Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012i | i 26 Íslensk hönnun T extíllínan Flóra-icelandic design eftir grafíska hönnuðinn Ingunni Þráinsdóttur, varð til eftir listamannsdvöl hennar í Vesterålen í Norður-Noregi haustið 2010 þar sem Ingunn stúderaði plöntulíf og bar saman við plöntulíf á Austurlandi en hún er búsett á Egilsstöðum. Afrakstur vinnustofunnar var heilmikið af teikningum sem þróuðust svo yfir í þrívíðar textíl- vörur. Þrykkir jurtateikningar á nytjahluti Bakgrunnur: Ég er grafískur hönnuður með B.Des. gráðu frá NSCAD University í Halifax í Kanada. Ég starfa sem grafískur hönnuður hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum og sem sjálfstætt starfandi hönnuður en ég er með vinnustofur bæði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og heima hjá mér þar sem dætur mínar eru ennþá ungar. Ég er ættuð af Fljótsdalshéraði og bý á Egilsstöðum með manni mínum Ingvari Ríkharðssyni. Upphaf: Árið 2009 hóf ég framleiðslu á eigin vöruhönnun. Þá teiknaði ég jóla- mynstur og lét prenta fyrir mig jóla- pappír, jólakort og litlar skissubækur með hreindýrajólamynstri. Ég hef haldið nokkrar mynd- listar- og hönnunarsýningar bæði á Íslandi sem og erlendis, til dæmis í Noregi. Ég hef líka teiknað myndir af dýrum í Vatnajökulsþjóðgarði sem voru prentuð á tækifæriskort og eru til sölu í Húsi handanna á Egilsstöðum og í Snæfellsstofu í Vatnajökulsþjóðgarði. Efniviður: Ég hef hannað ljós úr gæruskinni og prjóni, ég bý til handgerðar bækur eftir pöntun, sem sagt komið víða við. Ég hef unnið að allskyns verk- efnum með einstaklingum og stofn- unum víða um land og teiknað slatta af firmamerkjum fyrir félagasamtök og fyrirtæki. Það er alltaf nóg að gera og ég elska vinnuna mína. Flóra er textíllína með silki- þrykktum teikningum af jurtum sem finnast bæði á Austurlandi og í Vesterålen. Textíllínan samanstendur meðal annars af tauservíettum með ýmsum mynstrum, eins og til dæmis bómull sem handlituð er með sortu- lyngi, silkiþrykktum viskastykkjum og púðum, þar sem tvinnað er saman silkiþrykktum plöntumynstrum og prjóni úr einbandi. Flóra er unnin úr náttúrulegum efnum, bæði bómull og osnaburg. Innblástur: Í vöruhönnuninni fæ ég innblástur úr náttúrunni, ég elska að vera úti í nátt- úrunni og að skoða litlu smáatriðin, litlu blómin sem enginn tekur eftir, fölnuð lauf á haustin og litina í nátt- úrunni sem er einstök hér á Íslandi. Ég held að það sé þessi norræna birta sem sveipar landið okkar töfraljóma. Framundan: Nýjasta hönnunin hjá mér er í textíllínunni Flóru. Nýverið frum- sýndi ég púða í hönnunarversluninni Kraum í Reykjavík sem ég hef verið að handþrykkja og sauma. Einnig hef ég prjónað ferköntuð stykki úr íslensku einbandi sem ég sauma inn í púðaverin. Íslenska ullin er svo dásamlegt hráefni og ég gladdist mikið þegar nýir og bjartir litir bætt- ust inn í einbandslínuna. Ég stefni á að útvíkka Flóru enn frekar með borðdúkalínu og svuntum en það er enn á teikniborðinu. Vöruþróun á Íslandi er mjög kostnaðarsöm og ég er ekkert að verða rík á þessu, ég er bara að láta drauma rætast og gera það sem mér finnst skemmtilegast. Að vörurnar seljist er algjör bónu. /ehg Ingunn Þráinsdóttir er grafískur hönnuður sem hefur hannað og framleitt textíllínu þar sem plöntulíf er aðalþemað. Viskustykki með plöntumynstri. Samanbrotnar tauservíettur.Púðar úr línunni Flóra-icelandic design. Á síðustu árum hefur sólpallasmíði aukist mikið á Íslandi en eftir að svokölluð kreppa skall á hafa menn ekki verið eins stórtækir, enda kostar efniviðurinn skild- inginn. Það þarf þó ekki að vera og með smá lagni má gera þennan flotta pall fyrir lítinn tilkostnað. Árni Davíð Haraldsson er að gera upp húsið sitt að Gunnarsstöðum í Þistilfirði og var búinn að rífa tröpp- urnar frá húsinu til þess að hægt væri að endurnýja lagnir í kringum húsið. Í stað þess að steypa tröppur smíðaði hann þennan pall úr Euro- vörubrettum sem hann fékk gefins hjá Ísfélaginu á Þórshöfn. Það eina sem Árni kostaði til voru naglar, listar til að fylla í rifurnar á brett- unum og einnig timbur til að loka fyrir endana. Síðan var bara að viðarverja herlegheitin. Hann lét þó ekki þar við sitja heldur gerði einnig tvo litla sófa og borð úr brettunum, og ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þessi sólhúsgögn haggist þó það blási hressilega. Alls voru þetta 163 bretti. Einhver hafði orð á að þetta væri kreppupallur og það má vera, en ekki verri fyrir það. GBJ Sólpallur úr vörubrettum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.