Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 20128 Þann 7. júlí var afhjúpað minn- ismerki um atvinnusögu á Eyri við Ingólfsfjörð í Árneshreppi. Hugmyndina fékk Guðrún Guðmundsdóttir sem, með systr- um sínum Helgu og Sigríði, dreif verkið áfram ásamt fleirum. Minnismerkið segir stutta sögu atvinnulífs við Eyri frá árinu 1915 til 1971. Mest kemur við sögu afi þeirra systra Guðjón Guðmundsson sem var allt í öllu á Eyri, hreppstjóri í 40 ár, kaupmaður, símstöðvar- stjóri, pósthússtjóri og margt fleira. Minnismerkið er skemmtilega upp sett fróðleiksskilti með stuttu ágripi af atvinnusögunni og gömlum mynd- um frá síldarárunum. Það stendur á grunni húss sem hét Eiríkshús. Að lokinni vígslu buðu afkomendur Guðjóns Guðmundssonar um 70 gestum í hreppstjórakaffi að hætti afa síns. /HLJ Framkvæmdir eru hafnar við Fosshótel Vestfirði á Patreksfirði, nýtt 41 herbergja hótel með 77 rúmum, og voru samningar um verkefnið undirritaðir á Patreksfirði 28. júní. Stefnt er að opnun hótelsins fyrir gesti í maí 2013. Hið nýja hótel verður til húsa í endurbyggðri húseign við Aðalstræti 100. Þar var síð- ast rekið sláturhús og áður fisk- vinnsla. Heildarfjárfesting vegna kaupa á fasteigninni og við breyt- ingar á henni er áætluð 350-400 milljónir króna. Hlutafélagið Aðalstræti 100 er eigandi hótelsins en eigendur félagsins og aðstandendur eru Oddi hf. á Patreksfirði og Fosshótel. Undirbúningur verkefnisins var í höndum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og hefur verkefnið notið styrks frá Vaxtarsamningi Vestfjarða. Á meðan á byggingu hótelsins stendur má reikna með að flestir iðnaðarmenn á svæðinu fái þar verk- efni en fyrirséð er að leita þarf víðar eftir vinnuafli. Reiknað er með að um 15 starfsmenn vinni við rekstur hótelsins þegar það verður fullbúið. Nýja hótelið verður flokkað sem þriggja stjörnu og öll herbergi þess verða með sér baðherbergi, auk þess sem í hótelinu verður góð veitingaaðstaða. Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt hefur séð um allar teikningar og verkfræðingurinn Haukur Ásgeirsson er eftirlits- aðili verkkaupa. Þá hefur Ólafur Sæmundsson hjá fyrirtækinu TVT ehf. verið ráðinn byggingarstjóri. Yfir hálfrar aldar gömul hugmynd Sigurður Viggósson, framkvæmda- stjóri Odda hf. á Patreksfirði, segir að aðdragandann að þessari hótelbyggingu megi rekja til Jóns Magnússonar, stofnanda Odda. Hann hafi upphaflega sótt um lóð fyrir hótel á Patreksfirði fyrir 51 ári en verið synjað. „Hann keypti síðan sláturhúsið á staðnum á sínum tíma og ætlaði að nota það undir sláturhús og annan rekstur. Síðan lagðist slátrun af hér á staðnum. Það var svo á árinu 2000 að við byrjum að láta teikna hótel inn í þetta hús í kjölfar þess að Tálknfirðingar höfðu þá hætt við að byggja hótel hjá sér. Fyrir þremur árum var svo farið af stað í alvöru að vinna að undir- búningi þessa verkefnis í gegnum Atvinnuþróunarfélagið. Síðan feng- um við flotta stráka frá Fosshótelum inn í þetta með okkur. Þeir töldu þetta góða viðskiptahugmynd. Hlutafélagið Aðalstræti 100 mun eiga húsið en Fosshótel annast rekst- urinn. Við erum tilbúnir að setja inn í þetta talsverða peninga, Fosshótel koma einnig með mikið fjármagn í verkefnið og Landsbankinn heldur síðan utan um fjármögnunina í heild. Þetta kemur til með að verða mikil upplyfting fyrir þennan stað og skapa hér umtalsverða atvinnu,“ segir Sigurður. Mikil þörf fyrir hótel Magnús Ólafs Hansson, verkefna- stjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, segir að ferðamönnum fari stöðugt fjölgandi á svæðinu og því sé orðin mikil þörf fyrir hótel. Um 35-40 þúsund manns komi t.d. árlega á Látrabjarg án viðkomu á Patreksfirði. „Ég hef trú á að þetta verði fyrsta skrefið í að fá hluta af þessum fjölda til að staldra hér við lengur en til þessa.“ Skemmtileg upplifun Jón Magnússon, útgerðarmaður hjá Odda og Vestra, segir skemmtilegt að upplifa það að loksins eigi að rísa hótel á Patreksfirði. „Þegar ég keypti húsið á sínum tíma hugsaði ég mér að nýta þetta meira fyrir fiskvinnslu. Það fundust þó ekki næg verkefni fyrir húsið. Þetta verður án efa lyftistöng fyrir plássið eins og allar framkvæmdir sem ráðist er í, sama hvort það er hótel eða eitthvað annað. Aðalatriðið er að gera eitthvað og ekki gera ekki neitt, eins og einhversstaðar segir.“ Jón telur að fólksflótti undan- farinna ára og áratuga eigi eftir að ganga að einhverju leyti til baka. Vandinn hafi þó verið að of lítið sé um störf fyrir fólk sem helst vilji bara sitja við tölvur. „Þá hefur vél- og tæknivæðingin líka tekið vinnu frá fólkinu. Ég held að það verði svo sem enginn stór við- snúningur, en það verður örugglega einhver efling á byggðinni. Enda er hvergi betra að lifa en úti á lands- byggðinni.“ /HKr. Fréttir Gamla sláturhúsinu á Patreksfirði breytt í Fosshótel – Ráðgert að opna í maí á næsta ári Ágrip af atvinnusögu á Eyri við Ingólfsfjörð – Minnismerki sem segir stutta sögu atvinnulífs á staðnum afhjúpað Um 70 manns voru við vígsluna Mynd / HLJ Mikið að gera hjá Reykhúsinu Skútustöðum í Mývatnssveit: „Nánast engar nytjar af Mývatni, en við björgum okkur með eldisfiski“ –segir Gylfi H. Yngvason „stórreykingamaður“ „Mývatn er afskaplega dapurlegt núna og nánast engar nytjar sem við höfum af því,“ segir Gylfi H. Yngvason á Skútustöðum í Mývatnssveit, en hann á og rekur Reykhúsið Skútustöðum. Þó svo að Mývatn gefi lítið af sér um þessar mundir er sala á reyktum silungi lífleg á Skútustöðum, en Gylfi og fjölskylda bjarga sér með eldisfiski. Aðalstarf Gylfa síðastliðin tæp 10 ár hefur verið við reykhús sitt, „og ég titla mig yfirleitt sem stórreykinga- mann!“ segir hann sposkur, en mikið er að gera við reykinguna allt árið um kring. Gylfi reykir bæði fisk og kjöt, silung sem er ákaflega vinsæll og eins hefur í vaxandi mæli verið lögð áhersla á hangikjöt. Bleikjustofninn friðaður í þrjú ár Veiðifélag Mývatns ákvað að friða bleikjustofninn í vatninu alfar- ið í þrjú ár. Friðunin hófst í fyrra- sumar, stendur yfir nú í sumar og það næsta. Þá segir Gylfi að menn ætli að skoða hvernig til hefur tekist og hvort stofninn hafi náð sér á strik. Landeigendum er heimilt að leggja út stór og grófriðin net fyrir urriða í eigin landhelgi og ætlast er til að allri bleikju sem kann að flækjast í netin sé sleppt. „Við verðum að sætta okkur við að það lífríki sem við ólumst upp við í Mývatni er ekki lengur fyrir hendi og kemur aldrei aftur,“ segir Gylfi og bendir á að á botni þess sé ein stærsta náma á Íslandi, ummerki eftir starf- semi Kísiliðjunnar hafi ekki horfið á einni nóttu þó starfsemi hennar hafi lagst af fyrir nokkrum árum. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til með friðun bleikjunnar í þrjú ár muni skila sér og að innan fárra ára verði hægt að stunda hóflegar veiðar í vatninu og endurheimta hluta af þeim nytjum sem við áður höfðum af því.“ Mikil eftirspurn eftir taðreyktum silungi Gylfi hefur í nógu að snúast þó lítið sé um Mývatnssilung. Líflegt er jafnan við reykhús hans á Skútustöðum og framboð af taðreykt- um silungi nægt. Hann segir að hægt sé að kaupa prýðisgóðan eldisfisk og heimamenn nýti sér sérþekkingu sína á taðreykingu til að ná fram því bragði sem mörgum þyki mjög varið í. „Það er mikil eftirspurn eftir taðreyktum silungi, veiðimenn hvaðanæva af landinu senda hingað fisk í reykingu og setja ekki fyrir sig þó flytja þurfi hann landshluta á milli,“ segir Gylfi en þó reykhús séu mörg á landinu bjóða sárafá upp á taðreykingu að hætti Mývetninga. Gylfi segir að yfir sumarið standi yfir heilmikil törn, en þá flykkjast ferðamenn í Reykhúsið, innlendir sem erlendir. Í boði er sem fyrr segir taðreyktur silungur, hverarúgbrauð og þá býðst ferðafólki að kaupa litla öskju sem í er biti af tvíreyktu hangikjöti. „Útlendingar eru sérlega spenntir fyrir því og eins bara líka að koma hér við og sjá verklagið,“ segir Gylfi. Þá hefur að hans sögn færst mjög í vöxt að fólk kjósi staðbundin matvæli á ferðum sínum um landið. Silungur á sumrin, hangikjöt á haustin Sumartíminn í Reykhúsinu er helgaður silungi en þegar líður á haustið hefst hangikjötstíðin. Líkt og með silunginn er algengt að fólk um land allt fái Gylfa til að reykja fyrir sig hangikjöt og þannig fékk hann t.d. um 500 læri í reyk fyrir síðustu jól. Æ fleiri biðja um tvíreykt sauða- læri og vilja fá þau afhent í upphafi aðventu, þau eru gjarnan höfð til taks á heimilum viðkomandi og gestum og gangandi boðið að fá sér flís. „Ætli menn geri þetta ekki til að auka á jólastemninguna,“ segir Gylfi sem enn er þó með hugann við sumarið og silunginn, enda háannatími. /MÞÞ -

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.