Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 23
24 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Búorka er heiti á ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu Kristjáns Hlyns Ingólfssonar í umhverfis- og auðlindafræðum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Kristján Hlynur varði ritgerð sína fyrir skömmu en meginmarkmið verkefnis Kristjáns er að miðla upplýsing- um og þekkingu til Íslendinga um reynslu af lífgasvinnslu erlendis frá. Er Búorka auðskiljanleg í allri framsetningu og aðgengileg öllum þeim sem áhuga hafa endurgjalds- laust á vefslóðinni skemman.is á veraldarvefnum. Í ritgerð sinni, sem í raun varð að afar aðgengilegri og opinni handbók, leitast höfundur við að svara spurn- ingunum: Hvaða tæknilegu möguleikarnir séu til þess sem hann kallar lífgas- vinnslu (biological-gas eða biogas - Hér á landi er þetta gas þó oftar nefnt hrágas eða hauggas /innsk. blm.), hvort slíkt sé arðbært út frá afmörk- uðum forsendum, hvort lífgasvinnsla sé ásættanleg út frá umhverfissjónar- miðum hér á landi og hvort líta megi á lífgasvinnslu sem raunverulegan valkost til orkuframleiðslu. Er rit- gerðin ætluð öllum þeim sem áhuga hafa á að hefja vinnslu á lífgasi. Hvetur bændur til að prófa sig áfram Kristján segist hvetja íslenska bændur til að prófa sig áfram við gasframleiðslu og auka þar með sjálf- bærni búa sinna í orkuframleiðslu og framleiðslu á köfnunarefnisríkum líf- rænum áburði. Auk þess bendir hann á að nýting á metangasinu getur verið verulega umhverfisvæn. Í sjálfu sér geti hver sem hefur aðstöðu eins og góð haughús, framleitt gas og það á stundum með litlum tilkostnaði , til hitunar og jafnvel til notkunar á ljósavélar. Vissulega þurfi þó að fara varlega því af gasinu geti stafað sprengihætta. Áhugamál sem vatt upp á sig Í samtali við Bændablaðið segist Kristján hafa farið að skoða lífgas- framleiðslu sem mögulegt ritgerðar- efni á fyrstu önninni í háskólanám- inu. „Svo vatt þetta bara upp á sig og á næstu önn var ég að vinna í þessu. Í fyrrahaust bauðst mér svo tæki- færi hjá verkfræðistofunni Verkís að vinna þar að þessu máli þar sem þeir höfðu líka haft áhuga á sama máli. Við ákváðum að skella okkur í sam- starf um að kanna þetta og hvernig við ættum að taka á þessu. Síðan hefur þetta þróast áfram og undan- farna mánuði hef ég unnið að því að sníða þetta saman með dyggri aðstoð þeirra hjá Verkís.“ Fannst vanta hvernig ætti að standa að gasvinnslu „Ástæðan fyrir því að ég setti þetta upp á þennan hátt er að þetta hefur aldrei verið skoðað í heild hér á landi. Það hafa verið gerðar litlar fýsi- leikakannanir. Þannig séð hefur verið gefið út forvitnilegt efni um þetta hér á landi líkt og MS ritgerð eftir Svanhildi Ósk Ketilsdóttur sem kom út í apríl fyrra og heitir „Gashæfni kúamykju og möguleikar metan- vinnslu í Eyjafirði“. Mér hefur þó fundist vanta mikið í umræðuna á Íslandi hvernig á að standa að vinnslu á gasi útfrá tæknilegum og hagræn- um forsendum. Hvaða möguleikar eru fyrir hendi, hvaða tækniútfærslur eru mögulegar og hvernig þetta er gert í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í því sem hefur áður verið skoðað, þá hafa menn svolítið verið að giska á kostnaðartölur hingað og þangað. Mig langaði því bara fyrst að taka saman kostnaðinn og hvað þetta er að kosta þá sem hafa verið að gera þetta á Norðurlöndunum og í Vestur- Evrópu. Reyna síðan að heimfæra það yfir á Ísland út frá þessari tækni- og kostnaðarsamantekt erlendis frá. Þannig reyndi ég að búa til lítið dæmi sem hver og einn gæti skoðað.“ Læsilegt fyrir hvern sem er „Verkefnið er þannig sett upp að það á að vera læsilegt fyrir hvern sem er. Samantektin í verkefninu er síðan þannig að þar eiga menn að geta fundið flest sem menn þyrstir að vita um framleiðslu á lífgasi. Hvað er um að ræða þegar rætt er um gas. Hvað þarf til svo hægt sé að nýta gas á bíla. Hver er munurinn á framleiðslu og söfnun á gasi. Svo vildi ég líka setja fram það sem mér þótti vanta í umræðuna, þ.e. hvað er hrágas, hvað gerist við hreinsun og síðan uppfærslu á gasi til að nota á bílvélar. Á þessu þrennu er mjög mikill munur og kostnaðurinn og tækjabúnaðurinn í kringum hvert stig framleiðslunnar getur verið gjörólíkur. Ég vildi t.d. með þessari samantekt minni upp- ræta þann misskilning að það sé hægt að nota lífrænt hrágas beint til að knýja með því bíla.“ Þríþætt framleiðsluferli „Hrágas er þannig að það er hægt að nota það til brennslu, t.d. til að hita vatn. Ef vatn og brennisteinn eru fjarlægð úr hrágasinu er hægt að fara að nota gasið á grófar ljósavélar. Þetta ferli kallast hreinsun. Ef það á síðan að nota gasið á bílvélar, þá þarf gasið að fara í gegnum ferli sem kallast uppfærsla. Það snýst um að fjarlægja koldíoxíð úr gasinu, minni efnasambönd og ryk. Til þess þarf flóknari tækjabúnað og tækniþekk- ingu til að viðhalda búnaðinum. Eftir slíka uppfærslu er hægt að þjappa gasinu og nota það á bílvélar. Þetta síðasta stig er ekki fyrir hvern sem er að framkvæma, einfaldlega út af kostnaði.“ Á færi flestra - Má þá setja þetta upp í einfalda töflu, þ.e. hrágas geta nánast allir bændur framleitt og notað beint til að hita upp hús sín, en hreinsun og síðan uppfærsla ekki gerleg nema sem samvinnuverkefni? „Já, að vísu er hægt að framkvæma hreinsunina á minni búunum líka. Hún er í sjálfu sér ekkert voðalega flókin. Það þarf að fella brennistein- inn úr gasinu og það má einfaldlega gera með því að hleypa súrefni inn í gasið. Við það fellur brennisteinninn úr gasinu. Þetta má líka gera með því að láta gasið streyma um ryðgað járn. Tækjabúnaðurinn til þessa þarf því ekki að vera flókinn. Til að ná vatninu úr gasinu, þarf einungis að láta gasið flæða um kaldara umhverfi eða undir auknum þrýstingi. Það sem lítil býli t.d. á Norðurlöndunum hafa verið að gera er að láta gasið flæða um leiðslu sem lögð er í halla í jörðu. Kuldi jarðar- innar veldur kólnun gassins og við það fellur rakinn úr. Við neðsta punkt á leiðslunni er svo söfnunartankur þar sem vatnið fellur út. Á þessu öllu tek ég í verkefninu og þetta er eitthvað sem miðlungs- stórir og stærri bændur geta hæglega gert án mikils tilkostnaðar. Þetta gas er síðan hægt að nýta á ljósavélar beint.“ Uppfærsla á gasi í meiri gæði „Þegar menn eru svo farnir að tala um uppfært gas, eða metan, þá er verið að tala um svolítið annað dæmi. Með uppfærslunni er verið að auka hlut- fall metans í gasinu frá 55-75% og upp yfir 95% . Þetta er gert með því að skilja koldíoxíðið frá, en hauggas samanstendur að um 25-45% af þeirri loftegund. Til að ná þessum árangri þarf oft flókinn og dýran búnað sem ekki er á færi meðalstórra einstakra búa. Ég gerði því fýsileikakönnun á slíku verkefni þar sem mörg bú ynnu saman að framleiðslunni, svokölluðu samlagsveri.“ Samlagsver í gasframleiðslu „Reynslan í Danmörku er sú að þar settu menn upp svokölluð samlags- ver. Þar er búfjárúrgangi og öðrum lífrænum úrgangi frá vissum kjarna margra býla ekið á tanka á vinnslu- stað. Þar er oft sameiginleg geymsla fyrir húsdýraúrgang allra bænda á Kristján Hlynur Ingólfsson hefur skrifað mastersritgerðina „Búorku" sem handbók um gasframleiðslu í sveitum: Framleiðsla á gasi í sveitum getur aukið sjálfbærni búa og gert þau vistvænni D   ( =   #! $% !  !   +(`!  % !   !%#& !  !  !%%!   +  % %!   á lífgasi. Hvetur hann bændur landsins til að prófa sig áfram við slíka framleiðslu. Mynd / HKr. Frumstæð gerð gasframleiðslubúnaðar í sveit. Úrgangur frá svínunum rennur beint niður í safnþró þar sem hann gerjast og myndar metangas. Við útrennslið er hratið tekið og nýtt sem fyrirtaks áburður. Mynd / Biogasplant. „Nú langar mig helst að ráðast í áfram- haldandi rannsóknir á kostnaði við að koma upp einfaldari gas- framleiðslu fyrir stök býli. Slík framleiðsla þarf alls ekki að vera flókið mál."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.