Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Fólk fær vatn í munninn yfir ilminum úr Gamla fjósinu Eygló Scheving Sigurðardóttir segir að reksturinn á veitinga- staðnum Gamla fjósinu við bæinn Hvassafell undir Eyjafjöllum gangi mjög vel. Þaðan leggur nú ilm yfir sveitina sem veldur því að vegfar- endur fá vatn í munninn, eitthvað sem fæstum dettur í hug þegar talað er um fjós nú til dags. Veitingastaðurinn er rétt við þjóð- veg 1 undir Eyjafjöllum og liggur því vel við allri umferð sem leið á um Suðurland. Eygló rekur staðinn ásamt móður sinni, Heiðu Björgu Scheving, sem byggði hann upp ásamt Páli Magnússyni bónda. Hefur reksturinn spurst vel út og því lék tíðindamanni Bændablaðsins forvitni á að vita meira um þessa starfsemi sem farin er að skapa tals- verða atvinnu. „Hér var áður fjós með gamla sniðinu, en þegar ákveðið var að setja upp róbotafjós á bænum var gamla fjósið lagt af. Síðan hefur þetta verið geymsla en svo kom upp þessi hugmynd að gera eitthvað meira úr þessu. Við opnuðum fyrst 12. ágúst í fyrra og vorum síðan með villibráð- arkvöld, bílaveislu og veislur fyrir ýmsa hópa í vetur. Síðan opnuðum við fyrir alvöru nú í maí. Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að reyna að hafa þetta svolítið frábrugðið þessum hefðbundnu veitingastöðum sem menn þekkja á bensínstöðvum meðfram þjóðveg- inum.“ Eygló segir að að nú séu venju- lega þrír starfsmenn á hverri vakt en fleiri séu kallaðir til ef mikið sé að gera. Opið er frá 11 á morgnana til 11 á kvöldin. Leyfi er til að hafa opið til eitt að nóttu um helgar. Segir Eygló að í sumar verði reynt að vera með ýmsar uppákomur með tríbadorum um helgar til að gera þetta skemmtilegra. Hún segir mikið lagt upp úr að vera með matvæli úr héraði og rétti að hætti hússins. Meðal vinsælla rétta er frábær „eld- fjallasúpa“ sem blaðamaður getur hiklaust mælt með. /HKr. Eygló Scheving Sigurðardóttir við barinn í Gamla fjósinu. Myndir / HKr Karlotta Laufey Halldórsdóttir, Eygló Scheving Sigurðardóttir og Ingveldur Anna Sigurðardóttir stóðu vaktina í Gamla Fjósinu og matreiddu dýrindis krásir ofan í gesti af mikilli list. Gamalt fjós sem komið var úr notkun hefur öðlast nýjan tilgang og er orðið að virðulegu og snyrilegu veitingahúsi við þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum. Tjörneshreppur: Breyting á sorphirðu Breyting var nýlega gerð á sorp- hirðu í Tjörneshreppi, en um árabil hefur verktaki séð um að taka sorppoka við heimreiðar Tjörnesinga og koma í brennslu hjá Sorpsamlaginu á Húsavík. Hreppsnefnd tók ákvörðun á fundi sínum fyrir nokkru um að taka upp nýtt fyrirkomulag á sorphirðu í sveitarfélaginu. Búið er að koma fyrir tveimur 8 rúmmetra sorpgámum í sveitinni, öðrum á Breiðuvíkurbaki en hinum á Lynghöfða. Í þessa gáma geta íbúar sett allt brennanlegt sorp sem til fellur hjá þeim, að undanskildum sláturúr- gangi og dýrahræjum sem á undan- tekningalaust að fara með beint í Sorpsamlagið til förgunar. Vonar hreppsnefnd að íbúar kunni vel að meta aukna þjónustu, því nú er hægt að koma rusli í gámana hvenær sem hentar og ekki aðeins heimilis- sorpi heldur einnig timbri og öðrum brennanlegum rekstrarúrgangi sem fólk hefur fram til þessa þurft að flytja sjálft til Húsavíkur. Sorpsamlag Strandasýslu: Fær starfsleyfi fyrir urðunarstað Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu í landi Skeljavíkur, en þar er veitt heimild til að taka á móti allt að 500 tonn- um af almennum úrgangi á ári til urðunar, úrvinnslu og geymslu. Umhverfisstofnun auglýsti til- löguna á tímabilinu 10. maí til 4. júlí 2012 og hún lá frammi á skrif- stofu Strandabyggðar á sama tíma. Ein athugasemd barst stofnuninni á auglýsingatíma og hefur henni verið svarað með greinargerð. Nýja starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 10. júlí 2028. Reykárhverfi verður Hrafnagilshverfi Nafni Reykárhverfis, sem er þétt- býliskjarni í Eyjafjarðarsveit, hefur verið breytt í Hrafnagils- hverfi. Jónas Vigfússon sveitarstjóri segir að nafngiftin hafi verið sam- þykkt fyrir nokkru í skipulagsnefnd og sveitarstjórn og örnefnanefnd séu nú nýbúin að samþykkja nafnið. Hverfið er byggt út úr jörðinni Hrafnagili og hefur Reykárhverfisnafnið ekki náð að festa rætur heldur hafi menn ævin- lega talað um Hrafnagilshverfi, eða Hverfið. Því hafi legið beinast við að breyta nafninu formlega.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.