Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 1
14. tölublað 2012 Fimmtudagur 26. júlí Blað nr. 375 18. árg. Upplag 24.000 14 „Ég skil ekki af hverju er verið að vernda jafn grimmt dýr og tófuna. Tófunni hefur farið mjög fjölgandi, er nú farin að svelta á Hornströndum og sækir því annað. Hún hefur verið að leika sér hér við bæinn og er að eyði- leggja möguleikana á því að vera hér með búskap. Það þýðir ekk- ert að basla við að búa hér því refurinn er að leggja þetta í eyði. Á síðastliðnum sex árum vantar mig nákvæmlega 173 lömb af fjalli sem tófan hefur hirt,“ segir Ragna Aðalsteinsdóttir bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp. Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika stendur Ragna samt enn vaktina þó orðin sé 87 ára gömul og eigi erfitt um gang eftir að hafa fótbrotnað í tví- gang. Hún hefur reynt að að fá refa- skyttur til að halda refnum í skefjum en það dugar ekki til. Hún segir að þar sé við ramman reip að draga, því refaskyttur megi ekki veiða nema takmarkaðan fjölda og á ákveðnum svæðum. Þá sé þetta líka undir duttl- ungum sveitarstjórnarmanna komið hvernig veiðunum sé háttað. „Tófan er komin út um allt og ellefu tófur sáust meira að segja í Kópavoginum í fyrra. Hér í Laugardal sér maður ekki fugla langtímum saman, refurinn drepur allt sem hreyfist. Það er helst að maður sjái hér hrafna á lífi. Svo eru menn jafnvel að ala þetta upp sem yrðlinga og sleppa síðan lausu aftur út í náttúruna. Ég ætla bara að vona að við göng- um aldrei í Evrópusambandið þar sem bannað er að drepa refi. Samt er ég dauðhrædd um að eigi að þröngva okkur þangað inn,“ segir Ragna. /HKr. - Sjá nánar spjall við Rögnu um mikla þurrka og búskapinn á bls. 4 Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli við Ísafjarðardjúp: Hefur misst 173 lömb í tófuna á sex árum „Refurinn er að leggja þetta í eyði,“ segir Ragna Aðalsteinsdóttir bóndi á Laugabóli. Mynd / HKr. Mynd / Gréta Bergrún Jóhannesdóttir. Drottningar á hestbaki Drottningareið Snæfaxa var farin fimmtudaginn 12. júlí í blíðskap- arveðri enda hefur veðrið leikið við landann sem aldrei fyrr. Að þessu sinni var riðið frá Þórshöfn yfir að Felli í Bakkafirði og mun það vera gömul póstleið. Alls tóku þrjátíu konur þátt í reiðinni og héldu flestar út alla leið. Eitthvað var stoppað til að væta kverkarnar og hvíla hrossin, sem fetuðu annars lipurlega grýtta reiðleiðina. Á endastöð biðu síðan dýrindis veitingar, holugrillað lambalæri og meðlæti. Kvennareið sem þessi er orðin að árlegum við- burði enda hefur áhugi á hesta- mennsku aukist mikið á svæðinu. Nokkuð er um að menn séu að bæta aðstöðu sína og aðgengi að þessari skemmtilegu íþrótt. Hestamannafélagið hélt fyrr í sumar reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna og var metþátttaka hjá ungu kynslóðinni sem gefur vonandi vísbendingar um efnilega hestamenn á komandi árum. /GBJ Langvarandi þurrkar hafa víða valdið tjóni Bændur víða um land biðu í ofvæni eftir rigningu sem spáð var um síðustu helgi. Úrkoman varð þó víða minni en menn vonuðust eftir. Miklir þurrkar í júní og það sem af er júlí hafa tafið grassprettu og eru tún víða orðin gul og líflaus. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar landnýtingarráðunautar er víða að skapast mjög alvarlegt ástand vegna þessa og ljóst að tjónið er þegar orðið talsvert. „Bændasamtökum Íslands hafa borist fjölmargar ábendingar frá bændum og öðrum sem málin varða. Sem dæmi eru verulegar áhyggjur vegna yfirvofandi upp- skerubrests á túnum og ökrum á mörgum bæjum í Húnaþingi og í Austur-Skaftafellssýslu en í raun eru slíkar fréttir að berast úr öllum lands- hlutum,“ segir Ólafur. „Verst er þó ástandið þar sem ræktunin byggist á söndum og melum.“ Árni Snæbjörnsson segir að sam- kvæmt reglum Bjargráðasjóðs sé heimilt að bæta tjón vegna uppskeru- brests af völdum þurrka á ræktuðu landi og fordæmi séu fyrir slíkum greiðslum. „Bændasamtökin leggja til að öll búnaðarsambönd í landinu geri könnun á ástandinu sem fyrst og fylgist síðan grannt með framgangi mála næstu vikurnar,“segir Árni. „Einnig þarf að skrá þá bæi sem hafa orðið fyrir umtalsverðu tjóni og meta umfang þess, þ.e. hversu stór hluti túna er ónýtur vegna þurrka.“ Hann segir brýnt sé að bændur haldi saman góðum upplýsingum um ástandið. Garðyrkja & ræktun Blaðauki 19-21 Vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Heydal við Ísafjarðardjúp 24 Ilmurinn úr Gamla fjósinu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.