Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2012 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins. Hvar varstu í sveit og hvenær? Ég var í sveit á Sökku í Svarfaðardal á árunum 1978-1981, þegar ég var tíu til þrettán ára. Ábúendur og tegund bús? Þorgils Gunnlaugsson móðurbróðir minn og Olga Steingrímsdóttir kona hans bjuggu á Sökku. Ég hafði herbergi uppi í risi hjá afa mínum og ömmu sem þá höfðu brugðið búi, Gunnlaugi Gíslasyni og Rósu Þorgilsdóttur. Á Sökku var þá blandað bú, rúmlega 30 kýr, eitt- hvað á annað hundrað fjár, dálítið af hrossum og hænum, hundar og kettir. Hvað var skemmtilegast við dvölina? Þetta var allt óskaplega skemmti- legt. Samfélagið við margar kynslóðir í móðurfjölskyldunni minni, umgengnin við skepnurnar – ég kunni ættartölur allra kúnna í fjósinu aftur á bak og áfram – útiveran, veiðiskapurinn niðri í Saurbæjartjörn þar sem ég fékk fyrsta fiskinn minn og þannig væri hægt að telja nánast endalaust. Hvað var erfiðast við dvölina? Í upphafi var ég seinn til verka, óskipulagður og kannski bara hreinlega latur. Frændfólk mitt kenndi mér að vinna og finna rösk- leikann sem leyndist þarna einhvers staðar innra með bókabéusnum og sveimhuganum. Það tók svolítið á í byrjun, en ég verð alltaf þakk- látur fyrir þá lexíu. Svo var ég næstum því dauður úr hræðslu í hvert skipti sem ég var beðinn að kveikja á súgþurrkunarmótornum – mér fannst hávaðinn frá honum mjög ógnvekjandi. Hvaða verk voru á þinni könnu? Ég sótti kýr og skilaði þeim aftur í hagann kvölds og morgna, sá um að halda fjósinu hreinu og aðstoðaði við fjósverkin með júgurþvotti og fleira stússi. Þetta voru föstu skyld- urnar, en maður gat aðstoðað við margt annað, allt frá sendiferðum og snatti upp í að reyna kraftana við að tína grjót úr flagi Geturðu nefnt eftirminnileg atvik? Ég átti í sérstöku sambandi við góða mjólkurkú sem hét Rauðskinna. Hún lenti einu sinni í lífsháska; kýrnar voru aðeins of ákafar að komast í grængresið í haganum og tróðust of margar í einu yfir mjóa brú, með þeim afleiðingum að Rauðskinna svamlaði í fram- ræsluskurðinum með silungunum. Ég hljóp eftirminnilegt spretthlaup til að sækja hjálp og Rauðskinna var hífð á land með ámoksturs- tækjum Ford-dráttarvélar. Í annað skipti hagaði Rauðskinna sér ein- kennilega; gekk í hringi í haganum og vildi ekki koma heim. Ég þurfti að taka utan um hálsinn á henni og leiða hana heim, því hún rásaði alltaf til vinstri og stefndi beint út í skurð. Þegar heim var komið var þar staddur frændi okkar, læknir, sem greindi skepnuna með heila- blóðfall. Kusa náði sér aftur á strik og ég taldi mig sérstakan bjarg- vætt þessa kostagrips. Börnunum mínum þykja sögur af Rauðskinnu frábært skemmtiefni fyrir svefninn. Skildi dvöl þín í sveitinni eitthvað sérstakt eftir sig? Ég elska Svarfaðardal og það er algjört sáluhjálparatriði að komast þangað að minnsta kosti einu sinni á sumri – og helst miklu oftar – til endurfunda við fólk og náttúru. Konan mín segir að á ferðalögum um landið þurfi að byrja á að vera nokkra daga í Svarfaðardal því að annars sé ég óþolandi eirðarlaus að komast þangað. Það spillir ekki fyrir að systir mín hefur tekið við sumarbústaðnum sem foreldrar okkar byggðu í landi Sökku og við erum þar alltaf aufúsugestir. Það er líka alveg ómetanlegt fyrir borgar- barn að fá innsýn í sveitastörfin. Sú reynsla mín átti þátt í að sannfæra mig um mikilvægi landbúnaðarins, þótt ég hafi lengi verið ósammála því hvaða rekstrarumhverfi honum er búið á Íslandi. /fr Ólafur Þ. Stephensen. Sendur í sveit Ferðaþjónustan fær högg á högg ofan Gistináttaskattur ríkisstjórnar- innar var lagður á hvert útselt hótelherbergi hverja nótt allt árið um kring frá og með síðustu áramótum. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur löngum verið talin hafa horn í síðu atvinnu- reksturs, samanber atlöguna að sjávarútveginum og andúðina sem stafar frá stjórnarráðinu til land- búnaðarins. Ferðaþjónustan mátti því búast við höggi frá ríkisstjórn- inni en það er eins og stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstrar sem hvort tveggja í senn skapar útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi á lands- byggðinni. Síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Vinnur gegn frekari uppbyggingu Þegar kreppan skall á var það ferða- þjónustan ásamt hinum grunnat- vinnuvegunum tveim, landbúnaði og sjávarútvegi, sem skipti sköpum í efnahagslegri viðreisn landsins. Einyrkjabúskapur er algengur í ferðaþjónustunni, einkum á lands- byggðinni, þar sem einstaklingar og fjölskyldur hafa byggt upp atvinnu- rekstur af krafti og áræðni. Það eru kaldar kveðjur sem ríkisstjórnin sendir þessari atvinnugrein með því að hækka álögurnar og setja þar með rekstrargrundvöllinn í uppnám. Landsbyggðin verður sérstaklega hart úti vegna skattahækkunarinnar. Eftir því sem dýrara verður að gista hér á landi er líklegra að gistinóttum fækki hjá hverjum og einum ferða- manni. Gisting á landsbyggðinni verður harðar úti í þeim niðurskurði en hótel og gistiheimili á höfuðborgar- svæðinu, þar sem gistinóttum utan höfuðborgarsvæðisins fækkar fyrst hjá ferðamönnum – áður en þeir klípa af gistingu næst millilandaflugvellinum. Skattahækkunin mun stuðla að aukinni svartri atvinnustarfsemi, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að námsmenn fái ekki húsnæði vegna þess að íbúðir sem áður hafi verið leigðar þeim séu fráteknar fyrir ferðamenn. Athuganir samtaka í ferðaþjónustu benda til að svört atvinnustarfsemi blómstri einmitt á þessum vettvangi, þar sem almennt íbúðarhúsnæði er leigt út. Framsókn hafnar skattahækkunum á ferðaþjónustuna Íslensk ferðaþjónusta er í harðri, alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn verður landið dýrara heim að sækja og ferða- mönnum mun fækka. Það hefur bein áhrif á greinina í heild sinni; veit- ingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkis- sjóðs. Skattahækkun getur auð- veldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsóknarflokkurinn telur ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýna að ríkisstjórn- in sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt og sérstaklega þegar kemur að atvinnulífi á landsbyggðinni. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka hlýtur það að verða for- gangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjón- ustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verð- ur að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkis- stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Framsóknarflokksins Ásmundur Einar Daðason Kátir voru karlar Flóamenn urðu all forvitnir er þeir flettu síðasta Bændablaði. Þar er fyrirsögn á aðsendri grein „Kátt er í Flóanum“. Margir héldu að nú væri hreppsnefndin eða kven- félögin að blása til einhverrar upp- ákomu eða skemmtilegheita en sú var ekki raunin. Hér hafði þá vakn- að af þyrnirósarsvefni, sem staðið hefur í fjóra mánuði, herra Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda (LK). Flóamenn eru yfirleitt kátir og hressir og skemmtilegt fólk, því fyrisögnin góð hjá framkvæmda- stjóranum, en hjá Flóamönnum tíðkast ekki að snúa út úr því sem þeir heyra og lesa. Grein Baldurs á að vera ein- hverskonar svar við greinarstúf sem Bændablaðið birti eftir mig í apríl síðastliðnum. Þar setti ég fram smá athugasemdir við störf og ályktanir LK en þá var nýafstaðinn aðalfundur þess sem haldinn var á Selfossi. Baldur segir að rúmlega þúsund manns séu skráðir hjá aðildarfélög- um LK, hann reynir að réttlæta að utanfélagsmenn, sem eru kannski 500 til 600, séu látnir greiða árgjald og líkir því við greiðslur bænda til Bjargráðasjóðs. Merkilegt er að hann skuli ekki þekkja til hvers sá sjóður er ætlaður. Bjargráðasjóður er nokkurs konar trygging fyrir bændur sem verða fyrir skaða og tekjumissi á einhverjum þeim sviðum sem tryggingafélög taka ekki að sér að bæta, hér er t.d átt við skaða af kali í túnum, árflóðum og öðrum nátt- úruhamförum og svo ef búfé drepst í stórum stíl af slysförum og fleira. Baldur segir að sumir bændur ætli ekki að sækja um úr Bjargráðasjóði, en auðvitað ætlar enginn að verða fyrir skaða eða slysi. Það er tvennt ólíkt að greiða gjald til svona trygg- ingasjóðs eða frjálsra félagasamtaka sem maður hefur aldrei skráð sig í. Að draga lappirnar Þegar ég tala um að LK dragi lappirnar í ræktunarstarfinu á ég við þær ályktanir og samþykktir sem frá félaginu koma en ekki ein- staka bændur. Auðvitað eru innan LK margir góðir og áhugasamir ræktendur. Þar er líka fjöldi góðra bænda sem er algjörlega á móti allri blöndun á okkar kúastofni, það varð ég mjög var við eftir greinaskrif mín í vor. Gott væri fyrir framkvæmdastjór- ann að lesa blað útskriftarnemenda frá Hvanneyri nú í vor. Þar eru þeir spurðir um hug sinn til blöndunar á kúastofninum og næstum hver ein- asti er henni andvígur. Mættuð þið hjá LK líta til þess hvað ungt fólk í landbúnaði vill í þessum efnum. Á síðasta vetri kom svipaður vilji fram hjá ungbændum þessa lands. Framkvæmdastjórann undrar að ég skuli ekki vera hrifinn af ályktun þeirra um eflingu ræktunarstarfsins, sem fram kom á Selfoss-fundinum. Það vitum við báðir að LK hefur ekki oft ályktað um kynbætur og ræktun á íslenska kúastofninum. Stjórn og framkvæmdastjóri hafa oftar ályktað um óskir sínar um að fá hingað nýtt kúakyn en á síðasta aðalfundi setur LK fram tillögu sem byrjar ágæt- lega, þeir segjast vilja auka áhuga bænda á ræktunarstarfinu og færa margt til betri vegar. En þeir eru svo heillum horfnir að þeir geta ekki á sér setið en að gera ályktunina mark- lausa um leið, með því að hnýta aftan við að þeir ætli að gera umbæturnar með innspýtingu á innfluttu erfða- efni og þar með að eyðileggja hinn hreina, íslenska kúastofn. Þarna sýndu þeir enn einu sinni hvar áhugi þeirra liggur. Heyrst hefur að þeir sem að þessari innspýtingarályktun stóðu hafi farið kampakátir heim af aðalfundi, hróðugir yfir að geta laumað ósómanum aftan við annars ágæta tillögu án þess að þorri fundar- manna fengi neitt um það að segja. Vonandi nær slík ályktun aldrei fram að ganga. Að lokum óska ég Baldri Helga alls hins besta og vona að hann verði ekki síður farsæll ræktandi á íslensk- ar kýr en faðir hans er og hefur verið. Geir Ágústsson Gerðum Flóahreppi Ég var í sveit á Sökku í Svarfaðardal STÓRÓLFSVÖLLUR Í RANGÁRÞINGI Til sölu er um 212 hektara spilda úr jörðinni Stórólfsvelli í Rangárþingi eystra. Landið, sem er að stærstum hluta ræktuð tún liggur sunnan Suðurlandsvegar, skammt vestan við þéttbýlið á Hvolsvelli. Túnin hafa alla tíð verið alfriðuð fyrir beit. Þarna er fallegt útsýni m.a. til Heklu, Eyjafjallajökuls og Vestmannaeyja. Nánari upplýsingar og myndir á www. Fannberg.is. Óskað er eftir tilboðum í eignina. FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028 Guðmundur Einarsson löggiltur fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur TOP N+ ... betra gler Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Gasfyllt gler, aukin einangrun. Þekking - Gæði - Þjónusta

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.