Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Reynsla ýmissa þjóða af aðild að Evrópusambandinu - sporin hræða: Aðildin hefur víða valdið stórskaða í landbúnaði Á ferðum mínum á fundi og ráðstefnur í fjölmörgum Evrópulöndum hef ég, einkum á seinni árum, kynnt mér þróunina í landbúnaði og fæðuöryggi þjóðanna. Sérstaklega hef ég lagt mig eftir viðtölum við búvísinda- menn og bændur, sbr. grein mína í Bændablaðinu 14. júní, bls. 16, nú í lok ágústmánaðar með viðtölum við fólk frá Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi sem gengu í ESB fyrir sjö árum. Skemmst er frá að segja að miklar breytingar hafa orðið í landbúnaðarframleiðslu þessara landa eftir inngöngu. Hrun í svínarækt Varnarðarorð, t.d. í Ungverjalandi, hafa reynst sannspá, þ.e.a.s. að hinn frjálsi markaður hefur stórskaðað innlenda framleiðslu og afkomu bænda, með nokkrum undantekn- ingum þó. Hjá þessum þjóðum er staðan einna sterkust í Póllandi en þó er svínaræktin þar stórsködduð. Í öllum hinum löndunum er hún hrunin. Inn flæðir svínakjöt, einkum frá Danmörku. Mjólkurframleiðslan virðist standa traustum fótum í Póllandi en hefur dregist mikið saman í hinum löndunum frá 2005. Mest kemur af mjólk og mjólkurafurðum frá Þýskalandi inn á þá markaði. Þannig hefur mjólkurframleiðsla minnkað um 50% í Ungverjalandi. Í Slóvakíu er framleitt mikið af nautakjöti sem er mest flutt út, eink- um til Þýskalands, en það nautakjöt sem landsmenn neyta kemur mest frosið frá Nýja-Sjálandi. Merkileg hagfræði. Ungverji sagði mér að útblástur gróðurhúsalofttegunda einnar breiðþotu á leiðinni frá Nýja Sjálandi til Búdapest væri jafn mik- ill og frá 5000 mjólkurkúm á ári í Ungverjalandi. Bændur eiga í vök að verjast Áður en þessi lönd gengu í ESB héldu aðildarsinnar og talsmenn ESB í Brussel því fram að styrkir myndu tryggja hag bænda þótt vitað væri að þeir fengju mun lægri greiðslur en bændur í aðildarlöndunum 15 sem þá voru í ESB. Þannig var samkeppnis- staða þessara Austur-Evrópuþjóða lakari strax frá fyrsta degi aðildar árið 2005. Reyndin hefur orðið sú að þegar á heildina er litið hefur landbúnaðar- framleiðsla dregist töluvert saman á þessu svæði og eiga bændur í flestum greinum í vök að verjast. Sömuleiðis hefur fæðuöryggi þess- ara þjóða rýrnað, sem kemur sér illa og er varasöm þróun á tímum hækk- andi matvælaverðs í heiminum. Varla bætir þessi þróun atvinnuástandið í þessum löndum, sem er verra en hér á landi. Sporin hræða Sú þróun sem hér hefur verið lýst sýnir að full ástæða er til að hafa áhyggjur af landbúnaðarframleiðslu ef Ísland gengur í ESB. Sporin hræða. Reyndar er allur samanburður ann- mörkum háður vegna algerrar sér- stöðu íslensks landbúnaðar en þessar staðreyndir blasa þó við. Styrkir eru skammgóður vermir og að mínum dómi er þessi eilífi samanburður við Finnland út í hött. Því má bæta við að hin stórauknu milliríkjaviðskipti hafa stuðlað að útbreiðslu búfjársjúkdóma sem ekki voru áður þekktir í þessum löndum. En það er líka mikill vandi sem steðjar að í „gömlum“ aðildarlöndum ESB. Í einu helsta sauðfjárræktar- landi Evrópu, Spáni, fækkar sauðfé nú gífurlega. Mikið hefur verið fjallað um skuldavanda Grikkja en minna hefur borið á þeirri staðreynd að landbúnaður þar er illa staddur eftir þrjá áratugi í ESB og notkun evru sem gjaldmiðils um árabil. Öllum Grikkjum sem ég hef rætt við ber saman um þetta. Svona staðreyndir þurfa að koma fram í því aðildarferðli að ESB sem er í gangi hér á landi, eigi umræðan að teljast upplýst. Dr. Ólafur R. Dýrmundsson er landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu. (ord@bondi.is) Utan úr heimi Verður ákvæði um verndun ræktarlands sett í norsku stjórnarskrána? Varðveisla ræktunarlands er alvörumál. Eitt af meginatrið- unum í stefnu norska Miðflokksins (Senterpartiet), er það að okkur beri að skila jörðinni til næstu kyn- slóðar að minnsta kosti í jafngóðu ástandi og við tókum við henni. Það leggur okkur skyldur á herðar. Möguleikar komandi kynslóða á að eiga aðgang að hreinum (ómeng- uðum) jarðvegi, hreinu andrúmslofti og hreinu vatni standa og falla með því hvernig við umgöngumst þessar auðlindir núna. Í framtíðinni mun framleiðsla matar í Noregi byggjast á því að við umgöngumst jarðveginn af skynsemi á okkar tímum. Í eðli- legu framhaldi af því hefur hópur þingmanna úr fjórum flokkum á Stórþinginu lagt fram frumvarp til laga þess efnis að í Stjórnarskrá Noregs verði ákvæði um verndun ræktunarlands. Norsku stjórnarskránni var síðast breytt árið 1992, þegar bætt var þar inn ákvæði þess efnis að umgangast skuli náttúruauðlindir með fram- tíðarhagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi. Þar var jarðvegurinn ekki nefndur sérstaklega. Þrýstingur á að nýta ræktunarland í Noregi til ýmissa annarra þarfa, t.d. undir vegi og ýmis mannvirki, er mikill um þessar mundir. Land, sem notað er til ræktunar í Noregi er hins vegar hlutfallslega minna en í flestum öðrum löndum sem eðlilegt er að bera það saman við. Aðeins 3% af Noregi eru ræktað land en til samanburðar eru 16% af Noregi frið- að land. Á undangengnum 50 árum hafa 100 þúsund hektarar ræktaðs og ræktunarhæfs lands í Noregi verið teknir til annarra nota. Síðustu fimm ár hafa 1500 hektarar ræktunarlands verið teknir árlega undir aðra notkun á sama tíma og þjóðinni fjölgar jafnt og þétt. Við, sem leggjum fram frum- varp um framangreinda breytingu á stjórnarskránni, teljum að verndun ræktunarlands sé ein mikilvægasta trygging fyrir því að unnt verði að framleiða nægan mat fyrir komandi kynslóðir. /Nationen, 15. júní 2012. Breskir bændur aðþrengdir Sífellt fleiri breskir bændur eru í nauðum staddir vegna streitu og bágrar afkomu. Hið nýjasta í þeim efnum er að kúaberklar hafa komið upp í nautgripum þeirra. Annað áhyggjuefni er seinar greiðslur fyrir afurðir og há leiga fyrir vélar og tæki. Í viðtali við blað- ið Farmers Weekly segir talsmaður samtakanna "Farm Crisis Network" (Hjálparsamtök bænda í neyð) að mikið sé um fregnir af förgun naut- gripa vegna kúaberkla. Þau telja að bæði yfirvöld og fjölmiðlar eigi að veita bágstöddum bændum meiri athygli og stuðning. Efnahag þeirra og heilsufari er nú þannig komið. /Bondebladet 19. júlí 2012. Alþjóða kornráðið (IGC) varar við minnkandi kornbirgðum í heimin- um. Samkvæmt síðustu spá ráðsins stefnir nú í það að birgðir hveitis fari niður í 183 milljónir tonna, sem eru minnstu birgðir þess í fjögur ár. Þurrkar og ójafn vöxtur kornsins endurspeglast í þessari spá um uppskeru á vaxtarárinu 2012–2013. Af einstökum áhrifavöldum hafa þurrkar í Bandaríkjunum haft mest að segja en spáð uppskera hveitis minnkaði þar um 53 milljónir tonna í júlí sl. og er spáð fyrir uppskeru- árið nú 863 milljónir tonna. Það er lækkun um 6 milljónir tonna frá árinu á undan. Jafnframt er því spáð að eftirspurnin aukist um 8 milljónir tonna. Áætlað er að birgðir hveitis í lok uppskeruársins minnki um 14 milljónir tonna og verði 115 milljónir tonna í lok þess. Um mánaðamótin júlí-ágúst sl. spáði landbúnaðarráðuneyti Rússlands því að kornuppskera þar yrði 15–20% minni en á sl. ári en þá var hún 94,2 milljónir tonna og er nú áætluð 80–85 milljónir tonna. Samdrættinum valda miklir þurrkar í landinu sunnanverðu, á Volgusvæðinu og í Vestur-Síberíu. Á fleiri svæðum hefur verið boðaður samdráttur um 10–30%. Landbúnaðarráðuneytið í Moskvu hefur dregið úr áætlunum um útflutn- ing korns á árinu, úr 20 í 16 milljónir tonna. Verð á hveiti hefur hækkað mikið í Rússlandi á árinu en það hefur áhrif á kjötverð og þannig á afkomu almennings. Rætt hefur verið um að leggja skatt á útflutning Rússa á korni. Rússland gekk í Alþjóða við- skiptastofnunina (WTO) í ágúst á þessu ári, en hún leyfir ekki aðildar- löndum sínum að grípa inn í viðskipti við önnur lönd með stjórnvaldsað- gerðum. Framkvæmdastjórn ESB (EU–27) boðaði nýlega nokkurn samdrátt á uppskeru korns á þessu ári, eða um 3,9 milljónir tonna og er hún nú áætluð 280 milljónir tonna. Það er einkum uppskera á byggi og maís sem dregst saman, vegna þurrka, en óbreytt spá er um upp- skeru hveitis. /Landsbygdens Folk, 3. ágúst 2012. Alþjóða kornráðið spáir minnkandi kornbirgðum Þrengingar í finnskri búfjárrækt Verðhækkanir á fóðri í Finnlandi bitna á framleiðslu búfjárafurða þar í landi, m.a. á mjólk og kjöti, að sögn Österbottens Tidning. Formaður Samtaka finnskra bænda, Juha Marttila, varar við skorti á þessum vörum. Í viðtali við veftíðindin Uusi Suomi krefst Marttila þess að hald- inn verði neyðarfundur í finnska þinginu um málið. Hann kallar eftir skýrum samskiptareglum á mat- vælamarkaðnum og segir að tap sé á búrekstrinum vegna þess hve kostnaður við fóðurframleiðsluna hafi hækkað mikið, eða um allt að 40% á milli ára. Formaður lands- samtakanna telur að matvælaverð muni hækka verulega með haustinu. Í Finnlandi hefur það verð, sem neytendur greiða fyrir helstu búvör- ur, lengi verið ákveðið í beinum samningum fulltrúa framleiðenda og neytenda og þar gengið á ýmsu í tímans rás. Að þessu sinni standa framleiðendur, fulltrúar úrvinnslu, flutningastarfsemi og verslunar saman í kröfugerðinni, alls með um 300 þúsund starfsmenn. Því er þess vænst að varnaðarorð formanns bændasamtakanna vegi þungt. Í umræðum um málið hefur það verið dregið fram að aukin eftirspurn sé eftir matvælum í heiminum um þessar mundir en einnig eftir líf- rænni orku sem eldsneyti á vélar. Þá hafa öfgar í veðurfari víða um heim einnig haft áhrif á framboð búvara. Því hefur vaknað sú spurning hvort búast megi nú við matvælaskorti í líkingu við þann sem varð árið 2008. /Landsbygdens Folk, 17. ágúst

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.