Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 201214 Stella Guðmundsdóttir hefur undanfarin ár verið að byggja upp ferðaþjónustu í Heydal við Ísafjarðardjúp ásamt fjölskyldu sinni. Fyrirtækið á bak við starf- semina heitir Ævintýradalurinn ehf. og má með sanni segja að upp- byggingin í Heydal sé gott dæmi um þau ævintýri sem eru að gerast á þessu sviði víða um land. Góð aðsókn hefur verið í Heydalinn í sumar. Margir hópar hafa komið þangað til að halda veislur fyrir ættarmót og aðrar samkomur og óhætt að mæla með veitingum á staðnum og frábæru hlaðborði staðarhaldara. Stella segir að auk gistiaðstöðunnar sé ýmisleg afþreying í boði. „Við erum með hestaleigu og kajakleigu og leggjum mikla áherslu á mat úr héraði. Þá er dalurinn mjög skemmtilegur og hér er heitt jarð- hitavatn, heitir pottar og sundlaug. Allt dregur þetta að. Við höfum líka boðið upp á fimm daga ferðir hingað yfir veturinn og sækjum þá fólk suður og skilum því aftur á sitt hótel. Þá dvelst fólk hjá okkur í fjórar nætur og við förum m.a. með það í Kaldalón. Þá hef ég yfirleitt gengið með því inn að jöklinum (skriðjökli úr Drangajökli). Þá höfum við farið með gestina á Ísafjörð, farið í dorgveiði og fleira. Það ræðst svolítið af árstíma hvað gert er, á haustin höfum við t.d. farið í hestaferðir og vélsleðaferðir þegar aðstæður henta. Þá vekjum við fólk þegar sést til norðurljósa. Í vetur var 100% aukning á komu ferðamanna til okkar frá fyrra ári. Við stefnum mjög ákveðið á að efla þetta og sóttum um að taka þátt í „Ísland allt árið“ ásamt Ögur Travel, Borea Adventures og Hótel Ísafirði. Þar fengum við góðan styrk. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst.“ Miðaldaívaf á Inndjúpsdegi um verslunarmannahelgina Um verslunarmannahelgina, eða laugardaginn 4. ágúst, verður haldinn sérstakur Inndjúpsdagur hjá ferða- þjónustunni í Heydal. Segir Stella það vera í tengslum við fornleifaupp- gröft í Vatnsfirði við Djúp, þar sem starfræktur hefur verið fornleifaskóli í átta ár. Þar er búið að grafa niður á fornminjar frá því um 1600. „Í fyrra tileinkuðum við Inndjúpsdaginn Birni Jórsalafara, vorum með miðaldahlaðborð um kvöldið og kenndum miðaldadansa. Þá var Elvar Logi með leikþátt. Verður þetta endurtekið með svipuðu sniði núna.“ Björn Einarsson Jórsalafari (f. 1350, d. 1415) var íslenskur höfðingi á 14. og 15. öld, einn auðugasti maður landsins, sýslumaður og umboðs- maður hirðstjóra um tíma. Hann bjó í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Björn var einn víðförlasti Íslendingur um sína daga. Keyptu Galtarhrygg og Heydal Heydalur er 6 km langur dalur sem gengur inn úr Mjóafirði og um hann liðast Heydalsá. Munnmælasögur herma að í dalnum hafi búið 12 bændur og einn klerkur. Dalnum hefur hin síðari ár verið skipt á milli tveggja jarða, Galtarhryggjar og Heydals. „Við keyptum fyrst Galtarhrygg hér hinumegin í dalnum með það í huga að rækta þar upp skóg og ala upp fisk í ánni. Var þetta í upphafi aðeins hugsað fyrir fjölskylduna. Þá bjó Jóhann Áskelsson bóndi góðu búi á jörðinni Heydal. Við vorum í góðu vinfengi við hann. Jóhann ákvað síðan að bregða búi, seldi kvótann af jörðinni og taldi strákana mína á að það væri ekki mikið vit í að vera að rækta upp ána án þess að eiga allt landið sem að henni lægi. Það varð því úr að við keyptum jörðina Heydal árið 2000, án þess þó að vita í raun hvað við ætluðum að gera við hana eða húsakostinn sem á henni var, nema að við vissum að við ætluðum að rækta hér grænmeti og vera með meiri skógrækt.“ Breyttu útihúsum í gistirými og veitingasal „Við byrjuðum á að endurbæta íbúðarhúsið og fórum síðan að skoða hvað við ættum að gera við útihúsin. Hvort við ættum að jafna þau við jörðu eða gera eitthvað annað við þau. Við urðum allavega að gera eitthvað því ekki var hægt að láta Stella Guðmundsdóttir og fjölskylda keyptu Galtarhrygg og Heydal við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi fyrir rúmum áratug: Reka vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki á gömlum landbúnaðarjörðum við Djúp Heydalur við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Stella Guðmundsdóttir var skólastjóri og kennari í Kópavogi í 20 ár en söðlaði síðan algjörlega um og rekur nú ferðaþjónustu með ört vaxandi umsvifum í Heydal. Myndir HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.