Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 7
lína Jónasdóttir þekkti
vel til langana Lúðvíks
Kemp, og sendi honum
þessa vísu:
Þó að stefni öll þín ást
að einum litlum bleðli,
þá er ekki um það að fást,
þetta er mannlegt eðli.
Milli Ingibjargar Sigfúsdóttur
húsfreyju á Refsteinsstöðum og
Valdimars K. Benónýssonar
bónda á Ægissíðu á Vatnsnesi fóru
mikil ljóðamál. Jafnan var þar
enga hortitti að heyra. Í ljóðabréfi
til Valdimars eru þessar vísur:
Finn ég svíða frost á kinn,
fölnar prýði haga.
Ei þó kvíði, ef ég finn
Ægissíðu Braga.
Og Valdimar launar fyrir ljóða-
bréfið í löngu bréfi. Þar er þessa
vísu að finna:
Refsteinsstaða freyjan fróð
funans glaða njóti.
Þú mátt raða á þína glóð
þessu blaðadóti.
Einhverju sinni urðu samferða
austur á Selfoss þau hjónin Valdís
Halldórsdóttir og sr. Gunnar
Benediktsson ásamt Karólínu
Einarsdóttur frá Miðdal. Gunnar
var í þann tíma þjáður af gigt í læri.
Karólína orti því til Gunnars:
Ef ég settist ofan á þig
í öllu þessu hossi,
og þjakað lærið þyldi mig,
þá væri stutt að Fossi.
Sr. Gunnar svaraði Karólínu
þannig:
Ef þú settist ofan á mig,
illa farið gæti,
vertu kona vör um þig,
vertu ekki með nein læti.
Valdís kona sr. Gunnars, ágætlega
vísnafær, vissi gjör um hagi bónda
síns :
Ef þú settist ofan á hann,
illa máske færi.
Veit ég manninn viðkvæman
víðar en í læri.
Júníus Jónsson verkstjóri á
Akureyri var ágætur hagyrð-
ingur. Þura í Garði bjó um tíma
á Akureyri, skammt frá heimili
Júníusar og átti vinskap ágætan
við þau hjón bæði. Einhverju sinni
sendi Þura konu Júníusar þessa
afmæliskveðju:
Gegnum lífið góða ferð
á gæfuvegi fínum,
þú ert ekki öfundsverð
af eiginmanni þínum.
Júníusi þótti sér skylt að þakka
sinn hluta í kveðju Þuru og kvað:
Þú kvartar ei en kalt er það
að kúra ein í næturhúmi
og enginn hefði öfundað
eiginmann í þínu rúmi.
Í mörgum vísnaviðureignum þessa
tíma, kemur Þura í Garði við sögu.
Einar Sæmundsen heimsótti Þuru
einhverju sinni og orti til hennar:
Þá er ég komin Þura mín
að þínum garði,
þrjátíu ár ég þráði fundinn,
þó ég væri annarri bundinn.
Þura svaraði Einari:
Kætir mig þú komst að sjá
kvenna-og sveitarprýði.
Nú er lokið þeirri þrá
og þrjátíu ára stríði.
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Ó
Viskukýrin haldin hjá Landbúnaðarháskóla Íslands:
Heimamenn unnu Viskukúna 2012
Spurningakeppnin Viskukýrin
hefur verið haldin hjá
Landbúnaðarháskólanum í átta
ár við góðar undirtektir.
Þessi skemmtilega spurninga-
keppni hefur fyllt matsalinn frá upp-
hafi en þar etja kappi heimamenn,
starfsmenn LbhÍ og nemendur en
gestir koma víða að úr Borgarbyggð
til að skemmta sér með nemendum.
Garðyrkjuskólinn að Reykjum í
Ölfusi kom í fyrsta sinn með lið
nú í ár en sá skóli er undir hatti
Landbúnaðarháskólans. Nemendur
Reykja stóðu sig með prýði og kom-
ust áfram upp í aðra umferð.
Skemmtiatriði eru í höndum
nemenda og í ár var boðið upp á
Karlakórinn Hása hálsa, sem vöktu
verðskuldaða athygli í flottum lopa-
peysum.
Frá upphafi hefur Logi Bergmann
Eiðsson stjórnað keppninni og gerði
hann óspart grín að keppendum og
gestum, enda orðinn heimavanur á
Hvanneyri og þekkir þar vel til.
Keppnin var óvenju spennandi í
ár en í úrslitaviðureigninni áttust
við heimamenn og Stjörnuliðið
svokallaða sem í voru forsprakk-
ar Viskukýrinnar fyrstu árin,
Guðrún Bjarnadóttir, Ásmundur
Einar Daðason og Eyjólfur Yngvi
Bjarnason, sem á sínum tíma voru
nemendur í skólanum. Eftir tvöfald-
an bráðabana sigruðu heimamenn
en í sigurliðinu voru Sveinbjörn
Eyjólfsson, Klara Sveinbjörnsdóttir
og Haukur Júlíusson. Eitthvað gekk
liðunum illa að hala inn stigum í
upphafi úrslitakeppninnar og hafði
Logi á orði að „bæði liðin væru jafn
heimsk“!
/Guðrún Bjarnadóttir
Úrslitakeppnin var óvenju spennandi og jöfn í ár en að lokum sigruðu heimamenn Stjörnuliðið í tvöföldum bráða-
bana og eru því Viskukýr ársins 2012. Magnús B. Jónsson afhendir Hauki Júlíussyni, Klöru Sveinbjörnsdóttur og
Sveinbirni Eyjólfssyni verðlaunin.
Logi Bergmann Eiðsson var spyrill eins og undanfarin ár. Matsalur Landbúnaðarháskóla Íslands var þéttsetinn að vanda þegar
spurningakeppnin Viskukýrin fór fram í áttunda sinn.
Nemendur Landbúnaðarháskólans fjölmenntu á keppnina, enda er þetta
einn af stærstu viðburðum ársins í félagslífi skólans.
Kálfurinn Viska áttunda var vinaleg í móttökunni og tók á móti gestum og
bauð þá velkomna. Viska áttunda kemur úr Hvanneyrarfjósi.
Í fyrsta sinn í sögu keppninnar mætti lið frá Garðyrkjuskólanum að Reykjum,
en hann er undir hatti Landbúnaðarháskóla Íslands. Keppendurnir Einar
Pálsson, Bergur Þór Björnsson og Hlöðver Jóhannsson stóðu sig með
stakri prýði og komust áfram í aðra umferð.
Stjörnuliðið var skipað fyrrum nemendum skólans, sem voru upphafsmenn
að Viskukúnni fyrir 8 árum, þeim Ásmundi Einari Daðasyni, Guðrúnu Bjarna-
dóttur og Eyjólfi Yngva Bjarnasyni. Þau komust alla leið í úrslitakeppnina
en töpuðu fyrir liði heimamanna eftir tvöfaldan bráðabana.