Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Utan úr heimi Lesendabás Svandís – NEI TAKK Ekki líst mér á hana. Undir rís ei hóli. Sorglegt er að sjá hana sitja í þessum stóli. Í Morgunblaðið í maí sl. skrifar Svandís Svavarsdóttir varga- verndarráðherra grein sem ber heitið: „Hvað segja bændur?“ Mér vitanlega hefur enginn bóndi enn virt hana svars og er það miður, því þó efni greinar ráðherrans sé einskis nýtt, bendir tilurð hennar í þá átt að Svandís sé farin að finna þá ísköldu fyrirlitningu sem bændafólk hefur á þeirri hegðun hennar í starfi sem að því snýr. Þegar REI-málið bar sem hæst á sínum tíma ól ég þá barnalegu von í brjósti að við í VG ættum þarna okkar framtíðarforingja. Sú von hefur svo sannarlega orðið sér til skammar og það er út af fyrir sig ekki lítið afrek hjá Svandísi að ná því að verða óvinsælasti ráðherra í óvin- sælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Um önnur „afrek“ hennar sem snúa að bændum má fyrst nefna að ríkið hætti fyrir hennar tilstilli kostnaðar- þátttöku í refaveiðum og greiðir nú aðeins hluta af kostnaði við minka- veiðar. Á sama tíma er mokað millj- ónum til Melrakkaseturs í Súðavík og „vöktunar refastofnsins“, þó sú eina vöktun sem rebbi á skilið sé púður og blý. Í engu er ansað margítrekuðum erindum Bændasamtaka, Skotvíss, Félags refa- og minkaveiðimanna og einstaklinga um hvaða tilgangi varga- uppeldi ráðuneytisins í þjóðgörðum, friðlöndum og á miðhálendinu eigi að þjóna. Erindi Austfirðinga vegna ágangs hreindýra eru ekki svaraverð og lífsmörk fást engin í ráðuneytinu, samanber Harald Benediktsson, því svar við erindi Bændasamtakanna sendu 6. janúar sl. hafði ekki enn borist í sauðburðarlok. Ástæðan er þó varla mannekla því meðan starfsfólki annarra ráðuneyta hefur fækkað undanfarið, þyrpast nú útklaktir líffræðingar til varga- verndarráðuneytisins eins og mykju- flugur í nýja kúadellu á sólheitum sumardegi. Og álfta- og gæsaplágur mega róta upp túnum og ökrum okkar bænda óáreittar af Svandísi og hennar undirstofnunum. Formaður Landssambands veiðifélaga, Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, kvartar sáran í grein í Morgunblaðinu yfir hroka og skilningsleysi hjá Svandísi varðandi undirbúning lagabálks um þeirra málefni. Allt var sett á annan endann í vetur vegna þokukenndra hugmynda svartfuglafræðinga Svandísar um fækkun í stofninum vegna fæðu- skorts. Nú skyldu sko blessaðir fuglarnir njóta vafans. En þegar rjúpan, nær útdauður fugl vegna refs, minks og manna ber á góma, þá er ekkert skjól hjá ráðherra og verður varla breyting á í haust þrátt fyrir 25% fækkun milli ára. Síðan er veitt – af Svandísi – 10 milljónum í rjúpnarannsóknir, til viðbótar þeim fjölmörgu milljónatugum síðustu 50 ára eða svo sem engu nýju hafa skilað, öðru en að nú er viðurkennt að veiði hafi áhrif á stofninn. Rænulaust ráðuneyti Morgunblaðið hefur í vor fjallað mikið um ágang vargs, sérstaklega refs vítt um land og á blaðið sér- stakar þakkir skildar fyrir það. Í lok þeirrar umfjöllunar var leitað svara hjá undirmönnum Svandísar sem vafalaust hafa ráðfært sig við hana áður en þeir tjáðu sig. Svarið er þess eðlis að nauðsynlegt er að það komi fyrir augu alls bændafólks. Umhverfisráðuneytinu er ekki kunnugt um rannsóknir sem styðja þá skoðun að ref hafi fjölgað mikð á landinu. Er það svar ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort umhverfisráðherra eða ráðu- neytið telji ástæðu til að bregðast við augljósri fjölgun á ref í landinu með einhverjum hætti. Ráðuneytið vísar málinu til sveitarfélaganna. „Hins vegar vitna heimamenn um að refum hafi fjölgað á svæðunum sem um ræðir. Sé þetta rétt og þörf talin á að bregðast sérstaklega við fjölguninni kallar það á viðbrögð frá viðkomandi sveitarfélögum en ekki ráðuneytinu, þar sem refaveiðar eru á forræði þeirra, sbr. 2. málsgrein 12. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skv. sömu lögum getur ríkisvaldið þó styrkt sveitarfélögin til þessa verkefnis eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum. Slíkri úthlutun er ekki til að dreifa á fjárlögum yfirstandandi árs. Lögin kveða þó á um að ráðherra getur ákveðið að refaveiðar fari fram sé það talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir tjón af völdum refa. Forsenda slíkrar ákvörð- unar er að tillögur þar um komi frá Umhverfisstofnun og náttúrufræði- stofnun Íslands. Slíkar tillögur hafa ekki borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefur því, samkvæmt framangreindu, ekki forsendur til að bregðast við fréttum af fjölgun refa,“ segir í svari frá umhverfisráðuneytinu. Mér kæmi ekki á óvart þó marga setti hljóða eftir þennan lestur. Ljóst má vera að alger- lega er gróið fyrir vitin á ráða- mönnum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og að Svandís rísi upp ur sinni öskustó og sýni eitthvert frumkvæði er líklega borin von. En samt langar mig til að vitna í fólk sem erfitt er fyrir ráðherra að hunsa. Páll Hersteinsson taldi að refastofninn hefði tífaldast á síðustu 30 árum. Ester Rut Gunnsteinsdóttir, arftaki Páls, segir stofninn hafa „stækkað töluvert“ eða úr 5000 dýrum fyrir 10 árum í 11.000 nú. „Þetta er orðið ófremdarástand hringinn í kringum landið, það er í raun alveg sama hvar borið er niður. Varginum mun fjölga stjórnlaust, verði ekki komið böndum á hann,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í Morgunblaðinu 11. júní sl. „Refurinn étur rjúpuna,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvíss og telur að fjölgun refs sé ein af ástæðunum fyrir því að rjúpan hafi ekki náð sér á strik. Tófan núna „hrein martröð“, segir æðarbóndi í Borgarbyggð. „Tófustraumurinn ætlaði aldrei að enda,“ sagði æðarræktandi í Grindavík. Þessar fyrirsagnaglefsur úr Morgunblaðinu verða að nægja að sinni en víst er að bændur og búalið munu gráta þurrum tárum þegar Svandís hverfur frá sínum ráðherradómi. Það var þarft fram- tak hjá Ásmundi Einari og félögum hans í Heimssýn að hafa plakat gegn Evrópusambandinu á boðstólum til að líma á heyrúllur. Ég legg til að stjórn Bjarmalands, félags Refa- og minkaveiðimanna, láti útbúa svip- aða álímingu, nema að þar standi: Refur, minkur, vargfugl og Svandís Svavarsdóttir – Nei takk! En Svandísi er þó ekki alls varn- að, eins og fram kom í vetur í baráttu hennar gegn ljósmengun. Aðalsteinn L. Valdimarsson, bóndi og skáld á Strandseljum kvað þá: Svandís enn við reglur rjálar, ráðsnilld hennar fær ei hrós. Verndar myrkur sinnar sálar svo þar skíni aldrei ljós. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Djúp. Vaxandi áhugi á mat af heimaslóðum Áhugi á mat af heimaslóðum er vaxandi í Evrópu en dreifingar- kerfið er ófullkomið. Það var niðurstaða fundar embættismanna ESB í Brussel um miðjan apríl sl. Sambandið hefur hvatt Slow Food hreyfinguna til að beina athygli sinni að því að stytta flutningaleið- ir frá framleiðendum til kaupenda matvæla. Ákveðnir fordómar hafa verið ríkjandi, bæði í stjórnkerfinu og í viðskiptum og verslun með „nær- mat", sagði Dacian Ciolas, yfirmaður landbúnaðarmála hjá ESB, á fund- inum og hvatti hann til breytinga á þeim viðhorfum. Þó að kerfið geri matvælum af heimaslóðum ekki hátt undir höfði, þá selja 15% framleiðenda helming- inn af afurðum sínum eða meira á heimamarkaði. Það á að verða fram- tíðarstefna í dreifingu matvæla. Embættismannaráð ESB upplýsir að bændur, sem selja afurðir sínar á heimamarkaði, skapi hlutfallslega fleiri störf en aðrir bændur. Sérhver bóndi ætti að huga að skipulagi búrekstrar síns, segir Dacian Ciolas, og jafnframt því að auka vinnslu afurðanna á býlunum. Bændur ættu aftur að taka upp hætti fyrri tíma þegar bein sala var viðtekin venja og auka þar með hlut sinn í virðisauka varanna. Meirihluti fundarmanna tók undir þessar hugmyndir. Lönd ESB þurfa að vera sjálfum sér nóg um matvæli í heimi þar sem matarskortur er fyrir hendi. Embættismannaráðið vinnur áfram að því að stytta boðleiðir milli framleiðenda búvara og neytenda. Yfirstjórn málefna matvæla í Brussel hvetur framleiðendur búvara til að kynna sér heilbrigðisreglur um framleiðslu matvæla og snúa sér til þar til bærra yfirvalda í heimalöndum sínum með tilmæli um að settar verði einfaldari reglur um bein viðskipti bænda og neytenda. Landsbygdens Folk, 27. apríl 2012. Þegar bændur í Paraguay missa lífsbjörg sína Byrjum á tilvitnun: „Fjölskylda mín og allir forfeður hafa verið bændur kynslóð fram af kyn- slóð og lífið hefur kennt mér hve mikilvægir bændur eru. Við fram- leiðum mat og án okkar lifir fólk ekki af". Þetta hljómar eins og klisja í munni norsks bónda í mótmæla- göngu. En orðin mælti Geronimo Avelos, bóndi í Santa Rosa í Suður- Paraguay. Í kvik- myndinni „Raising R e s i s t a n c e " (Rísandi and- spyrna) kemur hann fram sem fulltrúi hins fjölmenna hóps smábænda í Paraguay sem gerir okkur Norðmönnum og öðrum Evrópubúum kleift að kaupa ódýrt prótein. Í umræðunni um framleiðenda- verð búvara í Noregi er því oft haldið á lofti að við bregðum fæti fyrir fátæka bændur í þróunarlönd- unum með því að kaupa ekki fram- leiðslu þeirra. Avelos vill ekki selja okkur kornið sitt, heldur nota það til eigin neyslu og fjölskyldu sinnar. Það gengur sífellt verr. Víðfeðmir sojaakrar nálgast jafnt og þétt akra hans og nágranna hans í þorpinu þar sem hann býr. Stórefnamenn hafa keypt upp jarðirnar í kring og dreifa á akra sína jurtavarnarefnum með afkastamiklum vélbúnaði en efnin berast víðar og það þarf jafnt og þétt að stækka skammtana. Uppskeran er flutt til Evrópu og Evrópubúar fá ódýrt kjarnfóður og þar með ódýrt kjöt og ódýra mjólk og osta. Paraguay er fjórði stærsti soja- baunaframleiðandi í heimi. Á síðasta áratug hafa 90 þúsund bændur þar brugðið búi. Flestir hafa þeir endað í fátækrahverfum höfuðborgarinnar Asunción. En Geromino neitar að gefast upp. Ásamt nágrönnum sínum rís hann upp og og reynir að stöðva vélarnar sem dreifa eitrinu. Þýskir kvikmyndagerðarmenn, Bettina Borgfeld og David Bernet, hafa orðið vitni að aðgerðunum og kvikmyndað þær. Þau hafa einnig fylgst með Avelos- f jö lskyldunni mánuðum saman. Þá hafa þau einn- ig rætt við soja- baunabarónana en þeir eru í klemmu og stórskuldugir fyrirtækjunum sem selja þeim útsæði, úðunarefni og áburð. Það er líka þungt áfall fyrir þá ef uppskeran bregst eða bændur á svæðinu hindra starf þeirra. Mynd Borgfelds og Bernets var sýnd í þýskum kvikmynda- húsum fyrr á þessu ári og í mars sl. í Noregi, en hingað til hafa norskir fjölmiðlar ekki fjallað um hana. Norðmenn eru líka „með sjö börn á landi og sjö á sjó" og erfitt að taka þar á málinu vegna þess að norskur almenningur vill geta keypt ódýra kjúklinga. Norðmenn eru þannig á sinn hátt meðábyrgir í því að smábændur í Paraguay missa jarðir sínar og neyðast til að flytja til borganna. Möguleikar fyrir þá til að snúa aftur til fyrri lifnaðarhátta eru ekki í augsýn. Nationen, 4. júní 2012, Kari Gåsvatn, stytt. Bændur í Paraguay. Mynd / USAID/Paraguay

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.