Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Utan úr heimi Árið 2007 kynnti Veðurfarsráð Sameinuðu þjóðanna niður- stöður fimm ára rannsókna sem benda til þess að ísinn kringum Norðurpólinn muni bráðna á næstu hálfri öld. Einkum tvennt veldur þessari bráðnun. Annað er hækkandi hlut- fall koltvísýrings í lofthjúpnum, en hann losnar við bruna jarð- efna, þ.e. kola, olíu og gass. Fyrir iðnbyltinguna, sem hófst á 19. öld, var þetta hlutfall 280 ppm (milljón- ustuhlutar), en er nú að nálgast 400 ppm. Hinn þátturinn er aska og iðnaðarúrgangur sem safnast upp í heiðhvolfinu (e. stratosphere, sá hluti lofthjúpsins sem liggur milli veðrahvolfs og miðhvolfs). Þessar öskuagnir í háloftunum yfir Evrópu beina sólargeislunum í átt að heimskautaísnum þannig að hann bráðnar hraðar. Hliðstæð staða er yfir Indlandshafi þar sem geislunin beinist til Himalaja. Veðurfarsráðið segir í áður- nefndri skýrslu sinni, nr. 10/2007, að ætla megi að lofthjúpur jarðar- innar muni hlýna um 2,5-4,3°C fram til ársins 2010 og að úrkoma aukist jafnframt um 30% á sama tíma. Alþjóða orkuráðið (IEA) telur í nýlegri skýrslu að nú þegar hafi verið notuð 80% af því svigrúmi, sem áætlað var að þyrfti að hafa til að halda hækkun meðalhita á jörðinni innan við 2°C. Með sama áframhaldi fer hlýnunin yfir þau mörk árið 2017 og verður komin upp í 3,5-6,0°C um aldamótin 2100. Mikil úrkoma í Noregi Á liðnu sumri fékk norskur land- búnaður að kynnast afleiðingum mikillar úrkomu allan vaxtar- tímann. Uppskera flestra nytja- jurta dróst mikið saman og upp- skerustörfin reyndust erfið. Þær stóru og þungu dráttarvélar, sem fylgja hinum hátæknivædda land- búnaði, dugðu ekki. Gamli Massey Ferguson 135 stóð sig hins vegar vel. Í ljós kom að létt og fjölhæf tæki dugðu best. Felleskjöpet, sem er samvinnu- fyrirtæki norsks landbúnaðar og annast m.a. innflutning á bæði mat- og fóðurkorni, þarf að flytja inn 900 þúsund tonn af korni í ár vegna samdráttar í innlendri framleiðslu. Leita þarf aftur til ársins 1974 til að finna jafn litla kornuppskeru í Noregi. Um langa hríð og fram til ársins 2002 bjó Noregur yfir árs- birgðum af korni. Nú er hins vegar svo komið að þessar birgðir eru horfnar. Þjóðin er orðin þiggjandi á alþjóðlegum kornmarkaði og keppir um kornkaup við þjóðir sem svelta. Á árunum 2008 og 2010- 2011 varð mikil verðhækkun á korni vegna hækkunar á olíuverði á alþjóðamörkuðum og lélegrar uppskeru. Norðmenn eru ekki einir um það að vera háðir veðurfars- breytingum. Árið 2010 brást inn- flutningur á korni til Egyptalands frá Rússlandi vegna langvarandi þurrka á helstu kornræktarsvæðum Rússlands, sem leiddu til þess að Rússar þurftu sjálfir á öllu sínu korni að halda. Öryggisbirgðir af fóðurkorni Í Noregi hefur verið lagt til að koma upp öryggisbirgðum af fóðurkorni. Það er góðra gjalda vert en leysir ekki þau vandamál sem blasa við vegna veðurfarsbreytinga. Með það í huga veitir ekki af því að ársbirgðir séu til í landinu, bæði af fóður- og matkorni. Jafnframt þarf að tryggja að flutningakerfi Noregs, bæði á sjó og landi, ráði á hverjum tíma við að svara þörfinni fyrir flutninga á fóðri og mjólkur- afurðum. Við þurfum að geta tekist á við áföll af því tagi sem dundu yfir Noreg á síðasta ári, með stórviðri sem lamaði samgöngur og olli skaða á mannvirkjum. Bondebladet, 16. febr. 2012, grein eftir Svein Guldal, Norges Bondelag, stytt. Niðurstöður rannsókna Veðurfarsráðs Sameinuðu þjóðanna: Ísinn kringum Norðurpólinn mun bráðna á næstu hálfri öld Þróunarverkefni í sauðfjárrækt Umsóknarfrestur til 1. apríl Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt Styrkir eru veittir til að "styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni t.d. vegna gæðastýringar og lífrænnar framleiðslu" eins og segir í grein 4.5 í sauðfjársamningi. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. Bændasamtök Íslands, Bændahöllinni við Hagatorg, 107 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.