Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 30
31Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 201       Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér.              ALLT FYRIR FJÓRHÓLIÐ TÖSKUR · SPIL · LJÓSKASTARAR · GALLAR · HJÁLMAR · OFL. * Verð á hjólum gilda út október eða á meðan birgðir endast. N1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9, REYKJAVÍK. SÍMI 440 1220 N1 VERSLUN TRYGGVABRAUT 18-20, AKUREYRI. SÍMI 461 5522 Egilsstöðum, Reyðarfirði, Höfn, Selfossi, Akranesi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Ísafirði og Ólafsvík. HISUN FJÓRHJÓL Götuskráð fjórhjól, tveggja manna með sætisbaki og spili. 700 cc 1.099.000 KR. 800 cc 1.299.000 KR. HJÓL FRÁ KAWASAKI OG HISUN Á GÓÐU VERÐI* 100.00 0 kr. AFS LÁTT UR Töluvert er síðan uppskerutími grænmetis hófst og eru bændur á Suðurlandi nokkuð ánægðir með útkomuna en þó sammála um að árið nú verði lakara en í fyrra. Bændablaðið ræddi einnig við Olgu Guðmundsdóttur í garð- yrkjustöðinni Silfurtúni, þar sem aðaluppskeran er í jarðarberjum og fer það mikið eftir birtuskil- yrðum hvernig heildarútkoman verður. Þokkalega góð uppskera „Þetta lítur ágætlega út en er aðeins seinna en stundum áður. Það gerði kulda í júní sem tafði aðeins upp- skeruna en síðustu vikur hafa verið mjög góðar og það hefur sprottið vel. Sumir garðar eru komnir en aðrir ekki, þetta er mislangt komið eins og gengur. Það er gott ef grös geta staðið ófrosin í tvær vikur enn. Allar helstu, Gullauga, rauðar, Helga og Premiere og fleiri tegundir til vinnslu verða seldar forsoðnar. Ég er bjartsýnn, þó að þetta verði aldrei metuppskera, en hún getur orðið þokkalega góð fyrir því,“ segir kartöflubóndinn Kristján Gestsson í Forsæti IV í Flóahreppi, sem reiknar með að taka upp nærri 400 tonn af jarðeplum þetta haustið. „Ekki eins gott og í fyrra“ Ásdís Bjarnadóttir bóndi í Auðsholti 3 við Flúðir segir að uppskerutíminn sé hafinn fyrir nokkru, en bændurnir þar eru með þeim stærstu í gulrótar- ræktun hérlendis og selja árlega í kringum 130 tonn. „Við erum komin af stað með gulræturnar í sölu í verslunum en búin að selja þær frá því í lok júlí á bændamarkaðnum á Flúðum. Þetta lítur þokkalega út og virðist stefna í meðalár, en er ekki eins gott og í fyrra. Júní var kaldur og það var mikið rok hér sem setti strik í reikn- inginn en á móti er ágúst búinn að vera yndislegur, síðan spyr maður bara að leikslokum. Við erum um mánuð að taka upp en við byrjum ekki að setja inn í kæligeymslur fyrr en um miðjan september og náum að selja fram í apríl,“ útskýrir Ásdís, sem hræðist ekki næturfrost því gulrætur þola það mun betur en til dæmis kartöflur. Fer eftir birtuskilyrðum Í garðyrkjustöðinni Silfurtúni náðum við í einn eigandann, Olgu Guðmundsdóttur, en þar er áherslan lögð á jarðarberjaræktun þó að einnig séu þar ræktaðir tómatar, gúrkur, rauðkál og örlítið af rauðrófum. „Það hefur verið örlítil jarðarberjaupp- skera hjá okkur en nú er haustupp- skeran að byrja fyrir alvöru og ég vona að hún verði út október. Við erum með berin í stórum plasthúsum og það fer ótrúlega mikið eftir birt- unni úti hvernig útkoman verður. Því meiri birta, því betri uppskera, en um leið og það koma rigningartímabil og skýjafar er uppskeran lakari. Þetta lítur þokkalega vel út. Við höfum verið að ná að selja berin í verslanir fram í fyrstu vikuna í nóvember en gæðin eru þá ekki jafnmikil og fyrr, enda myrkrið orðið mikið á þessum tíma.“ /ehg Ágætt hljóð í grænmetisbændum þó reiknað sé með heldur lakari uppskeru en í fyrra Eiríkur Ágústsson garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum hugar að jarðaberjauppskerunni. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.