Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 20112 Fréttir Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa gert samanburð á nýjustu verðskrám kjötafurðastöðvanna. Verðsamanburðurinn miðast við kjötmat og sláturmagn á landinu öllu árið 2010 eins og fyrri ár og tekur tillit til verðskráa afurða- stöðva í vikum 35-45. Norðlenska hefur gefið út þrjár verðskrár það sem af er hausti, SS og Fjallalamb tvær en aðrar afurð- stöðvar eina. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH greiða hæsta meðalverðið. Samkvæmt samantektinni er hækkun á raunverði lambakjöts til bænda rétt um 65 kr/kg og verður um 486 kr/kg. Það er rúmlega 15% hækkun frá því verði sem sláturhúsin greiddu í fyrra en til að ná viðmiðun- arverði LS, sem er 583 kr/kg, vantar enn 97 kr/kg upp á. Ærkjöt hækkar um rúmar 130 kr/ kg, sem er ríflega tvöföldun og verður með því 248 kr/ kg. Þrátt fyrir það vantar tæpar 60 kr/kg upp á að viðmiðunarverði LS sé náð, en það er 306 kr/kg. Sauðfjárbændur ósáttir við afurðaverð. Sindri Sigurgeirsson formaður LS segir sauðfjárbændur ósátta við afurðaverðið. Þegar hækkanirnar séu teknar saman hækki meðalverð fyrir allt kjöt í 476 kr/kg, eða um 83 kr/kg, en samkvæmt viðmiðunarverði LS hefði sú tala átt að verða 573 kr/kg. „Það er líka rétt að halda því til haga að sláturhúsin hafa ekki greitt viðmiðunarverð undanfarin ár og því orðinn uppsafnaður mismunur. Mér finnst þó eðlilegt að geta þess að endanleg verð eru ekki komin ennþá og síðustu verðbreytingar urðu 30. ágúst þegar KS og SKVH hækkuðu sína verðskrá, sem er mjög jákvætt. Staðan kann því að vænkast eitt- hvað.“ segir Sindri. Sindri segir jafnframt að þau gögn sem LS lagði fram þegar við- miðunarverðið var gefið út hafi ekki verið hrakin. „Frá 2007 hefur útflutningsverð hækkað um helming þegar búið er að taka frá áhrif gengisbreytinga, auk þess sem aðföng hafa stórhækkað. Afurðaverðshækkanir duga hvergi nærri fyrir þeim kostnaðarauka. Án tillits til þessa eiga bændur einfald- lega skilda stærri sneið af kökunni, einkanlega í stórauknum tekjum af útflutningi. Enn fremur er hlutur bónda vel innan við helmingur af smásöluverði lambakjöts hérlendis sem getur varla talist sanngjarnt miðað við vinnuframlagið að baki. Meðalverð til bænda í stærstu löndum Evrópu fyrir lambakjöt er komið upp í 5 evrur á kíló það sem af er ári. Það gerir ríflega 800 krónur. Verðið er nær 900 kr/kg í Noregi, en bændaverðið í Ástralíu og Nýja Sjálandi kemst næst verðinu hér- lendis en það er nú um 460 kr/kg.“ Hærra verð á gærum gæti greitt alla hækkunina Að auki bendir Sindri á að hliðaraf- urðir hafi hækkað verulega, sérstak- lega gærur. „Gæruverð á heimsmark- aði hefur hækkað um tæp 70 prósent síðustu 12 mánuði. Sé aðeins miðað við meðalverð á útfluttum gærum héðan frá Íslandi fyrstu sex mánuði ársins 2011 hefur verðið þrefaldast frá 2010. Hækkun gæruverðs gæti því greitt fyrir alla ofangreinda kjötverðs- hækkun til bænda og vel það. Þó verður einnig að hafa það í huga að útflutt magn fyrstu 6 mánuði ársins 2011 var ekki mikið eða ríflega 150 tonn og verð á heimsmarkaði gætu breyst.“ Einnig segir Sindri að nýjar fréttir að góðri afkomu afurðastöðva í eigu bænda veki upp spurningar um að hvort ekki sé eðlilegt að bændur njóti þess. „Það má nefna að Sláturfélag Suðurlands gaf fyrir nokkrum dögum út tilkynningu um góðan hagnað fyrstu 6 mánuði ársins 2011. Fyrirtækið hagnaðist um rúmar 900 milljónir króna og því ber að sjálf- sögðu að fagna. Sé þessi upphæð sett í samhengi við gildandi verðskrá fyrirtækisins þá mun sú fjárhæð duga fyrir öllum greiðslum til sauðfjárbænda á hausti komanda og vel það, sé miðað við sama innlegg og 2010. Það verður þó að geta þess að stærstur hluti hagnaðarins er tilkominn vegna niðurfellingu skulda.“ /fr. Ný kjötvinnsla tekin til starfa á Egilsstöðum Upplag Bændablaðsins eykst stöð- ugt vegna mikillar eftirspurnar um allt land og er nú komið í um 24.000 eintök. Þegar um sérstaka viðburði hefur verið að ræða hefur upplagið þó verið enn meira. Stöðugt er hringt á skrifstofu blaðsins frá dreifingarstöðum vegna þess ánægjulega vandamáls að upp- lagið er rifið út og hverfur snarlega úr hillum strax eftir útkomu þess. Hefur verið reynt að mæta þeim óskum eins og kostur er með því að auka upplagið jafnt og þétt. Þá má geta þess að blaðið er sent á öll lög- býli landsins og mikill fjöldi fólks, sem ekki hefur tök á að sækja sér eintak á einhvern af á fjórða hundrað dreifingarstaða um land allt, fær blaðið sent í áskrift. Þess utan fer blaðið líka inn á fjölda stofnana á landsbyggðinni og á höfuðborgar- svæðinu. Blaðið hefur mikla sérstöðu á markaðnum með umfjöllun um íslenskan landbúnað og lífið í sveitum landsins. Nýtur það aðgengis að fjölþættri sérfræðiþekk- ingu sem byggst hefur upp innan Bændasamtaka Íslands um áratuga skeið. Reynslan sýnir að Bændablaðið hefur langan líftíma á borðum fólks þar sem því er flett aftur og aftur. Að því leyti líkja menn Bændablaðinu helst við tímarit. Líklega hefur eng- inn prentmiðill fyrir utan símaskrána viðlíka snertiflöt við íbúa á landinu öllu, enda hafa auglýsendur, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki og félög, verið að nýta sér þennan miðil í vaxandi mæli. Upplagið eykst jafnt og þétt Endurskoðun á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði Bretar eru stærstu kaupendur á útfluttu íslensku kindakjöti Verðmæti kindakjötsútflutnings 2010 nam 2.263 milljónum króna. Meðalverð FOB var 538 kr/kg., þar af var meðalverð fyrir kjöt 616 krónur á kíló og 173 krónur fyrir innmat og svið. Hlutfallslega var mest flutt út af kindakjöti til Bretlands eða 24,6%. Þá kom Noregur með 22,7% og athygli vekur hvað Spánverjar eru stórir kaupendur á íslensku kinda- kjöti með 16% hlutdeild í útflutn- ingnum. Frændur vorir Færeyingar voru í fjórða sæti yfir kaupendur á íslensku kindakjöti á síðasta ári með 10% hlutdeild. Þá kom Holland með 8%, Bandaríkin með 5,9% og nýr markaður í Rússlandi tók til sín 4,2% útflutningsins. Þar á eftir kom Svíþjóð með 2,9%, Japan með 1,3% og til 15 annarra landa fóru 3,2% útflutningsins. Á fundi Landssamtaka sauðfjár- bænda í Þingborg í fyrri viku kom fram að menn væntu mikils af þeim möguleikum sem fyrir hendi væru varðandi aukna sölu til Rússlands í framtíðinni. Þar kom einnig fram að útlendingar eru síður en svo ein- göngu að sækjast eftir bestu lamba- kjötsbitunum. - Sjá nánari umfjöllun um haustfundi LS á bls. 17. Samanburður LS á verðskrám kjötafurðastöðva: Hækkun á raunverði lambakjöts til bænda rétt um 65 krónur á kíló -Sauðfjárbændur eru ósáttir við afurðaverðið sem er enn langt undir viðmiðunarverði Í samræmi við ályktun Búnaðar- þings 2011 um leiðbeiningaþjón- ustu, hefur stjórn BÍ ákveðið að ráðast í endurskoðun á ráðgjafar- þjónustu í landbúnaði með tilliti til breytts fjárhagsumhverfis, eins og segir í ályktuninni. Endurskoðuninni er jafnframt ætlað að tryggja að bændur njóti áfram öflugrar ráðgjafarþjónustu án tillits til búsetu. Búið er að semja við Ole Kristensen kemur frá dönsku ráðgjafarþjónustunni Videncentret for landbrug“ til þess að stýra verk- inu. Ole er hagfræðingur að mennt og hefur hann töluverða reynslu af hliðstæðri endurskoðunarvinnu innan dönsku ráðgjafarþjónustunnar á allra síðustu árum. Endurskoðunarvinnan mun fara fram á næstu þremur mánuðum og stefnt er að því að fyrstu niðurstöður hennar verði teknar til kynningar og umfjöllunar á árlegum formanna- fundi búnaðarsambandanna um mánaðamótin nóvember/desember. Síðan er stefnt að áframhaldandi kynningu og umræðu um málið og það síðan tekið til umfjöll- unar og væntanlega afgreiðslu á Búnaðarþingi 2012. Dagana 9. - 15. september n.k. verður fyrsta heimsókn Ole hingað og þá daga er ráðgert að hann hitti og haldi fundi með fulltrúum stjórna frá öllum búnaðar- og búgreinasam- böndum, með það að markmiði að fá fram skoðanir og viðhorf sem flestra sem þetta málefni varðar. Stjórn Bændasamtakanna leggur ríka á herslu á að í endurskoðunarvinnunni verði tekið tillit til sem flestra sjón- armiða, - landshluta og búgreina, - og væntir þess að endurskoðunin verði bændum og landbúnaðinum til hagsbóta. Í lok júlí hófst sala úr nýrri kjöt- vinnslu á Egilsstöðum. Hún heitir Snæfell og er í eigu Sláturfélags Austurlands, en nafnið er fengið frá Kaupfélagi Héraðsbúa og var notað síðast af Kjötkaupum á Reyðarfirði. Vinnslan býður upp á fjölbreytt vöruúrval af lamba-, nauta- og svínakjöti og er auk þess tilbúin að veita þjónustu þeim bændum sem hyggjast þjóna markaðnum án milli- liða. Meðal annars mun hún annast sögun og pökkun fyrir Austurlamb. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði á Austurlandi í nokkur ár og er þetta til- raun til þess að auka verðmætasköpun austfirskra bænda í eigin fjórðungi. Framkvæmda- stjóri Snæfells er Aðalbjörn Jónsson og formaður stjórnar er Gestur J. Hallgrímsson. Vinnslan er vel tækjum búin og er í húsnæði sem hefur verið endur- bætt með tilliti til starfseminnar, en hún er staðsett á móti starfsstöð Mjólkursamsölunnar. Að sögn Sigurjóns Bjarnasonar hjá Sláturfélagi Austurlands hefur starfsemin vaxið með hverjum degi og er mark- miðið að þjóna Austfirðingum fyrst og fremst; veitingastöðum, mötu- neytum og hinum almenna borgara. Viðskiptavinum fjölgar stöðugt og hefur varan og þjónustan fallið þeim vel í geð. Starfsemi Sláturfélags Austur- lands hefur að mestu legið niðri frá árinu 2003. Félagið er þó hluthafi í Austurlambi ehf., sem þjónar ein- stökum bændum við sölu á lambakjöti beint til neytenda. Þá er félagið eigandi að sláturhúsi á Breiðdalsvík og segir Sigurjón að það bjóði upp á ýmsa möguleika við að tengja austfirska bændur við kjötmarkaði innanlands sem utan. Segir Sigurjón að það sé von þeirra hjá Sláturfélagi Austurlands að Kjötvinnslan Snæfell sé aðeins byrjun in á farsælum ferli og að aust- firskir bændur og neytendur kunni að meta þetta framtak, svo að hægt sé að sýna landsmönnum að Austfirðingar hafi ennþá dug til þess að reka sjálf- stæða starfsemi í þessari grein. /smh Starfsmenn Snæfells við kjötvinnslu. Borgþór Svavarsson, Hafþór Máni Valsson og Aðalbjörn Jónsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.