Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Mun færri selir sáust í árlegri selatalningu á vegum Selaseturs Íslands, sem fram fór um nýliðna helgi á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, en þetta er í sjötta sinn sem slík talning fer fram og var sú fyrsta árið 2007. Alls sáust 614 selir á svæðinu að þessu sinni, en voru yfir eitt þús- und talsins í fyrrasumar. Sandra Granquist dýraatferlis- fræðingur, verkefnisstjóri talning- arinnar, segir að markmiðið sé að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela í kringum Vatnsnes og Heggstaðanes, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands. Hún segir að selir hafi verið taldir á allri strandlengj- unni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, en hún sé samtals um 100 kílómetrar. Alls tóku 40 manns þátt í talning- unni og fóru þeir ýmist gangandi, ríðandi eða á báti. „Talningin byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða, en með þessu móti gefst færi á að kanna stórt svæði á mjög stuttum tíma,“ segir Sandra. Margt hefur áhrif, m.a. veðrið Í ár sáust samtals 614 selir á svæðinu. Það eru mun færri en hafa sést und- anfarin ár. Sandra segir mikilvægt að hafa í huga að þessar talningar eru aðeins vísbending um lágmarksfjölda þeirra sela sem dvelja á þessu svæði. Margir þættir hafa áhrif á fjölda sela sem liggja uppi í látrunum og veður er einn þeirra. Veðrið hefur undan- farin ár verið mjög gott, en þegar talningin í ár fór fram var þó nokkur úrkoma og fremur hvasst. „Það getur verið ein skýring á því að færri selir lágu uppi nú í ár,“ segir Sandra og bætir við að einnig sé verið að kanna aðrar hugsanlegar ástæður. Hún segir að tölurnar segi ekki til um ástand landselsstofns í heild. Stofnstærðarmat á landsel hefur farið fram reglulega síðan árið 1980 og þá hefur verið talið um land allt úr flugvél. Niðurstöður þeirra talninga benda til þess að landselsstofninn hafi staðið í stað síðan árið 2003 og sé tæplega 12 þúsund dýr. Aðsókn að Selasetrinu hefur aukist mikið í sumar Aðsókn að Selasetrinu hefur verið mikil í sumar og segir Vignir Skúlason framkvæmdastjóri að hún hafi aukist mikið. „Það hefur verið gríðarlega góð aðsókn hjá okkur í sumar og horfur á áframhaldandi aðsókn góðar,“ segir hann. Þakkar hann það m.a. hnitmiðaðri markaðs- setningu ásamt góðu veðri að sífellt fleiri gestir líta við á Selasetrinu. Setrið var stofnað í lok apríl árið 2005 með það að markmiði að standa að eflingu náttúrutengdrar ferðaþjón- ustu í Húnaþingi vestra, vinna að eflingu selaskoðunar á svæðinu og standa fyrir fjölbreyttum rannsókn- um, fræðslu og upplýsingamiðlun um seli við Ísland. Selasetrið eignaðist í upphafi tvær hæðir að Brekkugötu 2, Hvammstanga, þar sem verslun Sigurðar Pálmasonar var til húsa. Þar voru settar upp fræðslusýningar um seli og húsnæðið nýtt fyrir fjölþætta starfsemi setursins. Með aukinni starfsemi var hluti starfseminnar fluttur í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga niðri við Hvammstangahöfn í fyrrasumar. Þar eru nýjar sýningar setursins, búið að standsetja rannsóknaraðstöðu og þar er einnig upplýsingamiðstöð héraðsins og móttaka ferðamanna. Vignir framkvæmdastjóri segir að Selasetrið sé nú í nánu sambandi við Hvalasafnið á Húsavík og hafi fengið styrki frá Vaxtarsamningi Norðurlands vestra og menningarráði til frekari þróunar á því samstarfi. Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað - vinnsluhæð 240 mm vinnslubreidd 250 mm - færanlegt vinnsluborð 470x600 mm - hakkavél - mótor 550 wött - hæð 1470 mm - þyngd 58 kg. Verð aðeins kr. 79.000.- Sími 568 6899 - Síðumúla 11, 108 Reykjavík. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími 557 5580 Íslensk framleiðsla. Selasetur Íslands stóð fyrir árlegum selatalningardegi: Mun færri selir sáust en áður Alls sáust 614 selir á Heggstaðanesi og Vatnsnesi í árlegri talningu sem fram fór um liðna helgi. Það eru mun færri selir en hafa sést undanfarin ár.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.