Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Sundlaugin á Flateyri er staðsett við Tjarnargötu, aftan við grunn- skólann á Flateyri. Laugin var opnuð árið 1984 en á sama tíma var sambyggt íþróttahús í bygg- ingu. Íþróttahúsið var þó ekki fullklárað fyrr en árið 1997. Sundlaugin er innilaug, 16 metra löng og átta metra breið. Heitur pottur er við laugina og einnig gufubað. Þá er þreksalur í sund- laugarhúsinu ásamt sólbekkjum. Á síðasta ári komu 6.335 manns í sund á Flateyri. Í sundlauginni á Flateyri stýrir Lára öllu vel og vandlega og tekur á móti öllum gestum með bros á vör. Sundlaugin er opin frá tíu á morgnana til átta á kvöldin virka daga og frá tíu til fimm um helgar. Frekari upplýsingar má fá í síma 450-8460 eða á netfanginu ithrotta- mannvirki@isafjordur.is. Laugar landsins Ísafjarðarbær - Flateyri Utan úr heimi Árið 2011 framleiddu Norðurlöndin 11,3 milljarða lítra af mjólk Í júní sl. stóðu samtökin NMSM (samstarfsvettvangur afurðastöðva í mjólkuriðnaði á Norðurlöndunum um mjólkur- gæði) fyrir ráðstefnu á hótel Glym í Hvalfirði en yfirskrift ráðstefnunnar var dýravelferð, mjaltatækni og mjólkurgæði. Ráðstefnan var afar vel sótt en alls tóku á fimmta tug aðila þátt í ráðstefnunni, þar af rúmlega 20 frá Íslandi. Meðal margra fyrirlesara var Olav Østerås, prófessor við dýra- læknaháskólann í Noregi, en hann fjallaði m.a. um þróun heilsufars mjólkurkúa á Norðurlöndunum síðustu 18 ár. Olav fór jafnframt í erindi sínu yfir helstu tölulegu staðreyndirnar um þróun naut- griparæktar á Norðurlöndunum síðustu áratugi í erindi sínu. 47,4 kýr að jafnaði Kúabúunum á Norðurlöndunum hefur fækkað mikið undanfarin ár. Er svipuð þróun innan allra land- anna og helmingunartími búanna um 10 ár. Kúnum hefur hinsvegar ekki fækkað jafn mikið og reyndar fjölgað nokkuð í Danmörku síðustu ár. Alls voru starfrækt 30.871 kúabú á Norðurlöndunum um síðustu áramót, þar af nærri 2/3 hlutar þess fjölda í Noregi og Finnlandi. Heildarfjöldi norrænna kúa var 1,5 milljónir og voru flestar þeirra í Danmörku eða 39%. Kúabúin hafa eðlilega stækkað mikið á liðnum árum og er meðalbúið lang stærst í Danmörku með 152,9 kýr, en minnst í Noregi með 22,0 kýr. Meðalkúabúið á Norðurlöndunum er hinsvegar með 47,4 kýr eða heldur stærra en meðalbúið hér á landi, sem var 38,5 kýr að jafnaði um síðustu áramót. 11,3 milljarðar lítra Heildarmjólkurframleiðsla þessara kúabúa árið 2011 nam alls 11,3 milljörðum lítra. Eins og búast má við var lang mest framleiðslan í Danmörku eða 4,7 millarðar lítra og þar á eftir koma sænskir kúa- bændur með 2,9 milljarða lítra inn- vegna í afurðastöð. Meðalbúið á Norðurlöndum lagði inn um 367 þúsund lítra á síðasta ári og eru jafnaðarafurðir allra norrænna kúa rétt um 8.400 lítrar miðað við 92% nýtingarhlutfall. Mestar meðalafurðir í Svíþjóð Þegar skoðaðar eru meðalafurðir kúa í skýrsluhaldi landanna fimm kemur í ljós að meðalafurðirnar hér á landi, 5.501 kg af orkuleið- réttri mjólk, eru áberandi lægstar og kemur það ekki á óvart enda hafa þær verið það í áratugi. Bilið í næst afurðaminnstu kýrnar er 1.741 kg en næstafurðalæg- minnstu kýrnar á Norðurlöndum er að finna í Noregi. Afurðamestu kýrnar eru hinsvegar í Svíþjóð og er meðalnyt þeirra (orkuleiðrétt) 9.480 kg og vantar því 3.979 kg upp á afurðirnar hér á landi til þess að ná að jafna þær sænsku. Vegin meðalnyt allra skýrslufærðra kúa á Norðurlöndunum árið 2011 var hinsvegar 8.840 kg. Lægsta frumutalan í Noregi Þegar mjólkurgæðin eru skoðuð kemur fram að frumutalan er hæst í Danmörku en næsthæst hér á landi. Frumutalan hér hefur tekið miklum og góðum breytingum á undanförnum árum og ef fram fer sem horfir verður Ísland komið í þriðja sæti listans á næsta ári og skiptir um sess við Svíþjóð. Lægstu frumutöluna að jafnaði má hins- vegar finna í Noregi eða rúmlega 125 þúsund frumur/ml. Hæst prótein í Svíþjóð Efnainnihald mjólkur hér á landi er lægst af löndum Norðurlandanna bæði hvað varðar fitu og prótein og skera hinar íslensku kýr sig því miður nokkuð frá stöllum sínum á hinum Norðurlöndunum. Hæst er fituprósentan hinsvegar í mjólk frá dönskum kúm eða 4,28% að jafnaði en próteinhlutfallið er hæst hjá sænskum kúm eða 3,46%. Yngstu kvígurnar eru norskar Yngstu kvígurnar við burð má finna í Noregi en þær bera að jafn- aðai 25,6 mánaða gamlar. Elstar eru þær hinsvegar hér á landi eða 29,0 mánaða gamlar. Þá kom fram í samanburðinum að íslenskar kýr er frjósamar og halda vel, sem helst í hendur við afurðastigið. Þannig mátti sjá að stystur tími frá burði til bæði fyrstu og síðustu sæðingar er hér á landi en áberandi lengstur tími er hinsvegar í Finnlandi. Endurnýjunarhlutfallið lægst á Íslandi Þegar heilsufarsupplýsingar eru skoðaðar kemur hinsvegar í ljós að kýrnar hér á landi endast heldur lengur, sem ekki kemur á óvart í ljósi afurðastigsins. Þannig er endurnýjunarhlutfall kúa hér á landi lægra en víðast annarsstaðar en Finnland er þó með svipað hlut- fall. Fjöldi kálfa pr. kú hér á landi er næst mestur en norskar kýr tróna á toppi þess lista með 1,22 kálfa á hverja árskú. Erfitt að bera saman heilsufarsupplýsingar Ýmiss annar samanburður kom fram í erindi Olavs en oft voru ekki til tölur frá Íslandi um heilsufar kúa, svo samanburðurinn var því oftast á milli hinna Norðurlandanna. Einn heilsufarsþáttur, dauðfæddir kálfar, var þó samanburðarhæfur og er það hlutfall því miður enn afar hátt hér á landi en hefur þó farið lækkandi á undanförnum árum. Hér að framan hefur einungis verið stiklað á nokkrum af þeim atriðum sem Olav Østerås fjallaði um, en allri umfjöllun um heilsu- farssamanburð var sleppt enda ekki til nægar grunnupplýsingar um hérlendar aðstæður fyrir slíkan samanburð. Það stendur þó til bóta enda komið nýtt skráningarkerfi sem dýralæknar geta notað til þess að skrá heilsufarsupplýs- ingar. Vonir standa því til þess að á næsta ári megi fá heildstæðan samanburð um heilsufar kúa á öllum Norðurlöndunum. Verður afar spennandi að sjá hvernig hinar íslensku kýr standa sig í þeim samanburði. Þeim sem kunna að hafa áhuga á að kynna sér nánar efni fyrirlest- urs Olavs, eða annarra sem fluttu erindi á þessari ráðstefnu NMSM, má benda á að glærur frá fyrir- lestrunum er að finna á heimasíðu Landssambands kúabænda: www. naut.is, undir hlekknum „Gagnlegar upplýsingar“. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Nói frá Stóra-Hofi sló heimsmet á nýliðnu Landsmóti hestamanna í Víðidal með hæstu kynbótaein- kunn fjögurra vetra stóðhests. Á fréttamiðlinum mbl.is þann 3. júlí sl. er viðtal við Guðmund Birki Þorkelsson, stofnanda eig- endafélags um Nóa, sem lýsir því að tilurð félagsins megi rekja til WorldFengs, ættbókar íslenska hestsins. ,,Svo ég var að fletta að gamni mínu í Worldfeng, svolítið að horfa á hvort ég myndi finna brúnskjóttan ungling og leitaði í afkvæmahópa skjóttra hesta. Mér rennur nú blóðið til skyldunnar að hafa taugar til Illings, því hann er hreinn Laugarvatnshestur, og leitaði í afkvæmahópnum. Þar rakst ég á brúnskjóttan fola á þriðja vetri sem var undan Örk frá Stóra-Hofi, sem ég hreifst mjög mikið af á Landsmótinu 2006. Hún var þar í fimmta sæti í fimm vetra merum og klárhryssa. Hún hefði mátt vera hærri. Þá hringdi ég í Bæring og spurði hvernig væri með þennan fola, hvort hann væri lifandi og graður,“ segir Guðmundur Birkir um aðdragandann að því að stofnað var félag um hestinn. Það má því segja að engu sé logið þegar sagt er að WorldFengur tryggi ræktendum forskot. Hestatorgið á LM 2012 Það var stöðugur gestagangur á Hestatorgið á Landsmótinu 2012. Hestatorgið er samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands (WF), Félags hrossabænda, Félags tamninga- manna, Landssambands hestamanna- félaga, Söguseturs íslenska hestsins, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands. WorldFengs ,,teymið“ stóð vaktina fyrir Bændasamtök Íslands og FEIF, Alþjóðasamtök eigenda íslenska hestsins, sem eru sam- starfsaðilarnir í WorldFengs verk- efninu. Í WF teyminu voru: Hallveig Fróðadóttir, skýrsluhaldsfulltrúi BÍ í hrossarækt og aðalskrásetjari WF, Kim Middel, skrásetjari WF í Hollandi og fulltrúi í skýrsluhalds- nefnd FEIF, Kristín Halldórsdóttir, formaður skýrsluhaldsnefndar FEIF og skrásetjari WF í Þýskalandi, Jón Baldur Lorange, verkefnisstjóri WF og sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs BÍ og loks Þorberg Þ Þorbergsson, forritari á upplýsingatæknisviði BÍ sem hefur séð um forritun WF. Guðfríður Lilja, alþingismaður, skipuð í stjórn Fjarskiptasjóðs Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur skipað í nýja stjórn Fjarskiptasjóðs eftir að lögum um sjóðinn var breytt á Alþingi um síð- ustu áramót. Með nýjum lögum um Fjarskiptasjóð var stjórnarmönnum fækkað úr 5 í 3. Stjórn fjarskiptasjóðs skipa áfram Gunnar Svavarsson, sem formaður, og Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upp- lýsingasamfélagsins í innanríkis- ráðuneytinu, en nýr stjórnarmaður er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingiskona. Stjórnin samþykkti nýjar verk- lagsreglur á fundi sínum þann 6. júní sl. varðandi viðbætur á svo- kölluðum staðalista háhraðaverk- efnisins. Samkvæmt þeim mun Fjarskiptasjóður senda Símanum ársfjórðungslega viðbætur á staða- lista. Ef nýir staðir falla innan ramma háhraðaverkefnisins, sem settur var í upphafi, þá ber Símanum að tengja viðkomandi bæ innan mán- aðar frá skoðun svo fremi sem viðskiptamaður kaupi nettengingu af Símanum. Nánar má kynna sér þessar nýju verklagsreglur á heima- síðu Fjarskiptasjóðs á www.fjar- skiptasjodur.is. Heimsmeistari fannst í gegnum WorldFeng sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Hér ræða saman á Hestatorginu þær Katrin Sheehan, hrossaræktandi og formaður ræktunarnefndar Íslandshestafélagsins í Bandaríkjunum, og Kristín Halldórsdóttir. Mynd / Stefán Stefánsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.