Bændablaðið - 01.09.2011, Side 6

Bændablaðið - 01.09.2011, Side 6
Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 20116 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0332 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Hver skilur þetta? Er þetta boðlegt? LEIÐARINN Umræðan um íslenskan landbúnað hefur verið æði undarleg í sumar svo ekki sé meira sagt. Forseti ASÍ hóf orrahríðina með kröfu um að hans liðsmenn gerðu fjárhags- lega út af við sauðfjárbændur sem margir hverjir eru líka félagar í ASÍ. Forsetinn ætlaði sko að fá ódýrt lambakjöt á grillið og snöggreiddist þegar sauðfjárbændur sendu frá sér tilkynningu um hækkun viðmiðun- arverðs á greiðslum frá sláturleyfis- höfum fyrir væntanlegt innlegg sitt á lömbum í haust. Samt reynist það þó ekki vera að skila bændum nema 65 krónum á kíló að meðaltali. Forsetinn lét hins vegar ekkert í sér heyra um neyð á matvörumarkaði þegar upp- lýst var í byrjun ágúst að innfluttir bananar hafi hækkað um 162%. ESB trúarsöfnuðurinn vaknaði þó hressilega upp við þessa her- kvaðningu verkalýðsforingjans. Sáu menn sér leik á borði að berja á árans bændunum sem voru nýbúnir að gefa út bókina Landbúnararlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem skrifuð var af Stefáni Má Stefánssyni prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Sú bók þótti vont innlegg inn í lofsönginn um aðildarviðræðurnar og sér í lagi þar sem hún var skrifuð af virtum lög- fræðingi sem erfitt var að véfengja. Bónus og Ferskar kjötvörur gáfu svo upp boltann í nýrri herferð gegn bændum í fjölmiðlum á þeim for- sendum að ekki væri kjötflís að finna á markaðnum og allar verslanir tómar. Á sama tíma og Ferskar kjötvörur voru að upphefja sína raust um að hvergi væri kjötbita að finna, þá voru þeir lægstbjóðandi í útboði Lostætis á Akureyri um að selja þeim síðar- nefndu 5 tonn af lambakjöti. Ef ekkert kjöt var til á markaðnum, af hverju voru þeir þá að gera tilboð? Í morgunþætti Bylgjunnar í gær- morgun tók svo Sigurður Gunnar Markússon framkvæmdastjóri inn- kaupsviðs Krónunnar og Nóatúns af skarið um allt talið um kjötskortinn. Hjá honum kom fram að Krónan og Nóatún hafi átt nægt lambakjöt í sumar. Vissulega gætu kaupmenn þó ekki gengið að kjötfjöllum eins og oft áður rétt fyrir upphaf sláturtíðar. Sennilega er það einmitt lykilatriði í þessu öllu saman. Þegar bændur ná að stýra framleiðslu sinni betur, með aukinni hagkvæmni og koma í veg fyrir offramboð, þá kvarta sumar verslanir og kjötvinnslur yfir því að geta ekki lengur gengið að gömlu góðu kjötfjöllunum. Geta ekki keypt kjöt á hrakvirði. Svo kvarta þeir yfir kjötskorti. Er svona tal boðlegt? /HKr. Þessa viku boðar Matvælastofnun starfandi kjötmatsmenn í sauð- fjársláturhúsum til námskeiða sem skiptast í verklegan hluta í kjötsal og fræðslu- og umræðufund. Hið fyrra var haldið á mánudaginn í sláturhúsi SKVH á Hvammstanga. Seinna námskeiðið verður í dag í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Tilgangurinn er að stilla saman strengi og tryggja samræmi í kjötmatinu. Alls mæta 25 manns á námskeiðin frá sauðfjárslátur- húsunum átta. Námskeiðunum verður fylgt eftir með tíðu eftirliti með kjötmatinu þegar samfelld slátrun hefst nú upp úr mánaðamótum. Undirritaður og Páll Hjálmarsson, yfirkjötmatsmað- ur, sinna eftirlitinu. Öll sláturhúsin verða heimsótt við upphaf slátr- unar á hverjum stað og síðan a.m.k. vikulega. Í hverri heimsókn er úttekt gerð á mati að lágmarki 40 skrokka í kjötsal, frávik í holdfyllingar- og fitumati skráð og farið yfir niður- stöður með kjötmatsmönnum. Fylgst er með kjötmatinu, matsmönnum leiðbeint og formleg úttekt endur- tekin ef þurfa þykir. Víðast eru tveir kjötmatsmenn að störfum og skiptast yfirleitt á um að meta holdfyllingu og fitu. Þá eru jafnan gerðar tvær úttektir. Snyrting skrokka er einnig yfirfarin, athugasemdir skráðar og úrbóta leitað ef þörf er á. Niðustöður kjötmatsins í ein- stökum sláturhúsum eru skráðar daglega eða nær daglega inn í gagna- grunn Bændasamtakanna. Það gerir yfirkjötmatinu kleift að fylgjast með þróuninni og haga eftirlitinu eftir því ef ástæða þykir til. Í sláturtíð 2010 voru skráðar heimsóknir í sláturhús alls 53 og fjöldi skrokka í úttektum um 4600. Frávik um einn flokk í holdfyll- ingu voru að meðaltali 3,4% og í fitu 3.1% og munur milli sláturhúsa óverulegur. Þetta er góður árangur hjá kjötmatsmönnum en leyfileg frávik í hvoru fyrir sig, gerð og fitu, eru 20%. Kjötmatsmenn eru undantekn- ingarlaust áhugasamir um starfið og leggja metnað sinn í að leysa það sem best af hendi í góðri sam- vinnu við okkur yfirmatsmenn Matvælastofnunar. Ég vænti góðs af samstarfi okkar í komandi sláturtíð. Stefán Vilhjálmsson, fagsviðsstjóri kjötmats Matvælastofnun MAST með námskeið fyrir kjötmatsmenn Í leiðara síðasta Bændablaðs var sagt sem svo að hamast yrði á bændum á næstu vikum og mán- uðum. Fáum dylst að þeir sem ganga fram til þess eru flestir ESB-aðildarsinnar sem hafa tekið sér það fyrir hendur að kasta sem mestum óhroða á bændur og landbúnaðarkerfið. Þetta er dyggi- lega stutt af Ríkisútvarpinu og Fréttablaðinu. Því var lýst hér hvernig dagskrárvald þeirra sem þar ráða för er miskunnarlaust beitt í þágu málstaðar aðildarsinna, síðast með því að Fréttablaðið birtir skopmynd sem á að vera af fundi bænda þar sem Gaddafi var ræðumaður. Hvað getur Fréttablaðið lagst lágt til að lítillækka bændur? Er það í anda upp- lýstrar umræðu um ESB? Hver man ekki eftir þegar aðildarsinnar trylltust yfir auglýsingu ungbænda um ESB-herinn? Ekki þótti það málefnalegt af þeirra hálfu, þó ekki væri hægt að hrekja að ungbændur höfðu á réttu að standa. Umræðan um skortinn Ein baráttuaðferðin snýst um að segja frá því að skortur sé á búvörum í landinu. Gott og vel, ræðum skortinn. Nýjast útspil samtaka ferðaþjónustunnar var að vekja athygli á nautakjötsskorti. Ekki hafði heyrst mikið frá þessum ágætu samtökum síðan þau hrópuðu hátt um dugleysi stjórnvalda þegar brúin yfir Múlakvísl eyðilagðist í flóði fyrr í sumar. Þar var rakið hve miklu tjóni veitingahús yrðu fyrir þegar taka þurfti nautakjöt af matseðlinum vegna skorts. Hvernig var það, fóru gestirnir þá út aftur af því að það vantaði nautakjöt? Gengu þeir svangir á dyr? Enginn ber meiri skaða af slíku en nautakjötsbóndinn sem þarna er að missa markað fyrir framleiðslu sína. Var samtökunum efst í huga hvernig efla mætti búskap þeirra bænda? Þó talaði framkvæmdastjóri samtakanna fjálglega um hve mikla áherslu veitingamenn leggja á að bjóða íslenskar búvörur. Þar er örugglega engu við að bæta. En að kenna enn og aftur um ofurtollum og landbúnaðarráðuneytinu sló algjörlega trúverðug- leika ummælanna niður. Er til lengri tíma hægt að efla rekstur veitingahúsa, sem vilja samkvæmt þeirra sögn bjóða íslenska framleiðslu, með því að leggja áherslu á innflutning? Sama dag og þessar fréttir voru fluttar var undirritaður staddur á virðu- legum fiskréttastað í Reykjavík. Þegar beðið var um tiltekna fisktegund af matseðlinum sagði þjónninn að því miður væri hún ekki til. Hvað ætla samtök ferðaþjónustunnar að gera í því? Banna útflutning á þeirri fisktegund? Sem betur fer hafði ég áræði til að panta aðra tegund af matseðlinum og gekk því ekki svangur út. Það kostulega er að krafan um lækkun tolla var marklaus því frá í sumar hefur verið greiður inn- flutningur á nautakjöti. Vandinn er hins vegar sá að víða er ekki hægt að fá ódýrt nautakjöt sem stendur undir þeirri framlegð sem þarf að vera af slíkum inn- flutningi og stenst verð hér innanlands. Þetta heitir ekki skortur. Þetta heitir að skamma einhvern sem þú heldur að geti gagnast þér að sparka í. Meðalverð á nautakjöti til bænda í 27 ESB-löndum er nú um 560 kr./kg. Á sama tíma er íslenskum bónda boðnar 540 kr. fyrir sambærilegt kjöt. Þó engir tollar væru tækist veitingahúsum eða öðrum ekki að bjóða lægra verð. Við þetta verð bætist kostnaður vegna slátrunar og vinnslu. Er það kannski sá liður sem ekki er samkeppnisfær? Það hefur ekkert með tolla að gera. ESB-aðild gæti þýtt hærra matvælaverð Ef áfram er haldið og umræðan um lambakjöt rifjuð upp. Ef við værum í ESB, þá liti þetta einhvern veg- inn svona út: Lambakjötsverð til bænda í Bretlandi í síðustu viku er um 774 kr. Á opnum ESB-markaði með Ísland innanborðs færi sannarlega mest allt lambakjöt úr landinu. Skattgreiðendur hefðu ekki sparað því útgjöld þeirra til landbúnaðarstefnu ESB yrðu veruleg og líkast til meiri en nú. Markaðurinn er sameiginlegur og reglur ESB heimila ekki að íslensku lambakjöti sé haldið sérstaklega eftir til innanlandsneyslu, líkt og mjög er haldið á lofti í greinum Þórólfs Matthíassonar háskólaprófess- ors. Í einu orðinu krefst hann meira frjálsræðis í verslun með lambakjöt en á sama tíma vill hann banna útflutning á lambakjöti til að anna innanlands- neyslu. Nú verður þetta vafalaust ekki nákvæmlega svona. Verð á lambakjöti hér á landi yrði einfaldlega hærra. Innflutta kjötið, sem væri þá án tolla, væri að sjálfsögðu ekki ódýrara. Sem sagt, aðild að ESB = hærra matvælaverð. Meginmálið er að hvort sem um er að ræða kjúklingakjöt, lambakjöt eða nautakjöt og skort á innlendri framleiðslu er að framleiðendur hér hafa of lengi þurft að búa við of lágt verð. Það hefur skapað margháttaðan vanda í framleiðslu, allt frá minni getu bænda til aðberjast við gæðavandamál vegna lágra tekna og til búa sem einfaldlega hafa hætt framleiðslu. Hvers vegna sjá þá bændur ekki tækifærin í opnari viðskiptum? Opnari viðskipti þýða meiri sveiflur, ekki síst á verði til neytenda. Ástandið á kjötmarkaði ESB er nú þannig að verð hækkar vegna skorts. Skortur er hluti af umræðu um fæðuöryggi og viðurkennt er að ESB ræður ekki yfir því matvælaframboði að geta fætt þegna sína. Bændasamtökin eru tilbúin að ræða um landbúnaðarkerfið Bændasamtökin eru meira en tilbúin að ræða marg- háttaðar breytingar á landbúnaðarkerfinu til að koma í veg fyrir að veitingamenn og aðrir verði fyrir þeim búsifjum að þurfa að taka nautakjöt af matseðlinum. Hvað þá að kjúklingabændur geti stundað fram- leiðslu sína af metnaði og öryggi til hægt sé að skaffa kjúklingabringur. Það er sannarlega ein af skrautfjöðrum Íslands, okkar frábæri matur, sem ferðamenn sjá. Hvort sem er fiskur, kjöt, grænmeti eða mjólk. Samtök ferðaþjónustunnar eru sem fyrr mikilvægur vettvangur til að vinna að hagsmunum þeirrar atvinnugreinar. Samtal bænda og ferðaþjón- ustunnar á að snúast um framboð og gæði, upplifun af landinu, allt sem gleður gesti okkar og gerir dvöl þeirra hér eftirminnilega. Ekki hvort hægt er að skora í ESB-markið með því að hrópa að landbúnaði og landbúnaðarkerfinu. Eftir situr: Hvernig má það vera að nautakjöt sem keypt er af breskum bónda á 560 krónur getur orðið ódýrara á Íslandi en kjötið sem lagt er inn í sláturhús á Selfossi á 540 krónur? Hver skilur þetta? /HB

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.