Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 13
www.isfell.is
Beita
Belgsholt:
Nýir spaðar
frá Akureyri
Fyrirtækið Seigla á Akureyri,
sem smíðar jafnan plastbáta,
hefur lokið við smíði á nýjum
spöðum í vindmylluna í Belgsholti
í Melasveit í Borgarfirði.
Gömlu spaðarnir eyðilögðust
þegar mótorinn og spaðarnir fuku í
miklu hvassviðri þann 29. nóvem-
ber síðastliðinn en vindmyllan var
gangsett fyrir réttu ári. Nýju spað-
arnir, sem eru 6,5 metra langir, eru
úr trefjaplasti og stáli. Haraldur
Magnússon, bóndi í Belgsholti,
hefur lækkað mastur vindmyllunnar
úr 24 metrum í 15 metra, þar sem
komið hefur í ljós að sökum þess
hve vindur eykst hraðar í meiri hæð
slær myllan fyrr út vegna yfirvinds.
Fyrirtækið Raftákn sér um endur-
hönnun tölvubúnaðar og forritun á
stjórnkerfi myllunnar.
Mynd / Vikudagur
Auglýsinga- og
áskriftarsími
Bændablaðsins
er 563-0303
Netfang:
bbl@bondi.is