Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Lesendabás Látum vísindin njóta vafans Meirihluti starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði um verndun og endurreisn svart- fuglastofna seint á fyrra ári leggur til að að friða skuli lang- víu, álku, stuttnefju, teistu og lunda fyrir allri veiði næstu fimm árin auk þess sem lagt er til að eggjataka verði bönnuð í bjargi. Þetta kemur fram í skýrslu sem meirihluti hópsins hefur skilað af sér og umhverfisráðherra kynnti í ríkisstjórn 3. janúar 2012. Hópurinn var skipaður fulltrúum sex aðila: Umhverfisráðuneytis, Náttúrufræðistofnunar, Umhverfis- stofnunar, Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og Fuglaverndar. Auk þess var í hópn- um formaður nefndar um endur- skoðun laga nr. 64/1994. Meirihluti hópsins virðist einkum byggja tillögur sínar á rannsóknum og fuglatalningum síðustu tveggja áratuga en það væri synd að segja að þær rannsóknir hafi verið umfangsmiklar, auk þess sem þær hafa verið mjög misjafnar eftir björgum eins og fram kemur í skýrslunni. Þó er öllu alvarlegra að svo virðist sem þeir, sem að tillögunni stóðu, hafi stuðst við fáar aðrar heimildir um bjargnytjar við Ísland en takmarkaðar rannsóknir fugla- fræðinga síðustu tvo áratugi. Til dæmis segir á bls. 22 í skýrslu hóps- ins: „Takmarkaðar upplýsingar eru til um áhrif mismunandi nýtingar- aðferða [svo] og fiskveiða á stofna þessara fimm tegunda“ og síðan er vísað í töflur um svartfuglaveiðar frá 1995 til 2010. Þessi setning er eins misvísandi og verið getur. Til eru veiðitölur áratugi aftur í tímann, til dæmis við Drangey þar sem svartfugl var hér áður veiddur í tugþúsundatali á fleka á hverju ári. Þá hafa bjargveiðimenn víða haldið nákvæmt bókhald um hvað fékkst af eggjum úr hverri niðurferð í áranna rás. Þessara heimilda er hvergi getið í skýrslunni. Vinnubrögð sem ná engri átt Svona vinnubrögð, þar sem bæði er gengið framhjá sagnfræðilegum heimildum og ekkert samráð haft við þá menn sem stundað hafa bjargnytjar árum saman, ná engri átt. Vitaskuld eru rannsóknir fugla- fræðinganna góðra gjalda verðar en þær eru bæði takmarkaðar og einhæfar, auk þess sem sumar rann- sóknaraðferðanna eru fullkomlega óljósar. Sem dæmi má taka þar sem segir á bls. 4 í skýrslunni: „Auk þess hefur komið í ljós að hlutfall fullvaxinna lunda [svo] í afla á Suðurlandi er um 30% en ekki um 8% eins og talið hefur verið.“ Lesandi skýrslunnar hefur ekki hugmynd um hvernig þessar tölur eru fengnar. Hvar á Suðurlandi og hversu víða voru sýni tekin? Hver var vindstyrkur og hvernig var flugið þegar háfað var? Er munur á prósentutölu fullorðinna lunda í háeyjum og lágeyjum? Er munur á þessum prósentutölum eftir því hvort um er að ræða fyrripart eða seinnipart vertíðar o.s.frv? Á þessu sést að rannsóknirnar byggjast á afskaplega hæpnum vinnubrögðum og takmörkuðum upplýsingum og vekja fyrst og fremst spurningar um hæfi og dóm- greind þeirra sem leggja þær fram. Þær minna satt að segja óþægilega mikið á söguna af blindu mönn- unum sem skyldu lýsa fíl eftir að hafa þreifað á einstökum pörtum skepnunnar. Þetta þarf þó í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar þess er gætt að í starfshópnum var enginn fulltrúi þeirra sem bjargnytjar hafa stundað um árabil né tekið nokkurt tillit til sagnfræðilegra heimilda um þessar nytjar í aldanna rás. Með því að ganga svona framhjá þeim sem kunnugastir eru í hverri veiðistöð og nytjarnar þekkja best er þeim og öðrum heimamönnum, sem þekkja til bjargnytja, ekki einungis sýndur dónaskapur heldur er um leið kippt fótum undan trú- verðugleika skýrslunnar. Til þess að gera traustar rann- sóknir á bjargfuglum og viðgangi stofnana þarf góða samvinnu þeirra sem bjargnytjar stunda, fuglafræð- inga og sjávarlíffræðinga og taka þarf fullt tillit til sögulegra heim- ilda. Rannsóknir sem byggðust á slíkri samvinnu og vinnubrögðum ættu að geta gefið margfalt betri upplýsingar um stofnstærð og hegðun svartfugla en skammvinnar „einyrkjarannsóknir“ fuglafræðinga hafa hingað til gert. Nær engin samvinna af þessu tagi sýnist hafa verið viðhöfð í starfshópnum og því skortir í skýrslu vísindamannanna, sem hópurinn hafði við að styðjast, flestar þær upplýsingar sem þessir aðilar hafa fram að færa. Hér skulu aðeins nefnd augljós- ustu atriðin. Menn sem síga eftir eggjum í sömu staðina ár eftir ár vita vel hver eggjafjöldinn er að jafn- aði í hverju sigi og halda reyndar bókhald um það margir hverjir. Þeir fylgjast þannig nákvæmlega með varpinu á þeim stöðum sem þeir síga í. Sama er að segja um þá sem stunda veiðar í háf. Þeir vita nokk- urn veginn við hve mikilli veiði má búast á ákveðnum stöðum við hag- stæð veiðiskilyrði í ákveðinni átt og á ákveðnum tíma. Þeir átta sig óðar á því hvort fugl er orðinn tregari en venjulega vegna ætisskorts eða annarra orsaka. – Hvað varðar sögulegar heimildir þá liggja þær víða fyrir, skráðar fjölda áratuga aftur í tímann og út frá annálum og ýmsum óútgefnum handritum má sjá hvernig veiði, veðurfar og hitabreytingar kallast á. Í greinargerðum til sýslunefndar Skagafjarðarsýslu er til dæmis á hverju ári nákvæmlega tekið fram hversu fuglveiði var mikil við Drangey í heild á hverju vori, hversu margir bátar stunduðu veið- arnar og hvað hafðist á hvern bát. Þrátt fyrir gagnrýni mína á rannsóknir þær sem meirihluti starfshópsins byggir á er sjálfsagt ýmislegt nýtilegt í þeim og rétt að láta þær njóta vafans. Ég legg því til, og hygg að ég mæli þar bæði fyrir munn bjargveiðimanna og þeirra sem fengist hafa við sagn- fræðirannsóknir á bjargnytjum, að í stað þess að leggja fram það frum- varp sem nú er verið að undirbúa á þingi, verði skipaður nýr starfs- hópur til fimm ára. Fuglafræðingar ættu vitaskuld sæti í honum og einnig sjávarlíffræðingar, full- trúar Náttúrufræðistofnunar, Bændasamtaka Ís lands , Umhverf i ss tofnunar og Skotveiðifélags Íslands. Þá ættu þeir sem bjargnytjar stunda einnig sæti í honum því þeir þekkja einstök fuglabjörg best og við- gang fuglanna í þeim. Fleiri gætu vissulega átt aðkomu að hópnum og sjálfsagt að hann gæti kallað til sérfræðinga af sem flestum sviðum. Þá væri þess gætt að taka fullt til- lit til sagnfræðilegra heimilda og reynt að fylla þar í skörðin sem á vantar. Hópurinn kostaði og kapps um að hafa náið samstarf við þá sem væru að rannsaka bjargfugla og bjargnytjar utan Íslands. Ekki verði hróflað við bjargnytjum Einnig legg ég til að ekki verði hrófl- að við þeim bjargnytjum sem stund- aðar hafa verið undanfarin ár. (Þær nytjar eru hverfandi miðað við það sem áður tíðkaðist og sums staðar engar.) Þá verði einnig á hverju vori tekin egg á ákveðnum stöðum í þeim björgum, sem algerlega hafa verið vannýtt eða ekki finnast eggjatölur frá, og einnig gerðar tilraunir með háfaveiði þar sem hún hefur ekki verið stunduð. Þannig mætti fá nákvæmar veiðitölur af öllu landinu, þar sem veiði, veiðistaðir og veiði- skilyrði yrði tíundað nákvæmlega og vitaskuld yrði einnig fylgst af kost- gæfni með hitastigi og efnasamsetn- ingu sjávar og æti í hafinu. Þessum veiðum ætti hópurinn að fylgjast nákvæmlega með og skipuleggja að nokkru leyti. Þá héldu fuglafræðingar auðvitað áfram sínum rannsóknum og myndir yrðu teknar af bjargveggj- unum. Ég hygg að með svo viðamiklu þverfaglegu samstarfi væri unnt að rannsaka svartfuglastofnana miklu ítarlegar en á nokkurn annan hátt og til slíkra rannsókna eru Íslendingar betur búnir en nokkrir aðrir, meðal annars vegna ríkulegra sagnfræði- legra heimilda langt aftur í aldir. Þetta yrði vitaskuld nokkuð kostn- aðarsamt verkefni en til þess mætti sækja um Evrópustyrki og auðvitað væri eðlilegt að veiðikortasjóður hlypi þar undir bagga. Niðurstöður rannsókna þeirra, sem fyrir lægju eftir fimm ára tíma- bil, myndi svo þessi hópur vega og meta og á grundvelli þeirra mætti væntanlega leggja fram einhverja tillögu á Alþingi Íslendinga, verði þess þörf. Út frá þeim takmörkuðu rannsóknum sem nú liggja fyrir verða engar vitrænar ákvarðanir teknar. Reyni menn slíkt er það fyrst og fremst vottur þess að menn hafa ekkert lært af flumbrugangi svokallaðra góðærisára. Virðingarfyllst, Kristján Eiríksson, rannsóknarlektor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Í síðasta tölublaði Bænda- blaðsins birtist grein eftir Hrein Ragnarsson ökukennara á Laugarvatni þar sem hann gerir að umfjöllunarefni atriði er lúta annarsvegar að reglu- setningu um ökunám og öku- réttindi almennt og hinsvegar að tilteknum atriðum sérstaklega. Umræða er af hinu góða og styður framþróun, sérstaklega þegar hún er málefnaleg. Því er mér bæði ljúft og skylt að reyna að svara þeim efnislegu athuga- semdum sem Hreinn setur fram um ákveðin atriði en læt hjá líða að taka þátt í tilfinningalegu mati á samstarfi Umferðarstofu og innanríkisráðuneytisins og ímynduðum afleiðingum fyrir Nonna, sem Hreinn lýsir í grein sinni. Nýtt ákvæði um námsheimild telur Hreinn fráleitt og fela í sér einkennilegt stjórnarfar; að leyfi sýslumanns þurfi til þess að einstaklingur fái að læra á bíl. Hingað til hefur enginn mátt fara í bílpróf öðruvísi en að heimild sýslumanns væri fengin til þess. Ekki er verið að fjölga ferðum til sýslumanns heldur er eingöngu um tilfærslu í tíma að ræða, í stað þess að umsókn sé lögð inn rétt fyrir próf er það gert þegar öku- nám hefst. Með þessu er tryggt að viðkomandi uppfylli í upphafi náms ákveðnar kröfur til að mega fá ökuskírteini, enginn þarf því að leggja í kostnaðarsamt nám og fá svo að vita rétt fyrir próf að hann uppfylli ekki kröfur til að fá ökuskírteini. Sýslumanni ber samkvæmt lögum að meta þetta og er því betra að matið fari fram við upphafi náms og, verði matið neikvætt, að vera ekki með óþarfa fjárútlát til ökukennslu sem fyrir- fram er vitað að geti ekki leitt til ökuskírteinis. Þá er talið enn fjarstæðukennd- ara að gera kröfu um það að ein- staklingur sem fer að læra á bíl fái einn verklegan ökutíma með ökukennara áður en hann fer í öku- skóla. Til grundvallar þessari kröfu liggur það sjónarmið að ökunemi eigi betra með að tengja þau atriði sem kennd eru í skólastofu, þ.e.a.s. að aka bíl, við raunveruleikann þegar hann hefur reynt það í raun og veru. Í ökunámi á að blanda saman bóklegri og verklegri kennslu, þannig verður hún bæði áhugaverðari og árangursríkari. Byrjað var árið 2010 að kenna akstur í ökugerði og er þar líkt eftir hættulegum aðstæðum og greind áhrif hraða og veggrips á stjórn ökutækis og stöðvunarvegalengd við öruggar aðstæður. Ennfremur eru ökunemar látnir upplifa virkni öryggisbúnaðar og ræða hættur í umferðinni út frá raunverulegri reynslu sem þeir öðlast á staðnum undir handleiðslu ökukennara. Þetta, eins og annað sem áskilið er í ökunámi, er gert út frá því sjónarmiði að umferðaröryggi almennt aukist og sérstaklega þeirra einstaklinga sem stunda námið. Í upphafi var eingöngu notast við skrikbíla í þessari kennslu og kom Kennslumiðstöð Ökukennarafélags Íslands upp aðstöðu í Reykjavík sem hægt er að nota alla daga ársins. Ennfremur var með færanlegum búnaði komið upp aðstöðu á Reykjanesi, á Suðurlandi (Bakkaflugvelli) og á Norðausturlandi (Aðaldalsflugvelli). Ljóst var að það væri verulegum vanda bundið fyrir ökunema sem dvelja fjarri þessum kennslustöðum að sækja nám í ökugerði fyrir verklegt öku- próf. Umferðarstofu var því falið að leggja „mat á hvort búseta ökunema leiði til þess að ekki verði með sanngirni krafist að æfingaakstur í ökugerði fari fram meðan á ökunámi fyrir verklegt ökupróf stendur. Verði undanþága veitt skal akstur í ökugerði fara fram á fyrstu þremur árum eftir að umsækjandi fær bráðabirgða- skírteini en þó áður en hann fær fullnaðarskírteini.“ Það var síðan mat Umferðarstofu að ekki væri með sanngirni hægt að krefjast þess að nemandi sem væri búsettur í eftirtöldum póstnúmerum (póst- númer lögheimilis eða þess staðar þar sem hann sannarlega dvelur vegna skóla eða atvinnu) sæki nám í ökugerði: 310-630, 685- 785 og 880. Þegar þarf að setja skilyrði eða draga mörk má alltaf deila um hvernig þau skuli gerð og sett en Umferðarstofa taldi þessi mörk einföld og gagnsæ. Síðan þetta var ákveðið hefur tekið til starfa ökugerði á Akureyri sem breytir myndinni og gerir það nauðsynlegt að endurskoða ofan- greind búsetuskilyrði. Ennfremur var fyrir nokkru ákveðið að fram- lengja þessa skipan mála, þ.e. að ekki skuli gerð skilyrðislaus krafa um að námi í ökugerði sé lokið fyrir ökupróf, fyrst og fremst í ljósi þess að kennsla í ökugerði er ekki í boði um allt land. Nauðsynlegt til- lit verður áfram að taka til búsetu ökunema og er í innanríkisráðu- neytinu verið að undirbúa reglur þar að lútandi. Um Nonna er svo það að segja að hann nýtur þeirra forréttinda að búa á Íslandi. Þær breytingar sem Hreinn gerir að umfjöllunarefni hafa þó ekki aukið akstur móður Nonna með hann sem nemur hringnum kringum landið. Um er að ræða ökugerðið sem kemur sem viðbót, en má ekki gera ráð fyrir því að Nonna sé nauðsyn- legt að æfa akstur við fjölbreytt- ari umferðaraðstæður en eru á Raufarhöfn þar sem hann býr, eða þá á Kópaskeri þar sem öku- kennarinn hans býr? Að lágmarki væri eflaust gott að kynnast af eigin raun akstri í þéttbýli við fjöl- breyttari umferðaraðstæður, t.d. á Akureyri og þá hugsanlega að fá kennslu í ökugerði í leiðinni. Akstur verður seint hægt að læra í fjarnámi en hluta bóklegs öku- náms má svo sannarlega gera þannig skil og fagna ég því að einn ökuskóli skuli hafa haft burði til að bjóða góða fjarkennslu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að fleiri skólar uppfylli sett skilyrði um fjarkennslu. Reglur um ökukennslu, öku- próf og ökuskírteini eru og hafa verið í fullu samræmi við umferðarlög. Á undanförnum árum hefur metnaðarfull öku- kennsla og fagleg reglusetning m.a. haft þau jákvæðu áhrif að slysatíðni ungra ökumanna hér á landi hefur lækkað um 40%, árangur sem er langt umfram það sem gerist í nágrannalöndunum. Árangri verður ekki náð öðruvísi en með að endurskoða stöðugt það sem gert er og reyna ávallt að gera góða ökukennslu betri og því lokast hringurinn aldrei. Holger Torp, verkefnastjóri ökunáms, Umferðarstofu Framþróun í ökunámi - Hringurinn lokast ekki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.