Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 28
29Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011
Krókhálsi 16 - Sími: 568-1500
Lónsbakka - Sími 461-1070
www.thor.is
HAUGSUGUR
3.400 lítra - 15.900 lítra
TAÐDREIFARAR
5.900 m3 - 7.260 m3
VARAHLUTIR
Eigum á lager og getum
útvegað varahluti í
flestar gerðir haugsuga
og taðdreifara.
www.sindri .is
/ sími 5 75 0000
FESTINGAR ERU OKKAR FAG
39.863 m/vsk
Fullt verð 61.367
4.628 STK BOLTAR, RÆR OG SKINNUR
Sverleiki 3 - 12mm
2.450 stk boltar 8.8
1.350 stk rær
850 stk skinnur
Nýr og glæsilegur minkaskáli
hjá loðdýrabúinu Mön
– Búið stækkað úr 3.800 læðum í 5.000
Hjónin Katrín Sigurðardóttir
og Stefán Guðmundsson eiga og
reka loðdýrabúið Mön í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi, en það er stærsta
bú landsins. Þau voru að taka í notk-
un nýjan og glæsilegan minkaskála
og fjölga þar með læðunum hjá sér
úr 3.800 í 5000.
Staða íslenskrar loðdýraræktar
hefur aldrei verið eins góð og nú,
enda eru hinir 22 starfandi loðdýra-
bændur í landinu að fá metverð fyrir
skinnin sín á uppboðsmörkuðum,
eða á milli 8 og 9 þúsund krónur. Á
þessu ári er reiknað með að greinin
verði búin að skila 1,1 milljarði í
gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið.
Samhliða búrekstrinum reka
Katrín og Stefán einnig skinna-
verkun í samstarfi við aðra bændur
á Suðurlandi. Í tilefni af stækkuninni
var efnt til opnunarhátíðar föstudag-
inn 19. ágúst þar sem starfsfólki, loð-
dýrabændum og öðrum gestum gafst
kostur á að skoða nýja húsið.
/MHH
Katrín og Stefán ásamt tveimur sonum sínum í nýja minkaskálanum, eða þeim Viðari, guðfræðinema (t.v.) og Guð-
mundi, nemanda í FSu. Þriðja soninn vantar á myndina, Birgi, sem var staddur í Eistlandi þegar myndin var tekin.
Hann er að hefja nám við Menntaskólann að Laugarvatni í haust. Myndir / MHH
Minkaskálarnir í Mön, sá gamli til hægri og sá nýi til vinstri.
Stóruppbygging í Skeiða- og Gnúpverjahreppi:
Smiðirnir sem sáu um að reisa nýja minkaskálann í Mön, talið frá vinstri:
Smári Vignisson, Þórarinn Ágúst Pálsson, Einar Logi Sigurgeirsson, Jón
N
= 9
%
D
%
Haukur Hilmarsson og Úlfar Guðbrandsson.
Björn Halldórsson, formaður félags
loðdýrabænda, var við vígslu nýja
minkaskálans í Mön. Hann lauk lofsorði
á aðstöðuna í ræðu sinni, hrósaði Ste-
fáni og Katrínu sérstaklega fyrir fram-
takið og drifkraftinn sem einkennir þau
í loðdýraræktinni og fyrir virkni þeirra
í félagsmálum greinarinnar.
Sigurður Jónsson, loðdýrabóndi í Hrunamannahreppnum, lét sig ekki vanta
í vígsluna en hér er hann með Stefáni.
Útboð nr. 15102 – Skógarplöntur fyrir Norðurlandsskóga
Ríkiskaup, fyrir hönd Norðurlandskóga, óska eftir tilboðum
í 436.000 skógarplöntur. Eins árs plöntur skulu vera til
afhendingar vorið 2013 og tveggja ára plöntur vorið 2014.
Heimilt er að bjóða í einstaka hluta ( tegundir) útboðsins.
Ekki er heimilt að bjóða í hluta tegundar í sömu bakkagerð.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum, sem verða
aðgengileg á vef Ríkiskaupa, (www.rikiskaup.is), eigi síðar
en miðvikudaginn 31. ágúst n.k. Skila skal tilboðum til
Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík þar sem þau
verða opnuð þann 11. október 2011, kl. 11.00 að við-
stöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
ÚTBOÐ
Til leigu
Til leigu er stórgripasláturhús í
Borgarnesi ásamt öllum búnaði.
Einnig kemur til greina að
selja allan búnað úr húsinu.
Uppl. í síma 893-2264.