Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 29
30 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Völustallur ehf. er nýtt félag í eigu Dýralæknafélags Íslands. Markmið félagsins er að halda utan um einstaklingsmerkingar gæludýra og gera upplýsingarnar aðgengilegar öllum á netinu. Vinnan við uppbyggingu grunns- ins hófst haustið 2009 og var gerður verksamningur við upplýsinga- tæknisvið Bændasamtaka Íslands um smíði tölvukerfis og uppbyggingu á gagnagrunninum. Reynt var að safna upplýsingum frá dýralæknum um öll dýr sem merkt hafa verið á landinu hingað til, og eru komin u.þ.b. 40.000 gæludýr í gagnagrunninn, Grunnurinn (www.dyraaudkenni.is) var svo form- lega opnaður 1. júlí í sumar. Með miðlægum gagnagrunni yfir einstaklingsmerkingar gæludýra er verið að tryggja velferð dýranna og auka líkur á að dýr í óskilum komist aftur til eigenda sinna. Gegn vægu gjaldi, sem rennur til uppbyggingar og reksturs á grunninum, geta dýra- eigendur fengið dýrin sín skráð í grunninn. Með því fá þeir einnig aðgang að eigin dýrum undir síðunni „Mín dýr“ t.d. við upplýsingum, setja inn mynd og tilkynna dýrið tapað/ fundið. Gagnagrunnurinn er opinn öllum til leitar og finnandi dýrs getur því haft beint samband við dýraeiganda eftir að merki dýrsins hefur verið lesið. Beintenging við þjóðskrá tryggir að upplýsingar um eiganda eru alltaf samkvæmt síðustu skrán- ingu þar, og þykir kerfið vera meðal þeirra bestu sem finnast þessu sviði. Mjög gott samstarf hefur verið milli Dýralæknafélags Íslands og Bændasamtakanna um verkefnið og er almenn ánægja með samstarfið og árangur þess. Nettenging í gegnum gervihnött Í samningi Fjarskiptasjóðs við Símann um uppbyggingu á háhraða- netþjónustu fyrir alla landsmenn var ljóst að vegna kostnaðar yrði ekki hægt að tengja alla staði í verkefninu með ADSL eða þráðlausu GSM 3 netsambandi. Þannig yrði að leysa þá staði sem erfiðast er að koma í net- samband, innan við 10% allra staða, þarf að tengja með öðrum hætti. Gervihnöttur er notaður fyrir um 40 staði í verkefninu til að koma á net- tengingu. Fulltrúar Fjarskiptasjóðs áttu fund með fulltrúum Símans og Radíómiðlunar í síðasta mánuði um hvernig mætti bæta netsambandið til þeirra sem fengu nettengingu í háhraðaverkefninu í gegnum gervi- hnött. Ákveðið var að Síminn for- gangsraðaði netumferðinni þannig að það sem flokkast alla jafna undir almenna netumferð hafi forgang. Með þessu á venjulegt netsam- band að lagast til muna að sögn Radíómiðlunar. Þá var ákveðið að dreifa útvarpsrásum til þessara staða einnig um gervihnetti en það mun ekki hafa áhrif á gæði netsambands- ins. Útvarpsstöðvarnar sem hægt verður að ná eru Bylgjan, Útvarp Saga, Fm957 og X-ið. Árásir á netkerfi Bændasamtaka Íslands Í sumar réðust svonefndir hakkarar á netkerfi Bændasamtakanna með þeim afleiðingum að heimasíða sam- takanna datt út. Hakkararnir komust inn í öryggisglufur á nafnaþjóni samtakanna með þeim afleiðingum að eldveggur hrundi vegna mikils álags. Þá duttu einnig út helstu skýrsluhaldskerfi bænda sem þýddi að m.a. var ekki unnt að skila inn gögnum rafrænt eða skoða skýrslu- haldsupplýsingar. Þjóðarbókhlaðan varð einmitt fyrir árásum hakkara á svipuðum tíma þar sem gögn voru eyðilögð og tjónið því umtalsvert þar. Í síðustu viku var síðan skráarmiðlari hjá samtökunum hakkaður þannig að skipta varð honum út fyrir nýrri, en það varð til þess að sláturgögn bárust ekki með eðlilegum hætti inn í miðlæga skýrsluhaldsgagnagrunna. Við þessum árásum var brugðist hratt og örugglega og hafa eldveggir verið styrktir og öryggismál hert. Nýtt útlit á haustbókum í sauðfjárrækt og mikið álag á tölvukerfi Vegna sumarfría og annarra óviðráð- anlegra orsaka varð töf á að koma haustbókum til bænda á sama hraða og verið hefur undanfarin ár. Beðist er velvirðingar á þessu. Skil á skýrslu- haldi eru með besta móti þetta árið. Rétt er að benda bændum á að hægt er prenta út lambabók beint úr Fjárvísi. Þá var útliti haustbóka breytt til að tryggja meira öryggi við útfyllingu þeirra en ósk um breytingu kom fram á fundum með notendum Fjárvísar í vetur. Galli kom upp í prentun haustbóka í fyrra sem skapaði milla villuhættu við útfyllingu og skráningu bókanna. Með nýja útlitinu er þessi villuhætta ekki til staðar en á móti eru bækurnar vissulega í stærra broti. Eins og alltaf með allar breytingar, þá henta þær betur sumum en öðrum en vonandi verður almenn ánægja með þessa breytingu. Seinni hluta sumars fór að bera á hægagangi við skrán- ingar í Fjárvísi á mesta háannatíma við frágang skýrsluhaldsgagna sem orsakaðist af miklu álagi á miðlara en starfsmönnum tölvudeildar tókst að finna lausn og þannig að auka hraða til muna. Á markaði Ferill og staða samningaviðræðna um landbúnað Umræðan um aðild að ESB og samningaferilinn er komin á fullan skrið á enn á ný. Samningaviðræðurnar sem nú fara í hönd munu snúast um ein- staka samningskafla löggjafar ESB sem eru 35 talsins. Þær hófust formlega í júní sl. með opnun við- ræðna um 4 samningakafla og var 2 þeirra þegar lokað aftur þar sem efni þeirra hefur þegar verið leitt í íslensk lög. Athygli manna hefur undanfarið beinst að landbúnaðar- málunum en fleiri málaflokkar eru þar sem nokkuð ber í milli Íslands og ESB, nefna má sjávarútvegsmál, umhverfismál og dýra- og plöntu- heilbrigði. Á heimasíðu utanríkisráðuneyt- isins (http://esb.utn.is/media/esb/ Ferill_samningavidr.pdf) er að finna gagnlega lýsingu á ferli samninga- viðræðna um einstaka kafla, sem er skipt í 13 stig eða þrep. Svokallaðri rýnivinnu, fyrstu tveimur þrepunum, lauk í vetur en þá fóru fram fundir um sérhvern samningskafla, þ.á.m. landbúnað. Annars vegar kynnti Framkvæmdastjórn ESB löggjöf þess fyrir íslenskum stjórnvöldum og hins vegar kynntu fulltrúar Íslands, íslenska löggjöf og stjórnsýslu fyrir ESB og að hve miklu leyti hún fellur að löggjöf ESB. Afurð þessa starfs er síðan þriðja þrep viðræðnanna sem er skýrsla framkvæmdastjórnar ESB um rýnivinnuna. Í vor fengu íslensk stjórnvöld afhenta fyrstu 2 kafla hennar en þeir lýsa staðreyndum um íslenska löggjöf og stjórnsýslu á grundvelli þess sem fram kom á rýnifundunum auk þess sem fram- kvæmdastjórnin leitar víðar upp- lýsinga. Ísland fékk tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við þennan hluta þar sem mikilvægt er að lýsing á aðstæðum sé rétt. Þriðji hluti skýrslu framkvæmdastjórnarinnar hefur að geyma mat hennar á að hve miklu leyti lög og réttarfram- kvæmd á Íslandi fellur að löggjöf ESB. Fjórði hluti hennar inniheldur síðan „…ráðleggingar framkvæmda- stjórnarinnar um hvaða samnings- kafla er strax hægt að hefja viðræður um eða, eftir atvikum, ráðgjöf fyrir sérstakan fund um viðmið varðandi þá þætti sem Ísland þyrfti að upp- fylla áður en samningaviðræður gætu hafist um tiltekinn kafla.“ Um þessi viðmið segir síðan áfram: „Ætlunin með slíkum viðmiðum er að beina sjónum umsóknarríkisins að þeim helstu breytingum sem ríkið verður að ráðast í á vegferð sinni að fullri upptöku löggjafar ESB. Venjulega snúa slík viðmið að setningu nýrra laga, gerð áætlana, aðgerðaráætlana eða uppfyllingu skuldbindinga sam- kvæmt samningum ESB og umsókn- arríkisins.“ Síðan tekur við fjórða þrepið þar sem vinnuhópur ráðs ESB, um stækk- un sambandsins, fjallar um skýrslu framkvæmdastjórnarinnar. Hann getur krafist útskýringa á innihaldi skýrslunnar og þeim viðmiðum sem framkvæmdastjórnin leggur til að verði sett. Í kjölfarið ákveða aðildar- ríkin annað hvort að mæla með því að viðræður verði hafnar um samnings- kafla eða þá að leggja til viðmið sem umsóknarríkið þarf að uppfylla til að viðræður hefjist um tiltekinn kafla. Fimmta þrepið í ferlinu felur síðan í sér að COREPER (fasta- fulltrúar aðildarríkja ESB) ákveða annað hvort að hefja viðræður um tiltekna kafla eða viðmið fyrir því að viðræður geti hafist. Að niðurstöðu COREPER fenginni sendir forsætis- ríki ráðsins formlegt bréf til íslenskra stjórnvalda þar sem þeim er annað hvort gefinn kostur á að uppfylla viðmið fyrir upphafi viðræðna eða senda samningsafstöðu sína varðandi tiltekinn kafla með það að markmiði að hefja formlega viðræður. Eftir því sem næst verður komist er rýniskýrsla framkvæmdastjórnarinnar nú til umfjöllunar hjá COREPER. Utanríkisráðherra leggur allt kapp á að niðurstaða þess verði að bjóða Íslandi að senda inn samningsaf- stöðu og hefja samningaviðræður um landbúnað. Hann lýsti því yfir í júní að ekkert stæði í veginum af hálfu Íslands að hefja viðræður um landbúnað. En hvar er þá samn- ingsafstaðan í málinu. Engir fundir hafa verið haldnir í samningahópi um landbúnað nú í nokkra mánuði en ráðherra málaflokksins hefur lýst eindregnum stuðningi við varnarlínur Bændasamtaka Íslands. Ekkert hefur hins vegar sést til útfærslu þeirra í formleg samningsmarkmið. Setji ESB fram opnunarskilyrði (opening benchmarks) mun koma fram hvaða kröfur ESB gerir til aðlögunar íslenskrar stjórnsýslu að löggjöf og stjórnsýslu ESB áður en Ísland hefur svo mikið sem kynnt sýna afstöðu. Hvað verður þá um tal stjórn- málamanna um sérlausnir varðandi stjórnsýslu og vegna sérstöðu íslensks landbúnaðar? Þá mun einnig þurfa að bera efni þingsályktunar alþingis saman við þær kröfur sem ESB og þar með gæti alþingi þurft að fjalla um málið. Með öðrum orðum þá mun sjást svart á hvítu að umsókn um aðild að ESB fylgir óhjákvæmilega aðlögun að regluverki þess í samningaferlinu sjálfu eins og reyndar áðurnefnt yfirlit á vef utanríkisráðuneytisns ber glögg- lega með sér. /EB Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Samningaviðræður við ESB Miðlægur gagnagrunnur um einstaklingsmerki gæludýra Guðbjörg Þorvarðardóttir, Þorvaldur H. Þórðarson, Þóra Jónasdóttir, Þorberg Þ. Þorbergsson, Ingibjörg Pétursdóttir og Jón Baldur Lorange. Tól og tækni Jón Baldur Lorange sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Upplýsingatækni Upplýsingatækni og fjarskipti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.