Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 201112 Fréttir „Við erum bara ánægð með aðsóknina og reksturinn gengur vel,“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit. Á liðnu ári sóttu um 75 þúsund manns Jarðböðin heim og gerir Stefán ráð fyrir svip- uðum fjölda gesta í ár, eða á bilinu 75 til 80 þúsund manns. Um 70% gestanna eru erlendir ferðamenn sem iðulega ljúka miklu lofsorði á böðin. Stefán segir að veður hafi ekki verið beint spennandi í sumar, einkum fyrri hluta þess og þá sáust varla Íslendingar í Mývatnssveit, „enda var mjög kalt framan af og í júní snjóaði af og til svo það er nú ekki skrýtið,“ segir hann. Ferðamannatíminn að lengjast fram á haustið Langflestir eru eðlilega á ferð yfir sumarmánuðina, umferðin er mest þá og um 80% allra gesta í Jarðböðunum sækja þau heim á tímabilinu frá júní til ágúst, en Stefán segir að nú í seinni tíð hafi ferðamannatíminn í Mývatnssveit lengst nokkuð fram á haustið. „September hefur verið mjög góður undanfarin ár og jafn- vel er töluvert af fólki á ferðinni fram í október. Við búum svo vel að um Mývatnssveit liggja leiðir upp á hálendið og það er opið fram eftir hausti, en aftur á móti lokað á vorin svo umferðin er minni á þeim árs- tíma,“ segir hann. Stefán segir það ánægjulegt að ferðamannatíminn hafi lengst, enda sé það nauðsynlegt fyrir þá aðila í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem lagt hafi fjármuni í uppbygg- ingu. Hann sér möguleika á að auka ferðamannastraum að vorlagi og þá t.d. í tengslum við fuglaskoðunar- ferðir, en ævinlega komi slæðingur af áhugafólki um fugla í Mývatnssveit að vorlagi, „þó vissulega mætti vera meira um það, því fuglalífið hér er einstakt,“ segir hann. /MÞÞ Jarðböðin í Mývatnssveit njóta vinsælda: Gert ráð fyrir allt að 80 þúsund gestum í ár Jarðböðin í Mývatnssveit njóta mikilla vinsælda ferðalanga en áætlað er að á bilinu 75 til 80 þúsund gestir muni sækja böðin heim á þessu ári, sem er álíka mikill fjöldi og í fyrra. Mynd / MÞÞ Byrjað var að vinna eftir nýrri reglugerð um kattahald á Akureyri í byrjun sumars, en samkvæmt henni ber eigendum katta að skrá ketti sína. Eigendum katta er gert að skrá húsdýr sín fyrir 1. desember næstkomandi en enn sem komið er hafa einungis 75 kettir verið skráðir formlega í bæjarfélaginu. Samkvæmt upplýsingum sem yfirvöld hafa aflað sér, m.a. hjá dýralæknum í bænum, má gera ráð fyrir að allt að 5 þúsund kettir eigi heimili á Akureyri. 570 hundar á skrá Ný reglugerð um hundahald tók einnig gildi fyrr á þessu ári og eru um 570 hundar skráðir á Akureyri um þessar mundir. Samkvæmt nýju reglugerðunum er nú leyfilegt að halda að hámarki þrjá hunda á hverju heimili. Hundum hefur fjölgað mikið á Akureyri á liðnum árum, eru sem fyrr segir tæplega 600 talsins á skrá, en voru innan við 200 lengi vel eða allt fram undir síðustu aldamót þegar þeim fór að fjölga ört. Aðeins þrír kettir á heimili Það sama verður uppi á teningnum varðandi ketti frá og með 1. desemb- er næstkomandi, en eftir þann dag verður einungis heimilt að nýskrá þrjá ketti á hvert heimili. Eigi menn fleiri ketti en þrjá og skrái þá fyrir tilskilinn tíma fá þeir að halda þeim öllum. Eigendum katta ber eftirleiðis að skrá þá, örmerkja og tryggja. Þá munu kattaeigendur framvegis þurfa að borga skráningargjald að upphæð 10 þúsund krónur, auk 6 þúsund króna í leyfisgjald fyrir hvern kött. /MÞÞ Talið að um 5 þúsund kettir séu á Akureyri – Einungis er búið að skrá formlega 75 ketti Umhverfisnefnd Biskupstungna veitti viðurkenningu fyrir falleg- asta garðinn í þéttbýli í tengslum við afmælishátíð Aratungu 13. ágúst. Markmiðið er að veita þeim viðurkenningu sem eru duglegir að snyrta til í sínu nánasta umhverfi. Alls bárust nefndinni tilnefningar um 8 garða. Voru þeir skoðaðir og eftirfarandi viðmið notuð til þess að ákvarða hvaða garðar hlytu viðurkenningu. Sjónræn áhrif voru metin, sem og hönnun garðs, við- hald garðs og varanleiki en með því er átt við hvort að gróðurframvinda verði með þeim hætti að yngri gróður taki við af þeim eldri og hvort að gróðurinn eigi við allar árstíðir. Þrír garðar fengu viðurkenningu. 3. sæti hlaut Hrísholt 2 að Laugarvatni, eigendur eru Halldór Benjamínsson og Sigríður Mikaelsdóttir. 2. sætið hlaut Kirkjuholt í Laugarási, eig- endur eru Benedikt Skúlason og Kristín Sigurðardóttir og 1. sæti hlaut Bjarkarbraut 11 í Reykholti, eigendur eru Bergþór G. Úlfarsson og Inga Þyri Kjartansdóttir. /MHH <!  #    %    %  %#+! !  + (% $ =    > %#+! ! ?C! !      D  $     C!  8  = G D    (  C! %$   $  I !   (! $ N     > %#+! ! ?<!  &+   > %#+! ! ? Mynd / MHH Fallegustu garðar Bláskógabyggðar 2011 Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra voru afhent í Árhúsum á Hellu í lok júlí. Verðlaunað var fyrir fjóra flokka og snyrtilegasta lögbýlið er Skeiðvellir í Holtum. Þar búa Sigurður Sæmundsson og Lisbeth Sæmundsson. Fegursti garður í dreifbýli er á Hávörðukoti, lóð Sigurðar G. Blöndal og Irmu Blöndal. Fegursti garður í þéttbýli er við Laufskála 6 á Hellu, sem er í eigu Áslaugar Jónasdóttur. Loks fengu gistiheim- ilið Brenna og Hekla handverkshús, Þrúðvangi 35-37 á Hellu, verðlaun fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis eða stofnunar innan sveitarfélags- ins. Þau Ragnheiður Jónasdóttir og Erlingur Gíslason tóku á móti þeim verðlaunum. Það var Samgöngu, hálendis- og umhverfisnefnd Rangárþings ytra sem stóð fyrir verðlaunaafhending- unni en formaður nefndarinnar er Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri á Hellu. /MHH Umhverfisverðlaun Rangárþings ytra 2011: Skeiðvellir í Holtum eru snyrtilegasta lögbýlið <!  #    %  !   !% +!  O %8   G +   + Q      Mynd / MHH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.