Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 20118 Fréttir Yfirbragð víðáttumikilla lerki- skóganna á Fljótsdalshéraði er ekki eins og það á að sér að vera. Kalt og sólarlítið sumarið hefur orðið þess valdandi að skógarnir eru meira og minna gulir yfirlitum. Sherry Curl, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum, segir að tíðarfarið leiki norðlægar trjátegundir illa sem eru aðlagaðar að því að laufgast snemma og hefja vöxt. „Í langvarandi kuldakasti, eins og í sumar, gerist það að skemmdir koma fram í þessum trjám – eins og við sjáum í ár.“ Álmur, eik og askur dafna vel Það vekur athygli að trjátegundir eins og álmur, eik og askur dafna ágætlega við þessar aðstæður. Sherry segir skýringuna aðallega liggja í því að þessar tegundir séu ekki eins fljót- ar af stað á vorin. Þær séu hins vegar viðkvæmar fyrir frosti á sumrin og að hausti og geti það þá leikið tegund- irnar illa.„Eftir kuldakastið snemma í sumar, varð aldrei almennilega hlýtt og lítið sást til sólar. Það varð til þess að trén uxu ekki að ráði. Veðrið skemmdi líka alaskaösp, víði (jafnvel íslenskan) og birki. En þar sem þessu tegundar voru ekki eins langt komnar og lerkið urðu skemmdir ekki eins miklar.“ Sherri segir að þetta sumar sé eitt það kald- asta á Héraði í um 50 ár. Skemmdir eru misjafnar eftir svæðum og segir Sherry að t.a.m. sé mun minna um skemmdir í Fellum og í Fljótsdalnum. Tré voru líka illa komin á Norðurlandi en þar var betra veðrið betra eftir kuldakastið. Hún segir ósennilegt að veðrátt an hafi afdrifaríkari áhrif en þau að árs- vöxturinn verður lítill í ár og líkur eru á því að lerkiskógurinn verði aftur fallega grænn á næsta ári. /smh Illa skemmdir lerkiskógar á Austurlandi Eitt kaldasta sumar á Héraði í 50 ár – hefur ekki haft áhrif á „suðlægari trjátegundir“ '  !   () !    *$ ! +$ !%%    ) ! +  !    #! /   &  #   &  $   6  % Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum: Guðrún Gauksdóttir frá Kaldaðarnesi kosin formaður Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands 2011 var haldinn í íþrótta- húsinu á Reykhólum sl. laugardag. Guðrún Gauksdóttir frá Kaldaðarnesi var kosin for- maður stjórnar, en hún hefur verið starfandi formaður síðan Jónas Helgason í Æðey lést í janúar sl. Mótframbjóðandi hennar var Jón Sveinsson frá Miðhúsum. Guðrún vann kosninguna með 56 atkvæðum gegn 7 en tveir skiluðu auðu. Aðeins þeir sem höfðu greitt árgjald 2011 fengu að taka þátt í kosningunum. Þá var Pétur Guðmundsson Ófeigsfirði endurkjörinn skoðunarmaður reikninga og Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi varabúnaðarþingsfulltrúi. Eiríkur Snæbjörnsson á Stað er Búnaðarþingsfulltrúi félagsins. Erla Friðriksdóttir frá Stykkishólmi, fyrrum varamaður, og Salvar Baldursson í Vigur komu ný inn í aðalstjórn. Í varastjórn eru Halla Sigríður Steinólfsdóttir Ytri -Fagradal og Sólveig Bessa Magnúsdóttir Innri- Hjarðardal. Stjórnarfundur verður haldinn á næstu dögum þar sem stjórn mun skipta með sér verkum. Á fundinum kom fram tillaga að lagabreytingu og var samþykkt að fjölga aðalmönnum í stjórn úr þremur í fimm auk tveggja varamanna eins og verið hefur. Stjórn félagsins lagði framnokkrar ályktanir. Þar á meðal voru eftirfarandi ályktanir um refaveiðar og útrýmingu á mink: Ályktun um refaveiðar Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 beinir því til stjórnar ÆÍ að þrýsta á stjórnvöld og sveitarfélög að leggja meiri fjármuni til refaveiða í því skyni að draga úr tjóni af völdum refs. Ennfremur að fyrirkomulag refaveiða verði endurskoðað og fjárveitingar til veiðanna tryggðar til frambúðar. Einnig að öll lífdýr í loðdýrabúum verði örmerkt. Ályktun um minkaveiðar Aðalfundur Æðaræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 ítrekar áskorun sína til umhverfisráð- herra að halda áfram því verkefni að útrýma mink á Íslandi. Skýring: Árangur tilraunaverk- efnis í minkaveiðum á Snæfellsnesi og í Eyjafirði gefur fullt tilefni til að álíta útrýmingu villilminks vel mögu- lega. Eins er mikilvægt að tryggja að búrminkur sleppi ekki úr búrum sínum. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu. Þá var einnig ályktað um grá- sleppuveiðar: Ályktun um grásleppuveiðar Aðalfundur Æðaræktarfélags Íslands haldinn á Reykhólum 27. ágúst 2011 skorar á landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra að heimila ekki, innan tiltekinnar línu, grá- sleppuveiðar á Faxaflóa fyrr en eftir 15. maí ár hvert. Greinargerð: Um er að ræða línu sem dregin er úr Tómasarflögu í Hvalfjarðarstrandarhreppi, utan við Þormóðssker, utan og vestur fyrir Hvalseyjar og í Skarfasker, Vestan við Akraós. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir æðarrækt á svæðinu. Horft er til þeirrar sáttar á milli grásleppuveiðimanna og æðarbænda og þess góða árangurs sem náðst hefur í Breiðafirði. Eftir fundinn efndu Æðarvé, félag æðarbænda í Austur- Barðastrandarsýslu og Dalasýslu, sem er deild innan Æðarræktarfélags Íslands, til vettvangsferðar fyrir fundarmenn. Var Báta- og hlunn- indasýningi á Reykhólum skoðuð og farið var í skoðunarferð um Þörungaverksmiðjuna og síðan á sveitabæ úti á Reykjanesi. Félagið hefur tekið í notkun nýtt merki sem er af tignarlegum blika. Áfram skal haldið að kynna lesendur fyrir búnaðarsambönd- unum í landinu. Búnaðarsamband Austurlands var stofnað 1904 og er elsta búnaðarsamband landsins. Það var stofnað sérstaklega til þess að sameina og efla búnaðarfélögin á Austurlandi sem voru þó nokkur. Guðfinna Harpa Árnadóttir er framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Austurlands. Um forsögu sam- bandsins segir hún að fulltrúar sex búnaðarfélaga á Fljótsdalshéraði hafi verið á stofnfundinum auk full- trúa Borgfirðinga og áheyrnarfull- trúa frá Breiðdælingum og að áður hafði nokkur undirbúningur átt sér stað að undirlagi prestanna séra Einars Þórðarsonar í Hofteigi, einnig alþingismanns, og séra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi. Fyrstu áratugirnir „Á stofnfundinum var ákveðið að allt Austurland yrði starfssvæði sam- bandsins; Múlasýslur báðar og Austur- Skaftafellssýsla. Í byrjun voru helstu verkefni sambandsins tengd jarð- rækt. Einnig voru fóðurtryggingar og fóðurforði veigamikið verkefni. Framan af starfstímanum fram til 1950 voru einnig stofnuð kynbóta- félög í hrossarækt, nautgriparækt og sauðfjárrækt auk þess sem vísir varð tímabundið að skýrsluhaldi í naut- griparækt að undirlagi sambandsins en flestar þessar tilraunir lognuðust út af. Nokkuð var um búfjársýningar. Sambandið vann auk þess að stofnun kynbótabúa í sauðfjárrækt, stóð fyrir gróðurtilraunum, ýmiskonar fræðslu- starfsemi og jafnvel fiskirækt. Það kom að stofnun Húsmæðraskólans á Hallormsstað (nú Hússtjórnarskólans) og á þar enn fulltrúa í skólanefnd. Árið 1950 gengu svo Austur-Skaftfellingar úr Búnaðarsambandi Austurlands og stofnuðu eigið búnaðarsamband,“ segir Guðfinna um fyrstu áratugina í starfseminni. „Á seinni hluta starfstímans hafa stór viðfangsefni verið áfram á sviði jarðræktar og búfjárræktar með ráðgjöf, tilraunastarfsemi, náms- skeiðahaldi, búfjársýningum, aðstoð við starfsemi búfjárræktarfélaga og ræktunarfélaga (ræktunarsambands) svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Guðfinna. Hún réði sig til starfa hjá Búnaðarsambandi Austurlands sem sumarstarfsmaður árið 2005 og starf- aði svo á sumrin til ársins 2008 að hún er ráðin þar til starfa sem héraðs- ráðunautur. „Ég útskrifaðist frá LbHÍ á Hvanneyri vorið 2007 með B.Sc. í búvísindum og skrifaði mitt loka- verkefni undir yfirskriftinni Afdrif og frammistöðu fjárskiptafjár á Austurlandi. Veturinn eftir stundaði ég svo nám á mastersstigi við sama skóla en hef ekki lokið mastersprófi. Fram að því hafði ég lifað og starfað á Austurlandi en ég er uppalin á Straumi í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði þar sem fyrst og fremst er stundaður sauðfjárbúskapur en einnig lítilsháttar nautakjötsframleiðsla. Ég og maður- inn minn Helgi Haukur höfum verið að smá færa okkur inn í búskapinn þar. Frá því í vor hef ég einnig gengt starfi framkvæmdastjóra. Helstu verkefnin sem ég hef sinnt hér hafa verið innan rekstrarráðgjafar og sauðfjárræktar og nú síðasliðið ár á sviði starfsmanna- halds, nýsköpunar í tekjuöflun og fleiri stjórnunartengdra þáttum. Núverandi starfsemi „Helstu þættir í núverandi starfsemi eru tengdir almennri og sérhæfðri ráðgjöf varðandi búrekstur, jarðrækt, fóðuröflun og búfjárrækt,“ segir Guðfinna. „Áætlanagerð, bæði í stóru og smáu sniði auk ýmissa úttekta, mælinga og aðstoðar við bændur við ýmsar umsóknir og jafnvel samninga- gerð. Einnig höfum við reynt að efla námskeiðahald hjá okkur og stutta fræðslufundi, fyrst með svokallaðri „Föstudagsfræðslu“ sem var stuttir súpufundir þar sem tekið var fyrir eitt málefni í hvert sinn veturinn 2009 og svo síðasta vetur byrjuðum við með „Sauðfjárræktarskólann“. Það er námsskeiðaröð fyrir starfandi sauð- fjárbændur þar sem tekin eru fyrir 12 mismunandi viðfangsefni; allt frá fóðrun yfir í Fjárvís. Þeirri náms- skeiðaröð lýkur nú í næsta mánuði með námskeiði um áherslur við líf- lambaval og hafa fjórir hópar vítt og breitt á svæðinu tekið þátt og hefur þetta verið mjög skemmtilegt og gef- andi, ekki síst fyrir okkur ráðunautana. Við vorum svo heppin að Fagráð í sauðfjárrækt veitti okkur styrk til þessa verkefnis. Aðalfundur 2011 tileinkaði svo þetta ár jarðræktinni en vegna aðstæðna í starfsmannahaldi þá höfum við ákveðið að teygja það átak á tvö ár og stefnum að námskeiðahaldi, kynn- ingu á áætlanagerð, ekki síst í Jörð. is og pH-mælingum en sambandið fjárfesti nýlega í pH-mæli sem jafnvel má nota úti á akri hjá bændum. Starfsmennirnir eru núna 6 tals- ins, þar af eru tveir sem deila með sér einni stöðu frjótæknis. Á skrif- stofunni erum við svo fjögur, ég í 50% starfi sem framkvæmdastjóri og 50% starfi sem ráðunautur með áherslu á sauðfjárrækt og búrekstur, Anna Lóa Sveinsdóttir í 60% starfi, sér um jarðræktina og hrossaræktina, Guðný Harðardóttir í 40% starfi, sér um nautgriparæktina og er mér innan handar með ýmis bókhaldsverkefni og fréttabréfið okkar. Síðast en ekki síst er Þórarinn Lárusson í 50% starfi en hann er hryggjarstykkið í svo mörgum verkefnum okkar, s.s. varðandi fóðrun, jarðrækt, lambamælingar og fleira og óþrjótandi viskubrunnur sem við ungu konurnar getum leitað til þegar okkur rekur í vörðurnar. Guðfinna segir að eins og aðrir hafi þau þurft „að herða sultarólina“ enn frekar í kreppunni. „Það hefur vonandi ekki komið of mikið niður á okkar viðskiptavinum. Starfsmennirnir eru ungir eða ungir í anda og hafa sýnt töluverða aðlögunarhæfni að þessum nýja ramma sem okkur er sniðinn og vonum við að það haldi þannig áfram þrátt fyrir að ekki sé of bjart útlit í nánustu framtíð. Við reiknum með að halda áfram að sýna aðgætni í fjár- málunum, enda höfum við enga digra sjóði í bankanum „til mögru áranna“. Ég vona þó að við getum haldið svolítið áfram með þær nýju áherslur okkar sem ég nefndi hér fyrr. Þannig vonast ég til að starfsemin haldi áfram að vaxa og dafna á næstu misserum.“ /smh Kynning á búnaðarsamböndum Búnaðarsamband Austurlands er elsta sambandið 8  ( 9    

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.