Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti LEIÐARINN Það er vægast sagt undarlegt að á sama tíma og talsmenn ríkis- stjórnarinnar hæla sér af því að þykja vænt um náttúruna, þá skuli framkvæmdir þessa sama fólks ganga þvert á yfirlýst mark- mið. Nýjasta dæmið er innleiðing á evrópsku regluverki sem lýtur að ljósaperum. Frá og með 1. september er bannað að flytja inn gömlu góðu glóperuna sem nú er komin á bannlista í Evrópusambandsríkjunum sem stórhættulegt fyrirbæri. Í staðinn skal nota svokallaðar sparperur sem eru þó sérlega umhverfismengandi. Hugmyndafræðin að baki enn einni bannreglugerð ESB er kannski skiljanleg ef miðað er við aðstæður í löndum sem þurfa að búa við reykspúandi orkuver til að fá nauðsynlega raforku. Ört hækkandi verð á jarðefnaeldsneyti og varnir gegn loftmengun veittu þessum hugmyndum brautargengi. Með banni á notkun glóperu ætla ESB- ríkin að draga verulega úr raforku- notkun. Allt er þetta skiljanlegt svo langt sem það nær. Þegar kemur að því að evr- ópska reglugerðin er rekin framan í íslenska pólitíkusa og embættis- menn, virðist hamagangurinn við að innleiða allt mögulegt og ómögulegt regluverk drauma- ríkjasamsteypu ESB hafa gert mönnum alls ómögulegt að draga andann og hugsa pínulítið út fyrir Evrópukassann. Mátti t.d. ekki spyrja sig, hvers vegna væri þörf á að banna glóperur á Íslandi, þar sem næg orka er fyrir hendi. Auk þess sem orkan er framleidd með sjálfbærum hætti í afar vistvænum orkuverum. Nei, blind þjónkun við inn- göngutilraunina í Evrópusambandið virðist í þessu sem mörgu öðru, algjörlega koma í veg fyrir að það megi skoða hvort nauðsynlegt sé að innleiða hugsunarlaust allan þremilinn sem þaðan kemur. Þegar svo skoðað er hvað á að koma í staðinn fyrir glóperurnar, þá lítur málið afar sérkennilega út. Almenningur er nú skikkaður til að kaupa perur sem eru um tífalt dýrari en gömlu góðu glóperurnar. Svo er fullyrt að sparperurnar endist gríðarlega lengi, en það er bara alls ekki einhlítt. Þá kemur að því að farga ónýtum sparperum sem eru uppfullar af kvikasilfri! Hvaða lögregluyfirvald sjálfskip- aðra umhverfisverndarsinna ríkis- stjórnarinnar á að fylgjast með að sparperur í tugþúsundavís skili sér allar í eiturefnaeyðingu? /HKr Grundvallaratvinnuvegir þjóðarinnar hafa fengið vistun í sameinuðu ráðuneyti iðnaðar, viðskipta, sjávarútvegs og land- búnaðar. Þau stjórnvöld sem nú sitja hafa borið á borð röksemdir sínar fyrir breyting- unum. Alltaf má þó deila um tímasetningar eða ástæður fyrir slíkum breytingum og seint verða allir sammála um þau rök. Nýja ráðuneytið hefur semsagt hafið störf og er rétt og skylt að færa þeim sem því stýra árnaðaróskir og óska þeim velfarnaðar í starfi. Að sinni verður ekki gengið lengra í húrra- hrópum, en aðeins drepið hér á örfá atriði sem þessar breytingar geta þýtt og þýða fyrir atvinnuveg okkar, landbúnaðinn. Landbúnaðurinn hefur fyrir það fyrsta ágæta reynslu af því þegar ráðuneyti land- búnaðar og sjávarútvegs voru sameinuð. Bændasamtökin voru ekki á móti þeirri breyt- ingu sem slíkri. Þeirri reynslu hafa verið gerð ítarleg skil í greinargerð sem send var stjórn- völdum í svokölluðu samráði við hagsmuna- aðila við stofnun á þessu nýja ráðuneyti. Af þeirri reynslu má margt læra, sumt reyndist vel og annað miður eins og gengur. Við ferðalok þess ráðuneytis má segja að stórslysin sem þar urðu, áttu sannarlega orsaka sinna að leita utan veggja þess sameinaða ráðuneytis. Það var á meðal stjórnmálamanna sem um breytingarnar véluðu og mótuðu þær. ESB-aðlögun er drifkraftur uppstokkunar Það sama virðist vera að gerast nú. Sú hug- mynd, sem beinlínis virðist vera undirliggj- andi drifkraftur að þessu verki, er að aftengja áhrif hagsmunaaðila og ekki síður að hraða aðlögun Íslands að stjórnkerfi ESB. Á Íslandi hefur í vaxandi mæli verið reynt að tala niður hagsmunasamtök og vinnu þeirra. Neikvæður stimpill er settur á orðið hags- munaðila eða sérhagsmuni. Allir eiga sér samt sérhagsmuni, þannig eru t.d. þingflokkar í eðli sínu sérhagsmunasamtök. Hagsmunasamtök eru ekkert annað en fólk sem hefur valið að vinna sameiginlega að málstað sínum. Saman hafa hagsmunasamtök og stjórnmálamenn það hlutverk að vinna að þjóðarhagsmunum. Við lok dags er það meginmarkmið að sameina fólk og hagsmuni undir merkjum þjóðarhags. Er stórt ráðuneyti lausnin? En er það lausn fyrir atvinnuvegina að hafa stórt ráðuneyti? Er ekki helst hætta á að við þær aðstæður missi menn sjónar af grund- vallaratriðum sem máli skipta? Er ekki alveg eins líklegt að slíkt fyrirkomulag flæki málin? Alvarlegast er að með slíku fyrirkomulagi fjarlægist stjórnmálamaðurinn kjósendur, þ.e. ráðherrann sem ábyrgðina ber. Hann mun oftar en ekki hvorki hafa aðstæður né möguleika til að setja sig inn í mál eða hafa „snerpuna“ til höggva á hnúta sem oft myndast. Nú getur einhver sagt þetta einmitt vera höfuðkostinn, sem sagt að forðast nálægðina og efla faglega afgreiðslu. Kjósandinn hefur þá æ minni tæki- færi til að hafa áhrif á stjórnmálamanninn, ráðherrann, og ekki síst að láta hann standa frammi fyrir gerðum sínum. Að sama skapi getur ráðherra fríað sig meira frá viðkvæmum málum. Þar erum við komin að kjarna málsins. Embættismenn hafa nú meiri ítök og jafnframt mál í hendi sinni, skammta ráðherra hæfilega mikla innsýn, halda málum í helgreipum og hugsa fyrir fólkið, vita hvað því er fyrir bestu, en ekki láta „hagsmunaöfl ráða ferðinni“. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr fólki sem í stjórnarráðinu vinnur, heldur til að draga það fram að þeir sem eru í forsvari í atvinnulíf- inu höfðu hlutverk. Það hlutverk á nú að gera nánast að engu, vegna þess að embættismenn telja sig vita betur. Til viðbótar eru grunn- stofnanir veiktar og fluttar frá grasrótinni. Það er beinlínis í anda ýmissa laga að sam- tökum tiltekinna atvinnuvega, eins og iðnaðar, sjávarútvegs, landbúnaðar og fleiri sé ætluð samvinna við stjórnvöld, að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um framgang atvinnulífsins. Enda er þekkingu á tækifærum eða flöskuhálsum í umhverfi þessara greina fyrst og fremst að finna á vettvangi þeirra. Landbúnaðurinn sundurslitinn Önnur staðreynd sem líka blasir við er að í málefnum landbúnaðar er búið að slíta atvinnuveginn í sundur. Búgreinar eru fluttar í sundur, atvinnuvegur sveitanna, búskapur, nýting hlunninda, ræktun landsins verður veikari á eftir. Nafngiftir verkefna hins nýja ráðuneytis bera þess merki að ekki má nefna grundvallar- atvinnuvegina, iðnað, landbúnað, sjávarútveg eða verslun. Þá vekur ekki síður athygli að markvisst hefur verið gengið framhjá þeim sem hafa unnið að málefnum landbúnaðarins í ráðstöfun á ábyrgðarmiklum verkefnum. Kannski finnst öðrum það vera snilldin ein til að aftengja hin hræðilegu hagsmunasamtök. Skorið á tengslin við fólkið Með þessum breytingum á stjórnarráðinu er hætt við að enn sé gengið í þá átt að skera á tengslin við fólkið sem lifir og hrærist á sjónum og í sveitunum og þekkir best baráttuna við náttúruöflin. Það er ekki tilviljun að illa gengur að afla skilnings hjá stirðri og ósveigjanlegri stjórnsýslu á vaxandi vandamálum. Sem dæmi þá telur stjórnsýslan að ekki sé sannað að álftir valdi tjóni á ökrum eða túnum. Eins er skilningsleysi á að fjölgun á ref geti haft einhver áhrif, - en það er önnur saga. /hb Furðuleg innleiðing Bær septembermánaðar hjá Ferðaþjónustu bænda er Gauksmýri. Gauksmýri er glæsi- legt sveitasetur í fallegu umhverfi, einnig hestamiðstöð og fugla- paradís með fjölbreyttar veitingar og vinalega þjónustu. Gauksmýri er staðsett í Línakradal í Húnaþingi vestra mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gisting er í fallegum herbergjum með og án baðs. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda eru gæðin og fjölbreytnin á Gauksmýri til fyrirmyndar. Gestgjafarnir Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir og annað starfsfólk staðarins leggur sig fram við að veita góða þjónustu og miðla sérþekkingu sinni á íslenska hestinum til gesta. Vel er hugað að aðgengismálum á staðnum sem og umhverfismálum. Gestir finna glögglega tengingu staðarins við hestinn en Gauksmýri er skemmtilega skreytt með hesta – og náttúrutengdum myndum og munum. Lögð er áhersla á að allir sem vilji geti komist í nánari snert- ingu við íslenska hestinn óháð aldri og getustigi, hvort sem það er með því að ríða út eða með því að taka þátt í hirðingu í kringum hestinn. Hestaleiga er opin allt sumarið og styttri hestaferðir með leiðsögn eru farnar fjórum sinnum á dag. Ein lengri skipulögð stóðréttaferð er farin í október en stóðréttirnar í Víðidal eru einstakur árlegur viðburður. Einnig eru í boði hestasýningar fyrir hópa sem fara fram á sýningarvelli sem gestir geta séð yfir frá stórri verönd útfrá veitingasalnum. Gauksmýrartjörn sem er í um 10 min göngufjarlægð frá Gauksmýri er mikil fuglaparadís: „Við endur- heimtum þetta votlendi árið 1999, útbjuggum fuglaskoðunaraðstöðu og lögðum göngustíg niður að henni sem einnig er fær fyrir hjólastóla. Í húsinu má finna kíki og fuglabækur. Fjöldinn allur af fuglum hefur snúið aftur til tjarnarinnar og þar hafa sést u.þ.b. 35 tegundir fugla. Rósin í hnappagati Gauksmýrartjarnar er hinn sjaldgæfi Flórgoði. Við viljum að sem flestir geti notið þessarar fuglaparadísar og öllum sem eiga leið fram hjá Gauksmýrartjörn er velkomið að heimsækja fuglaskoð- unarhúsið“ segir gestgjafinn Jóhann glaður í bragði. Gestir Gauksmýrar taka virkan þátt umhverfisstefnu staðarins: „Við hvetjum gesti okkar til að ganga vel um náttúruna og umhverfið með okkur. Allt sorp er flokkað á staðnum og við förum sparlega með vatn og rafmagn. Við erum líka afar stolt af því að hafa fengið silfurvottun Green Globe fyrir nokkrum árum og yfir því að vera þátttakendur í skógræktar- verkefni Norðurlandsskóga“ segir Jóhann. Auk mýra og fjalllendisins sem Línakradalur státar af er Gauksmýri vel staðsett til skoðunarferða á Norðvesturlandi. Meðal áhugaverðra staða eru Borgarvirki, Selasetur Íslands á Hvammstanga, Hvítserkur, Breiðabólstaður og Kolugljúfur. Þess má geta að Gauksmýri stendur einnig við sögufrægan stað í Grettissögu, Miðfjarðarvatn þar sem Grettir hinn sterki lék ísknattleik aðeins 15 ára gamall og vakti athygli fólks fyrir hreysti sína og atgervi. Á Gauksmýri er stór og bjartur veitingasalur þar sem gestir geta upp- lifað fallegt umhverfið á meðan þeir njóta matarins. Gestgjafarnir leggja mikinn metnað í að bjóða ferska og holla afurð í veitingum sínum, þar á meðal grænmeti úr gróðurhúsum staðarins og heimabakað brauð. Gauksmýri er einnig eini staðurinn á landinu þar sem boðið er upp á daglegt grillhlaðborð á sumrin en húsbóndinn á bænum, Jóhann, grillar glaður fjölda tegunda kjöts og fisks ofan í gesti um 100 kvöld á ári! Gauksmýri er bær mánaðarins BÆR MÁNAÐARINS – SEPTEMBER 2012 Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir á Gauksmýri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.