Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 25
26 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011
Í júní sl. lagði hópur fólks í land-
búnaðarfagferð til Skotlands og
var tilgangurinn að kynnast skosk-
um landbúnaði, náttúru og síðast
en ekki síst að fara á landbúnaðar-
sýninguna Royal Highland Show
í Edinborg. Snorri Sigurðsson á
Hvanneyri var fararstjóri og tók
hann saman nokkra minnispunkta
úr ferðinni sem hér birtast, þessi
grein er annar hluti ferðalýsingar
hans.
Whisky-dalurinn
Fjórði dagur ferðarinnar hófst
með brottför frá hóteli í bænum
Aberdeen á austurströnd Skotlands
og var ekið sem leið liggur í átt að
Inverness. Fyrst var stefnan tekin á
Whiskydalinn, þ.e. að ánni Spey,
þar sem finna má flesta framleið-
endur á Whisky í Skotlandi enda
er vatnið þar hrein náttúruauðlind.
Þar var farið í skoðunarferð í bæði
Whisky-verksmiðju og einnig í verk-
smiðju sem framleiðir viskýtunnur.
Þaðan var svo ekið um hádegisbil
til bæjarins Elgin þar sem héraðs-
ráðunauturinn Aileen Buchanan tók
á móti hópnum.
Bóndi með lífræn svín
Aileen fór með hópinn í heimsókn
á bæinn Easter Bauds sem er eitt
stærsta lífræna svínabú Evrópu,
með 650 gyltur úti allt árið. Þá er
búið svo með aðrar 650 gyltur einnig
úti en það er þó ekki lífrænt vottuð
framleiðsla, auk þess sem búið er
með 600 gyltu einingu innandyra
einnig! Svínabúinu stjórnar bóndinn
Neil Wright en með í för var einnig
nágranni hans Colin Campbell, en
Colin á stóran hluta af því landi sem
svínabúið nýtir fyrir framleiðsluna.
Neil byrjaði fyrir fimm árum og er
með sterkan meðeiganda sem gerir
það að verkum að hann hefur getað
byggt upp stórt og öflugt bú á stuttum
tíma, enda sagði hann slíkt ekki
mögulegt með hefðbundnum lánum
frá bönkum.
Ekki hugsjónamaður!
Ferlið við framleiðsluna er að mörgu
leiti afar áhugavert og það sem er all
merkilegt er að verðið á afurðunum
er fastbundið við fóðurkostnaðinn,
svo framlegðin er nokkuð trygg í
framleiðslunni! Að sögn Neil er hann
fyrst og fremst í þessari framleiðslu
af því að það er hagkvæmt en alls
ekki af einhverskonar hugsjón. Þetta
sé einfaldlega skynsamleg fram-
leiðsla fyrir kröfur markaðarins og
það skili góðum tekjum og meiri en
í hefðbundinni framleiðslu. Lífrænt
vottað svínakjöt er það allra dýrasta
sem hægt er að kaupa á markaðinum
en lífrænt vottað alífuglakjöt er ekki
langt undan. Þá koma hinar kjötteg-
undirnar eins og nauta- og lambakjöt.
Ástæðan fyrir því að svínakjöt er
svona dýrt er mikill fóðurkostnaður
en fóðrið kostar tvisvar sinnum meira
en hefðbundið fóður.
Elur grísina einnig úti
Umsvif á svona svínabúi eru mikil
en vikulega gjóta 22 gyltur að jafn-
aði og um 220 grísir eru því vandir
undan vikulega einnig og settir í þrjú
gerði með u.þ.b. 75 grísum í hverju
þeirra. Þar eru grísirnir í sjö vikur
og svo eru þeir sendir í áframeldi
hjá verktökum í Englandi, þar sem
grísirnir eru aldir frá u.þ.b. 40 kg.
í 110 kg eða sláturþunga. Ástæðan
fyrir því að áframeldið fer fram á
lífrænum búum í Englandi er sú að
þar er stutt á markaðinn og auk þess
kemur lífræna fóðrið frá Englandi,
svo að þetta hentar vel. Áframeldið
fer allt fram utandyra einnig.
Sex ára skiptinotkun
Hvert „beitar“hólf er bara notað einu
sinni og svo hvílt í langan tíma til
þess að minnka smithættu. Hringrás
skiptinotkunarinnar er þannig að
fyrsta árið eru svín á viðkomandi
svæði, næsta ár eru ræktaðar kart-
öflur, þá gulrætur, svo baunir, svo
hafrar með skjólsáðu grasi og að
lokum er síðasta árið notað til þess að
herða svörðinn með eingöngu grasi.
Ferlið tekur því heil sex ár, sem þýðir
eðlilega að jafn stórt bú og þetta þarf
mikið landssvæði.
Þola vel frost
Síðasti vetur var afar kaldur eða allt
að 18 stiga frost á köflum og að sögn
Neil hafði það ekki áhrif á grísina, en
starfsmönnunum var hinsvegar mjög
kalt. Grísirnir gátu leitað skjóls í úti-
skýlunum sem halda vel hita, enda
liggja grísirnir þétt. Þannig getur
verið hörku frost utan við skýlin
en allt að 15 stiga hiti helst inni í
skýlunum og kemur sá hiti eingöngu
frá grísunum sjálfum. Aðgengi að
vatni var þó ákveðið vandamál þar
sem allar lagnir liggja ofanjarðar
og brynningarkerfið því augljós-
lega ekki hannað fyrir löng kulda-
tímabil. Svínunum var vatnað með
vatnsbílum með tilheyrandi kostnaði.
Til viðbótar var mikill raki í loftinu
og urðu rafmagnsgirðingarnar hálf
óvirkar þar sem frostið náði hreinlega
að eingangra rafmagnið frá skepn-
unum, sumir morgnar fóru því í það
að eltast við laus svín um allar koppa
grundir! Sagði hann að ef veðurfarið
héldi áfram á sömu braut, með svona
miklum frostum eins og var sl. vetur,
þá gengi þessi búskapur varla vegna
aukakostnaðar við eftirlit og fóður.
Charolais kynbótabú
Þessum viðburðaríka degi lauk
svo með heimsókn til búsins
Kenieshillock þar sem bóndinn
Robert Milne tók á móti hópnum
og skýrði frá sinni framleiðslu, en
hann er með afar gott kynbótabú með
50 Charolais holdakýr í stofnræktun
og aðrar 50 í kjötframleiðslu. Robert
selur alla gripi á fæti, en kálfar úr
kynbótahjörðinni eru mun verðmeiri
og fær hann um 3.000 pund (u.þ.b.
550 þúsund) fyrir 10-12 mánaða
gamla kálfa. Bestu gripirnir eru þó
miklu verðmætari en það og voru
nokkrir kynbótagripir á búinu metnir
á vel yfir 20 þúsund pund eða rúm-
lega 3,5 milljónir króna! Hæsta verð
sem hann hefur fengið fyrir naut voru
26 þúsund pund eða um 4,8 milljónir
króna, sem fengust fyrir fjögurra ára
grip í fyrra.
Þyngjast um 1,5-1,6 kíló á dag
Sláturkálfana selur hann á fæti á sama
aldri og kynbótagripina eða 10-12
mánaða gamla og hefur meðalverðið
á þeim verið um 1.250 pund eða um
230 þúsund krónur. Kaupendur eru
sk. lokaeldisbændur, sem kaupa gripi
á markaði og ala í 2-3 mánuði fyrir
slátrun. Charolais nautum er oftast
slátrað í kringum 14 mánaða aldur
og vega þau þá oftast 700-750 kg og
er því meðalvöxtur nautanna u.þ.b.
1,5-1,6 kg á dag!
Snorri Sigurðsson
Auðlindadeild LbhÍ
Utan úr heimi
Landbúnaðarferð til Skotlands – annar hluti:
Whisky-verksmiðja, svínabú og kynbótanautaeldi
Neil Wright skýrir frá uppbyggingu svínabúsins síns, frá vinstri Aileen Buchanan, Neil Wright, Snorri Sigurðsson og Colin Campell Myndir / Linda Björk Kjartansdóttir.
Grísirnir eru aldir utandyra allt sitt líf og hafa aðgengi að útiskýlum auk
nokkuð stórs "beitar"svæðis.
Svínin veittu hinum íslensku ferða-
löngum mikla athygli.
Bóndinn Robert Milne með myndarlegt þriggja ára kynbótanaut af Charolais kyni.
)
#
!%#"
%
$