. Þar af voru flutt út 2.500
tonn af kjöti, 580 tonn af innmat og
sviðum, 2.700 tonn af gærum og 540
tonn af ull.
Veruleg hækkun fyrir útflutning
Þrátt fyrir minni útflutning á sauð-
fjárafurðum á fyrstu mánuðum þessa
árs en undanfarin tvö ár, hefur fengist
talsvert hærra FOB-verð fyrir kjöt,
gærur og ull. Þannig fengust að með-
altali 807 kr/kg (allt kjöt) á þessu ári
á móti 616 kr. 2010 og 557 kr. 2009.
Fyrir gærur fengust nú 411 kr/kg. á
móti 452 kr. í fyrra og 384 krónum
sömu mánuði 2009. Ullarverð er
lítillega hærra en í fyrra eða 455 kr.
á móti 452 kr., en það var 384 krónur
árið 2009. Aftur á móti lækkaði verð
fyrir útfluttan innmat og svið úr 172
kr. 2009 og 173 kr. 2010 í 113 krónur
á kg fyrstu fimm mánuði þessa árs.
Heildarverðmæti útfluttra sauð-
fjárafurða þessa mánuði 2011 er því
hlutfallslega mun meira en áður eða
1,3 milljarðar fyrir 2.000 tonn á móti
2,9 milljörðum fyrir 6.900 tonn á
árinu 2010 og 1,9 milljarðar fyrir
6.300 tonn á árinu 2009.
Líka slög, ærkjöt og innmatur
Í máli Sindra kom fram að hluti af
þeim kjötafurðum sem fluttar hafa
verið út á þessu ári er slög sem nýtt
eru m.a. í kebab í Bretlandi og ærkjöt,
sem hefur að jafnaði ekki verið hátt
skrifað í kjötborðum íslenskra versl-
ana. Mismunandi geti líka verið eftir
kjötafurðastöðvum hversu stór hluti
framleiðslunnar hafi verið fluttur út
og það skýri trúlega háværa gagnrýni
einstakra smásölufyrirtækja. Þeirra
birgjar hafi kannski ekki getað upp-
fyllt ýtrustu kröfur um að útvega
þeim kjöt á meðan aðrir birgjar hafi
átt nægar birgðir.
Fram kom á fundinum að þetta
væri líka spurning um hvað smásal-
arnir væru tilbúnir að greiða fyrir
kjötið þegar birgjar stæðu frammi
fyrir því að geta fengið hátt verð
erlendis.
Stórlega ýktar fréttir af kjötskorti
Í umræðum um fréttir af skorti á kjöti
á íslenska markaðnum kom fram að
þær væru stórlega ýktar. Einnig var
bent á að í umfjöllun sjónvarpsstöðva
um kjötskort hafi fréttamenn farið í
verslanir síðdegis á sunnudegi og
sýnt litlar birgðir af kjöti. Slíkt sé afar
eðlilegt þar sem fyllt sé á kjötborð
verslana fyrir helgarnar í því augna-
miði að það seljist að mestu áður
en verslunum er lokað á sunnudags-
kvöldum.
Í lauslegri könnun Bændablaðsins
í kjölfar allrar þessarar umfjöllunar,
eða fimmtudaginn 4. ágúst, var farið
í 12 stórverslanir á höfuðborgarsvæð-
inu. Þar kom í ljós að yfirleitt var
nægt framboð af kindakjöti í kjöt-
borðum, kælum og frystiborðum. Í
sumum þessara verslana var reyndar
mjög mikið framboð af kindakjöti í
ýmsu formi. Verslanirnar sem fram-
boð lambakjöts var skoðað hjá voru
Krónan á Granda í Reykjavík og í
Lindum í Kópavogi, Bónus á Granda
og í Helluhrauni í Hafnarfirði sem og
Bónus í Kringlunni og í Hólagarði.
Þá var farið í Hagkaup í Kringlunni,
Skeifunni og í Garðabæ. Staðan í
versluninni Kosti í Kópavogi var líka
skoðuð sem og í Víði í Skeifunni,
Nettó í Mjódd og í Fjarðarkaupum
í Hafnarfirði. Hvergi var þurrð á
kindakjöti í þessum verslunum,
þrátt fyrir margítrekaðar fréttir um
skort á kindakjöti í verslunum dögum
saman. /HKr
Mun minna flutt út af sauðfjárafurðum fyrstu fimm mánuði þessa árs en 2010 og 2009:
Tæplega 1.200 tonn af kjöti nú á móti
3.500 tonnum í fyrra
Landssamtök sauðfjárbænda með haustfundi um allt land:
Buðu fulltrúa MAST að svara gagnrýni bænda á fundunum
– Hefur gefist mjög vel, segir Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir
Matvælastofnun, MAST, hefur
verið harðlega gagnrýnd af
bændum á undanförnum miss-
erum, einkum í kjölfar díoxíns-
málsins í Engidal við Skutulsfjörð
á Vestfjörðum og máls vegna illrar
meðferðar á skepnum á Stórhóli
í Álftafirði á Austfjörðum. Hafa
viðbrögð og aðkoma stofnunar-
innar að þessum málum og öðrum
í kjölfarið þótt mjög gagnrýniverð.
Landssamtök sauðfjárbænda hafa
staðið framarlega í þessari gagn-
rýni. Til að gefa MAST færi á að
skýra sjónarmið sín fyrir sauðfjár-
bændum var fulltrúa stofnunar-
innar boðið að fylgja forystumönn-
um LS eftir á haustfundaferðum
þeirra um landið.
Hefur gefist vel
Þorsteinn Ólafsson sérgreina-
dýralæknir hjá MAST tók að sér
að uppfræða bændur um tilurð og
tilgang stofnunarinnar og svara
spurningum þeirra á fundunum. Sat
Þorsteinn alla fundina, utan fund-
inn á Hólmavík, sem yfirdýralæknir
sat í stað Þorsteins. Blaðamaður
Bændablaðsins hitti Þorstein að máli
eftir fund með sunnlenskum bændum
í Þingborg á fimmtudagskvöldið í
fyrri viku og spurði hvort fundirnir
hefðu reynst MAST gagnlegir.
„Mér finnst þetta hafa tekist mjög
vel. Ég hef hitt sauðfjárbændur um
allt land. Það er ánægjulegt að hafa
fengið að vera með þessum mönnum.
Ég fer með heim í veganesti þær
athugasemdir sem ég hef fengið og
ber þær fyrir mína samstarfsmenn.“
Skilur vel áhyggjur af
dýralæknaþjónustunni
„Ég skil vel áhyggjur bænda og þá
kannski ekki síst varðandi verðbreyt-
ingar á dýralæknaþjónustu, þá sér-
staklega á þeim svæðum sem breyt-
ingarnar munu hafa mest áhrif. Það
á t.d. við Austurland, Snæfellsnes
og víðar.“
Þorsteinn segist þó ekki hafa
endanlega mynd af því hvernig
þessum málum verði háttað eftir 1.
nóvember, þegar breytingarnar eiga
að taka gildi. „Þá þurfa menn hins-
vegar að vera búnir að leysa öll þessi
mál.“
Getur reynst kostnaðarsamt
að fá dýralækni
Þorsteinn segir að á svæðum eins og
Austfjörðum, þar sem bændur þurfi
að borga ferðir dýralæknis um langan
veg til að sinna t.d. veikri kind, þá
geti málið litið skringilega út.
„Kindin er ekkert óskaplega verð-
mikil og bændur því ekki tilbúnir
að greiða mjög mikið fyrir að fá
dýralækni til sín um langan veg.
Þetta er því líka spurning um hvort
dýralæknirinn hafi fleiri verkefni
á viðkomandi svæði eða ekki. Á
Kirkjubæjarklaustri hefur fráfarandi
dýralæknir t.d. einnig með að gera
nautgripasæðingarnar, sem ég held
að hafi hjálpað til við að halda þar
uppi þjónustu. Ég legg áherslu á að
slíku fyrirkomulagi verði haldið
áfram.“
Oft erfitt að fá dýralækna
út á land
Nú eru dýralæknaumdæmin 14 að
tölu. Með breyttu skipulagi, fækkun
starfsstöðva og stækkun umdæma, er
ekki hætta á að þetta fæli ungt fólk
frá því að mennta sig í þessari grein?
„Ég hugsa að það verði alltaf
einhverjir tilbúnir að sækja í þetta
fag. Það hefur verið mjög vaxandi
starfsemi í þéttbýli vegna gæludýra,
sem fer fjölgandi. Þá eru einnig meiri
kröfur en áður meðal hestaeigenda
um að byggja upp dýralæknaþjón-
ustu. Það eru því næg verkefni fyrir
dýralækna. Samt er ekkert sjálfgefið
að dýralæknar séu tilbúnir að flytja
út á land og við höfum orðið mjög
vör við hversu erfitt getur verið að
fá þá til þess,“ segir Þorsteinn.
/HKr.
Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir hjá MAST svaraði skilmerkilega
gagnrýni bænda á stofnunina. Mynd / HKr.
Frá haustfundi fundi LS í Þingborg 18. ágúst. Myndir / HKr.
!
%
*
#
"
!%
-
&
# %
$
%
%+!
Sigríður Jónsdóttir, bóndi í Arnarholti
í Bláskógabyggð, var ekkert að skafa
# %!
# %!
)%
$ % %