Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 20124 Fréttir Víða sviðin jörð eftir langvarandi þurrka - bændur fagna rigningu síðustu daga: Ástandið miklu verra en í fjöldamörg ár - segir Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp Þó farið hafi að rigna á landinu um síðustu helgi hefur stans- laus þurrkatíð mestallan júní og júlí gert bændum víða um land erfitt fyrir. Þar sem verst er hafa tún brunið illa og grasspretta er lítil sem engin. Staðan hjá Rögnu Aðalsteinsdóttur, bónda á Laugabóli við Ísafjarðardjúp, er þar engin undantekning. Þegar tíð- indamaður Bændablaðsins var þar í heimsókn 11. júlí var fátt annað að sjá en sviðin tún af sólbruna. „Veðurfarið er alltaf að færast meira í það horf að hitinn verður svo mikill að maður hreinlega þolir hann ekki,“ segir Ragna. „Hér í Laugardalnum er búið að vera í langan tíma blankandi logn á daginn og steikjandi hiti en kannski svolítill andvari með kvöldinu. Ástandið er miklu verra núna en hefur verið í fjöldamörg ár.“ Slær ekki fyrr en einhverntíma í ágúst „Ég reikna ekki með að slá hér neitt fyrr en einhverntíma í ágúst, það er ekkert gras á túnunum. Aðalsteinn á Strandseljum fékk t.d. ekki nema eina rúllu af túni hér niður við sjóinn þar sem hann fékk 30 í fyrra. Þar er algjör auðn.“ Finnst Rögnu því blóðugt að hafa eytt miklu fé í kaup á áburði sem ekki hafi orðið til neins gagns á túnunum. Í fyrra var fyrrihluti sumars líka mjög þurr en svo rættist aðeins úr. Ragna gat því náð nægum heyjum fyrir það fé sem sett var á síðastliðinn vetur og gott betur. Gat hún m.a. selt nokkrar heyrúllur í Súgandafjörð fyrir nautgripi í vor. Er nú með rúmar hundrað kindur og einn kött „Núna er þetta hinsvegar ömurlegt. Maður sér túnin brenna og sama veðri er spáð næstu daga og jafn- vel vikur. Ég er svo sem ekki með margt fé núna, rúmar hundrað kindur og svo einn kött,“ segir Ragna. Hún hefur oft hefur verið með umfangsmeiri búskap og þá bæði með kindur og kýr. „Ég var mest með 324 kindur en sá fljótlega að það er ekki fjöldinn sem gildir heldur afkoman eftir hverja kind. Hér áður fyrr var staðið yfir fénu og passað upp á að það hefði næga beit. Nokkrum sinnum var meira að segja farið með þær yfir á Hjarðardal við Þernuvík til að þær hefðu nóg að bíta. Núna er þetta aflagt.“ Fólk á að fara vel með dýrin sín Ragna er óhress með fregnir af fólki sem hugsar illa um dýrin sín og passar ekki nægilega vel upp á að þau hafi nægt fóður. „Mér finnst hrikalegt að það skuli vera til níðingar eins og fregnir hafa verið af nýverið, sem fara illa með dýr. Það er skelfilegt. Það hafa verið að birtast myndir af grindhoruðum hrossum sem menn hafa ekkert með að gera. Þá finnast mér það engir mannasiðir að hafa kýr lokaðar inni í húsum allt árið um kring og jafnvel í steikjandi hitum á sumrin. Víða er ljót meðferð á dýrum, jafn- vel á hundum í Reykjavík eins og komið hefur fram í fréttum. Ég sendi Dýraverndarfélaginu 20 spurningar um slík mál en þeir eru ekki farnir að svara ennþá.“ Matvælaöryggið vanmetið Ragna er heldur ekki hrifin af núver- andi ríkisstjórn og á um hana mörg lýsingarorð sem vart eru prenthæf. „Ég veit ekki hvað þetta fólk er að hugsa sem nú stjórnar þessu landi. Ég skil heldur ekki á hverju fólk ætlar að lifa í framtíðinni ef á að flytja inn öll matvæli. Það er ekki allt fínt sem kemur frá útlöndum, það hef ég séð sjálf á mínum ferðalögum víða um lönd. Ég held líka að fólk viti afskaplega lítið hvað það er í raun að kaupa.“ Hún telur líka varhugavert hversu lítið sé hugsað um mikilvægi þess að eigin landbúnaðarframleiðsla og fiskveiðar Íslendinga skapi mat- vælaöryggi ef einhver óáran kemur upp erlendis, eins og ítrekað hafi gerst á síðustu öld. Settist að á Laugabóli árið 1958 Ragna settist að á Laugabóli við Ísafjarðardúp árið 1958 með einn son en hafði þá áður verið þar á sumrin í mörg ár. Hún er nú 87 ára gömul en ótrúlega hress þó hún þurfi að treysta á hækju eftir erfið fótbrot í tvígang. Örlögin hafa reyndar verið Rögnu afar óblíð í gegnum tíðina og hvert áfallið af öðru dunið yfir hennar fjöl- skyldu. „Ég er samt hér ennþá - og öllum til leiðinda,“ segir Ragna og hlær. „Ég held svo bara áfram að rífast um tófuna við sveitarstjórann í Súðavík og alla aðra sem að málinu koma.“ /HKr. Helgina 10.–12. ágúst næstkom- andi verður sannkölluð skemmti- helgi þar sem Samtök ungra bænda og Félag ungra bænda á Norðurlandi standa saman að miklu húllumhæi í Eyjafjarðarsveit í kringum keppnina Ungi bóndi ársins 2012. Keppnin í ár verður haldin laugardaginn 11. ágúst á sameiginlegri Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu við Hrafnagilsskóla. Fleira er þó ætlunin að gera til að helgin verði skemmtileg á allan hátt og má meðal annars nefna „Pub quiz“ sem haldið verður föstudags- kvöldið 10. ágúst kl. 21 á Kaffi kú. Spurningarhöfundur og spyrill er enginn annar en Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir. Veglegir vinningar verða í boði og öllum er frjáls þátt- taka. Á laugardeginum munu ungir bændur frá öllum landshlutum hefja keppni kl. 14 um þann merka titil Ungi bóndi ársins og er þar keppt um Jötun Véla-bikarinn. Keppnin sam- anstendur af fjölmörgum skemmti- legum þrautum sem fela í sér öll hefðbundin störf nútímabónda og m.a. verður keppt í bændaboðhlaupi og rjómaþeytingi. Ekki verður sunnudagurinn síðri því þá koma allra yngstu bændurnir og sýna kálfa og hefst sýningin kl. 13. Krakkar 14 ára og yngri keppa um fallegasta kálfinn, best tamda kálfinn og sá kálfur sem hæst skor- ar fyrir alla eiginleika fær titilinn Gullkálfurinn 2012. Keppendur í kálfakeppnina má skrá í tölvupósti á netfangið nem.saramaria@lbhi.is eða í síma 846-9024. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja við skráningu: Fullt nafn keppanda og heimilisfang, nafn, númer og ætt- erni kálfs (nöfn á föður og móður). Eftir kálfasýninguna keppir svo Steingrímur Eyjólfsson við Birgi Arason í rúningi en Birgir er rún- ingsmeistari frá því í fyrra og mun rúningskeppnin hefjast kl. 14. Eins og sést er dagskráin þétt og margt um að vera á þess- ari sameiginlegu Handverks- og Landbúnaðarsýningu og ætti enginn að missa af þessu. Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar á heimasíðunni www.handverkshatid.is. Laugaból um miðjan júní. Sviðin jörð og engin spretta á heimatúninu frekar en öðrum túnum á bænum. Myndir HKr. Ragna Aðalsteinsdóttir, 87 ára bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp, er Húllumhæ hjá ungbændum á Norðurlandi 10.–12. ágúst: Keppa í bændaboðhlaupi og rjómaþeytingi Skilaboð bænda til vegfarenda sem leið eiga um Hornafjörð fara ekkert á skammt frá þjóðveginum. Svipuð sjón blasir við víðar um sveitir á Austur- landi, Norðurlandi og víðar. Mynd / HKr. Fyrstu göngur í Eyjafjarðarsveit verða 1. og 2. september Ákveðið var á fundi fjallskila- nefndar nýverið að fyrstu göngur í Eyjafjarðarsveit verði 1. og 2. september frá Fiskilæk að Möðruvallafjalli. Annars staðar í sveitarfélaginu verða göngur 8. og 9. september. Norðan Fiskilækjar verður þó smalað um leið og heimalönd í Fnjóskadal. Aðrar göngur verða hálfum mán- uði síðar. Ákveðið var einnig að hrossasmölun verði 12. október og hrossaréttir 13. október. Nýtt deiliskipulag ISAVIA við Egilsstaðaflugvöll var til umfjöll- unar á fundi skipulags- og bygg- inganefndar Fljótsdalshéraðs nýlega, en umræðu frestað þar sem umsagnir frá opinberum aðilum sem um málið þurfa að fjalla hafa ekki borist. Meðal gagna í málinu var undir- skriftalisti á þriðja hundrað íbúa, sem Broddi Bjarnason talsmaður hópsins afhenti bæjarstjóra nýlega. Þar er skorað á ISAVIA og skipulagsyfirvöld að gera ráð fyrir gönguleið umhverfis flugvöllinn í deiliskipulaginu. Þá þyrfti reyndar líka að koma til breyt- ing á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Sömuleiðis þarf að skoða allar örygg- iskröfur og fá heimild landeiganda. Að því frágengnu væri síðan mögulegt að gera þarna greiðfæra gönguleið og jafnvel að leggja sér- stakan göngustíg umhverfis afgirta svæðið. Með gönguleiðinni opnast möguleiki fyrir útivistarfólk til að fylgjast með margbreytilegu flugi flugvéla og fugla á og við Egilsstaðaflugvöll. Vilja gönguleið umhverfis Egilsstaðaflugvöll

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.