Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 201110
Fréttir
Dagana 28. og 29. ágúst var haldinn
jarðræktarfundur á tilraunabúinu
að Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar
komu saman jarðræktarráðu-
nautar Bændasamtakanna og bún-
aðarsambandanna ásamt tilrauna-
mönnum Landbúnaðarháskólans
til að ræða málefni jarðræktar-
innar.
Fyrri daginn voru skoðaðar yrkja-
tilraunir í korni, grasi og smára ásamt
því að fræðast um sögu staðarins.
Seinni daginn voru hin ýmsu mál-
efni jarðræktarinnar reifuð. Þar má
nefna svellkal, ræktunarkostnað,
áburðarleiðbeiningar og skýrsluhald í
jarðrækt í Jörð.is. Þá voru ráðunautar
búnir að meta horfur til heyfengs og
kornþroska, hver á sínu svæði, sem
þeir síðan miðluðu áfram.
Af þessu tilefni kom fagráð í jarð-
rækt saman. Í því sitja bæði bændur
og ráðunautar. Þeir bændur sem sitja
í fagráði, þau Guðrún Lárusdóttir,
Keldudal í Skagafirði og Magnús
Þór Eggertsson, Ásgarði í Borgarfirði
nýttu tækifærið og tóku þátt í dagskrá
jarðræktarfundarins, fyrri daginn.
/BPB
Málefni jarðræktarinnar reifuð á Möðruvöllum
Jarðræktarráðunautar BÍ og tilraunamenn LbhÍ komu saman á Mörðuvöllum í Hörgárdal og ræða málefni greinarinnar. Hér má sjá hópinn skoða ástandið
á kornakri. Myndir / Ingvar Björnsson.
Skráning á uppskeru í Jörð.is
Bændur eru hvattir til að skrá heyfeng sumarsins í Jörð.is. Þá fæst gott yfirlit yfir stöðu heyfengs á
viðkomandi búi sem og fyrir landið allt ef þátttakan verður góð. Þá uppfyllir uppskeruskráningin
kröfur gæðastýringar í sauðfjárrækt og nýtist við skil á forðagæsluskýrslu í haust.
BÍ sendu yfirlýsingu
vegna blaðaskrifa
Bændasamtök Íslands sendu í síð-
ustu viku frá sér yfirlýsingu vegna
greinaskrifa Þórólfs Matthíassonar
forseta hagfræðideildar Háskóla
Íslands í fjölmiðlum og ummæla
hans í fréttatíma Ríkisútvarpsins
á fimmtudag og föstudag um fund
Landssamtaka sauðfjárbænda við
rektor Háskóla Íslands.
Í viðtalinu í RÚV taldi Þórólfur
eðlilegt að bændur svöruðu greinar-
skrifum hans málefnalega í stað þess
að ganga á fund háskólarektors og
krefjast uppsagnar hans eins og
hann gaf í skyn í viðtalinu. Haraldur
Benediktsson formaður BÍ segir alls
ekki rétt að greinum hans hafi ekki
verið svarað málefnalega.
„Það liggur fyrir að honum hefur
verið svarað í mörgum blaðagreinum,
bæði í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu
og ekki síst Bændablaðinu. Þá hefur
málflutningi hans einnig verið svarað
í viðtölum á ljósvakamiðlunum. Þetta
er því hreinn og klár útúrsnúningur
að hans hálfu.“
Sindri Sigurgeirsson formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda segir
alls ekki rétt að bændur hafi óskað
eftir fundi með Kristínu Ingólfsdóttur
rektor HÍ eins og skilja mætti af
orðum Þórólfs. Heldur hafi rektor
óskað eftir fundi.
„Það er því alfarið rangt að við
höfum krafist uppsagnar hans eða að
honum yrði veitt áminning eins og
fram kemur í orðum hans.“.“
Yfirlýsingin BÍ er eftirfarandi:
"Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins
í dag, fimmtudaginn 25. ágúst, var
flutt frétt byggð á greinarskrifum
Þórólfs Matthíassonar, deildarforseta
hagfræðideildar Háskóla Íslands,
sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Auk þess tók fréttamaður Rúv viðtal
við deildarforsetann. Í viðtalinu var
m.a. rætt um fyrirkomulag opinbers
stuðnings við íslenska sauðfjárrækt.
Enn fremur var fjallað um það í frétt-
inni að sauðfjárbændur hefðu gengið
á fund háskólarektors til þess að
ræða um framgöngu deildarforseta
hagfræðideildar undanfarnar vikur
í neikvæðri umfjöllun hans um
framleiðslu og verðlagningu sauð-
fjárafurða.
Rétt er að taka fram að
Bændasamtök Íslands hafa ekki
fundað með háskólarektor um
þetta mál. Það hafa Landssamtök
sauðfjárbænda aftur á móti gert og
samkvæmt upplýsingum þeirra var
aldrei krafist áminningar eða upp-
sagnar Þórólfs Matthíassonar eins
og skilja mátti af orðum hans. Það
er annað hvort hugarburður Þórólfs
eða þá að hann hefur fengið rangar
upplýsingar frá yfirmönnum sínum.
Vakin er athygli á að deildarfor-
seta hagfræðideildar hefur margoft
verið svarað af bændum bæði í
greinum og viðtölum við fjölmiðla.
Málflutningur hans hefur verið
fullur af rangfærslum, grófum mis-
túlkunum og leiðréttingar hafa ekki
verið teknar til greina af hans hálfu.
Í Fréttablaðinu í dag telur hann
sér sæma að atyrða sauðfjárbændur
með þeim hætti að þeir þiggi millj-
arða króna í opinber framlög án
nokkurra skilyrða. Miðað við allar
þær athugasemdir sem settar hafa
verið fram í svargreinum vegna
ranghermis deildarforsetans, sem
væntanlega fer með faglegt fyrir-
svar hagfræðideildar, má vera ljóst
að ekki þýðir að halda uppi málefna-
legum samræðum á þeim nótum sem
hann notar í umfjöllun um sauð-
fjárbúskap.
Því er orðum Þórólfs enn og aftur
mótmælt og vísað í fyrri rökstuðning
bænda sem komið hefur fram í fjöl-
miðlum.
Enn fremur óska Bændasamtök
Íslands eftir að koma því á framfæri
við deildarforsetann, af fenginni
reynslu, að umræða um veigamikil
hagsmunamál heillar atvinnugreinar
þurfi að fara fram á ábyrgum for-
sendum."