Bændablaðið - 01.09.2011, Page 14

Bændablaðið - 01.09.2011, Page 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Gamla barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal var í sumar breytt í kaffihús auk þess sem listsýningar kættu gesti staðarins, en ýmsir listamenn tóku þátt í sýningum sumarsins. Ketill Tryggvason bóndi á Hallgilsstöðum átti svo heiðurinn af dráttarvélasýningu sem stóð yfir hluta af sumri, en hann sýndi nákvæmar eftirlíkingar dráttarvéla og tækja í landbúnaði, alls nær 200 stykki. „Sumarið hefur gengið vonum framar, góð aðsókn hefur verið á listsýningar og dráttarvélasýningu og margir komið í listakaffi og notið góðra veitinga hjá kvenfélagskon- um,“ segir Agnes Þ. Guðbergsdóttir formaður stjórnar sjálfseignarstofn- unar um rekstur og varðveislu húss- ins. Hún segir dæmi eru um að sama fólkið hafi komið allt að fjórum sinnum, „sem segir allt sem segja þarf.“ Agnes segir að rekstur kaffi- húss standi undir sér í Gamla barna- skólanum, Skógum. „Við stefnum að því að leigja skólasalinn næsta sumar,einhverjum þeim sem hafa áhuga á að reka sjálfir kaffihús á staðnum,“ segir Agnes. Áningarstaður frá 1916 Gamli barnaskólinn í Skógum í Fnjóskadal var barnaskóli sveitar- innar á árunum 1916–1972 en einnig var í Skógum símstöð sveitarinnar, póstafgreiðsla, ferjustaður áður en gamla bogabrúin var byggð yfir Fnjóská, áningarstaður, þingstaður, samkomustaður og fundarstaður allt fram á þennan dag. Árið 1916 keypti Hálshreppur jörðina Skóga. Þá var þar ófull- gert timburhús sem var lagfært og gert íbúðarhæft. Þarna var útbúin skólastofa með þremur langborðum sem tóku 18 nemendur í sæti. Fram að þeim tíma hafði verið rekinn far- skóli í Fnjóskadal sem fluttist frá einu heimili til annars. Fyrstu árin var kennsla stopul í Skógum, erfiðlega gekk að finna varanlega kennara og mikil fátækt var meðal bænda. Árið 1932 var tekinn upp fastur sex mánaða heimavistarskóli í Skógum, sem skiptist á milli eldri og yngri nemenda. Um 1960 lengdist skólaskyldan og kennt var í átta mán- uði á ári. Frá árinu 1932 starfaði sami kennari allt til ársins 1972 eða þar til skólahaldi var hætt í Skógum. Þetta var Jón Kr. Kristjánsson frá Víðivöllum. Á þessum fjörutíu árum hafði hann kennt þremur kynslóðum í Fnjóskadal. Varðveita menningar- og sögulegt gildi hússins Sveitarfélagið Þingeyjarsveit var með Gamla barnaskólann á sinni könnu en fimm félög í Fnjóskadal; Búnaðarfélag Fnjóskdæla, Fjárræktarfélag Hálshrepps, Kvenfélag Fnjóskdæla, Skógræktarfélag Fnjóskdæla og Ungmennafélagið Bjarmi tóku við húsnæðinu frá og með áramótum 2011. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður stjórnar sjálfseignarstofn- unarinnar, segir að áhersla verði lögð á að varðveita menningar- og sögulegt gildi Gamla barnaskólans í Skógum og verði það m.a. gert með söfnun gamalla muna, sýningarhaldi og að gefa almenningi kost á að njóta hússins og kynnast sögu þess. Hægt verður að leigja skólastof- una fyrir veislur, afmæli eða fundi og sýningarsalinn fyrir listsýningar eða aðrar sýningar. /MÞÞ Gamla barnaskólanum að Skógum breytt í kaffihús Gamli barnaskólinn í Skógum í Fnjóskadal var barnaskóli sveitarinnar á árunum 1916–1972 en einnig var þar $%  +!       !  !    ! %  +  N     þingstaður, samkomustaður og fundarstaður, en nú í sumar nutu gestir þar veitinga og listsýninga. Myndir / Agnes Þ. Guðbergsdóttir. Ketill Tryggvason bóndi á Hallgilsstöðum með dráttarvélar sínar og önnur landbúnaðartæki, en safn sitt sýndi hann í Skógum í sumar, alls nær 200 stykki. Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Málþing að Fitjum í Skorradal: Rætt um Guðmund á Fitjum - Jarðræktarmann Jóns forseta Laugardaginn 10. september nk. verður haldið málþing að Fitjum í Skorradal um Guðmund Ólafsson jarðræktarmann sem þar bjó lengi. Guðmundur var fæddur að Setbergi við Hafnarfjörð árið 1825 en lést að Fitjum árið 1889. Guðmundur var einn af best menntuðu búfræðingum sinnar tíðar; nam búfræði um fjögurra ára skeið í Danmörku. Guðmundur varð áhrifamikill á því sviði, bæði sem ráðunautur og höfundur búfræðirita. Þá var hann um skeið alþingismaður Borgfirðinga. Guðmundur var sam- verkamaður Jóns Sigurðssonar forseta, og naut hvatningar hans í starfi sínu. Á málþinginu verða flutt þrjú erindi um Guðmund: Karólína Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum og afkomandi Guðmundar mun segja frá Guðmundi og fjalla um helstu æviatriði hans. Ingi Sigurðsson frá Reykjum í Lundarreykjadal, prófess- or í sagnfræði, mun skoða fjórar rit- gerðir Guðmundar um búnaðarmál í sögulegu samhengi. Þá mun Bjarni Guðmundsson prófessor og safn- stjóri á Hvanneyri fjalla um nokkrar jarðræktarhugmyndir Guðmundar, efni þeirra og áhrif. Málþinginu mun stjórna Bergur Þorgeirsson forstöðu- maður Snorrastofu í Reykholti. Málþingið verður haldið í Skemmunni á Fitjum. Það hefst kl. 14 og er gert ráð fyrir því ljúki um kl. 16. Á boðstólum verður miðdegishressing. Gjald fyrir þátt- töku í málþinginu verður kr. 500,- Miðdegishressing er innifalin í þátt- tökugjaldi. Það eru afkomendur Guðmundar Ólafssonar á Fitjum og Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri sem að málþinginu standa, með atbeina Snorrastofu í Reykholti. Guðmundur Ólafsson fyrrum bóndi á Fitjum í Skorradal er talinn hafa verið einn af best menntuðu bú- fræðingum landsins á sínum tíma.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.