Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 20126 LOKAORÐIN „Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni“ Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með þeirri miklu upp- byggingu sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu í sveitum landsins. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan leitun var að bændagistingu svo ekki sé minnst á ferðaþjónustu í sveitum. Nú er öldin önnur og ekki þarf að aka langt til að sjá skilti við vegkantinn sem vísar á gistingu, veitingar og oftar en ekki margvíslega afþreyingu fyrir ferðamenn. Erlendir ferðamenn hafa mjög dásamað að geta fengið að sjá hvað íslenskir bændur eru að gera í sínu daglega lífi og fá þannig innsýn í íslenska sveitamenningu. Það er samt ekki svo að hægt sé að bjóða erlendum eða íslenskum ferða- mönnum upp á hvað sem er. Sannast þar máltækið „glöggt er gests auga“. Frá Olympíuleikaborginni London berast nú þær fréttir að þarlendir gistihúsa og veitinga- staðaeigendur hafi ætlað að græða vel á Olympíuleikunum og hafi því skrúfað upp verðlagning á gistingu og þjónustu. Nú blasa hinsvegar við þeim endalausar afbókanir því gest- um blöskraði verðlagið. Þó þarna sé um erlent dæmi að ræða ættum við Íslendingar að líta okkur nær. Kanadísk fjölskylda sem verið hefur á ferð um Vesturland, Vestfirði, Norðurland og Suðurland síðastlið- inn hálfan mánuð segir ekki allar sínar farir sléttar og felldar. Víst var fólkið afar hrifið af landinu og sagði að þjónusta bæði í sveitum og í þéttbýli væri víða til fyrirmyndar. Það sem stuðaði þetta fólk þó mjög var að allt of víða mætti því þumbaraháttur þjónustufólks og verðlag sem var ekki í nokkru samræmi við veitingarnar og suma gististaðina sem dvalið var á. Sögðu þau að víða væru gestir krafðir um tvöfalt hærra gjald en þau þekktu frá sínu heimalandi þrátt fyrir lágt gengi íslensku krónunnar. Töldu þau þetta vera afar neikvæða auglýsingu fyrir landið. Nefndu þau einnig dæmi af bankastjóra sem þau könnuðust við í Skotlandi sem hafði áhuga á að fara til Íslands. Það hafi hinsvegar komið babb í bátinn þegar banka- stjórinn kannaði kostnaðinn. Flug, gisting í fjórar nætur og fæði kostaði jafn mikið fyrir hann og fjölskyld- una eins og hálfsmánaðar ferð til Thailands með fullu fæði og hætti hann því snarlega við Íslandsferðina. Í ljósi þessa væri kannski rétt hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að staldra aðeins við svo þeir þurfi ekki að upplifa skelfingu hótel- og veitingamanna í London. /HKr Þessi orð skáldsins eiga einstak- lega vel við í dag. Nú sem áður hefur það sannast að bændur eiga afkomu sína undir veðurfarinu. Í fréttum hafa komið fram upp- lýsingar um mikla og langvarandi þurrka og grasbrest. Ljóst er að heyfengur verður mun minni hjá mörgum bændum en þeir höfðu væntingar um. Þurrkar hafa einnig haft áhrif á beitarhaga og valdið vatnsskorti, hvort sem er til brynningar búfjár eða búrekst- urs. Þurrkar hafa ekki síður áhrif á gæði gróðursins. Hey getur verið kraftminna fóður, líkt og beit á landi sem ofþornar. Ekki er mögulegt að gera grein fyrir heildartjóni eða tjóni einstakra bænda á þessari stundu en þegar hefur verið undirbúin sérstök vöktun á ástandinu. Margir samverkandi þættir Víst hefur áður árað illa á Íslandi og tíðarfar verið erfitt en nú virðast all- margir samverkandi þættir hafa gert málin erfiðari en ella. Gríðarlegar hækkanir á almennum aðföngum búskapar hafa leitt til þess að styrkur búanna til að mæta áföllum er minni en áður. Ekki þarf að fjölyrða um efnahagsástand sem snertir bændur ekki síður en aðra. Færri og stærri bú leiða af sér nýjar aðstæður sem ekki væru til staðar ef búin væru fleiri og minni. Því er oft mikið undir á stórum búum þegar illa horfir með heyfeng. Eitt af þeim bjargráðum sem oft hefur þurft að grípa til er ein- faldlega meiri notkun á kjarnfóðri, sem að stórum hluta er innflutt. Af hag erlendra bænda berast líka ógnvænlegar fréttir, m.a. af gríðar- legum uppskerubresti á korni í Bandaríkjunum. Hækkandi verð á kornmörkuðum sýnir að stefnir í hamfarir. Árið 2008 var um að ræða miklar verðhækkanir á mat á heimsvísu. Þá hækkaði verð á kornmörkuðum verulega. Við slíkar aðstæður er ekki fýsilegt að bregðast við heyskorti með innkaupum á kjarnfóðri. Sífellt minnkandi birgðir af korni á heimsvísu gera markaði sérstak- lega viðkvæma, enda virðast slíkar breytingar eða sveiflur helst hitta okkur hér á landi fyrir með því að innflutt matvæli hækka í verði til neytenda. Þeim hækkunum virðist hafa verið auðvelt að koma fram í hækkandi matvælaverði, en inn- lend framleiðsla nær samt ekki að rétta sinn hlut á sama hátt. Efnahagskreppan í heiminum veldur hins vegar samdrætti í neyslu sem heldur talsvert aftur af verðhækk- unum á heimsvísu. Innlend kornrækt hjálpar til Búgreinar, þar sem helstu aðföngin eru kornvara, horfa fram á verulega íþyngjandi kostnað. Aukin kornrækt hér á landi mun þó hjálpa umtalsvert til. Þá ríður á að uppskera í haust lukkist vel og þroski kornsins verði sem bestur. Þrátt fyrir erfiðleika og þurrka er samt enn ekki ástæða til að ætla annað en að heyfengur verði í heild- ina nægur í haust. Enn er sumar og sprettutíminn ekki búinn. Það er áhættuspil að veðja á markaðinn Í ástandi sem þessu kristallast hvers vegna þjóðir verja sinn landbúnað – vernda hann og styðja. Til að gæta hagsmuna sinna. Búvörur á heims- markaði eru aðeins brotabrot af mat- arframleiðslunni. Þjóðir, sem ætla að eiga alla framfærslu sína undir duttlungum markaðarins, taka þátt í áhættusömum leik sem líkja má við fjárhættuspil. Í slíkum spilum er líka hægt að tapa. Hefðum við þolað 60% hækkun á mat einn daginn hér á hrunári? Myndum við þola 100% hækkun á matvælum á næsta ári vegna afleiðinga uppskerubrests á korni? Það er mikilvægt að allir þessi hlutir séu settir í samhengi. Þess vegna er fréttin um sölnuð tún af þurrki slæm frétt fyrir neytendur og alla bændur, á sama hátt og fréttin um kornbrest í Bandaríkjunum er grafalvarleg. Um afleiðingar þessa þarf hins vegar að ræða af yfirvegun og án upphlaupa. Þegar allt kemur til alls eru það sólin og regnið sem ráða mestu í afkomu bænda um heim allan og snerta um leið hag allra íbúa jarðar. /HB Glöggt er gests augað Bær júlímánaðar hjá Ferðaþjónustu bænda er Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd. Bjarteyjar- sandur er skemmtilegur staður fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið er upp á fjölbreytta afþrey- ingu árið um kring og áhersla lögð á mat beint frá býli og heimilislegt andrúmsloft. Bjarteyjarsandur er bær þar sem sauðfjárrækt og ferðaþjónusta eru tvinnuð saman með ýmsum hætti, með hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Gisting er í vel útbúnum sumarhúsum og á tjald- svæði. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda veita gestgjafarnir á Bjarteyjarsandi einstaklega hlýja og persónulega þjónustu og eru til fyrirmyndar í umhverfismálum og þróun nýrra afþreyingarmöguleika. Á Bjarteyjarsandi er opið allt árið og er gestum boðið að taka þátt í hefðbundnum störfum á sauð- fjárbúi. „Smalamennska og réttir eru skemmtilegur árstími og mörgum finnst ómissandi að taka þátt í þessum haustfagnaði með okkur. Rúningur, hrútaskoðanir, tilhleypingar og sónarskoðun (fósturvísatalning) auk annarra starfa, svosem kræklinga- tínslu, eru meðal þeirra verka sem við bjóðum gestum að taka þátt í,“ segir Arnheiður Hjörleifsdóttir, bóndi á Bjarteyjarsandi. Bjarteyjarsandur er vinsæll hjá barnafólki en dýralífið á bænum er mjög fjölbreytt. Hvalfjörðurinn býður einnig upp á margvíslega útivistarmöguleika, s.s. gönguferð- ir, hjólreiðar og sjósund. Tónlist og aðrir menningarviðburðir eru líka orðnir hluti af upplifuninni á Bjarteyjarsandi: „Hingað hafa komið í heimsókn landsfrægir tón- listarmenn og rithöfundar en við tökum líka stundum upp á því sjálf að syngja og spila fyrir gesti, jafnvel á ýmsum tungumálum og það vekur oft áhuga og ánægju meðal gesta,“ segir Arnheiður. Þá taka gestgjafar á Bjarteyjar- sandi vel á móti hópum í mat í Hlöðuna, sem var nýlega stækkuð. Matseðillinn er byggður á því hráefni sem er á bænum, meðal annars þurrk- að og grafið ærkjöt og lambakjöt, Botnsheiðarbláberjalæri, fjallafillet, lamborgarar, sveitakæfa, ýmiss konar kryddmauk, fíflahunang, haugarfa- pestó og margt fleira. Nánari upplýsingar um bæ mán- aðarins má finna hér: http://www. sveit.is/baeir/baer_manadarins Bjarteyjarsandur á Hvalfjarðarströnd –Skemmtilegur staður fyrir alla fjölskylduna BÆR MÁNAÐARINS – JÚLÍ 2012 Gestgjafar á Bjarteyjarsandi Gudmundur og Arnheidur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.