Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 20124 Fréttir Sveppatínslutímabilið nú að ná hámarki: „Óvenjumikið er af kóngssvepp“ – segir skógfræðingurinn Bjarni Diðrik Sigurðsson Síðasta sumar var óvenjuþurrt um nánast allt land. Það hafði svo þau áhrif á sveppatínslu að víðast hvar var óvenjurýr upp- skera. Lengi fram eftir sumri í ár voru sömuleiðis miklir þurrkar, en á síðustu vikum hefur rignt víða og vonir vaknað í brjóstum sveppatínslufólks. „Þetta sumar hefur ekki verið mjög hagstætt fyrir sveppavöxt, sérstaklega ekki á Norðurlandi og Vesturlandi þar sem mestu þurrk- arnir hafa verið. Það hafa komið skúrir á Austurlandi og í uppsveitum á Suðurlandi sem hafa að einhverju leyti lagað stöðu mála þar. Svipaða sögu er þó að segja um nánast allt land að því leyti að sveppir koma fremur seint í ár,“ segir Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hann leiðbeinir fólki á hverju hausti um það hvernig greina eigi sveppi, hverjir henti til matargerðar og hvernig eigi að hreinsa þá og geyma. Sveppir almennt seinna á ferðinni „Það má reikna með því að svepp- irnir séu þremur til fjórum vikum seinna á ferðinni en í meðal árferði. Þó eru undantekningar frá þessu, sveppategundir sem þola þurrkinn betur. Ein af þeim er t.d. kóngs- sveppur, sem er mjög vinsæll – og reyndar einn vinsælasti matsveppur Evrópu. Hann hefur verið að koma með öflug skot í meira magni en venjulega. Kóngssveppur vex mest á vestanverðu landinu og er í raun eina tegundin á Vesturlandi sem hefur sprottið vel. Strax og fór að rigna fyrir nokkrum vikum komu góð skot á tilteknum stöðum og það má reikna með því að fyrstu tvær vikurnar í september verði tímabilið í hámarki – og verði raunar þangað til fer að frjósa sam- fellt. Tímabilið nær vanalega til 20. september, um það bil – nema frjósi því meira – og það gildir um þessar helstu tegundir. En svo eru einstaka tegundir sem byrja ekki að koma upp fyrr en eftir fyrstu næturfrost og má nefna Vallhnúfuna sem dæmi um það.“ /smh „Ertuyglan, sem er fiðrildalirfa, hefur verið nokkuð skæð á Suðurlandi í sumar. Hún kom fyrr og fór seinna en síðastliðin ár,“ segir María E. Ingvadóttir, skógarbóndi á Suðurlandi. „Hún er mjög mikið á lúpínunni, en fer einnig á lauftré og barrtré. Þar sem hún gengur hreint til verks standa laufblöðin eftir sem berir strengir. Það fer ekkert á milli mála hvar ertuyglan hefur verið, eða hvar hún er.“ Ertuyglufiðrildi fara að sjást í byrjun júní og eru yfirleitt á ferli út júlímánuð. Þau byrja að verpa upp úr miðjum júní og lirfurnar klekjast út viku til hálfum mánuði seinna. Lirfan, sem fyrst hélt sig einkum við lúpínu, hefur bætt við matseðil sinn og er víða hinn mesti skaðvaldur í skógrækt. Víðir, greni og ösp virðast vera þær trjátegundir sem eru í uppáhaldi hjá yglunni en hún leggur sér raunar til munns allar þær tegundir sem eru til staðar. Erfið viðureignar og óútreiknanleg María segir að áreiti ertuyglunnar dragi mjög úr vexti trjáa, einkum barrtrjáa, en ekki sé full rannsakað á hversu löngum tíma plantan nái eðlilegum vexti. Ertuyglan sé erfið viðureignar, ekki síst vegna þess hve erfitt sé að reikna hana út. „Þó ertuygl- an sæki mikið í lúpínuna er hún einnig á svæðum þar sem engin lúpína er. Því er ekki hægt að tengja hana beint við lúpínu, sem væri kannski betra, þannig að hægt væri að átta sig á þessum gesti. Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir atferli ertuyglunnar, líklega spennandi verkefni fyrir atferlisfræð- inga. Hún fer um heilu svæðin og fer hratt yfir, sleppir stundum tré í miðri lúpínubreiðu, en étur upp til agna tré sömu tegundar í næstu breiðu. Hún eltir uppi lúpínu á miðjum gróður- snauðum mel, þannig að hún hefur radarinn og þefskynið í lagi.“ Að sögn Maríu forðast skógar- bændur notkun á eitri á skógana og nota frekar aðrar leiðir. „Ertuyglan er étin af fuglum, einnig af tófum og músum og er gott fóður fyrir hæns- fugla. Þess vegna hafa margir gripið til þess ráðs að tína ertuygluna af trjánum og hafa margir þeirra tínt fleiri þús- undir í sumar. Hins vegar er spurning hvort þetta verði til þess að hún nái ekki að púpa sig fyrir næsta sumar, eða verði enn öflugri, eins og sumum finnst hafa verið raunin.“ Rannsókn á ertuyglu er í gangi hjá sérfræðingum á Mógilsá og segir María að skógarbændur ali þá von í brjósti að þeir komist fyrr en síðar að niðurstöðu um það hvaða ráðum er helst að beita til varnar þessum vágesti. /smh Ertuyglan veldur usla í sunnlenskum skógum Bjarni Diðrik með fallegan kóngssvepp. Magnús B. Jónsson landsráðunaut- ur í nautgriparækt hættir í föstu starfi hjá Bændasamtökunum frá og með nýliðnum mánaðamótum en hann varð 70 ára þann 24. ágúst s.l. Eftir áratuga farsælt starf sem forsvarsmaður skólastarfs land- búnaðarins á Hvanneyri hóf Magnús störf sem nautgriparækt- arráðunautur hjá BÍ í september 2007 og sinnti því, ásamt Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur, þennan tíma. Gunnfríður Elín kemur nú í fullt starf og tekur við þeim venjubundnu verkefnum sem Magnús hefur haft á sinni könnu. Bændasamtökin og íslensk naut- griparækt munu áfram njóta starfs- krafta Magnúsar, en hann mun m.a. ljúka sérverkefni um jöfnun sæð- ingakostnaðar í landinu og einnig taka að sér fáein, afmörkuð sérverk- efni í nautgriparækt. Um leið og Bændasamtökin þakka Magnúsi farsælt og kraftmikið starf fyrir íslenska nautgriparækt og ánægjuleg samskipti í hvívetna, óskum við honum og fjölskyldu hans allra heilla um ókomna tíð. Mannabreytingar hjá BÍ: Magnús B. Jónsson 70 ára og lætur af störfum - Gunnfríður tekur við hlutverkinu að fullu Magnús B. Jónsson varð 70 ára þann 24. ágúst sl. Tilraunræktun á kartöflum á Ströndum: Óvenjugóð uppskera Strandir eru með kaldari svæð- um á landinu þrátt fyrir að nýliðið sumar sé með þeim betri sem komið hafa í langan tíma. Kartöfluuppskera er því æði mis- jöfn þar milli ára. „Árið 2011 gaf ein kartafla óvenju mikla upp- skeru svo að ég varðveitti hana alla og setti niður núna í vor“ sagði Davíð Erlingsson á Broddadalsá. „Alls voru þetta níu grös og undan aðeins einu grasi þessar 8 kartöflur en samanlögð uppskera varð tæp 9 kg.“ Davíð, sem starfaði sem háskólakennari um langt árabil, festi kaup á jörðinni Broddadalsá 1 í fyrrum Broddaneshreppi árið 2003 og hefur síðan gert ýmsar ræktunartilraunir. „Ég hef gert gagnslausar til- raunir með ýmislegt eins og bygg og olíurepju til þess að sjá hvort það heppnaðist“ sagði Davíð, en eins og sjá má myndinni hefur kartöflurækt- unin gengið með miklum ágætum. /AG Mynd / AG Matvæladagur Matvæla- og nær- ingarfræðafélags Íslands (MNÍ) verður haldinn í 20. sinn þriðju- daginn 16. október n.k. á Grand Hótel Reykjavík. Á matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, „FJÖREGG MNÍ,“ fyrir lofsvert framtak á matvæla og/ eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til að benda á vörur eða gott framtak einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni. Umfjöllunarefni dagsins er að þessu sinni matvælaöryggi og neytendavernd. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI mun afhenda Fjöreggið á Matvæladeginum. Tilnefningar á að senda á net- fang Matvæla- og næringarfræða- félags Íslands, mni@mni.is eða á Fjöreggsnefndina fyrir 17. septem- ber næstkomandi. Matvæladagur MNÍ haldinn 16. október: Óskað eftir tilnefningum til Fjöreggsverðlauna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.