Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 201210 Fréttir Sumarstemning á Íslandsmóti í hestaíþróttum Hér verður ekki komist hjá því að gagnrýna Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra alvar- lega fyrir reglugerð sem heimil- ar ferðamönnum að koma með til landsins osta unna úr ógeril- sneyddri mjólk í Frakklandi. Gerilsneyðing mjólkur á sér langa sögu bæði hérlendis og erlendis og snýr að lýðheilsu fólks. Ríkissjónvarpið hefur nýlega sýnt mynd um afrek franska prófessorsins Louis Pasteur sem fann upp gerilsneyð- ingu mjólkur og matvæla og er talinn einn fremsti afreksmaður vísinda sem snúa að lýðheilsu. Hann fann ennfremur upp lyf gegn hundaæði. Landbúnaðarráðherra gerir reglugerðarbreytingu við lög um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til lands- ins hinn 23. maí s.l. Það er fyrst nú í júlí að málið kemst í fréttir. Íslenskum kúabændum er heimilt að drekka ógerilsneydda mjólk heima á bæ en það er lögbrot að viðlögðum sektum að selja ógerilsneydda íslenska mjólk eða vörur framleiddar úr henni. Franskir bændur rétthærri Nú má bera hina frönsku osta inn í landið með lifandi bakteríum. Franskir bændur eru rétthærri í íslenskri lögsögu en okkar bændur. Það er ekki „landbúnað- armafían“, eins og ESB-sinnarnir segja gjarnan, sem hafa komið þessu banni í gegnum löggjöfina, það voru færustu vísindamenn og mannalæknar sem lögðu það til fyrir löngu síðan til að fara að ráðum Louis Pasteur og verjast einum illvígasta sjúkdómi þess tíma, berklunum. Nú mega hinir og þessir ferðamenn bera með sér ost úr ógerilsneyddri mjólk til landsins og þær fréttir berast úr landbúnaðarráðuneytinu að þetta sé gert til að auðvelda störf toll- varða í Keflavík. Látum við fíkniefnin óáreitt, eða hvað? Ég varð því ekki hissa þegar hinn snjalli fréttamaður Íslands, Gísli Einarsson í Borgarnesi, spurði hvort ekki væri þá líka rétt að „hætta að leita að eitur- lyfjum til að auðvelda störf tollvarðanna“. Samtök afurða- stöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa nú skrifað ráðherra bréf og óskað eftir því að fá afrit af greinargerð, gögnum og tillögum Matvælastofnunar (MAST), þar með yfirdýralæknis, um við- komandi innflutningsheimild. Samtökin óska enn fremur eftir upplýsingum um hvort gerð hafi verið áhættugreining (áhættumat, áhættustjórnun, áhættukynning) vegna ákvörðunar um að breyta áður gildandi innflutningsbanni á ógerilsneyddum mjólkur- afurðum. Kúariða, gin- og klaufaveiki og hundaæði? Öll bönn eru erfið og þau eru sett af illri nauðsyn. Í ESB eru til hundrað dýrasjúkdómar meðan við eigum örfáa og höfum varist þeim með kjafti og klóm. Við eigum heilbrigða dýrastofna og heilnæm matvæli og engin önnur þjóð gengur jafn örugg að mat- borði sínu og við. Hvenær falla svona múrar, ekki síst þegar verið er að bora á þá göt? Hvað gæti gerst hér í framhaldinu? Gin- og klaufaveiki barst með spægipylsu ferða- manns til Hollands. Kúariðan er til staðar um alla Evrópu, hunda- æðið er enn að skjóta upp koll- inum þar. Innflutningur á lifandi dýrum og því miður matvælum er dauðans alvara, Steingrímur J. Sigfússon, það veist þú sem jarðfræðingur og sveitamaður. Og grátkórinn hefur ekki þakkað þér þennan glannaskap, hann hrópar þegar á meiri opnun og meiri áhættu og notar fegursta orðið, FRELSI, í því sambandi. Gerilsneyðingin var frelsi og lífsbjörg milljóna manna. Bönnin voru sett í öndverðu af illri nauðsyn til að verja heilsu manna og dýra. Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Innleiðing gerilsneyðingar bjargaði milljónum manna Íslandsmótið í hestaíþróttum fór fram á Vindheimamelum um síð- ustu helgi í frámuna veðurblíðu. Hestakostur þótti mjög góður og keppni hörð. Helstu sigurvegarar mótsins hljóta að teljast Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II og Viðar Ingólfsson og Már frá Feti. Jakob og Alur sigruðu í fimmgangi og einnig í slaktaumatölti. Viðar og Már, sigruðu í gæðingaskeiðinu og urðu þriðju í fimmganginum, sem dugði þeim til sigurs í samanlögðu í fimmgangs- greinum. Þá náði Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli þeim magn- aða árangri að sigra í tölti en hann komst inn í A-úrslitin úr B-úrslitum. Snurðulaust mótshald Mótið gekk vel fyrir sig að sögn Eyþórs Einarssonar, framkvæmda- stjóra þess. Dagskrá gekk snurðu- laust og stemningin var góð í brekk- unni. Góð mæting var á mótið á loka- deginum, sunnudegi, en í heildina höfðu mótshaldarar vonast eftir fleiri gestum. Trúlega hefur slæm veðurspá haft mikið að segja um mætingu en vitað er að fólk hætti við að koma vegna spárinnar. Hins vegar rættist ekki úr henni eins og áður segir og nutu keppendur og gestir einmuna veðurblíðu á mótinu. Þá segir Eyþór að þrátt fyrir að ýmsir hafi hætt við að koma á svæðið hafi fjöldi áhorfenda verið svipaður og á síðustu mótum. Fjöldi þátttakenda var heldur meiri í ár heldur en á síðasta ári þegar mótið var haldið á Selfossi. Um 160 hestar tóku þátt í mótinu nú, margir í fleiri en einni grein en skráningar til keppni voru 229. Hér að neðan má sjá helstu úrslit Íslandsmótsins. Úrslit í fimmgangi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II – 7,76 2. Haukur Baldvinsson Falur frá Þingeyrum – 7,55 3. Viðar Ingólfsson Már frá Feti – 7,45 Úrslit í fjórgangi: 1. Guðmundur Björgvinsson Hrímnir frá Ósi – 7,83 2. Hekla Katharína Kristinsdóttir Vígar frá Skarði – 7,73 3. Eyjólfur Þorsteinsson Hlekkur frá Þingnesi – 7,57 Úrslit í tölti: 1. Árni Björn Pálsson Stormur frá Herríðarhóli – 8,83 2. Hinrik Bragason Smyrill frá Hrísum – 8,50 3. Sigurbjörn Bárðarson Jarl frá Mið-Fossum – 8,44 Úrslit í slaktaumatölti: 1. Jakob Svavar Sigurðsson Alur frá Lundum II – 8,58 2. Valdimar Bergstað Týr frá Litla-Dal – 7,92 3. Árni Björn Pálsson Hrannar frá Skyggni – 7,63 Úrslit í gæðingaskeiði: 1. Viðar Ingólfsson Már frá Feti – 8,08 2. Sigurbjörn Bárðarson Flosi frá Keldudal – 8,00 3. Haukur Baldvinsson Falur frá Þingeyrum – 7,96 Úrslit í 100 metra skeiði: 1. Þórarinn Eymundsson Bragur frá Bjarnastöðum – 7,58 sekúndur 2. Daníel Ingi Smárason Hörður frá Reykjavík – 7,62 sekúndur 3. Sigurbjörn Bárðarson Andri frá Lynghaga – 7,65 sek- úndur Úrslit í 150 metra skeiði: 1. Sigurbjörn Bárðarson Óðinn frá Búðardal – 14,01 sek- úndur 2. Elvar Einarsson Hrappur frá Sauðárkróki – 14,76 sekúndur 3. Eyjólfur Þorsteinsson Vera frá Þóroddsstöðum – 14,79 sekúndur Úrslit í 250 metra skeiði: 1. Daníel Ingi Smárason Blængur frá Árbæjarhjáleigu – 22,34 sekúndur 2. Sigurbjörn Bárðarson Flosi frá Keldudal – 23,01 sek- úndur 3. Guðmundur Björgvinsson Gjálp frá Ytra-Dalsgerði – 23,10 sekúndur Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum: Viðar Ingólfsson og Már frá Feti Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum: Hekla Katharína Kristinsdóttir og Vígar frá Skarði. /fr Árni Björn og Stormur ríða fagnandi sigurhring eftir að Íslandsmeistaratitillinn í tölti var kominn í hús. Mynd / Jón Björnsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.