Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 1 9 6 2 9 7 6 9 3 7 8 3 9 7 6 1 2 9 8 3 9 2 8 1 4 8 7 1 1 6 3 4 3 2 6 9 9 7 8 5 5 3 4 3 1 7 2 5 5 9 6 4 7 8 9 4 1 5 9 1 6 8 4 1 9 8 7 6 7 5 7 823 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. PRJÓNAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Hestakona af Guðs náð 5 9 Þessi þvottastykki má nota sem borðklúta eða þvottastykki allt eftir vilja hvers og eins. Falleg vinkonugjöf eða til að gleðja gestgjafana í sumar- bústaðnum. Stærð; 21x21 cm. Garn; Paris bómullargarn frá Drops. Litir að eigin vali. Prjónar nr. 5. Fitjað upp 36 l og prjónað þar til stykkið mælist 21 cm. Græna stykkið á myndinni; Falskt stroff. 1. Umf: slétt. 2. Umf: 1 sl og 1 br. 3. Endurtekið. Ljósgula stykkið; Perluprjón Sinnepsgulur og appelsínugulur. Lítið rúðumynstur; 1. Umf: 3Sl , 3 brugðnar 2. -4. umf: sl yfir sl og br yfir br. 3. umf: 3sl og 3 br Endurtakið. Ljósblágrænn og bleikur. 1. umf: slétt. 2. umf: 4 sl 4 br . Endurtakið 1. og 2. umf. Dökkblágrænn og bleikur Stórt rúðumynstur. 1. umf: 6 sl,6 br endurtekið. 2.-8. umf: sl yfir sl og br yfir br. 9. umf: 6 br 6 sl endurtekið 10.-16. umf: br yfir br og sl yfir sl. Endurtakið 1.-16.umf alls 3svar. Kornblár og rauður. Garðaprjón. Tilvalin þvottastykki í bústaðinn Snædís Birta Ásgeirsdóttir er mikil hestakona og mun verja miklum tíma í sumar í hesthúsunum þar sem hún hún verður einn af kennurum og aðstoðarmönnum á reiðnámskeiðum í reiðskóla Hestamenntar við Varmárbakka í Mosfellsbæ. Nafn: Snædís Birta Ásgeirsdóttir. Aldur:12 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Reykjavík /Grafarvogi. Skóli: Rimaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íslenska. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Hestar. Uppáhaldsmatur: Pizza. Uppáhaldshljómsveit: Reiðmenn Vindanna (Helgi Björns) og Justin Bieber. Uppáhaldskvikmynd: War Horse og Titanic. Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór fyrst á hestbak en þá var ég um fjögurra ára gömul. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég stunda hestamennsku og ég er að læra á píanó. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook og í hestaleikjum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Tamningakona og hestaræktandi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór út í haga til hesta sem ég þekkti ekkert og skellti mér á bak á einum hesti og hann klikkaðist með mig á baki! Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að gera ekki neitt. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Ég ætla að sinna hestum. /ehg Bókin „Á refaslóðum“ endurútgefin Bjarmaland, félag atvinnumanna við refa og minkaveiðar hefur endurútgefið bókina Á refaslóðum eftir Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. Bókin hefur verið ófáanleg í áratugi og vonandi verða viðtökur góðar. Bókina má fá hjá Snorra Jóhannessyni á Augastöðum auk þess sem hún mun siðar verða seld í völdum verslunum. Á bókarkápu skrifar Aðalsteinn Jónsson Víðivöllum Fnjóskárdal: „Bókin „Á refaslóðum" kom fyrst út árið 1955 og var gefin út af Búnaðarfélagi Íslands. Hafði félagið samið við bókarhöfund Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi að skrifa kennslubók um refaveiðar. Theódóri tókst afburða vel að leysa það verk af hendi og hefur bókin allar götur síðan verið refa- skyttum ómetanlegur þekkingar- brunnur í þeirra störfum. Úr smiðju Theódórs kom bókin sem er miklu víðfeðmara fræðslurit um refinn en aðeins það sem veiðar varðar. Bókin er ítarleg umfjöllun um allt sem refnum tengist, þar á meðal samskipti manns og refs frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar til okkar daga. Bókin er einstætt fræðslurit, skrifað af gríðarlegri þekkingu höfundar á viðfangsefn- inu og krydduð mörgum skemmti- legum og lærdómsríkum frásögum úr veiðiferðum. Theódór fæddist á Hafursstöðum í Öxarfirði 27. mars 1901 og lést á Húsavík 12. mars, 1985. Við læri- sveinar hans í Bjarmalandi vottum minningu hans virðingu og þakkir fyrir frábæra kennslubók og aðra þá arfleið er hann skildi okkur eftir að lífsgöngu lokinni.“ Næsta Bændablað kemur út 9. ágúst

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.