Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 „Ég er stoltur af starfi bænda og aðlögunarhæfni landbúnaðarins sem við þessar aðstæður sýnir styrk sinn. Ég er stoltur af því að vera í forsvari atvinnugreinar sem getur átt svo mikil tækifæri og hefur sann- að gildi sitt. Bændur gera Ísland að ríkara og betra landi að lifa og starfa í," sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, m.a. í ræðu sinni við setningu Búnaðarþins 2012. „En fyrst og fremst er það hlutverk okkar sjálfra að skapa vöxt og sýna möguleikana. Það er erfitt verk. Við þróum ekki landbúnaðinn til vaxtar – við stækkum ekki landbúnaðinn án samstarfs við umhverfi okkar. Landbúnaðurinn getur skapað vöxt og störf sem land okkar þarfnast nú eftir efnahagshrunið. Ég segi líka að við þurfum að vera sýnilegri. Við þurfum að segja frá því ævintýri sem landbúnaðurinn er og getur verið. Beinharðar hagtölur og staðlaðir þjóð- hagsreikningar eru ágætir að segja ákveðna sögu. En til er frásögn af öðru ævintýri. Íslenski landbúnaðarklasinn – samsettur af bændum og þeim fyrir- tækjum öllum sem með einhverjum hætti byggja tilveru sína á starfi bónd- ans er miklu stærri en okkur er tamt að hugsa um. Tólf þúsund störf eru með beinum hætti tengd landbúnaði, en ef dýpra er skoðað má áætla að störfin séu mun fleiri. Hér er því slegið fram að hlutur okkar í íslensku atvinnulífi sé miklu nær því að vera um fimmtán þúsund störf og 130 milljarða velta á ári. Það munar um minna." Sóknartækifæri „Hver eru sóknartækifærin sem liggja við götu okkar? Ég nefni hér nokkur þeirra: Aukum framleiðslu á mat- vælum. Búum okkur undir að framfylgja stefnumörkun stjórnvalda um að auka inn- lenda matvælaframleiðslu fyrir árið 2020. Við flytjum of mikið inn af mat sem við gætum framleitt hér á landi. Flytjum meira af framleiðslu á korni til landsins, sækjum fram með framsækna og fjöl- breyttari jarðrækt. Landbúnaðurinn getur skipt sköpum í að auka sjálfbærni landsins með eigin elds- neytisframleiðslu. Við erum á krossgötum í orkumálum og víðast hvar um heiminn leika bændur þar stórt hlut- verk. Innan núverandi búgreina liggja spennandi tækifæri á markaði, með sérhæfingu, fjölbreytni og meiri gæði að leiðarljósi. Við eigum skóga sem skila okkur vaxandi verðmætum. Íslenski hesturinn á mikla möguleika enda þekktasti Íslendingurinn í víðri veröld. Tækifæri liggja í minkarækt. Ferðaþjónusta bænda, sem á árinu fékk útflutnings- verðlaun Forseta Íslands, er tákn um glæsilegan árangur – til hamingju íslenskir ferða- þjónustubændur. Þið hafið sýnt hvernig hægt er að nýta tækifærin. Af þessari upptalningu sést að tækifærin byggjast á íslensku bújörð- inni. Bújörðin er ein af auðlindum þessa lands. Umgjörðin um hana þarf að vera sterk og að sama skapi þarf umgjörð um landbúnaðinn að vera skýrt mótuð og horfa til langs tíma. En við fjölgum ekki störfum í land- búnaði eða aukum verðmæti hans með sama viðhorfi og verið hefur undan- farin mörg ár, sem nefna má hugarfar tómlætis eða sinnuleysis. Vísbendingar eru um að efna- hagur bænda sé að styrkjast á nýjan leik. Samkvæmt tölum lánastofnana lækka nú heildarskuldir bænda. Það og góð sala á afurðum byggir á nýjan leik upp kraft til að halda áfram. En ég geri samt ekki lítið úr vanda þeirra sem glíma við afleiðingar hrunsins. Mörg önnur merki eru í umhverf- inu sem benda til þess að þegar á þessu ári geti bændur stuðlað að aukinni fjárfestingu og umsvifum í íslensku atvinnulífi. Mig langar að segja ykkur frá nýlegri viðhorfskönnun Capacent, þar sem þau ummæli voru m.a. höfð um bændur að þeir væru harðduglegt fólk, sem er góður vitnisburður um viðhorf til íslenskra bænda. Fólkinu sem ofbauð yfirborðsmennskan og bruðl sjálftökufólksins á árum græðginnar horfir til bóndans og segir; ekki eru þeir með einkaþotur! Gildi íslenskra bænda, dugnaður og hógværð eru þau gildi sem duga til að koma okkur áfram." „Leiktu þér ekki að eldinum" Varðandi aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu beindi Haraldur orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar sem tók við starfi land- búnaðarráðherra um nýliðin áramót. „En hvernig sem stjórnvöld vilja halda á ESB-málunum þá hafa bændur lagt fram sínar áherslur í svokölluðum varnarlínum. Þar tökum við skýra afstöðu og útskýrum kröfur okkar varðandi fjölmörg atriði sem hafa verður í huga í ESB-vegferð ríkis- stjórnarinnar. Margt bendir nú til að á vettvangi stjórnvalda sé þegar und- irbúið að stíga yfir fjórar varnarlínur okkar af sjö. Bændur segja því aðeins eitt við þig háttvirtur sjávarútvegs og landbúnað- arráðherra; leiktu þér ekki að eldinum. Þú átt á hættu að aðild verði samþykkt. Gerðu allt sem þú getur til að gæta hagsmuna Íslands. Ekki fyrir bændur heldur fyrir framtíð þjóðarinnar. Ef það er svo að íslenskir samningamenn þora ekki að ganga fram með sterka kröfugerð eigum við sitja heima og viðurkenna að klúbburinn hentar okkur ekki og það er tímabært núna." í héraði hjá þér Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is www.fodur.is Búfénaður skal ávallt hafa aðgang að saltsteini FB Selfossi sími 570 9840 : FB Hvolsvelli sími 570 9850 : FB Egilsstöðum sími 570 9860 Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 Haraldur Benedikstssonk, formaður Bændasamtaka Íslands sagði m.a. í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings 2012 að það væri fyrst og fremst hlutverk bændanna sjálfra að skapa vöxt og sýna möguleikana sem í landbúnaðinum felast . Mynd / HKr. Áfram íslenskur landbúnaður » Bændur þakka aðstoð 2524-25 » ÁlyktanirBúnaðarþings Búnaðarþing 2012

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.