Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Umtalsverður árangur hefur náðst í baráttu gegn fósturdauða í sauðfé með því að grípa til mótvægisað- gerða, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarverkefnis sem Bryndís Pétursdóttir jarðstraums- könnuður stóð að ásamt fleirum. Auk Bryndísar tóku þátt í rannsókninni Gunnar Björnsson bóndi í Sandfellshaga 2, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðgjafi hjá Búgarði, Ráðningarþjónustu á Norðausturlandi, Dr. Rannveig Björnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og Valdemar Gísli Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans í Reykjavík. Vaxtarsamningur Norðausturlands og Fagráð í sauðfjárrækt veittu styrki til rannsóknarinnar. Fram kemur í skýrslunni að sam- kvæmt rannsókn sem gerð var fyrr á árinu skila aðgerðir bænda sér með um það bil 60% minni fósturdauða í gemlingum í sérlegum áhættuhópi. Þá var allt að 95% minni fósturdauði í fé á þeim bæjum þar sem unnið hafði verið að aðgerðum til úrbóta og sem rannsóknin náði til. Bryndís Pétursdóttir, jarðstraums- könnuður og garðyrkjufræðingur á Laugum í Reykjadal, hefur um árabil kannað jarðfræðilega streitu eða jarð- árur og fann ásamt fleirum leið til mótvægis við hana. Í framhaldinu varð til svonefndur mótvægiskubbur, sem sveigir rafbylgjur og gerir þær óskaðlegar. Mótvægiskubburinn kemur á jafnvægi á svæðum þar sem segulóreiða eða spenna mælist upp frá sprungum og /eða rennandi vatni ofarlega í jarðskorpunni. Mótvægiskubbur hefur jákvæð áhrif Mótvægiskubb var komið fyrir á allnokkrum bæjum haustið 2009, einkum þar sem fósturdauða hafði orðið vart í nokkrum mæli árin á undan. Í byrjun árs 2010 komu í ljós merki þess að mótvægiskubburinn hefði jákvæð áhrif á tíðni fóstur- dauða og var í framhaldinu ákveð- ið að skoða sérstaklega alls 9 bæi. Jarðstreitusvæði voru kortlögð og nákvæm úttekt gerð á jarðtengingum og rafmagnsgæðum, auk þess sem helstu upplýsingar úr sauðfjár- skýrsluhaldi bæjanna voru teknar saman 5 ár aftur í tímann. Sterkar vísbendingar komu fram um að mót- vægiskubburinn hefði jákvæð áhrif á lifun fósturvísa, jafnvel á bæjum þar sem jarðtengingum var verulega ábótavant. Ráðist í umfangsmeira verkefni Bryndís segir að í framhaldi af þeirri rannsókn sem gerð var árið 2010 hafi verið ákveðið að ráðast í umfangs- meira verkefni og horfa einungis til fósturdauða í gemlingum. Til skoð- unar voru teknir 30 bæir þar sem fóst- urvísatalningar árin á undan höfðu sýnt að fósturdauði var umtalsvert vandamál. Niðurstöður þeirrar rann- sóknar liggja nú fyrir í fyrrnefndri skýrslu, sem kom út nýlega og ber nafnið „Frjósemi búfjár – falinn áhrifavaldur?“ „Þegar á heildina er litið virðast þessar aðgerðir skila sér í um 60% minni fósturdauða í gemlingum á svæðinu samanborið við árin 2005 og 2006 og um 95% minni fósturdauða á rannsóknarbæjunum þar sem aðgerð- ir til úrbóta höfðu verið unnar,“ segir Bryndís og hvetur þá bændur sem lenda í fósturdauða til að athuga með jarðskaut húsa sinna og jarðfræðileg streitusvæði, því mótvægisaðgerðir hafi skilað verulegum árangri. Meira jafnvægi með auknum aðgerðum „Það er þó ljóst að þessar aðgerðir hafa ekki reynst fullnægjandi í öllum tilvikum, þannig að greinilegt er að aðrir þættir hafa einnig áhrif á fósturdauða.“ Bryndís segir krefj- andi verkefni fyrir framtíðina að finna þá áhrifavalda og mikilvægt að sérfræðingar, framleiðendur og fjármögnunaraðilar taki höndum saman í þeim efnum. „Eftir sem áður benda niðurstöður til aukins jafnvægis og minni fóstur- dauða með auknum aðgerðum, ann- ars vegar með fullnægjandi frágangi jarðskauta og hins vegar með inn- setningu mótvægiskubbs auk jarð- skauta,“ segir Bryndís. /MÞÞ Ný skýrsla sýnir að „mótvægiskubbur“ skili árangri gegn fósturdauða í sauðfé: Um 60% minni fósturdauði í gemlingum - Einn skýrsluhöfunda segir allt að 95% minni fósturdauða á sumum bæjum Bryndís Pétursdóttir, jarðstraums- könnuður á Laugum í Reykjadal. Mótvægiskubburinn hefur jákvæð áhrif á lifun fósturvísa að því er fram kemur í skýrslunni. Fjölmargir þættir geta haft áhrif á frjósemi Fjölmargir þættir hafa verið athugaðir í tengslum við fósturdauða í sauðfé. Þar má nefna fóðrun og fóðrunaraðferðir og áhrif þessara þátta á frjósemi áa og einnig hvort talin fóstur fæðist sem lifandi lömb. Meðal annars hefur verið horft til fóðrunar á bæti- og snefilefnum, þá ekki síst seleni, sem er þekkt efni og mikilvægt þegar kemur að frjósemi og lifun ungviðis. Ýmsir þættir er varða meðferð kindanna hafa verið rannsakaðir. Rafmagn og rafmagnsmál hafa talsvert verið skoðuð um tíðina, en markviss kortlagning á áhrifum þeirra á búfé hefur ekki farið fram. Sérstaklega hefur verið horft til jarðtenginga útihúsa, sem víða hafa reynst í miklum ólestri en margir bændur hafa lagt út í kostnaðar- samar aðgerðir sem þó hafa skilað misjöfnum árangri þegar horft er til fósturdauða. Atvinnuskapandi Verkefnið „Frjósemi búfjár - falinn áhrifavaldur?“ hefur verið í gangi í á þriðja ár, en með því er leitað skýringa og lausna á fósturdauða í sauðfé. Verkefnið snýst um afmarkaðan þátt en getur haft veruleg áhrif á afkomu sauðfjárbænda, því fátt ræður meiru um afkomu þeirra en fjöldi lamba sem til nytja kemur. Verkefnið hefur skapað 1,25 stöðugildi, við smíði mótvægiskubbs, mælingar og fleira og þannig stuðlað að atvinnusköpun á svæðinu. Innsetning mótvægiskubbsins hefur ennfremur leitt til aukinnar framleiðslu á hluta þeirra býla sem hann hefur verið settur niður við og þannig skapað meiri atvinnu og tekjur. Næstu skref Hópurinn sem sinnt hefur þessum rannsóknum hefur áhuga á að halda rannsóknum sínum á fósturdauða í sauðfé áfram, ekki hvað síst með það markmið að leiðarljósi að viðhalda sýnileika vandamálsins og stuðla að því að lausna verði leitað á vanda sem hefur í för með sér verulegar búsifjar hjá fjölda framleiðenda. Fé rekið í Glúfurárrétt. SveitaAskur með sælkeramat beint úr sveitinni SveitaAskur er nýtt fyrirbæri á matvælamarkaði sem kom fyrst á markað þann 15. júní sl. og er afurð sprotafyrirtækisins MatAskur ehf. Inniheldur SveitaAskurinn sæl- keraafurðir bænda og annarra smáframleiðenda af öllu landinu. Viðskiptavinurinn velur sjálfur í sinn SveitaAsk úr fjölbreyttu úrvali á vefsíðunni www.matask- ur.is/sveitaaskur, en margar af þessum sælkeravörum fást annars aðeins á býlunum sjálfum. Hægt er að velja um ýmiskonar sælkera- vörur og bakkelsi sem unnið er úr hágæða hráefni og án aukaefna. Sprotafyrirtæki í heilsumatvælaiðnaði MatAskur ehf. er sprotafyrirtæki og þjónustufyrirtæki í heilsumatvæla- iðnaði og heildsala sem stofnað var í mars 2011. Það er í eigu Borghildar Sverrisdóttur, fyrrum einkaþjálfara og B.A. í sálfræði og Jóhanns Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra og pródú- sents. SveitaAskur er þriðja afurð fyrirtækisins en MatAskur hóf sölu á HeilsuAski haustið 2011. Sú afurð er nú í sumarfríi en er væntanleg aftur í haust. MatAskur framleiðir einnig FerðaAsk, nestispakka fyrir gönguferðir og aðrar útivistarferðir. Hluti af sölu allra Aska rennur nú til Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans. Kjörin leið til að kynnast íslenskri matarmenningu Borghildur Sverrisdóttir segir að Sveita Askurinn hafi farið vel af stað. „Þarna er kjörin leið fyrir erlenda ferðamenn til að kynnast íslenskri matar- menningu. Þetta hefur fengið frá- bærar viðtökur hjá sölustöðum, nú eru komnir sjö staðir sem hafa þetta á boð- stólum og stöð- ugt að bætast við. Þá eru þeir með fyrirfram skipulagða SveitaAska þar sem þeir velja sjálfir innihaldið fyrir sína viðskiptavini. Á heimasíðunni okkar getur hver og einn valið sér vörur inn í SveitaAskinn úr fjölda afurða frá bændum.“ Borghildur segir hugmyndina að þessu sprottna upp úr því að sér hafi fundist þurfa að kynna afurðir íslenskra bænda betur fyrir erlendum ferðamönnum. Í framhaldinu fór hún af stað með þessa hugmynd og kynnti hana fyrir bændum víða um land. „Ég fékk rosalega góð viðbrögð og nú eru yfir 20 bændur með vör- urnar sínar á boðstólum í gegnum okkur. Margir þeirra eru ekki að selja vörur sínar með öðrum hætti á höfuð- borgarsvæðinu. Við erum einnig með sölustaði utan höfuðborgarsvæðisins, eins og í Landnámssetrinu, Leifsstöð og víðar.“ Dæmi um valmöguleika SveitaAsksins eru taðreyktur sil- ungur, þurrverkað hangikjöt, ýmis- konar hrökkbrauð og kex, sultur, chutney, síróp, jurtasalt, ostar, kæfa, sælgæti, bakkelsi líkt og speltkleinur, ástarpungar, rúgbrauð, lífræn hjóna- bandssæla og eplapæ. Borghildur segir að verið sé að fara með SveitaAskinn á nammi. is, sem hefur markaðssett íslenskar vörur erlendis í gegnum veraldarvef- inn. Pantanir berast í gegnum net- fangið sveitaaskur@mataskur.is eða í síma 555 0909. Þá er hægt að kaupa tilbúna SveitaAska í Inspired by Iceland í Leifsstöð, í Landnámssetrinu, á Radisson blu hótelinu, á Fosshótel Lind, á femin.is, nammi.is og í Gömlu matarbúðinni, Hafnarfirði. SveitaAskurinn er sendur innan höf- uðborgarsvæðisins gegn gjaldi eða sóttur til MatAsks ehf., Strandgötu 31, Hafnarfirði. /HKr. Borghildur Sverr- isdóttir. F e r ð a þ j ó n u s t u b æ n d u r n i r Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir í Vatnsholti í Flóahreppi hlutu nýverið viður- kenningu frá ferðaþjónustusíð- unni Tripadvisor og fengu einnig viðurkenningu frá Ferðaþjónustu bænda sem framúrskarandi ferða- þjónustubær árið 2011. Jóhann Helgi og Margrét keyptu jörðina Vatnsholt árið 2005 og gerðu upp allan húsakost. Þau opnuðu ferðaþjónustu með 14 herbergjum vorið 2010 en í dag eru herbergin 30 og reka þau einnig 225 manna veit- ingahús í uppgerðu fjósi og hlöðu. „Veitingahúsið hefur farið frábær- lega vel af stað og er mjög vinsælt fyrir hópa, óvissuferðir, brúðkaup og afmæli sem og almenna gesti,“ útskýrir Jóhann Helgi en hægt er að sjá myndir og upplýsingar á stayini- celand.is og á youtube.com þegar slegið er inn Vatnsholt. Ferðaþjónustubændur fá alþjóðlega viðurkenningu Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir í Vatnsholti í Flóahreppi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.