Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 06.09.2012, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201212 Fréttir Vottunarstofan Tún hefur stað- fest að Mjólkurbúið Kú ehf. í Hafnarfirði uppfylli reglur um framleiðslu á lífrænum ostum. Vottorð þessa efnis var formlega afhent í mjólkurvinnslu félags- ins í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. ágúst. Mjólkurbúið Kú ehf. er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostafram- leiðslu hér á landi. Með vottun Túns er staðfest að lífrænir ostar sem vinnslustöðin framleiðir byggi á vottuðum líf- rænum hráefnum, sem haldið er aðgreindum frá öðrum hráefnum á öllum stigum allt frá móttöku hrámjólkur til pökkunar á ostunum. Einnig er staðfest að aðferðir við meðhöndlun og geymslu lífrænnar mjólkur samræmist reglum um líf- ræna framleiðslu, að við ostagerðina séu eingöngu notuð leyfileg íblönd- unar- og hjálparefni; og að gæða- stjórnun, skráningar og merkingar fyrirtækisins uppfylli settar kröfur. Mjólkurbúið Kú ehf. Mjólkurbúið Kú ehf. var stofnað árið 2009 og hóf framleiðslu ári síðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í ostafram- leiðslu og framleiðir nú átta tegundir af mygluostum. Nýjasta tegundin er lífrænn mygluostur, sem nefndur er Glaðningur og hefst markaðssetning á honum nú þegar. „Þetta hefur gengið vonum framar,“ segir Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri og einn af stofn- endum fyrirtækisins. „Við höfum byggt þetta upp smátt og smátt með miklu eigin fé og skuldar fyrirtækið því mjög lítið. Félagið skilaði í fyrra, eftir fyrsta starfsárið og fyrir fjár- magnsliði og afskriftir, um 12 millj- ónum króna í hagnað.“ Starfsmönnum hefur verið fjölgað úr 5 í 7 vegna aukinna umsvifa. Segir Ólafur stefna í að mjólkurbúið Kú muni nýta um eina milljón lítra af mjólk í ostaframleiðslu sína á þessu ári. Vantar meiri lífræna mjólk „Við kaupum alla mjólkina af Mjólkursamsölunni, einnig lífrænu mjólkina sem flutt er til okkar í sér- stökum tönkum, en sú mjólk kemur frá Finnastöðum í Eyjafirði,“ segir Ólafur. Einungis þrír íslenskir mjólkur- framleiðendur framleiða enn sem komið er lífræna mjólk. Það eru Búland í Austur-Landeyjum, Finnastaðir og Neðri-Háls í Kjós. Búið á Neðra-Hálsi (Bio-Bú) er lang stórtækast í framleiðslu á lífrænum afurðum úr mjólk. Segir Ólafur mikinn skort á líf- rænni mjólk á markaðnum því fyrir- tæki hans fái aðeins brot af þeirri líf- rænu mjólk sem það gæti framleitt úr. Kú ehf. sé þannig einungis að fram- leiða úr um 1.000 til 1.200 lítrum af lífrænni mjólk á viku en gæti hæg- lega annað framleiðslu úr 100.000 lítrum á mánuði. Telur hann ákveðið skilningsleysi vera fyrir hendi hjá stjórnvöldum og einnig skorti hvata fyrir bændur til að framleiða lífræna mjólk undir mjög ströngu eftirliti. Þetta sé bagalegt þar sem bæði hér á landi og erlendis aukist stöðugt eftir- spurn eftir lífrænum vörum. „Ég tel að í lífrænu framleiðslunni geti legið talsverð útflutningstæki- færi þar sem íslenska mjólkin er mjög sérstök. Með lífrænni vottun getum við fengið hátt verð og vaxandi eftir- spurn er á erlendum mörkuðum.“ Þar horfir Ólafur m.a. til framleiðslu á lífræna ostinum Glaðningi. Með aukinni lífrænni mjólk ætti að vera hægt að stórauka framleiðsluna og hafa menn þegar velt fyrir sér erlendu nafni á ostinn, m.a. nafninu „Happy – Organic", en ekkert hefur þó enn verið ákveðið. Segir Ólafur að sérstaklega sé horft til þess að framleiða osta sem engir aðrir eru að framleiða. Þannig komist menn hjá því að níða skóinn- hver niður af öðrum í þessum geira. Enda sé engin ástæða til þess, þar sem mikil tækifæri liggi í að auka fjölbreytni í framleiðslu á lífrænum afurðum. Lífræn framleiðsla á Íslandi Gunnar Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Túns segir að Mjólkurbúið Kú ehf. sé fjórða mjólkurvinnslustöðin sem hlýtur vottun til lífrænnar framleiðslu hér á landi frá upphafi og fyrsta sérhæfða ostagerðin sem fær slíka vottun. Fyrirtækið Biobú ehf. hefur þó um nokkurt skeið framleitt vottaðar líf- rænar afurðir sem flokkast undir osta, þ.e. rjómaost og skyr. Vottaðar lífrænar afurðir og nátt- úruafurðir hafa þá sérstöðu á mark- aði að allur ferill þeirra, frá ræktun eða söfnun hráefna til pökkunar í neytendaumbúðir eða afhendingar í lausu, er undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vottunarstofu sem fylgist með því að uppruni og meðferð afurð- anna sé í samræmi við alþjóðlegar og íslenskar kröfur um lífræna fram- leiðslu. Vottunarstofan Tún hóf vottun lífrænna afurða á Íslandi árið 1996 og í Færeyjum árið 2006. Á þessu tímabili hafa yfir 100 fyrirtæki og bændur hlotið vottun til lífrænnar framleiðslu hér á landi. Auk þess vottar Tún nú framleiðslu fyrirtækja á náttúruvörum og aðföngum til líf- rænnar framleiðslu. /HKr. Mjólkurbúið Kú ehf. í Hafnarfirði: Fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu –Fjórða mjólkurvinnslustöðin hérlendis frá upphafi sem fær lífræna vottun Umhverfisverðlaun Árborgar 2012 voru afhent á dögunum. Matvælastofnun á Selfossi fékk verðlaun sem snyrtilegasta fyrir- tækið í Árborg. Jón Gíslason forstjóri tók við við- urkenningunni en Matvælastofnun hafði áður fengið sömu verðlaun á árinu 2008. /MHH Matvælastofnun snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg Jón Gíslason forstjóri Matvælastofnunar á Selfossi tók við viðurkenningu fyrir snyrtilegasta fyrirtækið. Með honum á myndinni er Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar. Mynd / MHH Sunnudaginn 2. september útnefndi Skógræktarfélag Íslands Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn. Tré ársins er að þessu sinni gráösp (Populus x canescens) sem stendur við Brekkugötu 8 á Akureyri. Tréð er blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Gráösp er sjaldgæf hér á landi en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu, Vestur-Asíu og Suður- Rússlandi. Uppruni þessa tiltekna trés er á reiki en talið er að það hafi verið gróðursett um miðjan fjórða áratuginn. Við athöfnina fluttu Magnús Gunnarsson, formaður Skóg- ræktarfélags Íslands og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri ávörp. Þá veitti Magnús Sigríði Maríu Hammer og Páli Steindóri Steindórssyni, eigendum trésins, viðurkenningu og leikin var létt tónlist við athöfnina. Það er Skógræktarfélag Íslands sem útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. Myndarleg gráösp á Akureyri er „Tré ársins 2012“ Rannveig Guðleifsdóttir verkefnastjóri Vottunarstofunnar Túns afhendir um lífrænu vottunina. Mynd /Örn Smári Gíslason Starfsmaður fyrirtækisins hrærir í ostakari. Mynd /HKr. Glaðningur er lífrænn hvítmygluost- Öðlingur hefur einnig slegið í gegn á markaðnum. Mynd /HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.