Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Sérhæfum okkur í fjölbreytni 18 21 Garðyrkja & ræktun Lystigarðurinn á Akureyri 100 ára Mikið verður um dýrðir í Lystigarðinum á Akureyri í sumar í tilefni af 100 ára afmæli garðsins. Nú þegar hefur verið opnað kaffi- hús í garðinum. Af öðrum atburð- um má nefna að sett verður upp ljósmyndasýning með myndum úr garðinum og saga garðsins gefin út á bók. Aðalafmælisdagurinn er 31. júlí og þá verður mikið um dýrðir. Áætlaður gestafjöldi í garðinn er rúmlega hundrað þúsund manns á ári. Björgv in Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins, segir að upp- haflega hafi fjórar konur sótt um land- spildu fyrir garðinn. Auk þess voru ein- göngu konur í fyrstu stjórn Lystigarðsfélagsins, sem sá um rekst- ur garðsins. Áletrunin „Konur gerðu garðinn“ á lágmynd Tove Ólafsson í garðinum er því vel við hæfi. Margþætt hlutverk „Lystigarðurinn á að verða sam- komustaður allra sem njóta vilja nátt- úrufegurðarinnar eftir erfiði dagsins og losna undan skarkala bæjarins og hversdaglífsins um stund. Hlutverk garðsins er meðal annars að sýna ungum og öldnum hvað íslensk náttúra getur alið ef við nennum aðeins að hjálpa henni. Hann á þó öðru fremur að bera menningarstigi Akureyringa vitni og sýna að hér búi siðað fólk sem hefur auga fyrir fegurð og list,“ segir Björgvin. Frumkvöðlar og eldhugar Að sögn Björgvins var frú Anna Catrine Schiöth aðal driffjöðrin í stofnun garðsins og það var hún sem gerði fyrsta uppdráttinn að honum. „Anna lést árið 1921 og segir sagan að hún hafi á dánarbeðinu tekið loforð af tengdadóttur sinni, frú Margrethe Schiöth, að hún liti til með garðinum. Margarethe stóð svo sannarlega við það loforð, lagði sig alla fram og helgaði garðinum starfskrafta sína í sjálfboðavinnu í rúm þrjátíu ár. Framlag hennar og annarra samtímakvenna hennar sýnir okkur hvað fórnfúst frumkvöðlastarf sjálfboðavinnu getur áorkað miklu. Af öðrum minnistæðum pers- ónum í sögu garðsins má nefna Jón Rögnvaldsson, mikinn eldhuga á sviði skógræktar, garðræktar og grasagarða. Jón var fyrsti forstöðu- maður Lystigarðsins frá 1954 til 1970. Í tilefni 100 ára afmælis garðsins er Ásta Camilla Gylfadóttir lands- lagsarkitekt að skrifa sögu garðsins og er stefnt að því að bókin komi út 31. júlí 2012, á afmælisdegi frú Margrethe Schiöth. Akureyrarbær gefur Lystigarðinum forláta kaffi- hús í tilefni afmælisins og rætist með því gamall draumur,“ segir Björgvin. Genabanki og plöntusafn Eitt mikilvægasta hlutverk garðsins er, að sögn Björgvins, „að finna með prófunum fallegar og harð- gerar tegundir fjölæringa, trjáa og runna. Garðurinn er þannig eins konar genabanki fyrir tegundir sem þrífast á norðlægum slóðum. Alls eru ræktaðar sjö þúsund tegundir, tegundaafbrigði, undirtegundir og yrki af plöntum í garðinum og þar er að finna meginþorra íslensku flórunnar.“ Björgvin segir að lokum að nokkuð sé farið að þrengja að garð- inum vegna plássleysis. „Helstu stækkunarmöguleikar okkar eru að sækja inn á lóðir Menntaskólans á Akureyri og sjúkrahússins. Við eru nú þegar með smá landvinninga á þeim lóðum, búin að stinga upp beð og planta í þau og vonum sannarlega að við fáum að halda því áfram.“ Nánar um Lystigarðinn á Akureyri: www.lystigardur.akureyri.is/ Café Björk. Blómstrandi fjölæringabeð. Björgvin Steindórs- son, forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri. Æskilegt er að hafa gróður- inn í garðinum sem fjölbreytt- astan til að koma í veg fyrir mikla fjölgun ákveðinna skor- dýrategunda. Forðast má að nota plöntur sem meindýrin sækja í. Í lífrænni ræktun er skipt- irækt talin ein af forsendum farsællar grósku. Skiptiræktun er stunduð vegna þess að mat- jurtirnar eru misþurftafrekar á næringarefnin í jarðveginum. Einnig er því varnað að skordýr nái að festa sig í sessi þegar tegundir sem þau sækja í eru fluttar til. Til eru margs konar upp- skriftir að lífrænu skordýraeitri sem brotnar fljótt niður og hefur ekki langtímaáhrif í jarðvegi. Sápa og sódavatn 0,8 lítrar vatn. 0,1 lítri sódavatn. 0,1 lítri græn- eða brúnsápa. Sápan er leyst upp í vatninu og sódavatninu bætt út í síðast. Hellt í brúsa og úðað yfir plönt- urnar. Rauðspritt og parafínolía 1 lítri vatn. 0,1 lítri parafínolía. 1 teskeið rauðspritt. Olíunni og rauðsprittinu hrært saman við vatnið og úðað yfir plönturnar. Rabarbarablöð 10 til 12 blöð af rabarbara. 4 matskeiðar grænsápa eða önnur vistvæn sápa. 5 lítrar af vatni. Blöðin eru soðin í vatni í lokuð- um potti við vægan hita í þrjár klukkustundir. Að því loknu eru mauksoðin blöðin síuð frá, sápunni blandað í heitan vökvann og hrært í þar til sápan leysist upp. Vökvinn er látinn kólna áður en honum er úðað yfir plönturnar. Yfirleitt þarf að úða nokkrum sinnum meðan á maðkatímabilinu stendur til að ná góðum árangri. Umsjón: Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Lífrænar varnir gegn skordýrum Blaðauki 26. júlí 2012 Nýjasta tækni og vísindi í garðyrkju

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.