Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 20124 Fréttir Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi: Verið að umbylta þjóðfélaginu á pólitískum gerningavetri - sagði Örn Bergsson, formaður LÍ m.a. í harðorðri skýrslu stjórnar „Því miður virðast þau stjórnmálaöfl, sem nú fara með völd í landinu, vera einbeitt í að nýta takmarkað pólitískt umboð sitt til að umbylta þjóðfélaginu. Stjórnarráðinu er umturnað og lagasetningarvaldi grímulaust beitt í þágu hugsjóna þeirra sem ráða þar ríkjum. Meira að segja skal bylta allri stjórnarskránni án þess að um slíkt sé sköpuð nokkur sátt í þjóðfélaginu. Í svona umróti höfum við verk að vinna og þurfum að leggja okkar af mörkum til þess að land og þjóð komi heil undan þessum pólitíska gerningavetri, “ Þetta sagði Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), í lokaorðum í skýrslu stjórnar á aðalfundi samtakanna fimmtudaginn 16. febrúar. „Þjóðareign“ marklaust hugtak í stjórnarskrártillögum Örn Bergsson skaut föstum skotum í sinni ræðu og vék m.a. að drögum Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og lýsti eindreginni andstöðu við að þau yrðu borin óbreytt undir þjóðaratkvæði. Landeigendur mótmæli því að náttúruauðlindum sé komið fyrir í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og enginn greinarmunur gerður þar á sjávarauðlindinni annars vegar og hins vegar öðrum auðlindum sem nú séu háðar fullum eignarrétti að lögum. Hugtakið „þjóðareign“ sé marklaust í þessu samhengi. Þjóðin geti aldrei verið skráður eigandi auðlinda heldur fari ríkið lögum samkvæmt með umboð þjóðarinnar varðandi eignarhald landa og landsréttinda sem ekki séu háð einkaeignarrétti. Fráleitar hugmyndir umhverfisráðherra Formaður LÍ gagnrýndi umhverfisráðuneytið harðlega fyrir að vera að „breytast í bákn“ sem endalaust væri að undirbúa laga- og reglugerðarbreytingar „sem allar hníga í þá átt að allir skapaðir hlutir verði bannaðir eða háðir leyfisveitingum sem Umhverfisstofnun verði heimilt að taka gjald fyrir.“ Hann vísaði þar ekki síst til fyrirhugaðra breytinga á lögum um náttúruvernd og til fyrirhugaðs banns við veiðum á fimm tegundum svartfugls: „Það er algjörlega fráleitt að banna alla nýtingu á svartfuglshlunnindum meðan ríkisvaldið sinnir ekki lögboðnum skyldum við að halda varginum sem öllu eyðir í skefjum. Þar á ég að sjálfsögðu við mink og tófu.“ Stjórnin endurkjörin Stjórn Landssamtaka landeigenda var endurkjörin á aðalfundinum. Hana skipa: Örn Bergsson á Hofi í Öræfum, formaður; Guðný Sverrisdóttir á Grenivík, Sigurður Jónsson í Eyvindartungu, Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi og Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu. Frá aðalfundi Landssamtaka landeigenda. Myndir / HKr. Örn Bergsson. Mývatn Open 2012 - Í níunda sinn á Stakhólstjörn 9. og 10. mars Hið feykivinsæla hestamót Mývatn Open - Hestar á ís verður haldið helgina 9. og 10. mars. Það eru Hestamannafélagið Þjálfi og Sel-Hótel Mývatn sem standa að þessum viðburði. Ásdís Erla Jóhannesdóttir á Sel-Hótel Mývatni segir að þetta sé níunda árið í röð sem mótið er haldið á Stakhólstjörn. Hestamannafélagið Þjálfi býður í reiðtúr út á frosið Mývatn á föstu- deginum og er öllum hjartanlega velkomið að taka þátt sér að kostn- aðarlausu. Sel-Hótel Mývatn býður knöpum upp á samlokur og heitt kakó úti í eyju. Síðan hefst móts- haldið á laugardeginum og endar með hestamannahófi á Sel - Hótel Mývatni um kvöldið. Ásdís segir að hesthúsapláss hafi ekki verið vandamál hingað til og muni Marinó sem er með síma 896- 0593 aðstoða gesti að hýsa hestana. Skráningar hefjast sunnudags- kvöldið 4. mars og standa til mið- vikudagskvölds 7.mars á netfang- inu birnaholmgeirs@hotmail.com. Dagskrá Föstudagur 9. Mars: Kl. 16:30 - 18:30 Hópreið um Mývatn (allir velkomnir). Laugardagur 10. mars Kl. 10:30 Tölt B Ekkert aldurstakmark. Kl. 13:00 Tölt A, Stóðhestakeppni. Skeið. Verðlaunaafhending yfir kaffihlaðborði í Selinu. Kl. 19:30 Húsið opnar fyrir stemmingu kvöldsins. Videosýning frá afrekum dagsins á breiðtjaldi. Kl. 20:30 Hestamannahóf - öllum opið. Kl. 23:30 Kráarstemning og lifandi tónlist fram á nótt. Skráningargjald er kr. 3.500,- og er borgað á staðnum í síðasta lagi klukkutíma áður en keppni hefst. Vegleg verðlaun í boði (nánari uppl. verða á www.thjalfi.i123.is). Raforkusala um sæstreng til útlanda gæti reynst Íslendingum dýrkeypt: „Við skulum vara okkur á fagurgala um mikla auðsæld" - sagð Haraldur Benediktsson formaður BÍ við setningu Búnaðarþings 2012 Breytingar urðu á skipan dýralæknaþjónustu þann 1. nóv. sl. Þegar hafa komið fram ýmis vandkvæði, annars vegar erfiðleikar með að manna umdæmi þjónustudýralækna (Vesturland, Húnavatnssýslur, Austurland) og hins vegar of stór vaktsvæði og erfiðleikar með að veita þjónustu í tíma m.t.t. velferðar dýra og hags- muna bænda og annara dýra- eigenda. Dýralæknafélag Íslands hefur bent á mikilvægi þess að treysta sólarhringsþjónustu í öllum umdæmum á þann hátt að vaktir verði a.m.k. tvískiptar (samstarf tveggja eða fleiri dýralækna) og að þjónustusvæði verði ekki það stór að viðbragðstími verði óhóflegur. Til þess að taka stökkið úr einmenningshéraði yfir í tví- menningshérað þarf hins vegar að auka föst verkefni dýralækna á svæðinu og það verður ekki gert nema með ákveðnum vel- vilja hjá búnaðarsamböndum, BÍ og öðrum hagsmunaaðilum. Ungir dýralæknar leggja áherslu á að geta átt reglubundinn frítíma með sínum fjölskyldum og eru almennt ekki tilbúnir að vera á samfelldri sólarhringsvakt mánuðum saman í einmenningsumdæmum. Dýralæknar benda á að algengt er að dýralæknar, frjótæknar, ráðunautar og örmerkingarmenn aki hver á eftir öðrum um sveitir landsins og að þarna hljóti að vera svigrúm til hagræðingar; bændum og neytendum til hags- bóta. Í þessu sambandi er m.a. bent á góða reynslu Norðmanna af því að samþætta dýralæknaþjónustu og nautgripasæðingar í dreifbýli. DÍ harmar þann misskilning að vandkvæði við mönnun þjónustu- svæða séu vegna óhóflegra launa- krafna dýralækna. Hins vegar er bent á að samningar vegna vakta- greiðslna hafa verið lausir í tvö ár, DÍ hefur ítrekað óskað eftir því að gengið yrði til samninga um málið. Varðandi tillögur Búnaðarþings um aukinn aðgang bænda að dýra- lyfjum bendir DÍ á að slíkt gengur þvert á þau regluverk sem Ísland hefur tekið upp skv. EES samningi og tryggja eiga hreinleika afurða. Lyfja- og Matvælastofnun hafa strangt eftirlit með notkun og dreifingu dýralyfja, útflutningur íslenskra landbúnaðarafurða sem og dreifing á innanlandsmarkað er háður því að notkun dýralyfja sé samkvæmt gildandi reglum. Í Evrópu og víðar er talsverð umræða um lyfjamengun afurða og mikilvægi þess að lyfjameng- aðar afurðir berist ekki á borð neytenda. Að mati DÍ er farsælla að BÍ leiti leiða til að tryggja nær- þjónustu dýralækna í öllum landbúnaðarhéruðum. Bent er á þann möguleika að óska eftir aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga til samstarfs við BÍ, Dýraverndarsamband Íslands og DÍ. Nú líða bæði skepnur og eig- endur þeirra fyrir vanda sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. DÍ treystir því að Bændasamtökin beiti sér í þessu brýna hagsmuna- máli umbjóðenda sinna. Guðbjörg Þorvarðardóttir Formaður Dýralæknafélags Íslands Dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum - Velferð dýra, hagsmunir bænda og annara dýraeigenda Guðbjörg Þorvarðardóttir. Haraldur Benediktsson kom inn á orkumál og sjálfbærni landbúnaðarins í þeim efnum í setningarræðu sinni á Búnaðarþingi 2012. Sagði hann að Bændasamtökin og Landbúnaðarháskóli Íslands fetuðu þar sameiginlega af stað á spennandi slóðir orkuframleiðslu. „Í landbúnaði eru óteljandi möguleikar og spennandi tækifæri til framleiðslu á orku. Hvort sem við erum að tala um að breyta lífrænum úrgangi í gas, nýta orku úr hálmi, nýta vindinn, varmann í loftinu, lághitasvæði eða fallorku vatnsaflsins. Meira að segja grasið getur orðið að dýrmætu eldsneyti með hjálp okkar rafmagns. Mykja og moð er kannski grunnur að orkusjálfbærni Íslands? En mestu sóknarfæri okkar felast í því að læra að fara vel með þá orku sem við notum í dag. Sú vinna skilar arði næstum samdægurs. Í þessu ljósi eru orkumál á dagskrá Búnaðarþings.“ Raforkusala um sæstreng Haraldur kom líka inn á einn þátt í umræðunni um orkumálin, sem lítill gaumur hefur verið gefinn að hér á landi. Landsvirkjun hefur viðrað hugmyndir um að flytja raforku um sæstreng til útlanda. Þar var í upphafi einkum rætt um að selja um neðansjávarstreng þá umframorku sem nú streymir um orkukerfi landsins engum til gagns, og fá fyrir hana gott verð. Nýverið voru þó viðraðar hugmyndir í fréttum Stöðvar tvö um að Landsvirkjun nýti fjölda nýrra virkjana til að framleiða orku sem seld yrði um streng til útlanda. Allt hljómar þetta vel út frá sjón- arhóli Landsvirkjunar til að hámarka þannig hagnað fyrirtækisins ríkis- sjóði til hagsbóta. Minna er þó rætt um afleiðingarnar. Með sölu á raforku um sæstreng til útlanda væru Íslendingar að setja sín orkumál undir skilyrði EES samninga sem bannar að mismuna viðskiptavinum. Það þýðir að orkuverð til almennra raforkunotenda á Íslandi myndi stórhækka eins og reynsla Norðmanna virðist sýna. Norðmenn lögðu kapla til Þýskalands og Hollands og til að uppfylla sölusamninga hafa þeir m.a. þurft að kaupa raforku inn á hringrásarkerfið frá Svíþjóð. Um þessa hættu sagði Haraldur í ræðu sinni: Vörum okkur á fagurgala „Spurningin er ekki alltaf um frelsi eða höft. Heldur miklu oftar um skipulag og það markmið að nýta landsins gæði sem best og til hagsældar. Nú hefur til dæmis ekki farið fram mikil umræða um hugsanlegar afleiðingar þess ef hugmyndir um útflutning á raforku um sæstreng verða að veruleika. Við það gjörbreytist allt viðskiptaumhverfi hér á landi með raforku. Við skulum vara okkur á fagurgala um mikla auðsæld í kjölfarið því afleiðingin fyrir okkur hér heima, heimili og fyrirtæki, getur orðið gríðarleg.“ /HKr. Haraldur Benediktsson formaður BÍ við setningu Búnaðarþings 2012.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.