Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 15
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 15
í héraði hjá þér
Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is www.fodur.is
DeLaval
rekstrarvörur
FB Selfossi sími 570 9840 : FB Hvolsvelli sími 570 9850 : FB Egilsstöðum sími 570 9860
ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími 568-1500 | Akureyri: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Það er leit að annarri eins alhliða dráttarvél fyrir íslenskan landbúnað.
KUBOTA M108s - Frábær alhliða vél,
lipur og nett en skortir ekki aflið.
Eigum vélar til afgreiðslu strax á hagstæðu verði. Hafið sambandi við sölumenn.
Framleiðum
Vélboða mykjudreifara
í mörgum stærðum
Heimasíða. www.velbodi.is
Íslenskir lambakjötsútflytj-
endur hafa síðustu misseri
unnið að markaðssetningu á
Rússlandsmarkaði. Fulltrúar
frá Sláturfélagi Suðurlands og
Kaupfélagi Skagfirðinga tóku
á dögunum þátt í annað sinn á
matvælasýningunni Prodexpo í
Moskvu. Þar var íslenska lamba-
kjötið kynnt undir merkjum
„Iceland Lamb“ og m.a. haldið
námskeið fyrir veitingamenn og
haldin móttaka fyrir fjölmiðla og
líklega kaupendur.
Að sögn Ágústs Andréssonar,
hjá KS, var lögð áhersla á að fylgja
eftir þeim samböndum sem urðu
til á síðasta ári á sýningunni. „Við
viljum kynna íslenska lambakjötið
sem hágæðavöru fyrir veitingahúsin
í Moskvu og bindum vonir við að
hægt verði að byggja upp góð sam-
bönd sem gættu skilað sölu upp á
um 200-300 tonn af lambakjöti á ári
innan þriggja ára,“ segir Ágúst.
Utanríkisráðuneytið stóð
fyrir móttöku í sendiráðinu
þar sem Friðrik Sigurðsson
matreiðslumeistari eldaði fyrir gesti.
„Aðkoma utanríkisráðuneytisins
og sendiráðsins í Moskvu var mjög
mikilvægur og góður stuðningur.
Albert Jónsson sendiherra og hans
fólk lagði sig mikið fram við að
aðstoða okkur og á þakkir skildar
fyrir sitt framlag,“ sagði Ágúst.
Vel sótt matreiðslunámskeið
Í kjölfarið á móttökunni var haldið
„master class“ matreiðslunámskeið
fyr i r matre iðs lumeis tara
og innkaupastjóra helstu
veitingahúsakeðja Moskvuborgar í
samstarfi við fyrirtækið Marr. Hátt
í 70 manns sóttu námskeiðið þar
sem Friðrik Sigurðsson leiðbeindi
og haldið var erindi um íslenska
lambakjötið. „Á námskeiðinu var
lögð rík áhersla á sérstöðu íslenska
lambakjötsins þar sem hrein náttúra
er í aðalhlutverki og sú staðreynd
að við slátrum lömbunum yngri en
gengur og gerist í samanburði við þá
sem eru stærstir á heimsmarkaðnum“
segir Ágúst.
Það voru þeir Steinþór Skúlason
frá SS og Ágúst Andrésson frá KS
sem stóðu að kynningunni í samstarfi
við G. Ingason fiskútflytjanda sem
kynnti íslenskar sjávarafurðir við
sama tækifæri. Erlendur Garðarsson
hjá fyrirtækinu IM var sýnendum
innan handar með skipulagningu á
viðburðum í tengslum við sýninguna
auk þess að starfa á sýningarbásnum.
Á síðasta ári voru flutt út 52 tonn
af kjöti til Rússlands að verðmæti
rúmlega 30 milljónir króna. Ef
áætlanir ganga upp um aukna sölu
á Rússlandsmarkaði má búast við
að þessar tölur hækki verulega á
komandi árum.
Íslenskt lambakjöt í Moskvuborg
Vilja selja 200-300 tonn
í rússnesk veitingahús
Hópurinn sem kynnti íslensku afurðirnar í Moskvu ásamt starfsfólki utan-
ríkisþjónustunnar. F.v. Erlendur Garðarsson, Steinþór Skúlason, Ágúst
Andrésson, Ása Baldvinsdóttir, Albert Jónsson og Friðrik Sigurðsson.
Um 70 manns sóttu matreiðslunám-
skeið þar sem íslenska lambakjötið
var í öndvegi.
Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari kenndi réttu handtökin í eldhúsinu.