Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 20122 Fréttir Sækja þarf um styrk vegna gras-, grænfóður- og kornræktar fyrir 10. september. Reglur og umsóknareyðublað er að finna á bondi.is. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu. Styrkir til jarðræktar árið 2012 Karl Pálmason, bóndi í Kerlingardal austan Víkur í Mýrdal, segir þurrka ekki hafa orðið til vandræða í dalnum. Miklir hitar að undanförnu hafi hinsvegar leitt til gríðarlegrar grassprettu. „Það eyðilagðist ekkert af þurrki og sprettan er svakaleg,“ sagði Karl. Þegar blaðamaður Bænda- blaðsins átti leið um þessar slóðir á dögunum vöktu myndarlegir naut- gripir á beit í grösugri heiðinni ofan við bæinn athygli, því greinilega var ekki um íslenskar kýr að ræða. Þar voru kálfar óheftir á spena og ljóst að þetta voru engar venjulegar mjólkurkýr. Sagði Karl að nautgrip- irnir væru holdablendingar. „Uppistaðan er Galloway en svo er búið að blanda í þetta aðeins Angus og Limousine. Við erum með um 100 nautgripi. Það eru um 30 kýr sem bera og um 30 kálfar og eldri gripir. Við höfum svo sem ekkert auglýst þetta sér- staklega en mikil eftirspurn er eftir kjötinu og greinilega skortur á góðu nautakjöti á markaðnum. Annars erum við aðallega með fjárbúskap og með um 450 kindur,“ sagði Karl Pálmason. /HKr. Engin vandræði vegna þurrka í Kerlingardal - Svakaleg spretta segir Karl Pálmason bóndi sem með 450 kinda bú og ræktar holdanautgripi Þær eru stæðilegar blendingskýrnar í Kerlingardal sem aldar eru þar á bæ til kjötframleiðslu. Myndir / HKr. Geitum hefur fjölgað um tæp þrjú- hundruð á landinu á síðustu fimm árum og voru í fyrra ríflega átta- hundruð talsins. Verulegar áhyggj- ur voru af því að íslenski geita- stofninn gæti hreinlega þurrkast út en árið 1983 voru til að mynda ekki nema 200 geitur í landinu. Geitastofninn er nokkuð dreifður um landið en þó er ekki ein einasta geit á Vestfjörðum. Flestar eru geiturnar á Vesturlandi, ríflega 300 talsins. Er líklegt að þar gæti áhrifa frá Geitabúinu á Háafelli í Hvítaársíðu en Geitfjársetur Íslands opnaði einmitt formlega þar síðasta laugardag. Dræm sala veldur fjölgun hrossa Þetta er meðal þess sem kemur fram í búfjártölum Matvælastofnunar en tölur síðasta árs voru birtar í síðasta mánuði. Í tölunum má sjá að hrossum fjölgar milli ára og voru á síðasta ári 78.277, ríflega þúsund fleiri en árið 2010. Sú tala rímar við það hversu sala á hrossum úr landi eftir hrun hefur verið dræm. Hins vegar verður án efa athyglisvert að sjá fjölda hrossa í tölum fyrir yfirstandandi ár þar eð vitað er að óvenju miklum fjölda hefur verið slátrað á þessu ári. Ástæður þess hafa bæði verið dræm sala og einnig minni heyfengur víða um land í fyrra. Langflest hross eru á Suðurlandi, ríflega 28.000. Fé fækkar eftir fjölgun Sauðfé fækkar hins vegar um tæp 5.000 milli ára en í fyrra voru tæp 475.000 fjár í landinu. Leiða má líkum að því að erfiðleikar við heyöflun í fyrra hafi haft eitthvað að gera með þá fækkun en til saman- burðar má nefna að milli áranna 2009 og 2010 fjölgaði sauðfé í landinu um 10.000. Þrátt fyrir fækkunina nú er 20.000 fleira fjár í landinu nú en var fyrir fimm árum síðan. Hins vegar er sauðfé nú fast að helmingi færra en þegar flest var árið 1978 en þá var sauðfé í landinu rúmlega 891.000. Flest fé er nú á Norðurlandi-Vestra, rúm 107.000. Flestar kýr á Suðurlandi Um eitt þúsund færri nautgripir voru í landinu í fyrra en árið 2010. Á síðasta ári voru 72.773 nautgripir í landinu. Þar af voru ríflega 26.000 mjólkur- kýr og tæplega 19.000 geldneyti. Holdakýr voru hér ríflega 1.000 á síðasta ári. Langflestar mjólkurkýr voru á Suðurlandi, tæplega 10.000. Á síðasta aldarfjórðungi hefur mjólk- urkúm í landinu fækkað um ríflega 7.000 talsins. Hins vegar hefur naut- gripum í heild sinni fjölgað á sama tíma um hátt í 3.000. Tæplega 200 kanínur í landinu Á síðasta ári voru tæplega 35.000 minkar í landinu, um 1.500 færri en árið áður. Flestir urðu þeir árið 1988, ríflega 86.000 talsins. Þá eru haldnir 2 refir sem húsdýr á land- inu. Árið 2007 voru þeir 93 en árið 2008 ekki nema 5. Skýringin er sú að seinasta refabú landsins lokaði á þessu tímabili en flestir urðu refir í landinu 21.480 árið 1986. Þá voru 193 kanínur í landinu á síðasta ári. Efnahagshrunið fækkaði svínum Fjöldi svína stendur nokkurn veg- inn í stað milli ára og töldust svín í landinu vera 3.619 í fyrra. Hefur þeim fækkað nokkuð frá efnahags- hruni en árið 2008 voru 4.265 svín í landinu. /fr Búfjártölur Matvælastofnunar - Sauðfé um helmingi færra en þegar mest var: Geitum fjölgar hægt en örugglega Upprekstri sauðfjár á Almenninga mótmælt Skógrækt ríkisins er mótfallin flutningi sauðfjár inn á svæði í næsta nágrenni Þórsmerkur. Þaðan geti fé farið óheft inn í Mörkina en beit er talin geta skað- að margra áratuga uppgræðslu á svæðinu. RÚV greindi frá því á þriðjudag að Sveitarstjórn Rangárþings Eystra hafi heimilað afréttarfélagi Vestur- Eyfellinga upprekstur sauðfjár á Almenninga sem er afréttur norðan Þórsmerkur. Afréttarsvæðið hefur nú um nokkurra ára skeið verið friðað fyrir beit en 2009 tóku hand- hafar afréttareignar á landssvæði Almenninga að óska eftir að fá að nýta eign sína. Fram kemur í fréttinni að skóg- ræktarmenn á Suðurlandi séu ósáttir við niðurstöðuna, en í úrskurði sveitarstjórnar er umsjónarmönnum Þórsmerkur enginn frestur gefinn til að girða Mörkina af. Þá mótmælir Skógrækt ríkis- ins harðlega upprekstri sauðfjár á Almenninga. Skógræktin telur skyn- samlegra fyrir upprekstrarhafa að halda áfram uppgræðslu landsins og beitarfriðun þar til það er skógi vaxið. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri sagði í samtali við RÚV að sú ákvörðun tveggja fjáreigenda að senda nokkra tugi sauðfjár á Almenninga í nágrenni Þórsmerkur sé óumdeilanlegt brot á fjallskila- samþykkt Rangárvallasýslu, og sé í bága við nýja samþykkt sveitar- stjórnar um upprekstur. Meðal fjölmargra uppgræðslu- verkefna Landgræðslunnar sum- arið 2012 er samstarfsverkefni hennar með Vegagerðinni um heftingu sandfoks í nágrenni brúa á Suðurlandi, þ.e. frá Markarfljóti austur að Bakkakotsá. Unnið hefur verið að verkum sem þessum í ára- raðir, t.d. við Markarfljót, en mark- mið þeirra er að koma í veg fyrir sandfok og myndun sandskafla á þjóðveginum. Eðli málsins sam- kvæmt er oft talsvert af lausu efni í nágrenni árfarvega. Í kjölfar eld- goss í Eyjafjallajökli ágerðist þessi vandi þar sem mikið af gosefnum barst niður árnar með tilheyrandi uppsöfnun á efni við brýrnar eða skemmdum á farvegum. Þær voru lagfærðar með uppgreftri eða með gerð nýrra varnargarða. Mikil hætta var á að þetta efni myndi spilla færð á þjóðveginum þegar vind hreyfði og því var gripið til þess ráðs að græða upp svæði. Þetta þykir hafa heppnast vel og hefur aukið umferðaröryggi á vegum úti. Uppgræðsla heftir sandfok Gróðurþekjan kemur í veg fyrir sandfok við þjóðveginn. Meðfylg- jandi mynd er af uppgræðslu frá fór vegurinn í sundur í kjölfar hlaups Mynd / Jóhann Þórsson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.